Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Sviðsljós Charlize Theron í Devil's Advocate: Þótti gaman að leika í ástaratriðunum Fyrir þremur og hálfu ári kom Charlize Theron ung og á kúpunni til Hollywood. Nú er litið á hana sem nýja Marilyn Monroe. „Mér þykir það heiður að vera 'líkt við Marilyn Monroe. Mér finnst hún hafa verið flott leik- kona,“ segir Charlize sem leikur á móti Keanu Reeves í kvikmynd- inni Devils Advocate. Sjálf er Charlize, sem er 22 ára, hávaxin og grönn. Hún var 18 ára þegar hún kom til Hollywood. Hún ólst upp á lands- byggðinni í Suður-Afríku. Charlize hefur ekki gengið í neinn alvöru- leiklistarskóla. „Ég lét bara vaða. Umboðsmanninn minn hitti ég af tilviljun í biðröð," segir Charlize i blaðaviðtali sem hún veitti í tilefni frumsýningar kvikmyndarinnar Devils Advocate. Charlize Theron í hlutverki sínu í Devils Advocate. Charlize segir það augljóst að hún hafi verið heppin. Hún kveðst gera sér grein fyrir að hvenær sem er geti öllu skyndilega verið lokið. En hún hefur þegar leikið í nokkrum kvikmyndum og fram undan er samstarf með ýmsum aðilum, eins og til dæmis Disney og Woody Allen. Hluti af lífi Charlize sem stjömu hefur verið eilífur megrunarkúr. Allir umboðsmenn og kvikmynda- framleiðendur hafa farið fram á það við hana að hún losaði sig við nokkur kíló. En nú hefur hún loks- ins fengið þá skipun að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir næsta hlut- verk og það líst henni vel á. Þá geti hún leyft sér að hafa bráðið smjör ofan á steikinni. í kvikmyndinni Devils Advocate leikur Charlize unga fallega stúlku frá smábæ í Bandaríkjunum sem giftist ungum glæsilegum lögmanni sem er hugrakkur hugsjónamaður. í kvikmyndinni er talsvert af ást- aratriðum og Charlize segist hafa fengið lof fyrir það hversu eðlileg hún er í þeim atriðum. „Fyrir mér er þetta bara hluti af vinnunni. En ég er líklega ekki jafn heft gagnvart likama mínum eins og flestir Am- eríkanar eru. Sem betur fer er því einnig þannig varið með Keanu Reeves," segir Charlize. Hún getur þess að hingað tO hafi ekkert hlut- verk veitt henni jafn mikla ánægju og hlutverk eiginkonu lögfræðings- ins í DevOs Advocate. I myndinni er hún með faOega lokka en hún lét þá fjúka og er nú orðin stutthærð. Og aðdáendur Charlize segja að það klæði hana auðvitað ekkert siður. Kirstie Alley mikil eyðslukló: Milljónir króna í jólagjafirnar Sjónvarpsleikkonan Kirstie AOey, sem við þekkjum svo vel og unnum svo heitt úr gleðiþáttunum úm krána Staupastein, getur sjálfri sér um kennt að eigin- maðurinn fyrrverandi heimtar nú lífeyri úr buddu hennar eftir lögskilnaðinn. Þannig er nefnOega mál með vexti að frúin er bölvuð eyðslukló og karlinn dregur þá rökréttu ályktun að hún geti vel séð fyrir honum. Hann var nefnOega orðinn svo van- ur að lifa flott að hann getur ekki hugsað sér að þurfa að hafa eitthvað fyrir lífinu, að minnsta kosti ekki meira en algjör nauðsyn krefur. Já, Kirstie og Parker Stevenson, en svo heitir bóndi hennar fyrrverandi, voru vön að eyða tvöfoldum lavmum verkamanns í jólagjafir ein- ar. Auk þess sem þau spreð- uðu tæpri miOjón í fargjöld tO að koma vinum og vanda- mönnum í jólaveisluna. Kirstie og Parker fengu skilnað í desember en þau hafa ekki enn komið sér saman um hvemig skipta eigi sam- eiginlegum eigum. Hjónin áttu hús í Maine, Oregon og Los Angeles. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. aW mill/ hlm, Smáauglýsingar 550 5000 ítalski hönnuðurinn Francesco Smalto á heiöurinn af þessum glæsilega satínfrakka og satínjakkafötum sem sýnd voru f París um helgina er næsta haust- og vetrartfska var kynnt. Símamynd Reuter Stallone hræddur við glæpalýðinn Harðjaxlinn Sylvester StaOone er ekki jafn mikOl töfffari í alvörulíf- inu og platveröld HoOywoodgengis- ins. Maðurinn sem stráfeOir glæpa- menn á hvíta tjaldinu er í raun skít- hræddur við þá í alvörunni. StaOone og fjölskylda hafa búið í Miami á Flórída undanfarin ár, í glæsOegri viOu þar sem ekki verður þverfótað fyrir gestahúsum, simd- laugum, kvikmyndasölum, skotæf- ingasvæðum og ýmsu fleira. Nú er húsið hins vegar komið á sölu þar sem StaOone hyggst flytja tO Eng- lands vegna aukinna glæpa í Miami. „Heimaborg mín, Miami, er af- skaplega faOeg en hún er orðin stór- hættuleg. Ég vO ekki að fjölskyldan þurfi að lifa við það,“ segir Sylvest- er StaOone. Þreytandi að vera syrgjandi Breski popparinn Elton John, einkavinur Díönu sálugu prinsessu og Giannis sáluga Ver- saces tískukóngs, segist vera orðinn þreyttur á því vera eins konar atvinnusyrgjandi. Eins og menn muna ef tO viO grét hann við öxl Díönu í útfor tiskukóngs- ins og ekki löngu síðar fékk hann sjálfur miOjónir manna um heim aOan tO að gráta þegar hann söng Kertið í vindinum við útfór prinsessunnar. I stað þess að syrgja ætlar hann að auglýsa V isa-greiðslukort. Clint í hlutverk blaðamannsins Clint Eastwood hefur ekki áhyggjur þótt nýjasta myndin hans, Miðnætti í garð góðs og Ols, hafi ekki fengið sérlega hlýj- ar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Maðurinn enda fyrir löngu búinn að sanna sig. Hann hyggur þess í stað á gerð nýrrar myndar. Þar leikur Clint óheppinn blaðamann sem kemst að sakleysi fanga eins daginn áð- ur en taka á hann af lífi. En kál- ið er áreiðanlega ekki sopið þótt í ausima sé komið. Sóst eftir Betu í nýja kvikmynd Elizabeth Taylor er ekki dauð úr öOum æðum þótt heOsan sé ekki upp á það besta. Hún er enn eftirsótt tO vinnu. Það sannaðist best um daginn þegar kvik- myndaframleiðandinn Robert Halmi lýsti því yfir að hann væri staðráðinn í að draga hana aftur fram fyrir kvikmyndavél- amar. Halmi viO fá Betu tO að leika undir stjóm hins gamal- reynda Arthurs Penns í mynd sem ætlunin er að taka upp í Ge- orgiu í sumar. Myndin heitir Heimsóknin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.