Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
Spurningin
Blótar þú þorra?
Guðmundur Guðmundsson vél-
fræðingur: Já, hvort ég geri, ég held
meira að segja sjálfur þorrablót.
Ingi Þór Thorarensen nemi: Nei,
þetta er allt vondur matur.
Birna Gísladóttir nemi: Nei,
þorramatur er vondur.
Johanna Borgelin, au-pair frá
Finnlandi: Nei, ég borða ekki
þorramat og hef ekki smakkað
hann.
Harpa Karlsdóttir heimavinn-
andi: Nei, yfirleitt ekki.
Anna Linda Matthíasdóttir nemi:
Nei.
Lesendur
Átökin á
Norður-írlandi
Róstur i Belfast. - Þögnin um þetta mál hefur ætíö vakiö furöu mína, segir
bréfritari m.a.
Konráð Friðfinnson skrifar:
Óöld hefur ríkt á Norður- írlandi
um áratugaskeið. Þar takast á kaþ-
ólikkar og mótmælendur. Kaþólikk-
ar styðja bresku krúnuna en mót-
mælendur vilja Bretana burt. Um
stund virtist friður hafa komist á
milli hópanna. Sú sæla varði þó að-
eins skamma stund. Eða í um eitt og
hálft ár. Þá byrjuðu hóparnir aftur
skærur.
Talsmenn Sinn Fein - stjórnmála-
afls IRA, alla vega sumir þeirra,
vilja frið við Breta. Ríkisstjórnin,
undir forsæti Tonys Blairs, er
reiöubúin í viðræður. írlandsmála-
ráðherra hefur síðan lagt lóð á skál-
arnar til að varanlegur friður megi
takast. En sífelld hætta er á að
skærur blossi upp á Norður-írlandi
á meðan viðræður standa. Enda er
ljóst að harðlínumenn vilja engan
frið.
Talað er um trúarbragðavargöld
á N-írlandi. Það er þó hrein bábilja.
Sökum þess að hvergi örlar á gild-
um kristninnar í verkum hópanna
sem æsa til fólskuverka. Menn geta
t.d. spurt sig hvar trúin hafi verið á
vegi stödd hjá manninum sem
kastaði handsprengju í hóp syrgj-
enda er fylgdu einu eða fleiri fóm-
arlömbum til grafar og fréttir birtu
myndir af. Telja menn máski líklegt
að orðin: Elska skaltu náungann
eins og sjálfan þig hafi staðið á
vopninu sem lenti í miðju mannhaf-
inu í kirkjugarðinum og felldi
nokkra og særði aðra? - Þar var
bara reiður maður á ferð sem trúði
á leið ofbeldis til friðar.
Sannleikurinn er sá að trúin er
hvergi sjáanleg í óöldinni í Belfast.
Enda um að ræða venjubundnar að-
ferðir reiðra manna. Engu að síður
er skelfilegt til þess að vita að varg-
öld skuli viðgangast hjá vinaþjóð
við bæjardyr sínar. Menn mæna því
vonaraugum til núverandi valdhafa
í Bretlandi um aö þeir geti eitthvaö
aðhafst sem bragð er aö er leiði til
varanlegs friðar. Og til heilla fyrir
ibúana, t.d. í Belfast. - Að íbúarnir
geti á nýjan leik lifað í sátt og sam-
lyndi viö nábúana án þess að eiga á
hættu að fá senda sprengju inn um
gluggann hjá sér eða fregnir af andl-
áti náins vinar sem svokallaðir
„andstæðingar" hafa fellt. Nú er
mál að linni.
Þögnin um þetta mál hér á landi
hefur ætíð vakið furðu mína. Og
aldrei heyrir maður kirkjunnar
menn minnast á átökin á Norður-
írlandi í predikunum sínum.
Úthlutun Blaðanefndar stjórnmálaflokkanna:
Hvað verður um peningana?
Magnús Guðjónsson hringdi:
Marga furðar á því hvernig farið
er með fréttina um úthlutun Blaða-
nefndar stjórnmálaflokkanna til
þingflokkanna. Það er ósætti inn-
an Kvennalistans sem veldur deil-
um og krafa Kristínar Ástgeirs-
dóttur um að hún fái líka úthlutun
þótt hún standi utan flokka. Ég
heyrði í útvarpsfréttum sl. fóstu-
dag að hér væri um að ræða eitt-
hvað um 2.000.000 króna sem hlut-
ur Kristínar snýst um og að hún
ætlaði að nota peningana m.a. til
að gefa út bók um kvennasögu. En
hvernig er þessum peningum ann-
ars varið?
Er nokkurt eftirlit með því hvert
þetta fé rennur? Tökum þessa ofan-
nefndu þingkonu sem dæmi. Hún
virðist, fái hún úthlutun, geta tek-
ið ákvörðun um það sjálf til hvers
hún notar peningana. Hún gæti
þess vegna farið í ferðalag til Spán-
ar og eitt íjármununum þar. Mér
flnnst hér eigi að sporna við fótum
gagnvart því eftirlitsleysi sem
virðist ríkja um úthlutanir fjár til
einstakra þingmanna líkt og nú
virðast í uppsiglingu.
Ófærur Alfreðs borgarfulltrúa
Einar Árnason skrifar:
Alfreð Þorsteinssonar, formaður
stjórnar veitustofnana, hefur und-
anfarið verið að kynna þá hugmynd
að sameina rekstur Hitaveitu og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eini
grundvöllur þessarar hugmyndar er
sá sparnaður sem nást myndi með
fækkun starfsmanna, en Alfreð seg-
ir að starfsmönnum kynni að fækka
um 50 á næstu 2-3 árum án þess að
til uppsagna komi. En svo hratt ger-
ast kaupin á eyrinni ekki og er mál-
flutningur Alfreðs því lítt túrverð-
ugur. - Illa er komiö fyrir borgaryf-
irvöldum ef eina leiðin til sparnað-
ar er fækkun starfsmanna.
Hluti af þessum stórkostlegu
áætlunum Alfreðs er að Vatnsveita
[UÍÍ)[IBÆ\ þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
nriilli kl. 14 og 16
VATNSVEITA REYKJAVÍKUR
AÐALINNGANGUR A
■* LAGER
■* VERKSTŒÐI
* SKEMMiir
Vatnsveitan taki yfir holræsagerðina?
Reykjavikur taki yfir holræsadeild
Gatamálastjóra! Vatnsveitan hefur
unnið að því að skilgreina sig sem
matvælafyrirtæki og m.a. tekið í
gagnið gæðakerfi í þeim tilgangi.
Og fjölmörg matvælafyrirtæki nota
vatn frá Vatnsveitu Reykjavíkur að
vinnslu matvæla.
Innsæi Alfreðs í starfsemi þeirra
fyrirtækja sem hann veitir stjómar-
formennsku er greinilega ekki
djúpt. Hugmyndinni að einhvers
konar sameiningu veitufyrirtækja
var velt upp í stjórn veitustofnana
árið 1995 og hefur Alfreið og R-list-
inn því haft meginhluta þessa kjör-
tímabils til að vinna í málinu.
Greinilegt er að borgarfulltrúinn
treystir ekki á að hin yfirmáta lýð-
ræðislega prófkjörsaðferð R-listans
komi honum í þægilegt sæti. Já,
betri er ill athygli en engin.
Hugmynd Alfreðs Þorsteinssonar
er álíka gáfuleg og hugmynd borgar-
fulltrúarns Áma Þórs Sigurðssonar
sem líka hristist af prófkjörsskjálfta
enda ljóst að „bræður" munu berj-
ast. Til að vekja á sér athygli fyrir
prófkjör, sama í hverju formi hún
væri, lagði Árni til að SVR færi í
samkeppni um almenningssam-
göngur upp á Akranes. Lánleysi
borgarfulltrúa R-listans ríður ekki
við einteyming um þessar mundir.
DV
Ekkert að frétta
hjá borgarstjóra
Gestur skrifar:
Ég sá að lesandi DV var að
furða sig á því hvers vegna borg-
arstjórinn okkar, hún Ingibjörg
Sólrún, væri undanþegin háði og
spéi í áramótaskaupi og viðlíka
þáttum. Sami lesandi tók hins
vegar ekki eftir öðra sem borgar-
stjóri var undanþeginn um ára-
mótin í sjónvarpinu. - Þegar rifj-
að voru upp markverðustu inn-
lendir viðburðir ársins var ekki
mirmst einu orði á það sem borg-
arstjóri hafði tekið sér fyrir
hendur í þágu borgarbúa. Sjón-
varpsmenn hafa þá metið það svo
að þrátt fyrir þaulsætni borgar-
stjóra í fréttatimum hafi fréttirn-
ar verið heldur rýrar og ekkert
erindi átt í þátt um markverð-
ustu tíðindi ársins.
Verðflokkar
símgjalda
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull-
trúi Landssímans, skrifar:
Lesandi skrifaði nýlega og
vildi vita hvers vegna jafndýrt
væri að hringja til Grikklands og
fjarlægari landa eins og Ástralíu.
Þvi er til að svara að nokkrir
verðflokkar gilda fyrir símtöl til
annarra landa. Fer verðið bæði
eftir fjarlægð og því hve mikið er
hringt á milli landanna. Nýlega
voru gerðir hagstæðir samningar
við fjarlæg lönd eins og Japan og
Ástralíu og því vora þau færð
yfir í sama flokk og Grikkland,
enda mikið hringt til þessara
tveggja ríkja. Mínútuverð til
Grikklands hefur lækkað, svo og
símtöl til útlanda almennt á síð-
ustu misserum. Landssíminn
vinnur áfram að því að ná betri
samningum við símamálayfir-
völd, bæði í Grikklandi og í öðr-
um löndum, svo að lækkun megi
enn verða til viðkomandi landa.
Aldraðir og
íbúðalánin
Gunnar Eiríksson skrifar:
Ég er engan veginn ánægður
með ummæli formanns Félags
aldraðra, Páls Gíslasonar, sem
mælir með því að eldri borgarar
taki lán út á íbúðir sínar til þess,
að manni skilst, að þeir sem þess
óska hafi „rýmri fjárráð"! Þessi
„lán“ megi svo greiða niður með
öðrum og mildari kjöram en við-
gengst hjá almenningi. Það kæmi
svo til kasta bama, barnabarna
eða annarra ættingja að greiða
skuldina. Mér finnst ummæli
Páls Gislasonar ekki vera bein-
línis í takt við það sem forsætis-
ráðherra boðaði í timariti okkar
eldri borgara en þar talaöi hann
einmitt um að gæta þyrfti hags-
muna eldri borgara sem best. Er
þetta öll umhyggjan?
Leifsstöð og
Schengenmálið
Adolf hringdi:
Væri nú ekki vit í því að end-
urskoða flausturslega ákvörðun
um stækkun Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar þar til lengra er
komið viðræðunum um Schen-
genmálið? Það situr nú blýfast.
En stækkun flugstöðvarinnar var
einmitt forsendan fyrir miklum
umsvifum vegna vegabréfaeftir-
lits og annarra framkvæmda sem
snúa að Schengen-samkomulag-
inu.
Sjálfstæðisflokk-
ur 10 fulltrúa
Hildur skrifar:
Ég vil taka undir þá skoðun
margra sjálfstæðismanna þessa
dagana að stefna skuli að því að
fá 10 fulltrúa inn í borgarstjórn í
vor. Til þess era allar forsendur
með traust fólk í þessum 10 sæt-
um og auðvitað miklu fleiri. -
Sigurlíkurnar aukast með hverj-
um deginum sem R-listamenn tjá
sig um stjórnun I borgarmálum.