Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Préttir Valdls Ósk Hauksdóttir sem var dæmd fyrir kókainirmflutning 1 Danmörku: Eg se eftir að hafa komið heim „Já, ég sé eftir að hafa komið heim í afþlánun. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom aftur til íslands að ég hefði þurft að sitja mun skemur inni í Dan- mörku. Auk þess voru aðstæður miklu betri þar sem ég sat inni i Danmörku," sagði Valdís Ósk Hauksdóttir, 21 árs, sem er að afplána 8 ára fangelsisdóm fyrir að hafa flutt tvö kíló af kókaíni til Danmerkur frá Suður-Ameríku árið 1996. Blaðamaður DV heimsótti hana í fangelsið í Kópavogi 1 gær þar sem hún mun afþlána á næstu árum - sennilega mun hún þurfa að taka út tvo þriðju af 8 ára dóminum, í sam- ræmi við reglur sem gilda um afþlán- unartíma fanga hér á landi sem hafa verið dæmdir fyrir alvarleg fikniefiia- brot - ekki danskar reglur. Valdís seg- ir að hún hefði örugglega ekki þurft að afþlána svo langan tíma í Danmörku - að líkindum rúmlega helming af dóm- inum og fengið reynslulausn að þeim tíma loknum. Hún segist ekki hafa átt- að sig á þessu þegar hún óskaði eftir að fá að taka dóminn sinn út heima á íslandi. Hótun barst að utan Valdís var í fréttum fyrr i mánuð- inum þegar hún mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar neitaði hún að fara til Danmerkur og bera vitni fyrir danska ákæruvaldið gegn meintum höfúðpaur í kókaínmáli hermar. Að bera kennsl á svonefiidan Chico sem fékk hana til að fremja það afbrot sem hún situr nú inni fyrir. „Ég kæri mig ekkert um að hjálpa þeim,“ segir Valdís Ósk og á við lög- regluna og ákæruvaldið í Danmörku. - En var þér hótað? „Ég fékk skilaboð að utan um að það væri mér og mínu fólki fyrir bestu að bera ekki vitni.“ - Hafði hótunin áhrif á þá ákvörðun að þú myndir ekki aðstoða danska ákæruvaldið? „Já, það hafði áhrif. En ég hefði sennilega neitað samt.“ Var nrtján ára þegar . . . Valdís var nítján ára og vann á hót- eli í Kaupmannahöfn þegar Nígeríu- maðurinn Chico kom að máli við hana og bað hana um greiða. Þetta var í ársbyrjun 1996. „Hann lét þetta hljóma svo áhættu- laust og var mjög sannfærandi. Hann bað mig um að sækja tösku fyrir sig í Úrúgvæ. Það yrði ekkert mál - það yrði ekki séns að þetta fyndist þegar ég kæmi til baka. Ég átti að fá um 700 þúsund íslenskar krónur fyrir. Ég fór siðan til Montivideo í Úr- úgvæ. Eftir nokkra daga þar kom stelpa til mín með töskuna. Ég var svo handtekin þegar ég kom með töskuna til Kastrup. Það var verið að skoða alla í vélinni. Þeir skoðuðu mig vel þar sem þeim fannst skrýtið að ég hafði verið ein á ferð í aðeins eina viku í Suður-Ameríku. Síðan var taskan skorin í tætlur. Ég var ótrúlega róleg. Það var ekki fyrr en daginn eftir þegar ég vaknaði í einangrunarklefa að ég áttaði mig á þeirri stöðu sem ég var búin að koma mér í.“ Valdís Ósk sat í gæsluvarðhaldi í tveimur fangelsum í Danmörku frá því í febrúar 1996 þangað til einu ári seinna. Þá var hún flutt í afþlánunar- fangelsi og sat þar þangað til f júní síð- astliðinn. Þá höfðu íslensk fangelsisyf- irvöld failist á að hún fengi að afplána hér á landi í samræmi við tilheyrandi reglur. - Langar þig að fara aftur til Dan- merkur? Valdís hlær: „Já, ég sé eftir að hafa ekki bara af- plánað þar. En ég má aldrei fara þang- að aftur.“ „Ég áttaði mig ekki á þvf fyrr en ég kom aftur til íslands að ég hefði þurft að sitja mun skemur inni í Danmörku. Auk þess voru aðstæður mikiu betri þar sem ég sat inni f Danmörku," segir Valdís Osk Hauksdóttir, 21 árs, sem er að af- plána 8 ára fangelsisdóm fyrir að hafa flutt tvö kíló af kókaíni til Danmerkur frá Suður-Ameríku. ur,“ segir Valdís. „Við erum mjög óhressar með að komast t.d. ekki í „vinnu“ á Kvíabryggju eftir ákveðinn afplánunartíma. Við getum alveg beitt eins og karlar." En Valdís situr ekki auðum höndum. Hún leggur stund á nám við ferðabraut í Menntaskólanum í Kópavogi. Námið fer allt fram í fangelsinu. Þangað kemur kennari, leiðbeinir og gefur fyrirmæh. Hún leggur einnig áherslu á að stunda líkamsrækt. Hún hefur einnig tekið að sér þrif í fangelsinu, vinnu sem hún fær greitt fyrir þótt ekki sé um svimandi upphæðir að ræða. Fieiri bros og meira talað „Ég varð í rauninni aUtaf meira og meira hneyksluð eftir að ég kom hing- að heim. Útivistartíminn er t.d. fyrir opnum tjöldum," segir Valdis og vísar tíl þess að einungis gróf netgirðing er umhveríis útivistargarðinn. „Hér hefur varla nokkur farið út í marga mánuði, ekki fyrr en í dag (i gær) bara af því að veðrið er svo ein- staklega gott. í Danmörku er öU að- staða miklu betri bæði utan- og innan- húss, það er meira gert og reynt að gera fólk betra. Það er meira brosað, talað og framkvæmt. Úti fá aUir helgarleyfi þriðju hverja viku. Hér fær fólk dagsleyfi eftir ég veit ekki hvað langan tírna," sagði Val- dís Ósk Hauksdóttir. Auk aðbúnaðar fínnst Valdísi það einnig bera vott um vanvirðingu þegar forsljóri Fangelsis- stofnunar ríkisins sagði nýlega í við- tali að „hráefnisskortur" væri í fang- elsum landsins. „Við urðum sár þegar við heyrðum þetta. Lítur maðurinn á okkur eins og hráefiii?" Valdís Ósk hefur ekki dagsett það hvenær hún muni losna úr Kópavogs- fangelsinu - afplánun fyrir afbrot sem hún framdi í Danmörku. Hún telur refsitímann hins vegar að öUum lík- indum hafa orðið styttri þar í landi. Hún telst vera búin að afþlána, frá því að hún var handtekin á Kastrupflug- velli í febrúar 1996, rétt tæp tvö ár. Framundan er nú bara að bíða eftir frelsinu sem hún „samkvæmt bók- inni“ fær eftir tvo þriðju hluta átta ára dóms. „Maður verður að læra að lifa með þessu," sagði Valdís Ósk. -Ótt „Utivistartíminn er fyrir opnum tjöldum," segir Valdís og vísar til þess aö ein ungis gróf netgirðing er umhverfis útivistargarð fangelsisins. Afstaða hennar tii fíkniefna - Hver er þín afstaða tU fikniefna? „Ég er á móti þessu og myndi aldrei snerta svona efni. En maður hugsar stundum ekki fyrr en eftir á eins og dæmin sýna.“ Þegar talinu víkur að íslandi kveöst Valdís Ósk hafa heyrt „betri hluti“ um íslensk fangelsi. Þess vegna hafi hún ótrauð sótt um að fá að koma heim og afþlána í heimalandinu í nálægð við fjölskyldu og vini. Hún segir fangaverðina mjög gott fólk en frnnst gríðarlegur munur á að- búnaði í Kópavogsfangelsinu og afþlán- unarfangelsinu sem hún kynntist í Kaupmannahöfn: „Það var miklu meira að gerast í fangelsinu í Danmörku - það er meira unnið að því að gera fólk betra eftir af- plánun en hér.“ Varðandi jafnrétti kynjanna segir Valdís Ósk alveg ljóst að konur beri skaröari hlut frá borði en karlar í fang- elsismálum á Islandi. „Það eru fjögur fangelsi hér heima fyrir karlmenn en aðeins eitt fyrir kon- Stuttar fréttir i>v Kann sér ekki hóf Peter Christmas Moller, fram- kvæmdastjóri hjá Bruun-Rasmus- sen listmunauppboðsfyrirtækinu í Kaupmannahöfn, segir að mál- verkafölsunarmálið sé ofmetið og Ólafur forvörður í Morkinskinnu kunni sér ekki hóf í yfirlýsingum. Verkfallstap Sjómanna- verkfall í mán- uð gæti þýtt að samfélagið verði af 7 millj- arða króna tekj- um af loðnuaf- urðasölu. Allt stóð fast í sjó- mannadeilunni í gær og fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall. RÚV sagði frá. Búrfellslína 3 færö Skipulagsstjóri fellst ekki á að Landsvirkjun leggi Búrfellslinu 3a um Ölkelduháls og bendir á leiðina frá Sogni um Ölfus að Hellisheiði. 90 þúsund ábyrgðarmenn Stjómvöld, bankar, kreditkorta- fyrirtæki og neytendur hafa samið um betri réttarstöðu þeirra sem gangast í sjáifskuldarábyrgðir fyrir aðra. 90 þúsund manns eru nú í sjáifskuidarábyrgð fyrir aðra. Meira lesið Amtsbókasafnið á Akureyri lán- aði út fjórðungi fleiri bækur á síð- asta ári en árið áður. Gestafjöldi samsvarar því að hver Akureyring- ur hafi farið átta sinnum á safhið. RÚV sagði frá. BSRB vill ekki til VR Forysta BSRB er óánægð með að atvinnulausir felagsmenn þurfi nú að sækja atvinnuleysisbætur til VR og Dagsbrúnar. Félagsmálaráðherra segir RÚV að kvartanir ýmissa stétt- arsamtaka vegna nýrra úthluhmar- reglna um atvinnuleysisbætur snerti ekki sitt verksvið. Einkasala áftam Morgunblað- ið segir að hörð andstaða sé við tillögur Frið- riks Sophus- sonar um að af- nema einkarétt ÁTVR til að flytja inn áfengi og tóbak. Framsóknarmenn eru andsnúnir málinu. Ráöningarlög Stöð 2 segir að hinum nýju lána- stofnunum ríkisins hafi vérið gert með lögum að ráða til sín alla starfs- menn gömlu lánasjóöa ríkisins. Það hafi þýtt fjölgun rfidsstarfsmanna. Rýmri sóttvarnareglur Hrossaútflytjendur vilja að reglur um sóttvamir í Bandaríkjunum verði rýmkaðar svo hægt sé að auka útflutning og mæta þannig sam- drætti á Evrópumarkaði. Sjónvarp- ið sagði frá. Meirapróf á jeppa Samkvæmt EES-reglum um öku- réttindi sem tekið hafa gildi þarf meirapróf á 628 stóra jeppa og hús- bíla sem nú eru í almennri notkun. Þegar áunnin ökuréttindi sam- kvæmt eldri reglum gilda þó áfram þar sem reglumar em ekki aftur- virkar. Dagur sagði frá. Hærri laun Dagur segir að laun í byggingar- iðnaði hafi hækkað meir en bygg- ingarefhið. Vinnuliðir byggingavísi- tölunnar hafi hækkað sexfalt meir en efnisliðimir. Formaður dregur í land Halldór Ás- grímsson, för- maður Fram- sóknarflokks- ins, segir í Degi í dag um R- listasamstarfið að þátttaka framsóknar- manna í því sé mikilvæg. Fyrir áramótin sagði hann að samstarfið hefði skaðað flokksstarf Framsóknarflokksins í Reykjavík. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.