Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
Fréttir
Samkomulag bæjaryfirvalda Kópavogs og Hestamannafélagsins Gusts um reiöleiöir:
Besta lausnin fyrir alla
- segir formaöur Gusts - skipulagi bæjarins var breytt vegna reiöleiöanna
„Við hestamenn erum mjög
ánægðir með niðurstöðuna. Bæjar-
yfirvöld geta verið það líka. Þetta
var besta lausnin fyrir alla aðila,“
segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
formaður Hestamannafélagsins
Gusts í Kópavogi.
Samkomulag hefur náðst milli
bæjaryfirvalda í Kópavogi og
Gusts um reiðleiðir í bænum út
frá Glaðheimum, svæði hesta-
mannafélagsins. Töluverðar deilur
höfðu staðið yfir vegna reiðleiða
sem voru áður inni á skipulagi
bæjarins. Hestamenn voru ósáttir
og vildu breytingar á skipulaginu.
Eftir viðræður ákváðu bæjaryfir-
völd að breyta skipulaginu hvað
varðar reiðleiðirnar.
„Við vorum ekki sáttir við
skipulagið eins og það átti að vera
varðandi reiðleiðir. Skipulagsyfir-
völd virtust ekki átta sig í fyrstu á
þörfum hestamanna. Það voru
reiðleiðir yfir götur og gangstíga
og fram hjá görðum fólks sem við
vorum smeykir um að myndi
kosta mikla óánægju íbúa í garð
hestamanna. En nú er búið að
ganga frá þessu og málið hefur
fengið farsæla lausn. Hestamenn
fá mjög góða útgönguleið frá Glað-
heimum. Hestamenn geta nýtt
opin svæði og útivistarsvæði í
bænum og í útjaðri hans í stað
þess að þurfa að fara í gegnum
þrönga íbúðabyggð. Við sjáum
fram á að reiðleiðin sem mun
koma í kringum kirkjugarðinn
verði mjög vinsæl í nánustu fram-
tíð, sérstaklega að vetrarlagi. Reið-
leiðir við golfvöllinn og skógrækt-
ina verða einnig mjög góðar,“ seg-
ir Sveinbjörn.
Samkvæmt samkomulaginu um
nýja skipulagið munu lágmarks-
fjarlægðir reiðstiga frá akvegum
eða götum vera að jafnaði 20 metr-
ar. Stofnstígar verða 4 metra
breiðir en aðrir reiðstígar 3 metr-
ar að breidd. Gerð reiðstíga og
eðlilegt viðhald veröur fram-
kvæmt og kostað af Kópavogsbæ.
-RR
Frá undirritun samkomulagsins um reiðleiöir í Kópavogi. Frá vinstri eru Guðmundur Hagalínsson, stjórnarmaður í Gusti, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, for-
maður Gusts, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Valþór Hlööversson bæjarráðsmaöur og Gunnar Birgisson, forseti bæjarráðs. DV-mynd E.J.
Lindir
ibúðasveœii
Arnarnesvegur
igarstaður
kirkjugaröur
íbúðasvæöi
skóla-
svæði
íbúðasvæði
íbúðasvæöi
áningarstai
iningarstaður
.Vatnsenda
áningarstaðui
skógræktarsvæöi
Reiðleiðir í
kópavogi
Reykjavík
Garðabær
Dagfari
Hillary drýgir hetjudáð
Sú var tíðin að fréttir utan úr
heimi snerust mest um strið þjóða
i milli, hörmungar, efnahagskrepp-
ur eða hungurdauða í vanþróuðu
ríkjunum. Frá Bandaríkjunum var
sagt frá jafnréttisbaráttu
þeldökkra, stórmerkum uppgötv-
unum bandarískra vísindamanna
eða ákvörðunum mikilla og
merkra forseta. Enn er að vísu sagt
frá forseta Bandaríkjanna og raun-
ar eru það einu fréttirnar þessa
dagana, sem þykja nógu markverð-
ar til að þekja forsíður stórblað-
anna og breiða sig út yflr frétta-
tíma sjónvarpsstöðva.
En nú eru það ekki lengur frétt-
ir af því hvað forsetinn geri í póli-
tík. Nei, heimsfréttirnar fjalla nán-
ast eingöngu um meint kynferðislíf
mannsins í Hvíta húsinu. Áhrifa-
mesti maður veraldarinnar er sem
sagt í sviðsljósinu fyrir það að hafa
gert það með ungri stúlku með
brókarsótt. Og heimsbyggðin
fylgist agndofa og yfir sig spennt
með því hvort það sannist á forset-
ann að hann hafi haft samfarir
með stúlkukindinni á forsetaskrif-
stofunni. Þessu neitar forsetinn
staðfastlega og það þótt stúlkan
hafi lýst því með nokkurri ná-
kvæmni fyrir vinkonu sinni hvern-
ig forsetinn reyndist í bólinu. Auk
þess er talið víst að hún hafi geymt
óþveginn kjólinn sem forsetinn á
að hafa sprautað sæði sínu á, enda
er það ekki á hverjum degi sem
bandarískar stúlkur eignast kjóla
með forsetasæði.
Annars er það út af fyrir sig um-
hugsunarefni hvers konar siðgæði
það er hjá ungum stúlkum í Banda-
rikjunum að blaðra um það með
hverjum þær geri það og það er
líka sérstakt umræðuefni hvers
konar vinkonur það eru sem taka
prívatsamtöl vinkvenna sinna upp
á segulband til að afhenda lögregl-
unni til rannsóknar. En þetta þyk-
ir ekki umtalsins vert í landi hinn-
ar sannkristnu og skinheilögu
þjóðar, heldur hitt hvort forsetinn
hafl sprautað sæðinu yfir kjól
stúlkunnar þegar hún bauð honum
blíðu sína.
Eitthvað hefur þetta fengið á for-
seta Bandaríkjanna og nú er svo
komið að eiginkona hans, Hillary,
hefur tekið að sér forystu í gagn-
sókninni og heldur uppi vöskum
vömum fyrir mann sinn. Þetta
þykir Bandaríkjamönnum mikil
hetjudáð, enda er það ekki vani
eiginkvenna að taka upp hanskann
fyrir eiginmenn sína þegar þær
eru kokkálaðar. í framhaldi af
þessu mun athyglin beinast fyrst
og fremst að því hvort Hillary tekst
að afsanna framhjáhaldið, sem
hugsanlega hefur átt sér stað, en
ekki verður hægt að sanna, ef Hill-
ary hefur sitt fram um það hvernig
forsetinn hélt við stúlkuna án þess
að hafa mök við hana. Sú vörn
mun byggja á því að kynferðisleg
mök felist ekki í því að sprauta
sæði yfir kjóla, enda segir i Biblí-
unni að kynferðisleg mök nái ekki
svo langt, sjálfsagt vegna þess að
engum hefur dottið í hug þess kon-
ar kynferðislíf þegar Biblían var
skrifuð.
Allavega hefur Hillary unnið
hug og hjörtu bandarísku þjóðar-
innar fyrir þá hetjudáð sína að
taka það að sér að sýna fram á að
framhjáhald manns hennar hafi
ekki verið þannig framhjáhald að
það komi öðrum við en honum
sjálfum hvemig framhjáhald eigi
sér stað í Hvíta húsinu.
Með öðrum orðum: Hillary upp-
lifir sína stærstu stund þegar for-
setinn er sagður hafa kokkálað
hana. Já, vegir hetjudáðanna eru
órannsakanlegir. Dagfari