Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 23 íþróttir DV íþróttir B-lid Þróttar úr Reykjavík vann alla leiki sína i fyrsta hluta 2. deildar karla í blaki sem fram fór um síðustu helgi. Þróttur er með 10 stig, Fram 8, Hamar 8, Hrunamenn 4, Nató 4 en Sindri ekkert stig. Júltus Jónasson og félagar i St. Otmar töpuðu fyrir Kadetten, 33-28, I úrslitakeppninni um svissneska meistara- titilinn i handknattleik á sunnudag. St. Otmar datt þar meö niður í sjötta sæti af átta liðum en liðið hóf úrslitin í öðru sæti með tvö bónus- stig. Jesper Parnevik sigraði á opna Phoenix-mótinu í golfi sem lauk í Arizona í fyrrinótt. Svíinn snjalli lék á 269 höggum og á eftir honum komu Bandaríkjamennirnir Tommy Ar- mour, Steve Pate, Brent Geiberger og Tom Watson, allir á 272 höggum. Tiger Woods er orðinn efstur á stigalista at- vinnumannanna í golfl eftir sigurinn á Johnnie Walker-mót- inu um helgina. Næstur kemur Astr- alinn Greg Norman og í þriðja sæti er Emie Els írá S-Afr- iku. Paulo Sousa, portúgalski lands- liðsmaðurinn í knattspymu, er á leið til Inter Milan frá Dortmund. Inter kaupir þennan 27 ára gamla miðvall- arleikmann á 600 milljónir króna. Jupp Heynckes, þjálfari Real Madrid, þykir nú mjög valtur í sessi eftir slakt gengi liðsins að undanfornu. Madrid- arliðið tapaði um helgina fyrir Real Sociedad og í síðustu viku var liðið slegiö út úr bikarkamum af 2. deild- arliði. Það þykir því aðeins tíma- spursmál hvenær Heynckes fær sparkið. Heynckes tók við liði Real Madrid af Fabio Cappello fyrir 7 mánuöum. Sögusagnir eru á Spáni að Lorenzo Sanz, forseti félagsins, vilji fá Arsene Enger, stjóra Arsenal, til að taka við starfi Heynckes. Real Madrid hefur boðið 20 milljón- ir dollara í brasilíska landsliösmann- inn Junior Baiano sem leikur með Flamenco. Fleiri lið eru á eftir þess- um 27 ára gamla varnarmanni, þar á meðal Barcelona og Atletico Madrid. Kim Magnús Nielsen sigraði í meist- araflokki karla á Lottó-mótinu í skvassi sem fram fór í Veggsporti um helgina. Kim sigraði Magnús Helgason i úrslitum, 3-1. Ragnheiöur Vikings- dóttir sem er betur þekkt á knatt- spymuvellinum vann sigur í kvenna- flokki en hún sigraði Elínu Blöndal i úrslitum, 3-0. Haukur Eiríksson, Akureyri, sigraði í 10 km göngu karla á Kristinsmótinu svokallaða sem haldið var í Ólafsfirði á sunnudaginn. Jón Árni Konráðs- son, Ólafsfirði.varð annar og Þórhall- ur Ásmundsson, Fljótum, þriðji. Baldur Helgi Ingvarsson, Akureyri, sigraöi í flokki 17-19 ára pilta en þeir gengu 7,5 km. Annar varð Þóroddur Ingvarsson, Akureyri, og Helgi Jó- hannesson, Akureyri, varð þriðji. -GH/VS Sund: Meistaramótiö á Vellinum? „Við höfum haft þennnan mögu- leika til athugunar og niðurstöðu er að vænta I vikunni Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að mótið verði á Vellinum. Aðstöðuleysið er algjört í Reykjavík en uppi á Velli er aðstaðan góð, nýuppgerð laug með 8 brautum," sagði Sævar Stefánsson formaður SSÍ, við DV í gærkvöldi. „Síðustu átta ár hefur mótið ver- ið haldið í Eyjum en kostnaðurinn að senda stóra hópa þangað er orð- inn mikill, allt að 15 þúsund krónur á manninn," sagði Sævar. -JKS Jónatan Bow stendur fyrir sínu í þýska körfuboltanum: „Fjölhæfur og liðinu mjög mikilvægur" - Bayreuth í baráttu um aö komast í úrslitakeppnina Jónatan Bow hefur fengið ágæta dóma fyrir frammistöðu sína með Bayreuth í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik i vetur. Hann gekk til liðs við félagið fyrir þetta tímabil eft- ir að hafa leikið á íslandi um árabil, en hann er sem kunnugt er íslenskur ríkisborgari og einn fremsti körfu- ^boltamaður okkar í dag. Á heimasíðu Bayreuth er eftirfar- andi ummæli að finna um Bow: „Jón- atan er mjög fjölhæfur leikmaður og þrátt fyrir skort á sentiímetrum tekur hann mikið af fráköstum með krafti og góðum staðsetningum. Jónatan er baráttuglaður og spilar allan tímann fyrir samherjana og liðið. í erfiðri stöðu er hann liðinu mjög mikilvæg- ur með yfirvegun sinni og styrkleika. Hann hefur sérstakan leikstil sem fellur áhorfendum vel í geð.“ Bayreuth stendur höllum fæti í 1. deildinni þrátt fyrir sex sigra í síð- ustu sjö leikjunum. Liðið er í 11. sæti af 14 liðum og ekki er líklegt að því takist að komast í átta liða úrslitin um þýska meistaratitilinn. Bow hefúr í vetur leikið að meðal- tali í 19 mínútur i leik, skorar að með- altali 8 stig og tekur 4,2 fráköst. Um fyrri helgi átti hann sinn besta leik og gerði 18 stig í óvæntum útisigri á Bonn. Hef spilað allar stööur nema skotbakvörö „Ég vildi að sjálfsögðu spila meira en ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið og nýtast því eins og þjálfarinn leggur upp. Ég hef spilað allar stöður nema skotbakvörð og það er mikil áskorun," sagði Bow í samtali við DV. „Hér er leikinn mjög góður og hraður körfubolti og flest liðin eru með minnst tvo leikmenn sem eru yfir 2,10 á hæð. Þaö mæta að meðal- tali um 2.500 manns á heimaleikina okkar en á útileikjunum eru áhorf- endur yfírleitt um 3.500. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Ef það tekst ekki fórum við í aukakeppni um sæti í deildinni ásamt efstu liðum 2. deildar og þá gæti vel farið svo að við lékjum gegn Guðmundi Bragasyni og félögum í BCJ Hamburg." Skemmtilegt að spila meö íslenska landsliöinu Bow hefur leikið með íslenska landsliðinu en má enn sem komið er ekki spila með því í Evrópukeppni. Hann þarf að bíða lengur, samkvæmt reglum Alþjóða körfuknattleikssam- bandsins. „Beiðni um að ég fengi að spila strax var hafnað í haust og sennilega má ég ekki byrja með landsliðinu fyrr en í júní árið 2000, eða eftir rúm tvö ár. En ég stefni á að spila með lands- liðinu og hlakka mikið til þess, sér- staklega undir stjórn Jóns Kr. Gísla- sonar. Þessir fáu landsleikir sem ég hef spilað hafa verið mjög skemmti- legir og það er virkilega gaman að spila með þessum strákum sem ég hef verið að leika með og á móti í úrvals- deildinni heima. Ég er mjög þakklát- ur fyrir þann áhuga sem Jón Kr. og Körfuknattleikssamband íslands hafa sýnt á því að nota mig með landsliði íslands,“ sagði Bow. Hann hefur komið sér vel fyrir í Bayreuth ásamt Ester, unnustu sinni, og syni sínum, Davíð. „Þau kunna mjög vel við sig hérna. Davíð er sjö ára og talar íslensku, ensku og þýsku reiprennandi. Ester er nýbyrjuð á hárgreiðslustofu og gengur allt í haginn. Ég bið svo að Opna ástralska meistaramótið í tennis: Agassi sleginn út - óvænt úrslit urðu einnig hjá kvenfólkinu Andre Agassi, sem um árabil hef- ur verið í fremstu röð tennisleikara, mátti bíta i það súra epli í gær að vera sleginn út í 4. umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne. Það var ekki mikið þekktur tennismaður, Spánverji að nafni Al- berto Berasategui, sem lagði Agassi í hörkuspennandi og jöfnum leik, 3-6, 3-6, 6-2, 6-3, 6-3, og stóð viður- eignin yfir í tvær og hálfa klukku- stund. Alberto var fyrir mótið í 25. sæti á styrkleikalista Alþjóða tenn- issambandsins Agassi var fáorður við frétta- menn eftir tapið en viðurkenndi þó að hann væri mjög svekktur því hann ætlaði sér að fara lengra. Marcelo sjóöheitur Alberto mun hann mæta Chile- búanum Marcelo Rios. Marcelo lagði Frakkann Lionel Roux í 4. umferð, 6-2, 4-6, 6-2, 6-4. Margir er þeirrar skoðunar að Marcelo hafa alla hæfi- leika til að komast langt á einu af sterkustu mótum heims í tennis. Þjóðverjinn Nicolas Kiefer er kominn í átta manna úrslit eftir sig- urinn á Guillaume Rauox frá Frakk- landi. í kvennakeppninni er franska stúlkan Mary Pierce komin í 8 manna úrslit eftir auðveldan sigur á Henrieta Nagyova frá Slóvakíu. Pi- erce þykir hafa alla möguleika til að komast í úrslitin en hún hefur leik- ið af miklu öryggi í mótinu. Öruggt hjá Hingis Það tók svissnesku stúlkuna Martinu Hingis aðeins 38 mínútur að leggja indónesísku stúlkuna Yayuk Basuki, 6-0, 6-0. Þýska stúlkan Anke Huber kom verulega á óvart þegar hún sigraði Amöndu Coetzer frá S-Afríku en Coetzer er um þessar mundir í þriðja sætinu á styrkleikalistanum. -JKS Super bowl: Sætur sigur hjá Denver Broncos Lið Denver Broncos er besta liðið í bandaríska ruðningnum en liðið sigraði í hinum árlega Super bowl leik sem fram fór í San Diego í Kali- fomíu í fyrrinótt. Denver mætti meisturum síðasta árs, Green Bay Packers, í úrslitum og í einum mest spennandi leik frá upphafi í Super bowl hafði Denver Broncos betur, 31-24, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútunni þegar Terrell Davis skoraði sitt þriðja snertimark í leiknum. í leikslok var svo Davis útnefndur besti leikmaö- ur úrslitaleiksins. Enginn var ánægðari en John Elway, hinn 37 ára gamli leikstjóm- andi Denver, sem var að vinna Super bowl í fyrsta sinn eftir að hafa tapað þremur úrslitaleikjum og á myndinni má sjá hann í sjöunda himni fagna sigrinum. -GH heilsa Andreu, sex ára dóttur minni heima á íslandi," sagði Jónatan Bow að lokum. -VS Jónatan Bow er hér í búningi Bayreuth sem leikur í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik. $ NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Boston-New York...........94-85 Billups 25, Walker 16, Mccarty 10 - Houston 21, Johnson 13, Oakley 12. Toronto-Philadelphia......91-97 Christie 26, Stoudamire 20, Slater 10 - Thomas 14, Iverson 13, Coleman 12. Atlanta-Phoenix............91-96 Blaylock 26, Mutombo 20, Corbin 15 - Chapman 26, Manning 19, Nash 13. Miami-Cleveland ...........93-94 Hardaway 33, Mourning 23, Austin 14 - Dgauskas 23, Potapenko 18, Person 16. SA Spurs-Houston .........115-90 Robinson 34, Johnson 27, Del Negro 17 - Barkley 19, Johnson 14, Willis 13. Sacramento-Seattle.......111-92 Richmond 34, Polynice .17, WiUiam- son 12 - Baker 20, Perkins 16, Payton 12. Zydrunas Ilgauskas tryggði Cleveland sigurinn á Miami með því að skora úr tveimur vítaskotum á sið- ustu sekúndunni. Sacramento vann sjöunda sigur sinn i röð og svona löng sigurganga hefur ekki gerst hjá liðinu í 9 ár. Byrjunarlið vesturstrandarinnar í stjömuleiknum sem fram fer í New York 8. febrúar verður þannig skipað: Kobe Bryant , LA Lakers, Gary Payton, Seattle. Karl Malone, Utah, og Kevin Gamett, Minnesota, og Shaquille O’Neal, LA Lakers. Þjálfari liðsins verður George Karl þjálfari Seattle. Austurstrandarlióiö veröur þannig: Michael Jordan, Chicago, Dikembe Mutombo, Atlanta, Grant Hill, Detroit, Shawn Kemp, Cleveland og Penny Hardaway, Orlando en óvíst er hvort hann geti leikið sökum meiðsla. Þjálfari liðsins verður Larry Bird, þjálfari Indiana, á sínu fyrsta ári sem þjálfari í NBA. -GH Ogaba til Leifturs - Ólafsfirðingar hafa samið við landsliðsmann frá Nígeríu Peter Ogaba, knattspymumaður frá Nígeríu, er væntanlegur til landsins í dag en Leiftursmenn frá Ólafsfirði hafa samið við hann um að leika með þeim í úrvalsdeild- inni í sumar. Ogaba er 24 ára miðjumaður sem hefur undanfarin tvö ár spilað með Desportivo Beja í Portúgal. Hann hóf ferO sinn með Lokeren í Belgíu og lék á unga aldri 11 leiki með félaginu í efstu deild. Hann spilaði um skeið í Finnlandi og síð- an með Duisburg í Þýskalandi, þar sem hann lék tvo leiki í efstu defld. DV hefur fengið staðfest að Ogaba lék mikið með yngri lands- liðum Nígeriu, sem voru mjög sig- ursæl á þeim tima, og tók þátt í úr- slitakeppni heimsmeistaramóta 17 ára og yngri og 21 árs og yngri. Þá á Ogaba að baki 8 A-landsleiki fyr- ir Nígeríu. „Það er óhætt að treysta því að Ogaba er mjög góður leikmaður. Hann spilaði mikið meö yngri landsliðum okkar. Ég missti sjónar af honum þegar hann fór frá Duis- burg en það er gott að fá fréttir af honum á ný,“ sagði nígerískur blaðamaður sem DV leitaði til með upplýsingar um Ogaba. DV spurðist einnig fyrir um Ogaba hjá Lokeren en þar var hann í nokkur ár, 15 til 19 ára gam- all. „Ogaba var litill en mjög flink- ur og hafði alla burði tU að verða mjög góður leikmaður. Hann átti hins vegar í vandamálum utan vaUar og gat verið erfiður i um- gengni," sagði heimildarmaður DV hjá belgíska félaginu. Peter Ogaba kemur tU landsins í dag ásamt eiginkonu sinni og Páli Guðlaugssyni, þjálfara Leifturs, sem fór til Portúgals og fylgdist með honum í leik. Ogaba hefur átt erfiða vist hjá Beja en félagið hefur ekki greitt honum eða öðrum leikmönnum laun í sjö mánuði. -VS Malmo vill fá Sverri Sænska úrvalsdeUdarliðið Malmö vill semja við Sverri Sverrisson, miðvaUarleikmanninn úr liði ÍBV, en eins og DV greindi frá fyrir helg- ina bauð félagið honum að koma út tU æfinga í vikutíma og spila einn leik með liðinu. Sverrir kemur heim á morgun en forráðamenn félagsins hitta Sverri á fundi í kvöld og leggja fram tUboð. „Ég get í raun ekkert sagt fyrr en ég sé tUboðið en mér líst mjög vel á aUt héma, þjálfarann, leikmannahópinn og aðstöðuna. Þetta þarf hins vegar að vera gott tUboð svo ég taki því. Ég fer ekki frá ÍBV og góðri vinnu í Eyjum nema eitthvað spennandi sé í boði,“ sagði Sverrir í samtali við DV í gær. Eins og kom fram í blaðinu í gær en Grindvíkingurinn Ólafur Öm Bjamason einnig í skoðun hjá Malmö. Hann kom fyrir helgina og verður fram að næstu helgi og eftir það verður tekin ákvörðun hjá forráðamönn- um Malmö hvort honum verður boðinn samningur. -GH Andre Agassi, sem margir spáðu að færi alla leið í úrslitaleikinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis, féll úr leik i gær þegar hann hann tapaöi óvænt fyrir lítt þekktum tennisleikara frá Spáni. Viö þessi tíðindi þykir nokkuð öruggt aö Bandaríkjamaöurinn Pete Sampras hampi titlinum. Reuter m ENGLAND Blackburn tryggði sér í gær sæti í 5. umferð í bikarkeppninni með 3-0 sigri á Sheffield Wednesday á útvelli. Chris Sutton, Tim Sherwood og Damian Duff skoruðu mörkin. Blackbum mætir West Ham í næstu umferð. Roy Evans, stjóri Liverpool, hefur áhuga á að kaupa Andy Griffin, ungan vinstri bakvörð í liði Stoke City. Pilturinn hefur vakið athygli margra liöa og það lítur allt út fyrir harðan slag um að fá hann. Everton hefur fengið John O’Kane frá Manchester United að láni í nokkra daga en Howard Kendall, stjóri Everton, vill skoða þennan hægri bakvörð með það í huga að fá hann í sínar raöir. Kane hefur ekki komist í lið meistaranna enda að keppa við Gary Neville um stöðu í liðinu. Andy Hinchcliffe, vamarmaðurinn sterki hjá Everton, er líklega á leiðinni til Sheffield Wednesday. Á dögunum benti allt til þess að hann væri á leið til Tottenham en ekkert varð út því eftir að hann komst ekki í gegnum lækinsskoðun. Nú hefur Ron Atkinson, stjóri Wednesday, borið víurnar í Hinchcliffe og sagan segir að hann hafi náð samkomulagi við Everton um kaupin. Ian McCall, sem lék nokkra leiki með FH- ingum i 1. deildinni í sumar, hefur staðið sig vel i stöðu framkvæmdastjóra hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Clydebank. Undir hans stjórn er liðið langefst i 2. deildinni og McCall var útnefndur stjóri mánaðarins í 2. deildinni I október, nóvember og desember. Daniele Dichio skrifaði í gær undir samning við Sunderland sem er i toppbaráttu 1. deildarinnar. Þessi ítalskættaði framherji kemur til Sunderland frá Sampdoria á Ítalíu en þangað fór hann frá QPR í fyrra. Honum líkaði ekki vistin á Ítalíu enda fékk hann ekki að spreyta sig með liðinu. Bryan Robson, stjóri Middlesbrough og fyrrum fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, tilkynnti í gær að hann væri endanlega hættur að spila. Robson, sem varð 41 árs á dögunum, hefur spilað nokkra leiki með Middlesbrough síðan hann tók við liðinu. David Unsworth hjá West Ham verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla í nára sem hann hlaut í leiknum gegn Manchester City um helg- ina. Lunduúnafélagiö missir á sama tíma Frakk- ann Samassi Abou í þriggja leikja bann en hann hefur leikið sérlega vel með liöinu að undan- fomu. Danny Williamson, sem gekk i raðir Everton frá West Ham fyrir 5 mánuðum, er hugsanlega á fóram til Crystal Palace. -GH/JKS Auðun með tilboð frá Helsingborg - Álaborg einnig inni í myndinni Auöun Helgason, varnarmaður inn öflugi í liði Leifturs á Ólafsfirði, kom heim frá Svíþjóð og Danmörku á sunnuaginn með tilboð í farteskinu frá sænska úrvalsdeildarlið- inu Helsingborg. Auðun æfði með liðinu í nokkra daga og hélt þaðan til Danmerkur þar sem hann æfði og lék einn leik með danska úrvalsdeildar- liðinu Álaborg. „Ég er kominn með í hendurnar tilboð frá Helsingborg sem ég á eftir að fara betur yfir. Þá er Álaborg einnig inni í myndinni en sænska liðið hefur þó for- gang hjá mér og ég er bjart- sýnn á að það gangi upp,“ sagði Auðun við DV í gær. Geri Auðun samning við Helsingborg verða tveir ís- lendingar í liðinu en í haust samdi KR-ingurinn Hilmar Björnsson við félag- ið. -GH Heimsbikarinn á skíöum: Kristinn stigalaus frá Kitzbuhel - Kristinn og Arnór féllu á sama stað í brautinni Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson féllu báðir í fyrri ferð í heimsbikarkeppinni í svigi í Kitzbúhel í gær. Þeir félagar féllu nánast á sama stað, ofarlega í braut- inni í erfiðri beygju sem mörgum svigmanninum hlekktist á. Austurríkismaðurinn Thomas Sykora vann sigur, Norömaðurinn Hans-Petter Burás varð annar og Thomas Stangassinger, sem varð hlutskarpastur á sunnudaginn, hafnaði í þriðja sætinu. Slóveninn Juri Kosir varð fjórði, Kiminobu Ki- mura frá Japan lenti í fimmta sæt- inu og Alberto Tomba, Ítalíu, varð að láta sér lynda 6. sætið en hann er enn að reyna að inn- byrða 50. heimsbikar- sigur sinn. Hinn 29 ára gamli Sykora var með ann- gera betur en Norðmaðurinn í þeirri síðari. Þetta var annar sigur Sykora á tímabilinu og margir spá því að hann muni bítast um gull- verðlaunin á Ólympíuleikunum í Nagano í næsta mánuði. Þetta var siðasta heimsbikarmót- ið fyrir Ólympíuleikana. Kristinn Björnsson er í 10. sætinu í stiga- keppninni í svigi með 160 stig. Thomas Stangassinger er efstur með 443 stig, Sykora 440, Burás 340, Japaninn Kimura 242 og Juri Kosir er fimmti með 207 stig. Kristinn er væntanlegur til ís- lands í dag og ætlar hann að dvelja hér á landi í nokkra daga. Héðan liggur leiðin til Sví- þjóðar þar sem hann ætlar að æfa með sænska landsliðinu an bestan tím- Thomas Sykora gat ekki leynt gleöi sínu þegar fram aQ ann á eftir sigurinn í sviginu var í höfn. Reuter ólympíu- Hans-Petter leikunum. Burás eftir fyrri ferðina en tókst að -GH Knattspyrnuþjálfari óskast Snæfeil Stykkishólmi auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir m.fl. karla (spilandi þjálfara), auk þess að þjálfa yngri flokka. Upplýsingar veita Finnur Sigurðsson í síma 438 1279 og Rafn Rafnsson í síma 438 1517

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.