Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1997 37 Sossa viö eitt verka sinna. Freistingar og fé- lagslegt samneyti Um síðustu helgi opnaði SOSSA - Margrét Soffia Bjöms- dóttir - sýningu á oliumálverk- um í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg. Sýninguna nefnir listakon- an Freistingar og félagslegt sam- neyti. SOSSA, eða Margrét Soff- Sýningar la Bjömsdóttir, er fædd í Kefla- vík árið 1954. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíöaskóla íslands, Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og School of the Museum of Fine Arts í Bandarikjunum. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér á landi sem erlendis. Sýningin stendur til 25. maí. Einsöngvarapróf Tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu í kvöld, kl. 20.30. Tónleikamir eru síðari hluti einsöngvara- prófs Xu Wen, sóprans, frá skól- anum. Píanóleikari er Anna Tónleikar Guðný Guðmundsdóttir. Á efn- isskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Hugo Wolf, Richard Strauss og Joaquim Rodrigo. Einnig mun Xu Wen syngja kín- versk þjóðlög. Er veiðileyfagjald í raun byggðaskattur? Er veiðileyfi í raun byggða- skattur? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Hótel KEA á vegum sjávarútvegsráðuneyt- isins í dag, kl. 15.30 tif 18.40. Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum er yfirskrift fundar sem félags- málaráðherra heldur á Hótel Varmahlíð í kvöld, kl. 20.30. Ávarp flytja Páll Pétursson ráð- herra og Elín Líndal, formaður Jafhréttisráðs, Elsa S. Þorkels- dóttir ræðir um form og gerð framkvæmdaáætlana og Herdís Sæmundardóttir kemur með innlegg frá heimamönnum. Samkomur Kringlukráin í kvöld leikur í aðalsalnum hljómsveitin í hvítum sokkum frá kl. 22. Hljómsveitin er skip- uð Guðmundi Rúnari Lúðvíks- syni og Hlöðver Guðnasyni. Félag eldri borgara í Reykjavík Kvöldferð verður á Álftanesið kl. 19.30 í kvöld. Bessastaðir verða heimsóttir og gengið í kirkju þar sem forseti íslands tekur á móti hópnum. Hringferð verðin um nesið undir leiðsögn. Samtökin Crohn's og Colitis Ulcerosa Fræðslufundur verður I kvöld, kl. 20.30, í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal (ÍSÍ), 3. hæð. Gestur fundarins er Kristleifur Kristjánsson, bamalæknir og erfðafræðingur. Einnig kemur á fundinni Sigurður Bjömsson meltingarsérfr æðingur. Karlakór Keflavíkur syngur í Ytri-Njarövíkurkirkju í kvöld. Karlakór Keflavíkur Óperukórar og léttmeti Karlakór Keflavíkur hefur verið duglegur við tónleikahald undan- fama daga og um helgina var kór- Skemmtanir inn í Vestmannaeyjum þar sem hann hélt tónleika. Næstu tónleik- ar kórsins em annað kvöld í Ytri- Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Síðan verður haldið til Reykjavíkur og haldnir tónleikar í Fella- og Hólakirkju 11. maí kl. 17.00. Á síðasta ári gaf Karlakór Kefla- víkur út geislaplötuna Suðumesja- menn og hefur honum verið vel tekið og talsvert spilaður á hinum ýmsu útvarpsstöðvum. Dagskrá kórsins er fiölbreytt og helgast meðal annars af lögum sem era á nýju plötunni, auk óperakóra, karlakórslaga og ýmiss konar létt- meti. Stjómandi kórsins er Vil- berg Viggósson. Undirleikarar er Ágota Joó á píanó, Gestur Frið- jónsson á harmoniku og Þórólfúr Þórsson á bassa. Einsöngvari er Steinn Erlingsson, bariton. Þungfært og ófært Veðrið hefur haft áhrif á færð vega á Norður- og Austurlandi og era margar leiðir ófærar eða þung- færar. Á leiðinni Höfn-Egilsstaðir er leiðin frá Höfh að Djúpavogi, ófær, skafrenningur er á leiðinni Breiðdalsvík-Fáskrúðsfiörður og þæfingsfærð er í Fagradal. Þá er Færð á vegum Hellisheiði eystri ófær og leiðin milli Unaóss og Borgarfiarðar eystri. Fyrir austan Akureyri er þungfært um Möðradalsöræfi og skafrenningur á Mývatnsöræfum. Á leiðinni norður frá Reykjavík er skafrenningur á Öxnadalsheiði. Ástand vega Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Helgi Snær eignast systur Á myndinni er stoltur bróðir, Helgi Snær, fimm ára gamall, meö litlu syst- ur sinni, Ónnu Margréti, sem fæddist á fæðingar- Barn dagsins deild Landspítalans 1. apríl. Hún var við fæð- ingu 3480 grömm að þyngd og 50 sentímetra löng. Foreldrar systkin- anna eru Vilborg Helga- dóttir og Sverrir Helgi Gunnarsson. Fletcher Reede (Jim Carrey) lofar syni sínum Max (Justin Cooper) ein- hverju sem hann stendur svo ekki viö. Lygari, lygari í Lygari, lygari (Liar Liar) sem sýnd er í þremur kvikmyndahús- um er hinn vinsæli gamanleikari Jim Carrey í miklum ham sem Fletcher Reede, metnaðargjarn lögfræðingur sem er í lífsgæða- kapphlaupi og lætur ekki sann- leikann hindra sig í að vinna mál fyrir rétti. í réttarsalnum er hann mjög sannfærandi og á létt með að tala alla upp úr skónum, enda óforbetranlegur lygari, sem gerir engan mun á hvað er satt og hvað ósatt. Þessar lygar bitna eiimig á syni hans sem tekst þó í einn dag að láta föður sinn segja sannleik- Kvikmyndir ann og ekkert annað en sannleik- ann. Allt í einu er kjafturinn á Fletcher, sem hefur bjargað hon- um á lífsleiðinni orðinn það sem bakar honum ekkert nema vand- ræði. Mótleikarar Jim Carrey í Liar Liar eru Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz, Amanda Donohoe, Maura Tierney og Cary Elwes. Leikstjóri er Tom Shadyac. Nýjar myndir: Háskólabíó: Háðung Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Veislan mikla Saga-bíó: Lesið í snjóinn Bíóhöllin: Michael Bíóborgin: Tveir dagar í dalnum Regnboginn: Basquiat Stjörnubíó: Einnar nætur gaman Krossgátan r~ 3T 1 lx> ? n 4 J<i J U r- f JJ- 15 i? IS? f 2j0 | rr u iz Lárétt: 1 hættulega, 5 eyða, 8 borð- ar, 9 tungumálið, 11 dans, 13 eignist, 15 loddarar, 17 umstang, 18 til, 19 lánar, 21 gangur, 22 nýlega. Lóðrétt: 1 ófrægja, 2 slóttug, 3 ólæti, 4 bardagi, 5 hlut, 6 aðgangs- frek, 8 skortur, 10 ákveð, 12 tryllti, 14 forfeður, 16 varg, 20 samþykki. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þögn, 5 sæl, 8 óleik, 9 fá, 10 fát, 12 tákn, 14 slakka, 17 líta, 19 iða, 20 karrar, 21 mal, 22 páll. Lóðrétt: 1 þóf, 2 öl, 3 geta, 4 nit, 5 skákir, 6 æf, 7 lán, 11 álíka, 13 kað*- al, 14 slæm, 15 karp, 16 jarl, 18 tal. Gengið Almennt gengi 6.05.1997 kl. 9.00 Eininn___________Kaup Sala Tollqengi Dollar 71,330 71,690 71,810 Pund 115,630 116,170 116,580 Kan. dollar 51,675 51,985 51,360 Dönsk kr. 10,8370 10,9070 10,8940 Norsk kr 10,0020 10,0620 10,1310 Sænsk kr. 9,0300 9,0860 9,2080 Fi. mark 13,6800 13,7700 13,8070 Fra. franki 12,2310 12,3090 12,3030 Belg. franki 1,9994 2,0134 2,0108 Sviss. franki 48,5000 48,8000 48,7600 * Holl. gyllini 36,6900 36,9300 36,8800 Þýskt mark 41,2820 41,5380 41,4700 it. lira 0,04169 0,04197 0,04181 Aust. sch. 5,8630 5,8903 5,8940 Port. escudo 0,4111 0,4141 0,4138 Spá. peseti 0,4894 0,4928 0,4921 Jap. yen 0,56280 0,56720 0,56680 írskt pund 106,630 107,270 110,700 SDR 96,55900 97,15900 97,97000 ECU 80,4720 81,0320 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.