Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Side 26
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 JL^"V
26 j/hglingar
Mamma er hrædd um
að ég komi ekki heim
Josué Mavale í góöum félagsskap á Geysi-Kakóbar, sem nýlega var opnaöur í Hinu húsinu.
„Ég heiti Josué Mavale og er frá
Mósambík. Ég er 22 ára,“ heyri ég
sagt á íslensku. Það kemur nokkuð
á óvart því þessi ungi maður hefur
aðeins dvalið á íslandi nokkrar vik-
ur. Við hittumst í Hinu húsinu þar
sem hann er að kynna sér hvernig
ungt fólk á íslandi bjargar sér.
Hann vonast til þess að geta lært
eitthvað af okkur íslendingum sem
nýst getur honum og öðru ungu
fólki í heimalandi hans.
„Ástandið heima er mjög slæmt.
Þar er mikið atvinnuleysi og ungt
fólk á mjög erfitt með að fá vinnu.
Ég hef starfað með samtökum
heima sem hjálpa ungu fólki m.a.
við að skapa sér vinnu og finna leið-
ir til að bæta við menntun sína.
Samtökin voru stofnuð af ungu
fólki sem vill reyna að bæta stöðu
ungs fólks í landinu. Við höfum ver-
ið í samstarfi við önnur samtök, t.d.
Þróunarstofnunina, og ég kom hing-
að með aðstoð fulltrúa íslendinga.
Ég veit að ég get lært ýmislegt af ís-
lendingum sem ég get miölað þegar
ég kem heim.“
Launin duga vart fyrir
mat
„Ég var svo heppinn að komast í
samband við fólkiö sem starfar hér
í Hinu húsinu og ég hef fylgst mjög
vel með því sem hér er að gerast. Ég
vonast til þess að fá vinnu áður en
langt um líður þar sem ég get enn
frekar kynnst starfsháttum íslend-
inga. Það væri mjög gott ef ég gæti
unnið mér inn einhverja peninga
áöur en ég fer heim því þeir kæmu
fjölskyldu minni í góðar þarfir.
Heima er ástandið það slæmt að
laun fólks duga vart fyrir mat. Þess
vegna þurfa margir að vinna tvö-
falda vinnu til þess einfaldlega að
geta séö fjölskyldu sinni fyrir því
alba nauðsynlegasta.
Dagurinn langur
„Lífið á Islandi er mjög ólíkt því
sem ég þekki. Fyrir utan kuldann
hafa íslendingar það miklu betra
fjárhagslega en við. Það er ekki eins
mikill stéttamunur hér og í Mósam-
bík. Fátæktin er miklu meiri heima
og flestir þurfa að hafa mikið fyrir
því að sjá fjölskyldu sinni farborða.
Ég er frekar heppinn. Ég hef hlotið
ágæta menntun en launin eru samt
mjög lág. Ég ólst upp hjá einstæðri
móður því faðir minn lést þegar ég
var barn að aldri. Móðir mín lagði
mikið á sig svo ég gæti menntað
mig. Ég lærði bókhald sem er mjög
hagnýtt nám. Ég þurfti að vinna
mikið með skólanum og dagurinn
var því oft ansi langur. Það var ekki
óalgengt að ég væri kominn á fætur
kl. 6 á morgnana og vinnudeginum
væri ekki lokið fyrr en klukkan 10 á
kvöldin."
Fjölskyldan gengur fyrir
„Mig langar tii að mennta mig
meira en ég veit að það getur ekki
orðið af því strax því fyrst þarf ég
að reyna að styðja fjölskyldu mina
fjárhagslega. Fjölskyldan er mjög
sterk eining í Mósambík. Ég get
ekki gert það sem mér sýnist án
þess að hugsa um fjölskylduna. Ef
ég vinn mér inn einhverja peninga
á íslandi þá nota ég þá til að hjálpa
fjölskyldu minni. Síðan get ég hugs-
að um mig.
Mamma var kvíðin
„Þó að ég hafi ekki verið lengi að
heiman þá fæ ég stundum heimþrá
og sakna fjölskyldunnar og vina
minna. Það var erfitt að fara að
heiman því mamma var mjög
hrædd um að ég kæmi ekki aftur.
Hún veit sem er að ég gæti haft það
betra annars staðar fjárhagslega. En
hún þarf ekki að kvíða neinu því ég
fer aftur heim,“ sagði Josué Mavale,
sem greinilega er ábyrgur maður
þótt ungur sé. Hann vildi nota tæki-
færið og þakka öllum hjá Hinu hús-
inu fyrir mótttökumar og ekki síst
fjölskyldunni sem hann bjó hjá fyrst
eftir að hann kom en hann sagði að
þar hefði honum liðið eins og hann
væri einn af fjölskyldunni. -gdt
hin hliðin
Tenniskappinn efnilegi, Arnar Sigurðsson:
Leiðinlegast að taka til
„Ég get ekki verið annað en
ánægður með þennan árangur,"
sagði hinn 16 ára tenniskappi,
Amar Sigurðsson, sem kom heim í
vikunni eftir þriggja vikna keppn-
isferð á alþjóðlegum mótum í Evr-
ópu. Keppti fyrst í Þýskalandi og
komst þar í undanúrslit. Fór síðan
á sterkt mót fyrir 18 ára og yngri í
Grikklandi og hafnaði þar í fjórða
sæti.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Arnar skipað sér í röö okkar
fremstu tennismanna. Varö ís-
landsmeistari karla í sumar og er
margfaldur meistari í yngri flokk-
um. Hann hefur eingöngu æft
tennis síðustu sjö ár og segist
stefna ótrauður á atvinnumennsk-
una. -bjb
Fullt nafn: Amar Sigurðsson.
Fæðingardagur og ár: 24. nóv-
ember 1981.
Kærasta: Engin.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemi í MK.
Laun: Engin.
Hefur þú unnið í happdrætti
eða lottói? Aldrei nokkurn tím-
ann.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Horfa á góða gaman-
mynd.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Taka til og fara á púlæf-
ingar.
Uppáhaldsmatur: Lasagne.
Uppáhaldsdrykkur: ískaldur
hristur nýr íslenskur gæðaappel-
sínudjús, seldur í 1 lítra umbúð-
um.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Pete Sampras.
Uppáhaldstímarit: Ekkert.
Hver er fallegasta kona sem
þú hefur séð? Móna Lísa.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjórninni? Mér er alveg
sama.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta? Bóris Jeltsín.
Uppáhaldsleikari: Kevin
Spacey.
Uppáhaldsleikkona: Sandra
Bullock.
Uppáhaldssöngvari: Elvis
Presley.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Halldór Ásgrimsson.
U ppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Hómer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Handlaginn heimilisfaðir.
Uppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: Pizza Hut.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Nýjustu bókina í bókaröð-
inni Heimsmetabók Guinness.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? FM-957.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng-
inn sérstakur.
Hverja sjónvarpsstöðina horf-
ir þú mest á? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Valtýr Björn.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Salur A í Sambíóunum í Mjódd.
Uppáhaldsfélag í íþróttum?
Breiðablik.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Komast sem
lengst í minni íþrótt og læra eitt-
hvað meira, verða eitthvað og lifa
hamingjusamur það sem eftir er.
Hvaö gerðir þú í sumarfríinu?
Var í útlöndum að keppa í tennis.
\ M
\ r \ i
■ M