Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 13 íþróttir fyrir alla þurfa að sitja við sama borð, þótt eðlilegt geti verið að uppbygging sé mest þar sem fjölgun ibúa er hröðust. Félög- in byggja starfsemi sína á fjölmörgum iðk- endum, foreldrum þeirra og áhugamönn- um og íþróttasamtökin í landinu mynda eina stærstu hreyfingu fólks á íslandi. Það er markmið íþróttafélaga að stuðla að heilbrigði og hreysti og vinna gegn vímuefnanotkun með því að halda ung- lingum uppteknum við holla tómstundaiðju. Fjölnota íþróttahús Nú er í nokkrum Keppnisíþróttir Það hefur ekki síður verið hugað að þörfum keppnis- fólks. Fjölmörg íþróttahús eru í borginni og flest full- nýtt að vetri til (jafnvel ríf- lega það). íslendingar eru meðal fremstu þjóða i hand- knattleik og knattspyrnu- menn, frjálsíþróttamenn, skíðamenn og íþróttamenn úr fleiri greinum hafa staðið sig vel í keppni á erlendum vettvangi. íþróttafélög í hverfum borgarinnar búa flest við nokkuð góða aðstöðu, þótt ýmislegt megi bæta. Félög íþróttafélög í hverfum borgarinnar búa flest viö nokkuö góöa aöstöðu, þótt ýmislegt megi bæta, segir Stefán Jóhann m.a. í greininni. Laugardal er nú langt á veg kom- in. Þar með stórbatnar að- staða til þessarar vinsælu íþróttaiðkunar. Sundiðkun hér á landi er mjög almenn, enda ódýr, og skíðasvæðin i nágrenni borgarinnar bjóða upp á mikla fjölbreytni (þeg- ar snjóar!). Aðstaða til golfiðkunar hefur batnað og eins fyrir hestamenn, hjólreiöamenn og skokkara. Göngu- og hlaupaleiðir eru margar og fjölbreyttar, s.s. i Laugardal, víða meðfram sjávarsíðunni, í Fossvogi, Elliðaárdal og Breiðholti. Mikil uppbygg- ing hefur átt sér stað í íþróttamál- um í Reykjavik á liðnum árum. Borgin hefur lagt verulega fjár- muni í íþrótta- mannvirki og stutt við bakið á íþróttahreyfing- unni með öðrum hætti. Þar hefur hvort tveggja ver- ið haft að leiðar- ljósi: að efla al- menningsíþróttir og bæta aðstöðu keppnisfólks. Almennings- íþróttir Bygging yfir skautasvellið í Kjallarinn Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur, form. knattspyrnudeildar IR og frambjóöandi Ai- þýðuflokksins í prófkjöri Reykjavikurlistans sveitarfélögum á landinu stefnt að því að reisa yfirbyggða knattspyrnuvelli eða fjölnota íþróttahús. Það er mikilvægt og eðlilegt að höfuðborgin sýni for- ystu í þessu efni og sjái til þess að slíkt hús verði tilbúið á næsta kjörtímabili en Reykja- víkurlistinn er þegar farinn að undirbúa bygginguna. Varð- andi afnot af húsinu er mikil- vægt að jafnræðis verði gætt á milli félaga og haft verði fullt samráð þegar á byggingarstigi við heildarsamtök iþróttafélaga í borginni og þau sérráð sem málið varðar. Það á að huga að ódýrum og hagkvæmum lausnum við byggingu og rekstur. Slíkt hús mun bæta verulega að- stöðu til æf- inga á vetrum í knattspyrnu og fleiri grein- um, s.s. frjáls- um íþróttum. Auk þess má nýta húsið til sýninga og annarra hluta. Stefán Jóhann Stefánsson „Það er mikilvægt og eðlilegt að höfuðborgin sýni forystu í þessu efni og sjái til þess að slíkt hús verði tilbúið á næsta kjörtímabili en Reykjavíkurlistinn erþegar far- inn að undirbúa bygginguna.“ Agi og agaleysi Mikið er talað um agaleysi í skólum, lítur út sem börn og ung- menni viti ekki hvað það orð þýði. Ef til vill stafar þetta af frjálslyndi og agaleysi foreldra af ’68 kynslóðinni sem á sínum tíma höfnuðu öllum boðum og bönn- um, boðandi nýja trú og nýja siði. Jákvæður og neikvæður agi Þegar talað er um aga úti í þjóðfé- laginu þá er agi og agabeiting alltaf eitthvað neikvætt, fólk álítur jafnvel að ekki sé þörf á að beita aga. Hins veg- ar ef talað er um sjálfsaga þá er það talið jákvætt. Barn verður að fá aga í uppvext- inum, en það er ekki sama hvort hann er jákvæður eða neikvæður. Agi getur byggt upp en hann get- ur einnig brotið niður. Jákvæður agi er stýring, það er að skammta barninu hæfilega ábyrgð til þess að það geti þroskast og tekist á við verkefni, en ekki meiri ábyrgð en það rís undir. Hins vegar þegar um nei- kvæðan aga er að ræða, þá tapar annaðhvort bamið eða uppaland- inn. Heift situr eftir hjá barninu, ósk um að ná sér niðri á upp- alandanum, hefna sín, og hjá upp- alandanum, ef hann tapar, þá þýðir það að hann hefur misst tökin á barninu. Um leið hefur barnið tekiö á sig ábyrgð sem það rís ekki undir, það að stjórna sínu eigin lífi. Mikilvægt að hafa markmiðið fast Hvað er það sem uppalandinn vill og hvað er það sem bamið á að gera? Ef við segjum barni til dæmis að það eigi að fara að sofa á ákveðnum tíma, þá hvikum við ekki frá því, en við getum setið inni hjá því um stund. Eins er það með að koma inn á kvöldin. Uppalandinn ákveður timann og hvikar ekki frá honum þótt allir aðrir í hverfmu megi vera úti. Ekki láta hlutina snúast upp í umræður um það hvort barnið megi vera úti og hversu lengi. Þetta er einfald- lega ákvörðun upp- alandans af því að honum þykir vænt um barnið. Agi feimnismál Fólk þorir oft ekki að lenda í átökum, er hrætt við að tapa áliti eða tengslum sem það hefur við barnið, og reynir því heldur að kaupa sér frið eða álit, losna úr aðstæðum án átaka, oft með því að útskýra málið eða tala um fyrir barninu, en það gengur því miður ekki. Leysa verður árekstra við böm bæði á tilfinningasviði og á skyn- semissviði með því að koma með út- skýringar en þær duga aldrei einar sér. Aldrei verður kom- ist hjá átökum. Þeg- ar foreldrar era að koma sér hjá að aga börn sín er farið út í hinn kantinn á upp- eldisaðferðunum og agaleysi og tíma- leysi koma í ljós. Vinnuálag er mikið, það er upplausn í þjóðfélaginu, fólk ef- ast um fyrri dyggð- ir, það er erfitt að nálgast þær og halda, svo er margt sem truflar og glep- ur. Það þýðir að margir foreldrar hafa hreinlega gef- ist upp og einnig fengið lítinn stuðning við að ala börn sín upp. Hér er verðugt verkefni fyrir foreldra og skóla að takast á við. Agi er frelsi, án aga getum við ekki nýtt frelsið á skynsaman hátt. Þuríður Jónsdóttir „Aldrei verður komist hjá átökum. Þegar foreldrar eru að koma sér hjá að aga börn sín er farið út í hinn kantinn á uppeldisfræðunum og agaleysi og tímaleysi koma í ljós.“ Kjallarinn Þuríður Jónsdóttir lögfræöingur og form. Foreldra- og kennarafé- lags Hvassaleitisskóla og þátttakandi í prófkjöri R- listans Með og á móti Eiga veitingahús að vera opin lengur? Dreifir álaginu „Kostimir út frá löggæslusjón- armiðum eru augljósir. íslending- ar fara yfirleitt seint út að skemmta sér og það sýnir sig að margir eru alls ekki búnir að fá nóg kl. 3 þegar veitingahúsun- um er lokað. Við höfum rætt þessi mál tals- vert hér innan- húss og viljum hafa lokunar- tíma veitinga- húsanna tví- skiptan þannig að börum sé lokað fyrr en ákveðnum skemmtistöðum sem fengju leyfi til að hafa opið lengur en nú er, jafnvel alla nótt- ina. Eins og nú háttar er stór hluti veitingastaðanna á tiltölulega litlu svæði og bara þeir veitingastaðir sem era á svæðinu frá Snorra- braut að Vesturgötu 2 geta tekið um 14 þúsund gesti, sem er jafnt íbúatölu Hafnarfjarðar. Hvaö ger- ist þegar allt þetta fólk kemur út á götumar á sama tima er spuming sem ekki þarf að svara því það er alþekkt. Væri hins vegar opnað á mismunandi tímum myndu þeir sem vilja skemmta sér áfram halda sig innan veggja þeirra staða sem opnir eru í stað þess að fara í partí í heimahúsum með tilheyrandi ónæði og truflunum fyrir ná- granna. Þetta myndi létta mjög á löggæslunni og dreifa álaginu á hana, sem nú er langmest milli kl. 3 og 5, en þá er allt að gerast. Þá er erfitt að fá leigubíla, erfitt að koma fólki heim, o.s.frv., og útköO vegna ónæðis í heimahúsum era tíð.“ Ófrumlegar hugmyndir „Vart er hægt að segja að frum- leikinn sé í hávegum hafður í til- lögum starfs- hóps sem borg- arstjórn Reykjavíkur setti á laggim- ar tO að fjaOa um hversu lengi sjoppu- greifamir mættu halda opnum menn- ingarsetrum sínum. Niður- stöðurnar koma ekki á óvart. Auðvitað á að leyfa sumum greif- anna að halda sjoppum sínum opnum fram undir morgun. TO- gangurinn er sagður vera sá að koma í veg fyrir að fólk hópist út úr téðum menningarstöðvum samtímis, Hins vegar er lang- minni starfshópsins ekki meira en þaö að hann virðist hafa gleymt því að þegar leyft var að hafa þessar stofnanir opnar til kl. 3 eftir miðnætti var það gert á ná- kvæmlega sömu forsendum: Koma átti í veg fyrir að viðskipta- vinimir hæfu ólæti og ælur hóp- um saman um eittleytið. Ef held- ur fram sem horfir stefnir í það að sjoppugreifarnir fái að hafa opið alveg þangaö til leyfilegt er að opna á morgnana. Og er þá ekki ókindin farin að bita í hal- ann á sjálfri sér og frelsinu til að græða á lýðnum fuOnægt? Starfs- hópurinn virðist ekki hafa frétt af því að í Bretlandi er bjórkránum lokað kl. 11 að kvöldi og yfirvöld í Kaupmannahöfn stefna nú aö því að stytta þann tíma sem krár mega vera opnar. Það hefur starfshópurinn ekki heldur frétt. Skyldi hann hafa frétt af því að ís- lendingar stefna að vímulausu landi árið 2002?“ -SÁ Geir Jón Þórisson, aöstoöaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.