Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 36
 LiTT«l ^vinna ****'0Ar kl J ‘6 ú miúvttíild'jjj '»NjF ' FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Köfun í skelbátinn Æsu aö hefjast: Dýrari leiðin valin í Æsu- leiðangrinum - segir reyndur, íslenskur kafari DV, Bíldudal: „Það hefði verið leikur einn að ná skipinu upp fyrir 15 milljónir króna. Þá eru næg tæki og þekk- ing til í landinu til að gera þetta,“ segir Ásgeir Einarsson, kafari á Patreksfirði, um þá ákvörðun sam- gönguráðherra að ráða 6 breska kafara fyrirtækisins Seawork Marine Ltd. til að kanna flak skel- bátsins Æsu sem liggur á um 70 metra dýpi á Amarfirði. Bresku kafararnir komu til landsins í fyrradag og síðar í dag eru þeir væntanlegir með varðskipinu Óðni á þann stað sem Æsa sökk. Bilun í búnaði kafaranna gæti hins vegar sett strik i reikninginn. Áformað var að kanna svæðið á morgun og staösetja Óðin yfir flak- inu. í framhaldi af því er síðan ætlunin að ná líkum mannanna tveggja að því gefhu að þau séu enn til staðar og finnist. Þá á að kanna flakið með það fyrir augum að upplýsa um orsakir skipskað- ans. Hissa á stjórnvöldum Fyrir liggur að köfunarfyrirtæk- ið Djúpmynd var tilbúið til að bjarga Æsu af hafsbotni fyrir 18 milljónir króna. Ásgeir Einarsson er með reyndustu köfurum hér- lendis og hefur átt þátt i að bjarga 5 bátum af hafsbotni. Þá hefur hann kafað ótal oft niður í græn- lenskan togara sem liggur á 50 metra dýpi á botni Patreksfjarðar. Hann segir að þær 10 milljónir sem kostar að fá bresku kafarana hefðu dugað langleiðina til þess að ná skipinu á þurrt. „Það eru marg- ir kafarar hérlendis undrandi á þessu máli. Ég hafði samband við Siglingastoöiun þegar ég heyrði af þessu máli og gerði þeim grein fyr- ir sjónarmiðum mínum. Á þau var ekkert hlustað og ríkið vildi hafa þetta svona. Það var ekki við það komandi að innlendir aðilar kæmu að þessu máli,“ segir hann. -rt Vítaverð hegðun Davíðs og - Halldórs - segir Steingrímur J. „Ég tel yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna í hvalveiðimálinu vítaverðar þegar málið á að heita á því stigi að það sé til umfjöllunar í ríkisstjórn í kjölfar nefndarstarfs," segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Steingrímur segir að þær ósamstiga yfirlýsingar sem formenn ríkisstjórn- arflokkanna hafa látið frá sér fara í hvalveiðimálinu séu mjög háskalegar á þeim tima er mikið liggur við að leita sem víðtækastrar pólitískrar samstöðu um næstu skref í málinu og forðast verði að efna til óvinafagnaðar um innbyrðis ósamþykki meðal ríkis- sfjórnarinnar og þjóðarinnar. - sjá fréttaljós á bls. 4. -SÁ Vatnajökull: Þjóðverjum bjargað Tveimur Pjóðverjum var bjargað af Vatnajökli í gær. Þeir lögðu upp í göngu á sunnudagsmorgun en sendu út neyðarkall eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar á Höfn var þá leið- indaveður á jöklinum, rok og skaf- renningur. Mennirnir eru báðir vanir fjallamenn. Starfsmenn Jöklaferða á Höfn fundu mennina og komu þeim til byggða. Ekkert amaði að þeim. -sv Ekkert sumarveður „Það var 4ra stiga frost í Reykja- vik á miðnætti og í nótt. Klukkan 6 í morgun var 3ja stiga frost þannig að það er ekkert sumarveður. Það verður svalt áfram næstu daga,“ segir segir Hörður Þórðarson, veð- ^ urfræðingur á Veðurstofunni. -RR Berlín: Skóflustunga að sendiráði DV, Berlín: „Skóflustunga að nýju sameigin- legu sendiráði Norðurlandanna í Þýskalandi verður tekin í Berlín í dag. Sendiherrar fimm Norðurlanda- þjóða munu sameiginlega stinga nið- ur sérhannaðri skóflu þar sem búið er að sjóða fimm sköft á eitt blað. Bygg- ingin sem þarna mun rísa verður mjög glæsileg. Hvert landanna mun hafa sérhús innan einnar þyrpingar. "•^Arkitektastofa Pálmars Kristmunds- sonar hannaði íslenska húsið. -bjb Rúöa var brotin í skartgripaverslun viö Bankastræti snemma í morgun. Karlmaöur var handtekinn á hlaupum þar skammt frá skömmu síðar og færöur í fangageymslur. Maöurinn hefur verið staöinn aö því aö stela og því féll á hann grunur. Hann sór þó og sárt viö lagöi, kvaðst hafa veriö að flýta sér heim. Sagöist raunar hafa heyrt brothljóöiö og brugðið við þaö. Styggö viröist hafa komið að rúöubrjótnum og náði hann engu aö stela. DV-mynd S Bónus: Ætla að selja M&M sælgæti „Við ætlum að byrja að selja M&M sælgæti í verslunum Bónuss í dag. Við teljum það óréttlátt ef við megum ekki selja M&M en þeir í Fríhöfninni fái það,“ segir Guð- mundur Marteinsson, rekstrarstjóri hjá Bónus-verslununum. Bannað hefur verið að selja M&M sælgæti hér á landi vegna þriggja litarefna sem eru í sælgætinu. „Við munum skoða þetta mál vandlega í dag og tökum ákvörðun hvað gera skal í kjöfarið," segir Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. -RR Æsuleiðangur: Bilun í búnaði Bilunar varð vart í búnaði bresku kafaranna sem ætla að kafa niður að skelfiskbátnum Æsu þegar hann var yfirfarinn í gær. Til stóð að varðskipið Óðinn héldi úr höfn vest- ur í Amarfjörð um kvöldmatarleyt- ið í gær en vegna bilunarinnar var hann ekki enn farinn um hálfátta í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar vissi ekki í morgun hvenær skipið yrði tilbúið til brottfarar. -sv Lífeyrissjóðafrumvarpið: Vilhjálmur með lausn- ina? „Ég met það þannig að kominn sé viðræðugrundvöllur og andrúmsloft í málinu, en vil ekki slá því fostu enn þá að þetta fari í gegn. Tillög- urnar þurfa sjálfsagt meðgöngu í einhverja daga,“ sagði Jón Krist- jánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýframkomnar breyt- ingartillögur við lífeyrissjóðafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, hefur lagt fram málamiðlun- artillögu við lifeyrisfrumvarp ríkis- stjómarinnar. Vilhjálmur leggur til að allir lífeyrissjóðir fái heimild til að reka séreignardeildir. Jafnframt fái séreignasjóðirnir heimild til að stofna og reka samtryggingardeild- ir. -SÁ Vonskuveður: Gámabíll fauk Gámabíll frá Eimskip fauk út af vegi í Kollafirði um klukkan hálfníu í morgun. Vonskuveður var á staðn- um og lyfti vindurinn vagninum upp að aftan og feykti bílnum út fyr- ir veg. Lögreglan í Reykjavik var á staðnum og sagði bílstjórann slas- aðan en vissi ekki hversu mikið. -sv L O K I Veðrið á morgun: Norðan-og norðaustanátf Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, stinnigskaldi og sums staðar él um austanvert landið en gola eða kaldi og skýjað með köflum um landið vestan- vert. Veðrið í dag er á bls. 36 Onel Astra Verð frá 1.259.000.- Bílheimar ehf. £ mmm Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.