Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Síða 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 Jón Þórarinsson, tónskáld og fyrrv. dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins, til heimilis að Aflagranda 40, Reykjavik, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Gilsárteigi í Eiða- þinghá. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1937, stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík, var í einka- tímum hjá dr. Victor Urbancic, lauk Mus.B.-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M.-prófi í tónsmíði 1947 við Ya- le-háskólann í Bandaríkjunum, stundaði nám við Juilliard-tónlist- arskólann í New York 1945 og fór til námsdvalar í Austurríki og í Þýska- landi 1954-55. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-68, starfaði við Rík- isútvarpið að mestu óslitiö 1938-56, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands 1956-61, söngstjóri Fóstbræðra 1950-54, og Stúdenta- kórsins 1964-67, og dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjón- varpsins 1968-79. Jón var forseti Bandalags ís- lenskra listamanna 1951-52 og 1963-66, stjórnarformaður Sinfóniu- hljómsveitar íslands 1950-53 og sat aftur í stjórn hennar frá 1982, sat í Útvarpsráði 1983-87, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs íslands 1985-86 og framkvæmda- stjóri Listahátíðar 1988. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Hann hefur skrifað um tónlist og tónlistarmenn, ma. gagnrýni í Alþýðublaðið, Morg- Jón Þórarinsson unblaðið og Vísi. Jón er riddari íslensku Fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1989. Fjölskylda Fyrri kona Jóns var Þór- dís Edda Kvaran, f. 21.8. 1920, d. 21.2.1982, leikkona. Hún var dóttir Ágústs Jós- efssonar Kvaran, stórkaup- manns á Akureyri, og f.k.h., Soffiu Fransiscu Guðlaugsdóttur leikkonu. Jón og Edda skildu. Synir Jóns og Eddu eru Þórarinn, f. 22.2. 1944, iðnverkamaður í Mos- fellsbæ; Ágúst, f. 24.5. 1948, skrif- stofustjóri hjá horgarverkfræðingi í Reykjavík, kvæntur Eddu Erlends- dóttur ritara; Rafn, f. 28.3.1952, flug- stjóri í Garðabæ, kvæntur Sigríði Rafnsdóttur fóstru. Seinni kona Jóns er Sigurjóna Jakobsdóttir, f. 4.2. 1936, dómritari jvið Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún er dóttir Jakobs Vilhjálms Þor- steinssonar, verkstjóra og f.k..h., Hólmfríðar Þórdísar Ingimarsdótt- ur húsmóður. Börn Jóns og Sigurjónu eru Anna María, f. 1.2.1962, kennari í Reykja- vík; Þorsteinn M., f. 18.2. 1963, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Vífilsfells í Reykjavík; Hallgerður, f. 12.8. 1966, gift Óskari Jónssyni en þau starfrækja verksmiðju i Portú- gal; Benedikt Páll, f. 5.4. 1968, há- skólanemi í Reykjavík. Systkini Jóns: Málfríður, f. 10.1. 1900, húsmóðir, móðir Helga Hall- Jón Þórarinsson. grímssonar vegamála- stjóra; Anna Sigurbjörg, f. 25.4.1901, húsmóðir; Bene- dikt, f. 20.3. 1904, d. 27.4. 1959, bankamaður. Foreldrar Jóns voru Þórarinn Benediktsson, f. 3.3. 1871, d. 12.11. 1949, hreppstjóri og alþm. í Gils- árteigi í Eiðaþinghá, og k.h., Anna María Jónsdótt- ir, f. 6.4. 1877, d. 8.1. 1946, húsfreyja. Ætt Þórarinn var bróðir Jónínu Hild- ar, móður Sigurðar Gíslasonar, prests á Söndum, föður Jóns bassa- leikara, fóður Sigurðar Rúnars (Didda fiðlu). Bróöir Sigurðar var Benedikt frá Hofteigi, faðir Bjarna rithöfundar, fóður Kolbeins flautuleikara. Þórarinn var sonur Benedikts, b. á Höfða á Völlum, hálfbróður Jónasar Eiríkssonar, skólastjóra á Eiðum. Benedikt var sonur Rafns, b. á Kollsstöðum Bene- diktssonar, í Tjarnarlundi Rafns- sonar. Móðir Rafns var Herborg Rustikusdóttir. Móðir Benedikts á Höfða var Þóra Ámadóttir, b. á Kappeyri, bróður Guðnýjar, langömmu Guðrúnar, ömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og Karls Kvaran listmálara. Guðný var einnig langamma Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, formanns bankaráðs Landsbankans. Ámi var sonur Stef- áns, ættfóður Sandfellsættarinnar Magnússonar, og Guðrúnar Er- lendsdóttur, ættfóður Ásunarstaða- ættarinnar Bjarnasonar. Móðir Þóru var Hallgerður Grímsdóttir, Ormssonar, bróður sr. Vigfúsar í Valþjófsdal, föður Ingunnar, langömmu Þorsteins Gíslasonar rit- stjóra, fóður Gylfa, fyrrv. mennta- málaráðherra. Móðir Þórarins var Málfríður Jónsdóttir, hreppstjóra á Keldhól- um Marteinssonar, b. þar Bjarnar- sonar. Móðir Jóns var Málfríður Sigurðardóttir af Hákarla-Bjarna- ætt. Móðir Málfríðar Jónsdóttur var Ragnhildur, dóttir Finnboga Jóns- sonar í Hleinagarði, og Salnýjar Magnúsdóttur. Meðal hálfsystkina Önnu Maríu voru Ambjörg, amma Sigríðar Stef- ánsdóttur á Akureyri; ísak skóla- stjóri, faðir Andra prófessors, og Guðrún, amma Hans Kristjáns Árnasonar forstjóra. Anna María var dóttir Jóns, hreppstjóra í Selja- mýri Þorsteinssonar, b. á Breiða- vaði Þorsteinssonar, b. á Klúku Pálssonar. Móðir Jóns var Anna Jónsdóttir. Móðir Önnu Maríu var Vilborg Árnadóttir, b. á Brennistöðum Magnússonar. Móðir Árna var Vil- borg Árnadóttir, b. á Brennistöðum, bróður Hermanns í Firði, langafa Hjálmars, fóður Vilhjálms, fyrrv. ráðherra. Annar bróðir Árna var Jón, langafi Einars H. Kvaran rit- höfundar. Árni var sonur Jóns pamfils Jónssonar. Móðir Vilborgar var Þóranna Jónsdóttir. Jón og Sigurjóna taka á móti vin- um og kunningjum I Síðumúla 11, II. hæð, í dag, kl. 14.00-16.00. Gunnar Jónasson forstjóri, Langagerði 9, Reykjavík, er níræð- ur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist á Eyrarbakka. Hann lauk mótoristaprófi á Eyrar- bakka 1922, stundaði járnsmíðanám hjá Þorsteini Jónssyni í Reykjavík. frá 1923 og lauk prófi 1927, stundaði flugvirkjanám hjá Deutsche Luft- hansa í Berlín 1928 og lauk þar prófi eftir eitt og hálft ár. Gunnar var flugvirki hjá Flugfé- lagi íslands hf. 1929-1933 og hjá Flugfélagi Akureyrar 1938-1939 er félagið var lagt niður. Hann stofnaði, ásamt Bimi Ólsen flugvirkja, fyrirtækið Stálhúsgögn, 1933, sem enn í dag er leiðandi fyr- irtæki á sínu sviði. Gunnar hefur lengst af verið forstjóri fyrirtækis- ins. Gunnar og Bjöm Ólsen smíðuðu fyrstu og einu rammíslensku flug- vélina, TF-ÖGN. Þeir hönnuðu sjálf- Gunnar Jónasson ir flugvélina án þess að hafa áður fengist við flugvélasmíði og hófust handa við smíði hennar 1931. Vél- inni var fyrst flogið 1940 en hún prýðir nú flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Gunnar sat í stjórn og varastjóm Félags íslenskra iðnrekanda 1956-62 og í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur 1957-65. Fjölskylda Kona Gunnars er Anna Sigríður Jónsdóttir, f. 25.2. 1910, húsmóðir. Hún er dóttir Jóns Ólafssonar, f. 18.12. 1858, d. 4.1.1941, bónda og sjó- manns í Reykjavík, og k.h., Guðrún- ar Gísladóttur, f. 25.8. 1870, d. 22.12. 1910, húsmóður. Börn Gunnars og Önnu Sigríðar era Jón, f. 7.2. 1935, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Nínu Soffiu Hannesdóttur; Guðleif, f. 18.9. 1936, húsmóðir í Reykjavík en sam- býlismaður hennar er Jón Andrés Jónsson; Anna Lilja, f. 3.8. 1945, húsmóðir í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Þórhallur Dan Johansen; Bjöm, f. 29.1. 1950, véla- tæknifræðingur í Reykja- vik, kvæntur Dagmar Þóru Bergmann. Systkini Gunnars: Sig- þrúður, f. um 1895, d. um 1895; Kristinn, f. 21.1. 1897, d. 31.3.1973, rafvirki á Eyr- arbakka; Ágúst, f. 22.8. 1899, d. 21.12. 1976, starfs- maður Mjólkurbús Flóamanna; Sig- þrúður Guðrún, f. 5.12. 1901, d. 26.1. 1976, húsmóðir; Ingibjörg, f. 22.3. 1905, d. 4.11.1984, húsmóðir á Eyrar- bakka; Jón, f. 1.10. 1909, lengi starfsmaður hjá Stálhúsgögnum; Jóna, f. 13.8. 1911, d. 20.1. 1987, hús- móðir í Grindavík; Sigurður, f. 25.12. 1913, d. 1.4. 1991, rafvirki; Ing- veldur, f. 29.10. 1917, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Gunnars vom Jónas Einarsson, f. 18.11. 1867, drukknaði 5.4. 1927, sjómaður og húsasmiður í Garðshúsum á Eyrarbakka, og k.h., Guðleif Gunnarsdóttir, f. 27.6. 1873 í Kraga á Rang- árvöllum, d. 6.1. 1953, hús- móðir. Ætt Jónas, var sonur Einars b. í Dvergasteinum á Stokkseyri Einarssonar, b. í Brú í Flóa Kristófersson- ar, og Ingunnar Jónsdóttur, skipa- smiðs á Ásgautsstöðum í Stokkseyr- arhreppi Snorrasonar. Móðir Jónasar var Sigþrúður Jónsdóttir, b. í Dvergasteinum Jónssonar, og Sigríðar Jónsdóttur, skipasmiðs á Ásgautsstöðum. Guðleif, var dóttir Gunnars, b. á Kraga á Rangárvöllum Eyjólfsson- ar. Gunnar og Anna taka á móti gest- um á heimili sínu, Langagerði 9, í dag kl. 15.00-18.00. Gunnar Jónasson. Áslaug Kristiánsdóttir Áslaug Kristjánsdóttir | húsmóðir, Tjarnarlundi 10, Akureyri, verður sjö- tug á morgun. Starfsferill Áslaug fæddist á Akur- eyri en ólst upp í Hlíð í Kinn. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- um, við Húsmæðraskóla Reykjavíkur, tók lands- Áslaug próf í Reykholti stundaði Kristjánsdóttir. síðar nám við öldungadeild MA. Áslaug var í kaupavinnu í sveit á unglingsámnum. Hún stundaði síð- an húsmóðurstörf og auk þess skrif- stofustörf hjá ÚKEA í Hrisey og síð- ar hjá KEA á Akureyri. Áslaug hefúr alla tíð verið virk í ýmsum félagsmálum. Hún starfaði i ungmennafélaginu Gaman og al- vara í Kinn, sat í stjórn ungmenna- félagsins Narfa í Hrisey, í stjórn slysavamadeildar Hríseyjar; lengi í stjórn Kvenfélags Hríseyjar, sat lengi í stjórn Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar og situr í stjórn Samtaka um náttúruvernd á Norður- landi. Þá hefur hún starfað í Oddfellowhreyfingunni um árabil. Fjölskylda Fyrsti maður Áslaugar var Sigurbjöm Kristjáns- son, bóndi og smiður á Finnsstöðum. Sonur Áslaugar og Sigurbjamar er Kristján, f. 11.1. 1950, verkfræð- ingur í Mosfellsbæ, kvæntur Ólöfu Sigmars Valdimarsdóttur tækni- teiknara og eiga þau þrjú börn;Val- týr, f. 22.5. 1951, B.Sc. og forstöðu- maður Byggðarstofnunar á Akur- eyri, kvæntur Pálínu Dagbjörtu Björnsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau fimm börn. Annar maður Áslaugar var Jón Gunnlaugur Stefánsson sem lést 1956. Sonur Áslaugar og Jóns Gunn- laugs er Kormákur Jónsson, f. 13.6. 1954, búfræðingur og húsasmiður á Breiðumýri í Reykjadal, kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þriðji maður Áslaugar er Siguróli Björgvin Jónsson, f. 24.11. 1930, d. 16.12. 1979, oddviti, hreppstjóri og útbússtjóri í Hrísey. Synir Áslaugar og Björgvins em Narfi, f. 27.12.1959, húsasmíðameist- ari í Lambhaga í Hrísey, kvæntur Hönnu Hauksdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm; Teitur, f. 26.7. 1961, skipstjóri í Hrísey, kvæntur Theodóru Kristjánsdóttur, skrif- stofumanni og húsmóður, og eiga þau íjögur börn. Hálfsystkini Áslaugar samfeðra em Díana, f. 1928, húsmóðir og skrifstofumaður í Kópavogi; Auður, f. 1930, húsmóðir í Reykjavík; Birg- ir Steindór, f. 1931, atvinnurekandi í Reykjavík. Hálfsystir, sammæðra, er Hjrödís Kristjánsdóttir, f. 1930, húsfreyja og kennari að Lundarbrekku í Bárðar- dal. Auk þess á Áslaug fimm fóstur- systur. Þær em Bryndís Alfreðs- dóttir, 1932, húsmóðir á Húsavík; Steingerður Alfreðsdóttir, f. 1933, húsfreyja að Árlandi í Kinn; Guð- rún Alfreðsdóttir, f. 1935, húsmóðir á Húsavík; Ásta Alfreðsdóttir, f. 1943, húsmóðir og viktarmaður á Akureyri; Kristín Alfreðsdóttir, f. 1953, húsmóðir og verslunarmaður á Akureyri. Fósturforeldrar Áslaugar voru Jakob Kristjánsson bóndi, k.h., Kristín Halldórsdóttir, móðursystir Áslaugar, en þau fluttu með Ás- laugu að Hlíð, til dóttur sinnar Dagrúnar, og Alfreðs Ásmundssonar, b. þar. Foreldrar Áslaugar vom Kristján Lámsson, f. á Saurbæ á Vatnsnesi, 1905, og Anna Guðrún Halldórsdóttir, f. í Grjótárgerði í Báraðdal 1903. Áslaug er að heiman. 111 hamingju með afmælið 13. september 80 ára Valur Sigurbjarnason, Skúlagötu 68, Reykjavík. 75 ára Axel Thorsteinsson, Sogavegi 125, Reykjavík. Hann er að heiman. Óskar Vigfússon, Mosabarði 3, Hafnarfirði. 70 ára Ámi Bjarnason, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði. 60 ára Guðrún Gunnarsdóttir, Litlagerði 1 B, Hvolsvelli. 50 ára Guðný Elíasdóttir, Sævangi 21, Hafnarfirði. Gestur Karl Jónsson, Dvergabakka 14, Reykjavik. Kristín Gísladóttir, Árholti 9, ísafirði. Ingólfur Þ. Baldvinsson, Norðurgarði 16, Hvolsvelli. Pálmi Ásmimdsson, Þverárseli 2, Reykjavík. Helgi Páll Sigurbergsson, Sóltúni 7, Keflavík. Ingibjörg Bjarklund Jónsdóttir, Melbæ 35, Reykjavik. Ámi Vignir Þorsteinsson, Hjallabraut 11, Þorlákshöfn. Björgvin Ámason, Gmndargötu 14, Siglufirði. Percy B. Stefánsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Ásbjörg Emanúelsdóttir, Stigahlíð 2, Bolungarvík. Ingvar Jónadab Karlsson, Hofgörðum 5, Seltjamarnesi. Torfi B. Aspar, Skarðshlíð 12 A, Akureyri. Hjálmar B. Kjartansson, Dalbraut 1 B, Hnifsdal. Jón Ólafur Þorsteinsson, Stekkholti 4, Selfossi. 40 ára Magnús Skúlason vélgæslumaður, Austurbergi 30, Reykjavík. Magnús tekur á móti gestum að heimili sínu, laugardaginn 13.9. kl. 17.00-22.00. Helga Kristtn Bemhard, Frostaskjóli 71, Reykjavík. Guðnin Antonsdóttir, Breiðvangi 28, Hafnarfirði. Guðmundur Kristjánsson, Vallarási 1, Reykjavík. Margrét Markúsdóttir, Reyrengi 25, Reykjavík. Ólafur Haukur Gíslason, Hliðarbyggð 47, Garðabæ. María Sigurbjörg Stefánsdóttir, Munkaþverárstræti 40, Akureyri. Kjartan Rolf Árnason, Dalseli 40, Reykjavík. Guðmundur Karl Guðmundsson, Árvegi 8, Selfossi. UPPBOÐ Framhald uppboðs á fiskiskipinu Dan HF 018, skskrnr. 7277, Hafnarfirði, þingl. eig. Kaupþing hf. og Magnús Kjartan As- geirsson, skv. óþingl. kaupsamningi, gerðarbeiðandi er Kaupþing hf. verður háð á skrifstofu sýslumannsins að Bæjar- hrauni 18, Hafnarfirði, föstudaginn 19. september 1997 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN f HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.