Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Blaðsíða 56
Þretaldur i. vinningur ’vo-.ao í kvöUl FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 Muhammad Ali er að öllum líkindum á leiö til íslands. Muhammad Ali til ís- lands? Muhammad Ali, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í hnefa- leikum er að öllum líkindum vænt- anlegur til íslands á næstu vikum. Muhammad AIi er einn frægasti hnefaleikamaður sögunnar. Hann er nú 55 ára gamall en hefur þjáðst undanfarin ár af hinni illskæðu Parkinson-veiki. Styrktaraðili Ali í Bandaríkjun- um á i viðskiptum við fyrirtækið ís- lenskt eðalsalt á Reykjanesi. Sam- kvæmt heimildum DV er heim- sóknin tengd þeim viðskiptum. Ekki náðist í Sigurð Halldórsson, eiganda Eðalsalts, í gær. Stefnt er að þvi að Ali fari m.a. í nudd í Bláa lóninu og ýmislegt fleira. -RR 'jyJ C0f£3'1 ‘I .* -Þýskt ebalmerki - lílheimar ehf. evarhöfba 2a Sími:525 9000 ERU PETTA NYJAR ADGERÍJIR í BYGGÐAMÁLUM? Maöur á sjötugsaldri: Heldur Hríseyingum í heljargreipum lögreglan á Dalvík getur ekkert aöhafst DV, Akureyri: „Það er algjört skaðræði að hafa þennan mann í eyjunni. Hann er alltaf blindftillur, sér eng- an í friði og fóik sem mætir hon- um úti á götu eða hvar sem er fær yfir sig óbótaskammir og svívirð- ingar. Það hefur gengið svo langt að konur hafa flúið grátandi und- an honum,“ segir einn viðmæl- andi DV í Hrísey en þar hefur að undanfornu ríkt hálfgert „neyðar- ástand" vegna karlmanns á sjö- tugsaldri sem dvelur í eyjunni um stundarsakir. Maðurinn á hús í Hrísey og dvelur þar af og til. Viðmælendur DV segja að hann geri sér engan mannamun þegar hann er undir áhrifum áfengis, hann ráðist með skömmum og svívirðingum á alla sem á vegi hans verða. Einn þeirra sem hefur orðið fyrir barð- inu á honum er Gunnar Jónsson sveitarstjóri. „Það er rétt að maðurinn kom þar að sem ég var að mála húsið sem ég bý i. Hann réðst þar á mig meö orðbragði sem ekki er prent- hæft og þvílíkum svívirðingum að það er hreint ótrúlegt. Það versta var þó að ungur sonur minn og vinur hans hlustuðu á það sem fram fór og mér líður virkilega illa út af þvi. Morguninn eftir kom maðurinn á skrifstofu mína til að sækja fundargerð en hreppsnefndin hafði tekið fyrir erindi hans um að byggja 1,80 m girðingu á lóðar- mörkum sínum og hafnað því að hluta til, en samþykkt á kaáa 1,30 m háa girðingu. Hann las ekki fundargerðina en hóf að ausa yfir mig svívirðingum, steytti hnefa og lét vægast sagt ófriðlega. Ég hef aldrei heyrt annað eins og þetta,“ segir Gunnar Jónsson sveitar- stjóri. Kona sem vinnur í sparisjóðn- um í Hrísey, sem er í sama húsi og skrifstofa Gunnars, heyrði hvað á gekk. Leist henni ekki betur á en svo að hún læsti dyrunum að sparisjóðum og þorði ekki að opna fyrr en maðurinn var farinn. Lögreglan á Dalvík staðfesti að kvartanir hefðu borist vegna mannsins. Lítið hefði hins vegar verið hægt að gera til þessa þar sem maðurinn hefði t.d. ekki lagt hendur á fólk en það mun vera í athugun hjá lögregluyfírvöldum hvemig hægt sé að taka á þvi vandamáli sem þessi fullorðni maður er í Hrísey. -gk Þau voru ánægö á svip, hjónin Kristín Pedersen og Hans Kristján Arnason, við opnun nýja gallerísins Dada við Kirkjuhvol síðdegis í gær. Unga stúlkan á myndinni heitir Ástríöur Viöarsdóttir og er dóttir Kristínar. Verkið er eftir Magnús Tómasson. Galleríið hefur göngu sína með sýningu á verkum 30 af fremstu iistamönnum þjóðarinnar. DV-mynd Harir Ragna Lóa enn á gjörgæslu Ragna Lóa Stefánsdóttir, knatt- spymukona úr KR, var enn á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöld. Ragna Lóa fót- brotnaði sem kunn- ugt er í landsleik ís- lands og Úkraínu um síðustu helgi. Að sögn lækna fékk Ragna Lóa svokall- aða íferð í lungu, sem á sér oft stað vegna breytinga í lung- um við alvarleg beinbrot. Ragna Lóa fótbrotnaði eftir að hún lenti í slæmu samstuði við leikmann úkraínska liðsins. Þess má geta að KR-stúlkur urðu íslandsmeistarar sl. miðvikudag og tileinkuðu sigurinn þjálfara sínum, en hún átti afmæli sama dag. Ftagna Lóa Stefáns- dóttir, þjálfari og leikmaöur KR. L O K I Upplýslngar frá Veðurstofu fslands Veður á morgun og mánudag: Víðast rigning Á morgun verður austan- og suðaustanstinningskaldi eða allhvasst og Á mánudag verður norðaustan- og síðan norðankaldi eða stinnings- víða rigning en hægari og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti verður 6 til 12 kaldi og rigning eða skúrir víðast hvar. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast sunnan- stig. lands. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.