Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 DV 36 onn Ummæli eilan sem ekki leysist „Ég fullyrði að þótt við gengjum að öll- um kröfum myndi deilan ekki leysast. Þá væri búið að breyta hlutfóll- um í hluta- skiptum sem aðrir í áhöfh munu ekki sætta sig við.“ Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, í DV. ísafjarðarhjartað „Gamla ísafjarðarhjartað sló sem bjalla úr gulli í dag.“ Guðjón Þorsteinsson, að- stoðarþjálfari KFÍ, eftir sigur í bikarkeppninni, í DV. Draga listann í svaðið „Þær eru að draga Kvennalistann niður í svaðiö með framkomu sinni. Það er hefnigirni sem þarna ræður ferðinni." Kristín Ást- geirsdóttir al- þingismaður, í Degi. Stundum gott að vera íhaldssamur „Það er gott að vera íhaldssamur á vissum svið- um. Ég settist upp á hjólið 12 ára gamall og hef verið á því síðan.“ Árni Bergmann, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, í Degi. Er ekki í fýlu „Gróa á Leiti vinnur mjög vel í litlum sam- félögum. En ég fer ekki í póli- tíska fylu.“ Jón Hákon Magnússon, bæjarstjórnar- fulltrúi á Sel- tjarnarnesi, sem féll í próf- kjöri, t DV. Akureyringar fara á gamla básinn „Of margir Akureyringar virðast jafnskynugir og bú- peningur sem röltir á sama gamla básinn sinn, á meðan tuggan þar sýnist svipuð og á hinum staðnum." Vilhjálmur Ingi Árnason, form. Neytendafélags Ak- ureyrar, í Degi. iSSSSnTÍ/ i SV]PINN SEM UÍK*- Aki)I RH/f KISTOVERkSTÆ-ÐJN 6EO ftes&SL iVfV'ÖILEOTSTp FESTINGIN pTll, rp, ■r> IU ''^£pí Valdimar Bjarnfreðsson listmálari: Ætlar að mála skessuna í Heimskringlu „Það vill nú svo skemmtilega til að verkin sem ég sýni núna eru mikið til frá hafmu og finnst mér það vel við hæfi þar sem nú er ár hafsins. Þetta vissi ég að vísu ekki fyrr en á þessu ári en sýningin var opnuð í byrjun desember og er ég mjög ánægður með viðtökurnar," segir Valdimar Bjarn- freðsson, en máiverkasýning _______ hans i Gerðubergi hefur ver- ið framlengd. Valdimar er fæddur árið 1932 á Efri- Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu og hefur hann málað frá barnsaldri. Myndir hans eru bæði sjálfsævisögu- legar frásagnir og eins færir hann ýmsar sagnir og sögur í myndrænan búning. Þá hefur hann þá sérstöðu að hann les myndir úr kafíibolla. Hverri mynd hans á sýningunni í Gerðubergi fyigir skrifuð ffásögn. Valdimar segir myndir sínar alltaf lýsa einhverju sem hann hefur séð fyrir eða kafíibollinn sýnt honum: „Þarna er hafmeyja, sjómaður við stýri, sjóskrimsli úr Vestmannaeyjum og ein myndin heitir Húliið, það er ör- nefni sem ég fékk fram í kaffibollan- um. Húllið er örnefni sem sjómenn nota yfir svæðið milli Eldeyjar og Reykjaness. Þegar ég fékk upp Húllið hafði ég heyrt á það minnst en vissi ekki hvað það var. Ég spurðist fyrir um það og fékk svörin sem mig vant- aði. Ég fæ upp mikið af örnefnum í bollann og meðal annars fékk ég upp Eldborgina, en á sýningunni er einmitt málverkið sem ég máiaði eftir að ég hafði fengið þetta nafn og mynd upp.“ Maður dagsins Valdimar segist kafía sig einfara i myndlistinni: „Ástæðan er sú að eftir að ég fór að mála eftir þeim sýnum sem birtast mér í kaffibollanum er ég búinn að vera einn á báti, hef ekki lit- ið til neinna fyrirmynda, hvort sem það er landslag eða fólk, og get því ekki vitnað í neina aðra en mig sjáif- -------------------------- an.“ Allt frá því --------------------------- Valdi- mar var smákrakki hefur hann mál- að: „Ég tel mig hafa fæðst með þessum ósköpum, ég var íljótur að gera mér grein fyrir fjarlægðum og málaði landslagsmyndir og mannamyndir; hafði mjög gaman af því að mála persónur í kringum mig. Þegar er farinn að hlaðast upp verkefnalisti hjá Valdi- mar: „Ég mun halda áfram að máia meðan ég get. Næst hjá mér er að mála Kol- á beinsey og skessuna í Noregi. Snorri segir í Heimskringlu frá : skessu í Noregi sem j gekk í hermannaskála 1 og át hermenn. I kaffí- bollann fékk ég mynd af hermannaskálanum og þegar íslendingurinn drap hana.“ Margir hafa orðið til að kalla Valdimar naí- vista i listinni og er hann að hluta til sáttur við það: „Þetta er gott nafn en er kannski ekki alveg nógu glögg útskýring hvað mig varðar þar sem ég fæ hugmyndirnar að handan." Valdimar stundar sund sér til heilsubótar: „Ég bý í Grafarvoginum þar sem engin sundlaug er enn sem komið er. Ég fer því í hinar ýmsu sundlaugar bæjarins, alla leið í Vest- urbæjarlaugina þegar það hentar mér. Þetta stend- ur til bóta hér í Grafar- voginum þar sem byggja á fína sundlaug." k -HK Brýr eru margar hverjar stórar hér á landi. Myndin er tekin á Skeiðarársandi. Fyrstu brýr á íslandi Á nokkrum stöðum í fomum ritum er brúa getið og mörg ömefni hafa geymst er benda á brýr yfir ár. í ís- lendingasögum og Sturlungu er getið um brú á Öxará á Þingvöllum, tvær á Hvítá í Blessuð veröld Borgarfirði, á Álftá á Mýrum, Glerá í Eyjafirði og tvær á Jökulsá á Dal. Sennilegt er að þetta hafi verið einfaldar göngubrýr. Eftir 1400 fara litlar sögur af brúm og brúarsmíði. Að- eins ein brú á sér markverða sögu, en það er brúin á Jök- ulsá á Dal hjá Fossvöllum. Hún mun hafa verið reist um miðbik 16. aldar. Þessa brú tók af í jökulhlaupi 1626 og var endurbyggð. Hana tók svo af í jökulhlaupi 1695 og var endurbyggð aftur 1698 og virðist hafa staðið til 1783 er ný brú var smíðuð. Þá var settur vörður á brúna og inn- heimtur brúartollur henni til viðhalds. Nýja brúin entist ekki lengi og var hún enn eina ferðina endurbyggð 1819. Var þessi brú eina stóra brú- in þar til reist var brú á Skjálfandafljót 1880. Kona gýtur augum á snið Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Gyrðir Elíasson les úr nýrri bók sinni. Upplestur, tónlist og dans í bókasafni í dag eru liðin fimmtíu ár síðan Borgarbókasafn Reykjavikur opnaði útibú við Langholtsveg. Fljótlega var það flutt í Efstasund og þaðan í Sól- heima 27, þar sem safnið er enn. í til- efni þessara tímamóta verður kvöld- dagskrá í safninu í kvöld. Til skemmtunar verður upplestur, tón- list og dans. Gyrðir Elíasson rithöf- undur les úr nýrri bók sinni Vatns- fólkinu, Ögmundur Jónsson leikur á gítar, Kristin Bjömsdóttir og Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir leika á þver- flautur og börn úr Danssmiðju Her- manns Ragnars sýna dans. Dagskrá- in hefst kl. 21.15. Skemmtanir Þorragleði eldri borgara Árleg þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju verður haldin í dag kl. 12.30. Verður margt skemmtilegt á dagskrá að þessu sinni, organisti kirkjunnar leikur á orgelið, sungið verður að gömlum sið og að lokum verður upplestur. Bridge Úrslitaleikurinn um Reykjavíkur- meistaratitilinn í sveitakeppni fór fram úm liðna helgi og var 96 spil að lengd. Þar áttust við sveitir Arn- ar Arnþórssonar og Landsbréfa, sem almennt eru taldar sterkastar á suðvesturhorni landsins. Sveit Arn- ar leiddi til að byrja með og var með forystu, 130-110 eftir fyrri spiladag- inn. Næstu tvær lotur síðari spila- dags féllu í hlut Landsbréfa sem náðu 49 impa forystu. Sveitarfélög- um Amar tókst ekki að brúa það bil og leikurinn endaði 232-199. Sveit Landsbréfa er þar með Reykjavíkur- meistari þriðja árið í röð. Meðlimir sveitarinnar eru Bjöm Eysteinsson, Jón Baldursson, Magnús Magnús- son, Sverrir Ármannsson og Sævar Þorbjömsson. Þetta spil kom fyrir í sjöundu lotu úrslitaleiksins. Úrslit spilsins hefðu getað farið á hvorn veginn sem var, en það var sveit Landsbréfa sem græddi 13 impa. Magnús Magnússon, sem sat í norð- ur í opnum sal, ákvað að opna á 4 spöðum og spilaði þá doblaða. Norð- ur gjafori og allir á hættu: * DG109753 •* K * Á * 9432 * 84 * 98743 4- 64 * ÁG107 * Á6 * G102 * KG109532 * D Norður Austur Suður Vestur Magnús Sig.Sv. Jón B. Aðalst. 4 * pass pass dobl p/h Sigurður Sverrisson í sveit Amar gerði vel í að passa dobl vesturs, því 4 spöðum er hægt að hnekkja og 5 hjörtu eða lauf eru alltaf einhverja niður. En vandasamara var hins vegar að finna útspil. Sigurður ákvað að spila út tígulsexu, Magnús setti gosann í blindum og Aðal- steinn áttuna. Magnús spilaði næst laufi, Sigurður setti ásinn og spilaöi næst hjarta. Aðalsteinn setti ásinn og ákvað aö spila spaðatvisti. Magn- ús setti níuna en eftir nokkra yfir- legu ákvað hann að yfirdrepa á ás og spila hjartagosa úr blindum. Að- alsteinn setti lítið spil, Magnús henti laufi, trompaði hjarta, tromp- aði lauf í blindum með sexunni og henti síðasta laufinu heima í tígul- kónginn. Hann gaf síðan aðeins 1 slag á spaða í lokin. Ef Sigurður hefði hitt á spaða út í upphafi, hefði sagnhafí aðeins fengið 7 slagi. ísak Öm Sigurðsson * K2 * ÁD65 * D87 * K865

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.