Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 199
Skítlegt eðli
„Menn sem haga sér svona
eru með eitthvað skítlegt eðli.
Þetta er bara ídjótaskapur."
Halldór Björnsson, form.,
Dagsbrúnar um umæli form.,
RSI 1. maí, í Degi-Tímanum.
Grátið ekki...
„Don’t Cry for me, Islandia ...“
Páll Óskar, eftir frammistöðu
sína í Dublin, í Sjónvarpsfrétt-
Hræddir bankastjórar
„Bankastjórar standa með líf-
ið í lúkunum frammi fyrir hlut-
höfum og lofa meiri hagræðingu
fyrir næsta aðalfund. Annars
verður einfaldlega skipt um
bankastjóra eins og sprunginn
hjólbarða."
Ásgeir Hannes Eiríksson, í
Degi-Tímanum.
Ummæli
Ekkert vit á hlutunum
„Það sem ég óttast er að ef til
vill verði hlustað á okkur á fund-
um ESB en svo bara klappað á
bakið á okkur og sagt, þið búið
nú í þessu litla fjarlæga landi,
eða upp á „fina málið“, klaka-
skeri og eruð svo fá, að þið hafið
ekkert vit á þessu.“
Jón ísberg, fyrrum sýslumaður,
í Morgunblaðinu.
Mikil reiknimaskína
„Það er aðeins tímaspursmál
hvenær tölva sigrar heimsmeist-
ara í skák, ef hún gerir það ekki
nú, þá innan fárra ára, eða um
það leyti sem hún getur reiknað
út miOjarð mismunandi skák-
stöður á sekúndu."
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, í
Degi-Tímanum.
Stærstu tré á fslandi eru í Hallorms-
staðarskógi
Stór og gömul tré
Stærsta lifvera jarðarinnar er
risafuran (Sequoiadendron gigante-
um), sem nefnd hefúr verið Sherm-
an hershöfðingi og er í Sequoia-
þjóðgarðinum í Kalifomíu. Hæðin
er 84 metrar og ummál 26 metrar.
Áætlað er að tréð ásamt rótarkerfi,
vegi allt að 2500 tonn. Ekki er vitað
um nákvæman aldur en það er eitt-
hvað hátt í 3000 ára gamalt. Þetta
risatré vex um 1 millímetra á ári.
Blessuð veröldin
Gildustu stofnar
Montezuma-kýprustré (Taxodi-
um mucronatum) sem er í Oaxaca-
ríki i Mexíkó er talið með gildasta
stofninn. Þetta 41 metra háa tré hef-
ur stofh, sem er að ummáli 36 metr-
ar í 1,50 metra hæð frá jörðu. Heim-
ildir herma að stofh kastaníutrés
sem kallað er Hundrað hesta tréð
og er á Sikiley hafi verið 58 metrar.
Þetta tré er nú þrískipt og langt á
mOli stofna.
Hæsta tré í heimi
Hæsta tré sem mælt hefur verið
er myrtutré af tegundinni Euc-
alyptus regnans, er óx við Watts-
ána i Victoria í Ástralíu. Tréð
mældist 132 metrar á hæð árið 1872
og telja má víst að það hafi verið
yflr 150 metra þegar það var hæst.
Hæsta tré sem nú stendur er nefht
Harry Cole- tréð og er í Humboldt í
Kalifomíu. Það reyndist vera 113
metra hátt þegar þaú var mælt.
Minnkandi norðanátt
Fyrir vestan land er 1028 mb hæð
en víðáttumikil og hægfara 980 mb
lægð yfir Suður-Noregi. Dálítið
lægðardrag fyrir norðaustan land
hreyfist suður á bóginn.
Veðrið í dag
I dag verður norðlæg átt, allhvöss
á sunnan- og austanverðu landinu
en kaldi norðvestan tO. Víða létt-
skýjað sunnan- og vestanlands en
éljagangur á Norður- og Austur-
landi. Frost 0 tO 5 stig en frostlaust
sunnanlands yfir daginn. Minnk-
andi norðanátt í kvöld, fyrst á vest-
anverðu landinu.
Á höfuðborgarsvæðinu er norðan
stinningskaldi og skýjað með köfl-
um, en norðangola og léttskýjað
verður i nótt. Hiti 0 til 2 stig yfir
daginn en frystir aftur í kvöld.
Sólarlag í Reykjavík: 22.08
Sólarupprás á morgun: 4.39
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.11
Árdegisflóð á morgun: 6.33
Veðriö kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -4
Akurnes moldr. eða sandf. -2
Bergstaðir úrkoma í grennd -4
Bolungarvík léttskýjað -3
Egilsstaðir úrkoma í grennd -4
Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd -3
Kirkjubkl. léttskýjað -2
Raufarhöfn snjóél -5
Reykjavík snjókoma -3
Stórhöfði léttskýjaó -4
Helsinki alskýjað 3
Kaupmannah. þokumóða 9
Ósló súld á síö. klst. 4
Stokkhólmur rign. á síð. klst. 5
Þórshöfn snjóél -0
Amsterdam rigning og súld 6
Barcelona skýjað 17
Chicago skýjaó 11
Frankfurt skýjað 12
Glasgow léttskýjað 0
Hamborg rign. á síð. klst. 12
London rign. á síð. klst. 5
Lúxemborg rign. á síð. klst. 10
Malaga skýjað 17
Mallorca léttskýjað 21
París rigning 10
Róm skýjað 17
New York alskýjað 12
Orlando heiðskírt 17
Nuuk rigning 3
Vín léttskýjaó 15
Washington alskýjað 16
Winnipeg heiðskírt 2
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barítonsöngvari:
í framhaldsnám með
fjölskylduna í farangrinum
Annað kvöld mun Sigurður
Skagflörð Steingrimsson baríton-
söngvari halda einsöngstónleika í
Víðistaðakirkju. Sigurður sagði í
stuttu spjaOi að á tónleikum þess-
um myndi hann syngja innlend og
erlend sönglög, ljóð og aríur. Sig-
urður var fyrst spurður um tOefhi
tónleikanna: „Ég er að fara til Vín-
arborgar i sumar, fara í síðbúið
framhaldsnám, og eru tónleikam-
ir af þessu tOefni. Fjölskylda mín
fer með mér þannig að það eru
annasamir tímar fram undan. Það
hefur staðið tO i mörg ár að fara í
framhaldsnám en nú hefur loks
orðið af því. Ég verð allavega eitt
ár í námi i Vin. Tónleikarnir ann-
Maður dagsins
að kvöld eru skipulagðir með
áheyrenduma í huga; þama verð-
ur blanda af alls konar tónlist sem
fólk þekkir."
Sigurður hóf söngnám frekar
seint og stendur nú á fertugu: „Ég
hef að leiðarljósi að aflt er fertug-
um fært. Þetta er mikið átak en
spennandi um leið.“
Sigurður starfaði lengi sem lög-
Sigurður Skagfjörð
Steingrímsson.
reglumaður: „Með lögreglustarf-
inu stundaði ég söngnámið. Þegar
ég svo útskrifaðist 1992 hætti ég í
lögreglunni og hef síðan unnið fyr-
ir mér með söngnum. Ég vann
einnig eitt sinn sem leigubOstjóri
og má segja að það sé líkt með
söngvarastarfinu og leigubílakstr-
inum að maður þarf alltaf að vera
viðlátinn og taka því sem býðst.
Eg fékk strax að loknu námi stórt
hlutverki í íslensku óperanni og
þar hef ég sungið í fleiri uppfærsl-
um. Þá hef ég haldið einsöngtón-
leika, sungið einsöng með kórum
og margt fleira."
Tekur Sigurður óperusöng fram
yfir ljóöasöng? „Ég hef gaman af
hvoru tveggja og get varla gert
upp á miOi en óperan er ofarlega í
huga mér þessa stundina og á
hana mun ég leggja áherslu í nám-
inu.“
Sigurður hefur búið í Hafnar-
firði og er Víöistaðakirkja, þar
sem tónleikarnir verða, honum
kær: „Víðistaðakirkja er mín
kirkja þótt ekki sé ég í sókninni. í
þeirri kirkju var mér eiginlega ýtt
fram sem söngvara. Ég söng ein-
söng með Víðistaðakirkjukómum
strax í upphafi og hef verið meira
og minna viðloðandi kirkjuna síð-
an þannig að eiginlega kom eng-
inn annar staður tO greina fyrir
tónleikana."
Sigurður fer eins og áður sagði
með fiölskyldu sína í námið. Eig-
inkona hans er Björg Jóhannes-
dóttir og eiga þau tvær stúlkur, 16
og 8 ára. -HK
Myndgátan
Málfæri
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
rxv
Vel er fylgst meö úrslitakeppn-
inni í NBA-körfunni hér á landi. Á
myndinni er John Stockton hjá
Utah Jazz en hann verður í eldl-
ínunni í kvöld.
Karfa og
fótbolti
í gærkvöld vom flórir leikir í
deildarbikarkeppninni en lítið
er annað um að vera á innlend-
um vettvangi í íþróttum. Segja
má að nú sé stund milli stríða
því íslandsmótið í knattspyrnu
hefst brátt og golfarar og frjálsi-
þróttamenn eru famir að hugsa
sér til hreyfings.
íþróttir
Fjölmargir íslendingar fylgj-
ast meö NBA-körfunni í Banda-
ríkjunum og er mikið fiaflað um
þessa vinsælustu körfubolta-
keppni í heiminum í íslenskum
fiölmiðlum. Nú eru aðeins átta
lið eftir í hvomm riðli og hófst
undanúrslitakeppnin í riðlunum
í gærkvöld. 1 kvöld eru tveir
spennandi leikir. Utah Jazz tek-
ur á móti Los Angeles Lakers og
New York leikur gegn Miami.
Stöð 2 hafði áformað að sýna
beint frá úrslitakeppninni en af
því getur ekki orðið meðan raf-
iðnaðarmenn hjá Pósti og síma
eru í verkfalli. Um leið og því
lýkur ættu körfuboltaaðdáendur
að geta séð leiki i beinni útsend-
ingu.
Bridge
Ef kjósa mætti vitlausasta spi
ársins þá kæmi þetta spfl vel ti
greina. Það kom fyrir í sveitakeppn
í Bandaríkjunum nýverið. Vestu
var gjafari og allir á hættu:
♦ ÁD2
V -
♦ D108532
♦ KD109
* 6
M G543
♦ Á974
* Á875
♦ KG109843
V KD1087
♦ 6
* -
Vestur Norður Austur Suður
pass 1 ♦ pass 1 *
pass 2 4 pass 3»
pass 4 ♦ pass 4 Grönd
pass p/h 5 * pass 7 *
Suður taldi að stökk norðurs
fióra spaða við þremur hjörtur
sýndi frekar sterk spfl og ákvað a
spyrja um ása (5 ása Blackwood).
fiórum gröndum. Það þykir yfirleil
ekki góð speki að spyrja um ás£
haldandi sjálfur á eyðu. En sva
norðurs lofaði annaðhvort einun
eða fióram ásum og suður taldi þa
útflokað að norður ætti aðeins eim
ás. Á grundvelli þess stökk hann
alslemmuna. Að segja alslemmu o
vanta 3 ása leiðir sjaldan tfl vinr
ings, þó að þetta spfl sé undantekr
ing. Vestur vissi ekki hverju ham
átti að spfla út og ákvað loks a
reyna hjartaásinn. Sagnhafi tromj
aði lágt í blindum, spilaði laufkón
og trompaði laufás austurs. Síðai
var lágt hjarta trompað, tíguleir
spflinu hent í laufdrottningu, lau
trompað hátt, hjartatían trompu
með síðasta trompi blinds, tígul
trompaður hátt og trompin tekin s
andstöðunni. AV var ekki skammi
aður stór partur af réttlæti í þessi
spOi. ísak Örn Sigurðssoi
* 75
* Á962
* KG
* G6432