Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Síða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 23 íþróttir íþróttir Enn not fýrir Beardsley Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri enska knattspyrnuliðsins Newcastle, sagði í gær að hinn 36 ára gamli Peter Beardsley myndi leika áfram með liðinu. Beardsley hefur lítið verið í náð- inni síðan Dalglish tók við liðinu í vetur og er gömlum væringum þeirra á milli kennt um. „Peter spurði mig hvort hann ætti enn framtíð fyrir sér sem leikmaður Newcastle. Ég sagði honum að svo væri en kannski yrði hann ekki notaður eins mikið og hann vildi helst. Ég færi aldrei að ráðleggja honum að leggja skóna á hilluna," sagði Dalglish. -VS Charles Barkley og samherjar hans í Houston unnu fyrsta leikinn gegn Seattle í urslitakeppni NBA í nótt. Barkley skoraði 19 stig í leiknum og tók níu fráköst Úrslitakeppni NBA í nótt: Frábær hittni hjá Houston - gerði gæfumuninn gegn Seattle Houston Rockets og Seattle SuperSon- ics áttust við í fyrsta leik liðanna í nótt sem leið í úrslitakeppni NBA. Leikar fóru þannig aö Houston sigraði með 112 stigum gegn 102. Houston byrjaði mun betur og vann fyrsta leikhluta, 35-25. Seattle vann annan leikhluta, 29-30, Houston þann þriðja, 32-16, en Seattle kom til bcika í fjórða leikhluta, 31-16. Mcæio Elie átti stórleik fyrir Houston, skoraði fimm þriggja stiga körfur, sem er met í úrslitakeppninni, en alls skoraði hann 20 stig. Clyde Drexler var stiga- hæstur með 22 stig, Charles Barkley var með 19 stig. Shawn Kemp skoraði mest fyrir Seattle, alls 24 stig og 11 fráköst. Gary Payton skoraði 19 stig. „Við gáfum þeim of mikinn frið í skot- unum. Þriggja stiga körfumar gerðu út af við okkur,“ sagði Gary Payton hjá Seattle eftir leikinn. Fyrsta viðureign Utah Jazz og Los Angeles Lakers var háð í fyrrinótt. Það vakti athygli hvað Utah vann auðveldan sigur en lokatölur urðu, 93-77. Karl Malone og samherjar hans í Utah voru með yfirhöndina frá upphafi til enda. Lið Lakers lék langt undir getu og verður að gera miklu betur en þetta til að eiga möguleika gegn sterku liði Utah. Malone var stigahæstur hjá Utah, skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. John Stockton og Jeff Hornacek skoruðu tíu stig hvor. Hjá Lakers skoraði Nick Van Exel 23 stig. Shaquille O’Neal náði sér engan veginn á strik og munar um minna. Shaq skoraði aðeins 17 stig og það gerði Eddie Jones einnig. „Ég er núna hamingjusamur ungur maður. Þetta var góður sigur en ég er hræddur um að næsti leikur verði hreint og klárt stríð á milli liðanna," sagði Karl Malone. Tírs Ótrúlegur leikur á Old Trafford í gær: „Held ég viti hvert vandamálið er“ - sagði Alex Ferguson eftir 3-3 jafntefli Manchester United við Middlesbrough Manchester United varð í gær að sætta sig við sitt annað jafntefli á þremur dögum, nú 3-3 á heimavelli við Middlesbrough. Og aftur þurftu meistaraefnin að vinna upp tveggja marka forskot því Boro komst óvænt í 1-3 í ótrúlegum fyrri hálfleik. United er þó áfram með titilinn í höndunum. Liðið á eftir tvo heima- leiki, við Newcastle á fimmtudag og West Ham á sunnudag, og nægir að vinna annan þeirra. Þá gæti Manchester United orðið meistari í kvöld því Newcastle og Liv- erpool spila bæði á útivelli, gegn West Ham og Wimbledon, og méga ekki tapa stigum. Juninho kom Boro yfir á 15. mínútu en Roy Keane jafnaði korteri síðar. Þá fór í hönd magnaður kafli. Fabrizio Ravanelli, ítalinn snjalli hjá Boro, haltraði tognaður af velli en félagar hans svöruðu því með tveimur mörk- um. Emerson og Craig Hignett voru þar að verki, 1-3. Gary Neville minnk- aði muninn fyrir hlé og Ole Gunnar Solskjær jafnaði um miðjan síðari hálfleik. Þrátt fyrir látlausa pressu tókst United ekki að knýja fram sigur og Boro fékk mikilvægt stig í fallbar- áttunni. Staða Boro er þó erfið áfram en. liðið á eftir útileiki við Blackburn og Leeds og þarf minnst þrjú til fjögur stig enn, helst sex. „Mínir menn eiga hrós skilið fyrir að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir en varnarleikur okkar var afleitur, já hreint hrikalegur. Ég held að ég viti hvert vandamálið er og vonandi leys- um við það fyrir leikinn við Newcastle á fimmtudag," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester Unit- ed, eftir leikinn. Bryan Robson, stjóri Boro, sem íhugaði að spila sjálfur en hætti við það, sagði að stigið hefði verið dýr- mætt því það héldi lífi í voninni um að ná liðunum fyrir ofan. „Annað markið þeirra gerði útslagið, ef við hefðum farið inn í leikhlé með tveggja marka forystu er eins víst að útkoman hefði verið önnur,“ sagði Robson. -VS - meiri líkur á aö hann leiki með Drammen „Það er alveg öruggt að ég mun ekki þjálfa Aftureldingu á næsta keppnistímabili. Ég ætla að einbeita mér að því að leika handknattleik næstu þrjú árin,“ sagði Bjarki Sig- urðsson landsliðsmaður í hand- knattleik í samtali við DV í gær- kvöldi. Enn er óljóst hvort Bjarki leikur með Aftureldingu eða norska liðinu Drammen á næstu leiktíð. Hann er með i höndunum tilboð frá norska liðinu sem hann er að mörgu leyti sáttur við en þó ekki alveg. „Það eru ákveðin atriði sem ég þarf að fá lagfærð. Ef þeir fallast ekki á það er öruggt að ég leik áfram með Aftureldingu. Fallist þeir hins vegar á þessi atriði má segja að þetta sé komið langleiðina. Tilboðin frá Drammen og Aftureld- ingu eru bæði freistandi. Þetta er erfið ákvörðun sem ég mun ekki taka alveg strax. Ég þarf að skoða þessi mál vel. Það er hins vegar al- veg öruggt að ég mun hvergi þjálfa næstu þrjú árin og einbeita mér að handknattleiknum sem leikmaður," sagði Bjarki í gærkvöld. Einar hefur afskrifaö Fredenbeck Einar Þorvarðarson, sem þjálfað hefur Aftureldingu undanfarin ár, vakti áhuga hjá þýska liðinu Fredenbeck, því sama og Héðinn Gilsson leikur með. „Félagið hafði samband við mig en það er nokkuö um liðið. Ég hef því afskrifað það mál,“ sagði Einar í samtali við DV i gærkvöld. Samkvæmt heimildum DV hafa lið i 2. deildinni hér heima sýnt Ein- ari áhuga en hann heur ekki gert upp hug sinn. „Nafn Páls hefur komiö upp í huga okkar“ Stjórn Aftureldingar hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta tíma- bil. „Við erum að skoða þessi mál þessa dagana. Skúli Gunnsteinsson mun svara okkur fljótlega en ef hann verður ekki inni í myndinni leitum við á önnur mið.“ - Er Páll ÓMsson inni í mynd- inni? „Ég neita því ekki að nafn hans hefur komið upp í huga okkar en við höfúm ekki rætt við hann. Það kann þó að verða gert á síðari stig- um. Annars höfum viö haft það fyr- ir reglu að vera ekki með marga í takinu í einu,“ sagði Jóhann Guð- jónsson, formaður handknattleiks- deildar Aftureldingar, í samtali við DV í gærkvöld. -SK Ravanelli ekki meira með Boro? ítalski sóknarmaðurinn Fabr- izio Ravanelli leikur líklega ekki með Middlesbrough í tveimur síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ravanelli, sem hefur skorað 31 mark í vetur, tognaði illa á læri í leiknum við Manchester United í gær. Fjarvera hans yrði mikið áfall fyrir Boro sem berst harðri baráttu fyrir lífi sínu í úrvals- deildinni og á tvo erfiða útileiki eftir í vikunni. -VS íslenska landsliðið í borðtennis lék 11 leiki á nýafstöðnu heimsmeistara- móti sem fram fór í Manchester. Sigur vannst í 6 leikjum og fimm töpuð- ust. Arangur liðsins verður að teljast nokkuö góður. Árangur leikmanna íslenska liðsins var þannig: Guömundur Stephensen sigraöi í 11 leikjum en tapaöi fimm. Kjartan Briem sigraði í sex leikjum en tapaöi fimm. Ingólf- ur Ingólfsson sigraði í tveimur leikjum en tapaði þremur. Loks sigraöi Adam Harðarson í tveimur leikjum en varð undir t fimm. -JKS Hermann Hauksson til Grindvíkinga? - hef áhuga á að breyta til, segir Hermann Eyjólfur komst í liö vikunnar DV, Berlín: Eyjólfur Sverrisson komst i lið vikunnar hjá hinu virta knattspyrnutímariti, Kicker, sem kom út í gær mánudag. Eins og fram kom í DV í gær átti Eyjólfur ---------- mjög góðan leik meö liði I sínu Hertha Berlín gegn Bjarka Gunn- laugssyni og | félögum í Mannheim. Fyr- --------- ir leikinn fékk Eyjólfur. Eyjólfur 2 í einkunn en hæst er gefið 1. Félagi Eyjólfs hjá Hertha Berlín, Michael Preetz, var einnig í liði vikunnar en hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Mannheim. Þetta er í annað sinn á tíma- bilinu sem Eyjólfur kemst í lið vikunnar hjá Kicker. Bjarki fékk ekki einkunn hjá Kicker enda lék hann skamma stund með Mannheim. Hins vegar er minnst á hættulegar sendingar hans i Kicker, en upp úr einni slíkri skoraði Mannheim annað mark sitt í leiknum. -bjb Grindvíkingar hafa sett sig í sam- band við Hermann Hauksson, lands- liösmann KR-inga í körfuknattleik, og hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig fyrir næsta leiktímabil. Hermann var kjörinn leikmaður ársins á nýloknu íslandsmóti. „Það er rétt að Grindvíkingar hafa rætt við mig en ekki gert mér tilboð. Ég er laus undan samningi hjá KR og neita því ekki að ég hef áhuga á að breyta til í fyrsta skipti á ferlinum. Það er einnig verið að athuga fyrir mig með lið erlendis en enn hefUr ekkert gerst á þeim víg- stöðvum. Ég neita því ekki að ráðn- ing Benedikts Guömundssonar sem þjálfara Grindvíkinga hefur gert þetta enn áhugaverðara. Ég vil hins vegar taka fram að málið hefði líka verið freistandi með Friðrik Inga Rúnarsson sem þjálfara. Þar er toppþjálfari á ferð,“ sagði Hermann Hauksson í samtali við DV í gær- kvöld. -SK Kristján meistari þriðja árið í röð - stefnir á atvinnumennsku í haust Kristján Helgason varð á laugar- daginn íslandsmeistari í snóker þriðja árið i röð. Hann vann þá sinn skæðasta keppinaut, Jóhannes R. Jó- hannesson, 9-5, í úrslitaleik. Þeir mættust einnig í úrslitunum í fyrra. „Þetta var erfiður leikur lengi vel. Jói komst í 5-3 en þá var gerð klukkutíma pása sem ég nýtti vel. Eftir hana kviknaði á mér og þetta gekk allt upp,“ sagði Kristján í spjalli við DV. Kristján og Jóhannes eru á förum á Evrópumeistaramótið í Frakklandi í næsta mánuði. Kristján varð í öðru sæti þar í fyrra og sagðist ekki stefna á neitt annað en sigur að þessu sinni. Þá eru þeir komnir með keppnis- rétt á HM í Zimbabwe næsta vetur. Kristján sagði hinsvegar óvíst hvort hann færi þangað. „Ég hef meiri hug á að reyna fyrir mér í atvinnu- mennsku i haust og fer þá væntanlega til Belgíu og síðan til Englands ef vel gengur," sagði Kristján Helgason. -VS Pétur skoraði fyrir Hammarby Pétur Marteinsson átti mjög góðan leik og skoraði eitt mark í 3-0 sigri Hammarby á Bromma- pojkama í sænsku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöldi. Pétur skoraði annað mark liðsins á 39. minútu með hörku- skoti eftir hornspyrnu. Hann hefur nú gert tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum en í fyrra náði Pétur ekki að skora. Hann fékk hæstu einkunn leikmanna Hammarby, ásamt tveimur öðr- um, í einkunnagjöf félagsblaðs- ins. Eftir þrjár umferðir er Gefle efst með 9 stig en síðan koma Umeá með 7 stig og Hammarby með 6. -VS Óvænt tap hjá Glasgow Rangers Glasgow Rangers náði ekki að tryggja sér skoska meistaratitil- inn í gær, enda þótt liðinu dygðili við næstneðsta liðið, Motherwell, á heimavelli. Motherwell sigraði óvænt, 0-2, og á nú góða möguleika á að forðast fail. Rangers þarf enn eitt stig úr tveimur síðustu leikjun- um til að verða meistari níunda árið í röð. -VS Klinsmann ræðir við Everton Everton ætlar að láta einskis ófreistað til að krækja í Júrgen Klinsmann, sóknarmanninn fræga hjá Bayern Múnchen. Pet- er Johnson, stjómarformaður Everton, sagði í gær að rætt yrði við Klinsmann innan tveggja sól- arhringa. Um helgina kom fram að Tottenham vildi fá Klins- mann til sín á ný. -VS Þróttarar til Örgryte Tveir Þróttarar úr Neskaup- stað fóru í gær til sænska knatt- spymufélagsins Örgryte og dvelja þar i eina viku. Það era Guðjón Guðmundsson, þjálfari og leikmaður, og Marteinn Hilm- arsson, leikmaður. Þá er líklegt að Þróttarar fái liðsstyrk frá Sví- þjóð í sumar en sennilega koma einn til tveir leikmenn þaðan til liðs við Austfiarðaliðið. -VS Barcelona vann úti Barcelona sigraði Extrema- dura, 1-3, á útivelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær- kvöld. Þar meö minnkaði Barcelona forskot Real Madrid í deildinni í átta stig. Real er með 83 stig en Barcelona 75. -VS Fyrst á Hornafirði Grindavík og KRléku ekki fyrsta grasleik tímabilsins á föstudag eins og sagt var í DV í gær. Homfirðingar vora á und- an því degi áður vann Sindri sig- ur á Þrótti frá Neskaupstað, 5-2, í deildabikamum á grasvellinum við Nesjaskóla. -VS Sænska knattspyrnan: Elfsborg eina taplausa liðið DV, Svíþjóð: Nýliðar Elfsborg tróna áfram á toppi úrvalsdeildarinnar í knatt- spymu eftir 1-1 jafntefli við Malmö á heimavelli í gærkvöld. Kristján Jónsson lék allan leikinn með Elfs- borg sem hefur komiö mjög á óvart og er eina ósigraða liðiö í deildinni að loknum fimm umferðum. Örgryte vann Degerfors, 3-1. Rúnar Kristinsson lék vel á miðj- unni hjá Örgryte og lagði upp eitt markanna. Þá gerðu Helsingborg og Norrköping ú-0 jafhtefli. Arnór fékk hæstu einkunn Amór Guðjohnsen fékk mjög góða dóma í sænskum blöðum í gær fyrir frammistöðu sína i 4-1 sigri Örebro á Trelleborg á sunnu- dag. Arnór átti þátt í öllum mörk- um Örebro og sýndi snilldartilþrif hvað eftir annað. Haft var á orði að ótrúlegt væri að hann væri á 36. aldursári og Arnór virðist vera í sínu besta formi um þessar mund- ir. Aftonbladet gaf honum hæstu einkunn, fimm, og Sigurður Jóns- son var talinn í hópi fiögurra bestu manna Örebro. Elfsborg er með 11 stig, Gauta- borg 10, Halmstad 9, Örgryte 9, Örebro 8, Malmö 8, Norrköping 8, AIK 8, Helsingborg 8, Öster 5, Trelleborg 4, Ljungskile 3, Deger- fors l og Vásterás 1 stig. -EH/VS Eyjamenn lögðu Leiftur ÍBV og Valur komust í gær- kvöldi í undanúrslit deildabik- arsins í knattspyrnu. ÍBV með 3-1 sigri á Leiftri í Eyjum og Val- ur þegar ÍA og FH geröu marka- laust jafntefli á Akranesi. Reynd- ar hefði FH þurft að vinna ÍA með fiórum mörkum til að skáka Valsmönnum. Undanúrslitin verða á fimmtu- dag. Þá mætast annarsvegar Breiöablik og Valur og hinsveg- ar Grindavík og ÍBV. Davið Garðarsson skoraði fyr- ir Leiftur strax á fyrstu mínútu í Eyjum. Sumarliði Árnason jafhaði fyrir hlé og í seinni hálf- leik skoruðu Tryggvi Guð- mundsson og Sumarliði og inn- sigluðu sigur Eyjamanna. Bjarn- ólfur Lárasson hefði getað bætt viö marki en hann skaut í stöng úr vltaspymu. Skallagrímur vann óvæntan sigur á KR í Vesturbænum, 0-1. Hjörtur Hjartarson skoraði sig- urmark Borgnesinga. Grindavík hafði þegar unnið þennan riðil. Fram vann Fylki, 1-0, á gervi- grasinu í Laugardal. Ásmundur Amarsson skoraði í síðari hálf- leik. Breiðablik vann riðilinn. -ÞoGu/VS ENGLAND Manch.Utd-Middlesbrough . . 2-2 0-1 Juninho (15.), 1-1 Keane (34.), 1-2 Emerson (37.), 1-3 Hignett (40.), 2-3 G.Neville (42.), 3-3 Solskjær (67.) Staöa efstu og neðstu liða: Man.Utd 36 20 11 5 74-44 71 Liverpool 36 19 10 7 60-34 67 Arsenal 37 18 11 8 59-31 65 Newcastle 35 18 9 8 68-40 63 Everton 37 10 12 15 43-55 42 Blackburn 36 9 14 13 40-39 41 Southampt. 37 10 11 16 50-55 41 West Ham 36 10 11 15 39-46 41 Leicester 36 10 11 15 41-52 41 Sunderland 37 10 10 17 35-52 40 Coventry 37 8 14 15 36-53 38 Middlesbro 36 10 10 16 50-59 37 Nott.For. 37 6 16 15 31-54 34 Leikir í vikunni: West Ham-Newcastle........i kvöld Wimbledon-Liverpool ......í kvöld Leicester-Sheff.Wed. . . .miðvikudag Blackbum-Middlesbro . . fimmtudag Manch.Utd-Newcastle . . fimmtudag lió Tindastóls - sex leikmenn Tindastóls æfa í Reykjavík á næsta tímabili og hinir á Króknum. Hinrik aftur í Tindastól Páll Kolbeinsson verður næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs Tinda- stóls frá Sauðárkróki í körfuknatt- leik. Páll er öllum hnútum kunnugur á Króknum enda lék hann lengi með liðinu áður en hann tók við þjálfun þess. Páll þjálfaði liðið árin 1994 og 1995 með góðum árangri. „Ég mun þjálfa lið Tindastóls en enn á þó eftir að ganga frá forms- atriðum,“ sagði Páll Kolbeinsson í samtali við DV í gærkvöldi en hann mun stjóma fyrstu æfing- unni hjá Tindastóli í kvöld. „Það verður gifúrlega spennandi að takast á við þetta verkefhi og það er mikill hugur í mönnum hér. Við ætlum okkur að vera með sterkt lið næsta vetur og stefnum ekki á neitt annað en toppbarátt- una,“ sagði Páll. Helmingurinn í Reykjavík og heimingurinn á Króknum Forráöamenn Tindastóls ætla að bregða á það ráð að gera liðið út frá tveimur stöðum á næstu leik- tíð, Sauöárkróki og Reykjavík. Sex leikmenn liðsins dvelja við nám í Reykjavík næsta vetur og munu þeir æfa í Reykjavík. Afgangurinn mun æfa á Sauðár- króki undir stjóm Páls Kolbeins- sonar og verður vægast sagt fróð- legt að fylgjast með þessari ný- breytni Tindastólsmanna. „Við verðum að grípa til þessa ráðs. Viö höfum verið að missa einn og tvo leikmenn á hveiju ári og það er ekki hægt að mæta þessu öðravísi en svona. Fólk hér á Króknum er spennt fyrir þessari tilraun en ég hef heyrt í mönnum fyrir sunnan sem telja þetta algjört glapræði,“ sagði Páll. Leikmannamálin era að skýrast hjá Tindastóli. Hinrik Gunnars- son, landsliðsmaður, mun leika á ný með Tindastóli eftir árs vera í herbúðum KR-inga. Verður hann liðinu mikill styrkur. „Við erum að leita fyrir okkm- í Evrópu að leikmanni og síöan munum við mæta til leiks með sterkan bandarískan leikmann. Þaö er ekki enn ákveðið hver það veröur en Torrey John, sem lék með Njarðvík á síðustu leiktið, hef- ur líst yfir áhuga á að koma á ný til okkar. Þessi mál munu væntanlega skýrast fljótlega,“ sagði Páll Kolbeinsson. -SK Robson hafnaði boði Everton Bobby Robson hefur hafhað boði enska knattspymufélagsins Everton um að gerast fram- kvæmdastjóri þar. „Everton vildi fá mig strax og það var ekki hægt. Það eru stór- leikir framundan hjá Barcelona í spænsku deildinni og tveir bik- arúrslitaleikir og því sagði ég nei við Everton," sagði Robson í gær. Hann vildi hinsvegar ekki úti- loka að hann færi til Celtic í Skotlandi. „Ég veit hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi þar og þeir hjá Celtic vilja fá einhvem sem getur komið í veg fyrir aö Rangers verði meistari tiunda árið í röð,“ sagði Robson. -VS Draumalið DV - sjá bls. 25 Páll þjálfar Bjarki þjálfar ekki hjá Aftureldingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.