Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 ★ ★ w r menning Hún Júróvissjón Vikan sem var að líða var vika Júró- vissjón og tilstands- ins alls í kringum hana. Júróvissjón er orðið svo mikið hátíðarkvöld að ég held að gamlárs- kvöldið megi fara að vara sig. Hvort aðrar Evrópuþjóðir gera sér svona glað- an dag þegar Júró- vissjónkeppnin fer fram, veit ég ekki, en hef heyrt að svo sé ekki. Þetta sé svona frekar þáttur sem húsmæður á mínum aldri hangi yfir, og þá skilur maður af hverju breskar húsmæður voru varaðar við framlagi íslands til keppninnar. Ég sá svo sem ekkert dónalegt í „framlaginu“, nema ef vera skyldu þykk og bústin hús- mæðralæri sem um- vöfðu piltinn Pál. Ég segi honum til hróss að það sem hann ætlaði sér tókst prýði- lega, að ergja pent fólk og fjölmiðlafólk, til dæm- is í Belgíu og Svíþjóð og vonandi í sem flestinn Evrópulöndum. Lítið land, sem sendir klúran klæðskipting með leiðiniegt lag sem fulltrúa sinn er ákaflega frumlegt og sjálfumglatt land. Svo má náttúrlega spyrja sig hvort þetta skipti nokkru máli, þessi keppni sé hvort sem er svo hallærisleg. En af hverju sjónvarpar heil Páll Óskar - umkringdur bústnum lærum. Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir heimsálfa þessari keppni út beint, með mikilli fyrirhöfn, á mörgum tungumálum, nema af því að það er vitað mál að Stínur og Ólar, Jónar og Ellur úti um alla Evrópu sitja í sínum smáborg- aralegu sóffasettum með snakk og drykk, dæma lög og láta sig dreyma um öll þessu róman- tísku lönd sem þama kynna sig með söng og hljóð- færaslætti. Páll Ósk- ar er prýðilegur listamaður, en hann á ekki heima i sam- nefnaraþætti evróp- skrar meðal- mennsku. Það var ansi hrokafullt að láta svona skemmti- kraft „presentera" íslenska alþýðu- skemmtim. Um helgina hafði ég annars mikla ánægju af að hlusta á Rás 2. Þar era bæði góðir og skemmtilegir við- tals-, umræðu- og spjallþættir bæði laugardaga og sunnudaga og enginn þsuf að selja fyrir sig sjón- varpsleysi um væntanlegar sumarbústaða- og tjaldhelgar. Stilla bara á Rás 2 á gamla „trans- istornum" og hlusta, umvafmn blessaðri birt- unni. Ég læt hér staðar numið og þakka ykkur fyr- ir sem stundum lásuð pistil og pistil í vetur. Verið þið blessuð og sæl og gleðilegt sumar. Vandað fræðirit Það kemur kannski ekki á óvart að Samtök bókagerðarmanna gefi út vandaða bók til að minn- ast aldarafmælis sins, þó er ánægjulegt að sjá að þetta rit ber fagmennsku aðstandenda sinna órækt vitni. En saga samtaka bókagerðarmanna er ann- að og meira en glæsilegur minnisvarði: þetta er vandað fræðirit um merkilega stétt. Prentarar höfðu ákveðna sérstöðu í hópi iðn- aðarmanna í upphafí aldarinnar. Þeir voru í senn alþýðumenn og menntamenn. Þeir voru verkamenn en handverk þeirra voru bókmennt- ir. Prentarar lásu meira og minna allar bækur sem út komu á landinu og voru virkir þátttak- endur í menningunni. Ekki kemur heldur á óvart að þeir sem lifðu og hrærðust innan um bækur skuli hafa tekið forystu í stéttabaráttimni. Það gerðu þeir, og úr röðum prentara komu margir helstu leiðtogar verkalýðshreyfmgarinnar á öldinni. Saga Sam- taka bókagerðarmanna hlýtur því að vera sam- ofin íslandssögunni. Stéttin á rót að rekja til Bókmenntir Ármann Jakobsson nýrrar samfélagsgerðar og borgarmyndunar og með því að mynda samtök hefur hún einnig haft veruleg áhrif á þjóðfélagsþróun á íslandi þá öld sem samtök prentara hafa verið starfandi. Ingi Rúnar Eðvarðsson hefur unnið þarft verk með þessu riti sem er víðs fjarri því að vera þurr skýrsla úr fundargerðarbókum. Hann nær í senn að skrifa læsilega, gera skil ýmsum ólíkum þráðum sem þurfa að vera í afmælisriti sem þessu og gefa verkinu víðari skírskotun. Saga félaganna sem í hlut eiga er sett i sam- hengi við sögu íslands, sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar og almennar kenningar í samfé- lagsfræðum. Efnistökin eru almennt vönduð og skynsamleg. Síðast en ekki síst tengist saga félaga bóka- gerðarmanna íslenskri menningarsögu. Landskunnir rithöfúndar í hópi prentara - á borð við Jón Trausta - létu sér ekki _________ nægja að setja bækumar heldur sömdu þær líka! Menningarsögulegt mikilvægi prentarastéttarinnar verður ekki ofmet- ið og allir bókmenntafræðingar ættu að kynna sér sögu hennar. Ingi Rúnar Eðvarðsson. Samtök bóka- geröarmanna í 100 ár. Þeir byrjuðu ótrauðir, bundust í lög. Þjóðsaga ehf. 1997. Hvalreki Það var sannkallaður hvalreki að fá tæki- færi til að hlýða á píanóleikarann Michael Garson og tríó hans í Loftkastalanum á fóstudagskvöldið var. Garson hefur leikið klassíska tónlist, rokk og djass og samið tón- Djass Ingvi Þór Kormáksson list fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Með hon- um léku ekki ófrægari menn en Marc John- son á kontrabassa og Joe LaBarbera á trommur, báðir kunnir fyrir samstarf með píanóleikaranum Bill Evans auk fleiri frægra manna. LaBarbera var mjög skemmtilega rytmísk- ur og smekklegm- í samspili, klassískur djasstrommari án rokk- eða bræðingstilþrifa. Ekki voru sóló hans áhugaverð nema í Evans/Davis laginu „Nardis“ þar sem hann virtist loks „tala“ til áheyrenda. Johnson er öllu eftirtektarverðari spunakall, hreint frá- Michael Garson - fingrafimi hans er ótrúleg. bær og trúlega einhver besti kontrabassa- leikari sem til landsins hefur komið (að Niels Henning meðtöldum). Leikur hans var geysilega blæbrigðaríkur og hugmyndaflug- ið í sólóum mikið, svo sem hraðabreytingar í áðumefhdu „Nardis“. Sömu lýsingarorð má nota um leik for- ingjans, Garsons, sem ber keim af ljóðrænu Evans og íburði Petersons með viðkomu hjá Corea, sérstaklega þegar hann lék einn á flygilinn. Þessi nöfn eru bara nefnd til að gefa nokkum veginn hugmynd um í hvaða höndum tónleikagestir eru þegar Garson er annars vegar. Hann er mikill bygginga- listamaður og flngrafimin ótrúleg. Sóló hans báru þess vott að vera fyrirfram úthugsuð og útsetningamar voru það sannarlega líka. „Nature Boy“ og lag Irwins Berlin „Coimt Your Blessings" voru til dæmis afbragðsvel útfærð. Það var ekki mikill blús í þessum djassi, ekki einu sinni í „All Blues“, en músíkin var áhrifamikil og flutningur hennar fram- úrskarandi. Vinnuveitandi fyrirgefur stundarbrjálæði Annað kvöld, 7. maí kl. 23, verð- ur endurflutt á Rás 1 leikritið Vinnuveitandi fyrirgefur sfrmdar- brjálæði eftir venesúelska rithöf- undinn Rodolfo Santana. Það segir frá Orlando, örsnauðum verka- manni í stórri verksmiðju, sem er sendur til sálfræðings vegna ofsa- fenginna viðbragða við vinnuslysi á staðnum. Stjórn fyrirtækisins er í mun að koma í veg fyrir að atburö- urinn dragi dilk á eftir sér. Þetta er tveggja manna tal og leikur Sigurður Skúlason Orlando en Guðrún S. Gísladóttir sálfræð- inginn. Leikstjóri er María Krist- jánsdóttir og Ingibjörg Haraldsdótt- ir þýddi verkið. Jónasarlög Síðla sumars í fyrra voru fram- flutt í Skarðskirkju í Landsveit ný lög eftir Atla Heimi Sveinsson við nokkur þekktustu ljóð Jónasar Hallgrímssonar sem sum hafa lengi verið sungin undir öðram lögum en sum höfðu aldrei verið sungin fýrr. Framtakið vakti athygli og dagskráin var endurflutt víða norð- anlands, meðal annars í Bakka- kirkju í öxnadal, sóknarkirkju Jónasar í æsku. Signý Sæmunds- dóttir söng lögin, þeirra á meðal lög við ljóðin „Sáuð þið hana systur mina“, „Nú andar suðrið“, „Ferðalok" og „Grátittlinginn“. Nú eru Jónasarlög Atla Heimis komin út hljómdiski og það er enn Signý Sæ- mundsdóttir sem syngur. Meö henni leika Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir á fiðlu, Anna Guðný Guðmunds- dóttir á píanó, Sigurður Ingvi Snorrason á klarinettu og Hávarð- ur Tryggvason á kontrabassa. Tón- meistari var Bjami Rúnar Bjama- son. Mál og menning gefur plötuna út og hún kostar 1980 kr. Guðrún í Leifsstöð Um þessar mundir stendur yfir kynning á verkum Guðrúnar Krist- jánsdóttur í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Félag íslenskra myndiistarmanna og Leifsstöð standa að henni eins og fyrri kynningum á verkum félags- manna FÍM. Guðrún sýnir 6 olíu- málverk sem öll heita Fjallshlíðar og voru unnin á árunum 1994 og ’95. Málverk eftir Guðrúnu Kristjáns- dóttur. Svanurinn kveður Nú era aðeins tvær sýningar eft- ir á leikritinu Svaninum eftir Elizabeth Egloff á Litla sviði Borg- arleikhússins. 8. og 15. maí. Leikritið var framsýnt á Litla sviðinu í október síðastliðnum og fékk afbragðsgóðar viðtökur. Eink- um hlaut Ingvar E. Sigurösson mikið hrós fyrir túlkun sína á svaninum sem verður fyrir þeim hryggilegu örlögum að breytast í mann; meðal annars var hann til- nefndur til DV verðlauna í leiklist. Með honum leika í sýningunni María Ellingsen og Bjöm Ingi Hilmarsson. Leiksijóri er Kevin Kuhlke. Umsjón Silja ASalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.