Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plðtugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skýrt og klárt já og nei Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr í hvalveiðimálinu. Hún er einhuga um, að hvalveiðar hefjist, bara ekki á þessu sumri. Þannig hefur vorað hjá stjóminni í mörg ár og þannig mun vora í mörg ár enn. Stefnan er skýr. Hún þýðir bæði já og nei, að hætti stjómvitringa. Vandséð er, að ríkisstjómin geti haft aðra skoðun á málinu. Hún þarf að friða hugsjónamennina, sem vilja ekki, að misvitrir útlendingar segi þjóðinni fyrir verk- um. Og hún þarf að taka tillit til margvíslegra annarra hagsmuna en þeirra einna, sem lúta að hvalveiðum. Utanríkis- og sjávarútvegsráðherra hafa orð fyrir rík- isstjóminni og segja málið vandasamt. Velta þurfi því lengi fyrir sér í ýmsum nefndum og á ríkisstjórnarfund- um. Svo heppilega vill til, að vangaveltumar ná jafhan fram á vor og missa því af þinglegri afgreiðslu. Sælkeramir, sem hafa í sjö ár verið að streitast við að éta sama hvalinn hjá Úlfari Eysteinssyni á Þremur Frökkum, geta áfram hlakkað til þess fjarlæga sumars, þegar leyft verður að veiða „í smáum stíl til innanlands- neyzlu“, svo að notað sé orðalag utanríkisráðherra. Örfáir hvalir á ári hverju mundu vafalaust nægja inn- anlandsmarkaði og verða tæpast nokkur gullkista vænt- anlegum hvalveiðimönnum. Samtök þeirra telja, að í framhaldi af slíkum veiðum megi fá Japani til að kaupa hvalkjöt, þótt þeir hafi lofað að gera það ekki. Japanir kaupa ekki hvalkjöt, af því að þeir þurfa að flytja mikið af vörum til útlanda og em dauðhræddir við að æsa umheiminn upp á móti japönskum vörum. Gam- an verður að sjá, þegar íslenzkum hvalveiðisinnum tekst að fá Japani til að fremja efnahagslegt harakiri. Við erum háðir umheiminum eins og Japanir. Við þurfúm að fá fólk á Vesturlöndum til að kaupa vörur frá okkur. Við viljum, að það haldi áfram að kaupa fiskinn okkar tollfrítt, þótt við leggjum ofurtolla á matvælin þeirra. Við viljum ekki raska ró viðskiptavinanna. Lengi hefúr verið vitað, að fá mál em eins fallin til að koma venjulegum Vesturlandabúum úr andlegu jafn- vægi og hvalveiðar. Fólk flykkist í hvalfriðunarsamtök, tekur hvali persónulega í fóstur og gengur berserksgang við að knýja fram viðskiptabann á hvalveiðiþjóðir. Meiri líkur em á, að Norðmenn geti leyft sér að synda gegn straumi umhverfisálitsins. Sjávarútvegur þeirra er ríkisstyrkt aumingjagrein, haldið uppi af olíugróða. Ef Norðmenn geta ekki selt útlendingum fisk, er það þeim dýrt spaug, en tæplega efnahagslegt sjálfsmorð. Hér færi hins vegar allt á hvolf, ef Bandaríkin og Evr- ópusambandið settu okkur í viðskiptabann vegna veiða á hval fyrir markaði, sem ekki em til. Þetta er það, sem ríkisstjóm okkar er að fást við, þegar hún segir, að hval- veiðar hefjist fortakslaust, bara alls ekki núna. Ríkisstjómin er að hugsa um heildarhagsmuni þjóðar- innar og verðleggja þá. Niðurstaða hennar hefúr hingað til verið og verður áfram sú, að minni hagsmunir verði að víkja fyrir meiri. Sú hin sama verður niðurstaða ann- arra ríkisstjóma, sem fá vandræðamálið á sitt borð. Ríkisstjómin og sérfræðingar hennar vita, að málið verður ekki leyst með rökum, allra sízt vísindalegum rökum. Það ræðst af tilfmningalegum ástæðum, hvort hvalveiðar okkar muni leiða til gagnaðgerða af hálfu að- ila, sem hafa afl til að valda okkur búsifjum. í slíkri stöðu getur ríkisstjómin lítið gert annað en að ítreka trúarjátningu hvalveiðanna, með óvissum dóms- degi. Stefnan felur í sér skýrt og klárt já og nei. Jónas Kristjánsson „Til umhugsunar af hverju okkar börn kona svona miklu betur út úr lestrarkeppninni en önnur,“ segir Kristín m.a. í grein sinni. Tveir hópar I bóklestri - íslensku skorpunni viðbrugöið granna sína á Norð- urlöndum margfalt út í samnorrænu lestrarkeppninni Mími sem haldin var í grunnskólum á síðastliönu hausti og stóð í hálfan mánuð. Virðist sem slík lestrarátök skili sér til lengri tíma í auknum lestri yngri barna skv. könnun Þorbjarnar og er það vel. Meiri lestrar- hestar? Það er svo til um- hugsunar af hverju okkar börn koma „Svo er að sjá sem tveir hópar séu að myndast, þeir sem ekkert lesa og þeir sem lesa mikið. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir jafn litla þjóð og íslendinga, sem auk þess hafa stært sigaf því að vera bókaþjóð í margar aldir.u Kjallarinn Kristín Steinsdóttir rithöfundur Af bóklestri „Það eru allir krakk- ar löngu hættir að lesa,“ sagði þriggja bama móðir við mig ekki alls fyrir löngu. Ég móaðist eitthvað við, vildi ekki taka undir þetta við hana en hún sat föst við sinn keip og bætti við: „Og foreldrunum er fjand- ans sama.“ Tvær kannanir í sumargjöf fengum við niðurstöður könn- unar dr. Þorbjamar Broddasonar prófess- ors þar sem fram kem- ur að bóklestur bama á efri stigum grunnskól- ans fari minnkandi. Þar kemur líka fram að þeim sem aldrei taka sér bók í hönd fjölgi stöðugt en einnig þeim sem liggja í bók- um og öðrum miðlum. Svo er að sjá sem tveir hópar séu að myndast, þeir sem ekkert lesa og þeir sem lesa mik- ið. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir jafn litla þjóð og íslendinga sem auk þess hefur um aldir stært sig af því að vera bókaþjóð. Á sama tíma kemur i ljós í könnun Sigrúnar Klöra Hannes- dóttur prófessors að íslensk 12 ára böm fengu og lásu umtalsvert magn af bókum um síðustu jól og nota aukinheldur bókasöfn í all nokkrum mæli. Hjá Sigrúnu Klöru var um slembiúrtak 800 bama að ræða og virðist bókin enn standa sterkar en geisladiskar meðal 10-12 ára barna. Umræddur aldurshópur sló svona miklu betur út úr lestrar- keppinni en önnur. Erum við í raun meiri lestrarhestar en hinar þjóðimar eða felst mismunurinn í því að þessir grannar okkar eru ekki jafn duglegir að taka á sprett í keppni? íslensku skorpunni er viðbrugðið eins og allir vita, hvort sem hún beinist að því að lesa, synda 200 metrana eða safna handa bágstöddum. Og hvað segja svo allar þessar niðurstöður? í fyrsta lagi það að forráðamenn í menntunar- og menningarmálum, leikskóla- og skólamenn en síðast og ekki síst foreldrar þurfa að vera á verði sem aldrei fyrr. Koma þarf í veg fyrir að sá hópur sem ekki les haldi áfram að stækka, þessari þróun þarf að breyta með mark- vissu og jákvæðu átaki. En niður- stöðumar segja okkur líka að hér sé hópur af krökkum sem les, meira að segja mikið. Fullyrðing- ar móðurinnar eiga ekki við rök að styðjast, sem betur fer, því ekki em allir hættir að lesa heldur bara sumir. En fráleitt auka þær áhuga á bóklestri, og yfirlýsingar á borð við þessa eru áhyggjuefni. Ef þær eru nógu margar og nógu háværar geta þær orðið að viðmið- un: „Fyrst allir eru hættir að lesa ætla ég ekki að fara að vera eitt- hvert lestrarfifl..." Hættulegar alhæfingar Það er alkunna að ofbeldis- hneigð meðal unglinga hefur aukist og „óbreyttir" sem ekk- ert hafa til saka unnið annað en að vera á þessum aldri njóta oft ekki sannmælis. Eng- um dettur þó vonandi í hug að segja að allir unglingar séu of- beldishneigðir. Sama gildir um lestrarvenjur þessa hóps. Al- hæfingar í hvaða mynd sem þær birtast eru hættulegar og niðurbrjótandi fyrir þá sem fyrir þeim verða. Til skamms tíma þótti fínt að lesa á íslandi og menn lugu heldur til um lestur en láta taka sig í landhelgi ólesna. Ekki vil ég mæla því bót að ganga um ljúgandi en leyfi mér þó að halda því fram að það hafi á sinn hátt verið upp- byggilegra en sinnuleysið sem kemur fram í þeim orðum að mönnum sé fjandans sama um allt - að minnsta kosti fyrir þjóð sem enn vill láta kcdla sig bókaþjóð. Kristín Steinsdóttir Skoðanir annarra Bresku þingkosningarnar „Viðhorf í breskum stjómmálum skipta hér máli. íslenskir jafnaðarmenn geta lært af hinum nýja Verkamannaflokki sem styður einkavæðingu og er andvígur óhóflegu valdi verkalýðsleiðtoga. Fram að þessu hafa jafhaðarmenn hér verið andvígir einka- væðingu banka og frelsi manna til að velja sér félög. Sigurvegari kosninganna er Thatcher.“ Hannes H. Gissurarson í Degi-Timanum 3. maí. Áfallahjálp foreldranna „Það er fróðlegt að skoða í samhengi fjaðrafokið í kringum umrætt stærðfræðipróf og drykkjuna í kjöl- farið. Ekki með því að taka undir þá skoðun að eðli- legt hafi verið að búast við meiri drykkju en ella af því að unglingamir voru svo miður sín eftir próf, heldur þær kröfur sem gerðar eru til unglinganna og viðbrögð þeirra. Það er eiginlega merkilegt til þess að vita að unglingamir sem era að kikna undir álagi prófanna og leita grátandi til mömmu og pabba eftir áfallahjálp af því að þau náðu ekki að reikna öll dæmin sín séu sömu einstaklingar og heimta - og fá rétta áfengisflösku svo þau geti fagnað þeim tima- mótum sem próflokin eru. Eru þau þá bara börn þeg- ar þau ráða ekki við „ofurmannlegar" kröfur ís- lenska skólakerfisins en ekki þegar kemur að neyslu vímuefna?“ Hanna Katrín Friðriksen í Lesbók Mbl. 3. maí. Hagsmunir í húfi „Reynslan sýnir að þeir lífeyrissjóðir þar sem greiðendur hafa áhrif á stjórn sjóðsins ná betri ár- angri en þeir sjóðir þar sem stjómendur eru ekki umbjóöendur sjóðfélaga. Sjálfsagt er að lífeyrissjóðir starfi undir eftirliti og þaö sé takmörkunum háð hvar þeir mega fjárfesta, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að lífeyrisgreiðendur sjálfir eiga að ákveða hverjir stjórna ávöxtun spamaðar síns því fyrir þá em mestir hagsmunir í húfi.“ Bjami Þórðin: Bjarnason í Mbl. 3. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.