Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 25 DV Útlönd Snemma beygist kynlífskrókurinn: Clinton alltaf verið þurftafrekur í bólinu Hvers vegna í ósköpunum? Já, er nema von aö menn spyrji hvers vegna Vcildamesti maður heimsins, Bill Clinton Bandaríkja- forseti, skuli stofna setu sinni á for- setastóli í stórhættu með þvi að eiga í ástarsambandi við ungan lær- ling í Hvíta húsinu? Ef ásakanimar um meint samband hans og Monicu Lewinsky eiga þá við einhver rök að styðjast. í grein í dagblaðinu International Herald Tribune í gær er löng og mikil grein þar sem reynt er að átta sig á því hvers vegna svo geti verið. í því skyni er skyggnst aftur i tím- ann, til þeirra ára sem hann var ríkisstjóri í Arkansas og jafnvel lengra aftur, allt til barnæskunnar. ímyndun og veruleiki Kynlíf Clintons var á allra vörum þegar árið 1974, þegar hann bauð sig fram til þings í norðvesturhluta Arkansas. Samstarfsmenn hans þurftu þá að glíma við bæði ímynd- uð vandamál og raunveruleg tengd kynlífi frambjóðandans. ímynduð þar sem voru ásakanir íhaldssamra guðsmanna um að Clinton væri samkynhneigður. Raunveruleg þar sem vora fjölmargar gamlar kærastur hans. Þeir sem hafa sett líf Clintons undir smásjána hafa þóst sjá þar ákveðnar endurtekningar, bæði í atburðunum sjálfum og í skapgerð- areinkennum hans. Sömu menn segja að hægt sé að nota þessa vitn- eskju til að spá að einhverju leyti fyrir um hvað hann muni gera, svo og til að skýra gjörðir hans eftir á. Strax í æsku Clintons í Arkansas komu í ljós persónuleikaeinkenni sem hafa fylgt honum alla tíð síðan. Þar má telja tilhneigingu hans til að útiloka ákveðna hluti, skipa ákveðnum þáttum lífs síns í sér- staka bása, afneita raunveruleikan- um á stundum, halda áfram hvað sem tautar og raular og finna fyrir sífelldri þörf á viðurkenningu. Aðrir skapgerðarþættir era kunnuglegri í augum sagnfræðinga og geðlækna sem einkenni margra valdamikilla og metnaðarfullra manna. Lífsþorstinn er mikill og kynorkan sömuleiðis. Þá eru þeir umkringdir fóiki sem er tilbúið að fara í bólið með þeim hvenær sem er. Ekki má svo gleyma því að þess- ir sömu menn hafa sjálfstjómina ekki alltaf í lagi og þeir verða háð- ir þeim forréttindum sem opinber embætti þeirra veita þeim. Loks hafa þessir valdamiklu menn fullt af aðstoðarfólki sem keppist við að hlifa þeim við góni hins alsjáandi auga almennings. Drifkrafturinn Sagnfræðingar og geðlæknar segja að þessir skapgerðarþættir hafi verið drifkrafturinn í pólitísk- um ferli Clintons. Á sama tíma hafi þeir nærri steypt honum í glötun. Clinton á enn eitt einkenni sam- eiginlegt meö mörgum valdamikl- um og mikils metnum mönnum, nefnilega blekkinguna um að ekkert bíti á honum. James Lieberman, geðlæknir í Washington, segir að þessi skap- gerðarþáttur, öðrum fremur, kunni að hafa tekið völdin af Clinton, ef staðhæfingarnar um kynferðislegt samband hans og Monicu Lewinsky eru réttar. Clinton eins og Títanic „Þetta minnir mig á Títanic," seg- ir Lieberman. „Ofboðslegur kraftur. Stór. Kynþokkafullur. Heldur að ekkert bíti á honum, rétt eins og þeir sem smiðuðu skipið. Og svo er það 21 árs gamli ísjakinn." Ekki þar með sagt að núverandi hneykslismál muni sökkva Clinton. Fyrri staðhæfingar um kynhegðun hans megnuðu það ekki. Bandarísk- ir kjósendur hafa meira að segja látið bólfarir forsetans sér í léttu rúmi liggja, að minnsta kosti þar til nú. Þeir hafa haft meiri áhuga á frammistöðu hans í embætti. Því hefur áður verið spáð að stjómmálaferill Clintons væri senn á enda. Þar var í upphafí fyrri kosn- ingabaráttu hans fyrir kapphlaupið um Hvíta húsið. Þá vora fjölmiðlar fullir af fréttum um áralangt ástar- samband hans og Gennifer nokk- urrar Flowers, svo og um það að hann hafl komið sér undan her- þjónustu. Afneitar raunveruleikanum Sá skapgerðarþáttur Clintons sem kom hvað fyrst í ljós af þeim sem koma við sögu í núverandi vandræðum hans er áðurnefnd til- hneiging hans til að afneita raun- veraleikanum, eða þeim þáttum hans sem eru óþægilegir. Virginia móðir hans sagði eitt sinn að hún væri svo flink að útiloka vandamál að hún afneitaði hreinlega tilvist þeirra. Hún sagði ennfremur að elsti sonur hennar væri gæddur þessum sömu hæfileikum. Þetta væru viðbrögð þeirra við ólgu inn- an fjölskyldunnar. Stjúpfaðir Clintons var hin versta fyllibytta sem átti það til að ganga i skrokk á piltinum, fyrir nú utan það að húðskamma hann. Bill litli lét þá sem ekkert væri að. Margir æsku- vinir hans segjast ekki hafa haft hugmynd um sannleikann í málinu, Bill hafi aldrei sagt þeim hvernig í pottinn væri búið á heimilinu. Tvöfalt siðgæði Fjölskylda forsetans tilvonandi bjó á þessum áram í ferðamanna- bænum Hot Springs í Arkansas þar sem tvöfalt siðgæði ku hafa grasser- að og karlmennimir komust upp með hvaða ósóma sem er. „Þeir áttu allir hjákonur," segir Judy Ellsworth, eiginkona borgar- stjórans í Hot Springs á bernskuár- um Clintons. Hér á því greinilega við hið forn- kveðna: Hvað ungur nemur gamall temur. Hættulegar konur Eitt skýrasta dæmið um afneitun Clintons á þáttum úr hans eigin kynlífi er nokkuð sem gerðist árið 1987. Þá hrökklaðist Gary Hart úr baráttunni um tilnefningu demó- krataflokksins fyrir forsetakosning- arnar 1988 vegna kvennafars. Clint- on kallaði þá til sín helstu ráðgjafa sína í Arkansas og bjóst til aö hella sér út í prófkjörsslaginn. Sögur um framhjáhald ríkisstjór- ans þáverandi voru komnar á kreik á nýjan leik. Það vora því all- ar líkur á að Clinton mundi hljóta sömu örlög og Gary Hart, gerði hann sig líklegan til að fara fram. Það kom í hlut Betsey Wright, ráðgjafa Clintons til margra ára, að telja honum trú um að bjóða sig ekki fram. Það gerði hún með því að láta hann fá lista yfxr konur sem hann kynni að hafa átt í ástarsam -r bandi við. Þau fóru tvisvar yfir list- ann til að vinsa úr þær konur sem kynnu að verða til vandræða ef hann færi í forsetaslaginn. Svo fór að Wright hvatti hann til að láta það ógert. Clinton mun víst hafa trúað því fram á síðustu stundu að hann gæti komist upp með það sama og varð Gary Hart að falli. Hann hafði aldrei þurft að horfast í augu við afleiðingarnar sem endalaust kvennafar hans gæti haft í för með sér þar sem alltaf voru einhverjir til að bjarga honum. Nánustu samstarfsmenn Clint- ons hafa haldið áfram að halda hlífiskildi yflr honum, að vemda hann fyrir sjálfum sér, eftir að hann varð forseti. Heimildarmenn innan Hvíta hússins halda því fram að ástæðan fyrir þvi að Monica Lewinsky var flutt til í starfi, úr Hvíta húsinu yfir í varnarmála- ráðuneytið, hafi verið sú að ein að- stoðarkona Clintons, Evelyn Lieberman, hafi haft áhyggjur af daðrinu í ungu stúlkunni og greini- legum viðbrögðum forsetans við því. Hillary forsetafrú hefur lengi mátt þola framhjáhald bónda sínsj. Hún hefur engu að síður alltaf komið honum til vamar, og svo er einnig nú. Fræg era orð hennar þegar hún visaði á bug fullyrðing- um Gennifer Flowers um að hún hafi átti vingott við Clinton í tólf ár. Hillary líkti þeirri fullyrðingu við að Elvis Presley hefði sést ein- hvers staðar á lífi nýlega. Þegar Clinton var ríkisstjóri í Arkansas, sagði hann eitt sinn: „Ég tel að við séum öll háð einhverju. Sumir eru háðir fikniefnum. Sumir eru háðir völdum. Sumir era háðir mat. Sumir eru háðir kynlífi. Við erum öll háð einhverju." Svo mörg voru þau orð. Þýtt og endursagt úrj International Herald Tribune. Þarftu vinnufrið? mUmmíímmmm Þella eímamsor http://www.mmedia.is/sima Monica Lewinsky horfir með aðdáunaraugum á forsetann sinn, Bill Clinton, eftir að hann var endurkjörinn fyrir rúmu ári. Clinton er nú í miklum vandaræðum vegna fullyrðinga um að þau hafi átt í ástarsambandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.