Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 7 sandKorn Fréttir Gamaldags vinnubrögð Þegar sjálfstæöismenn háðu prófkjör sitt var sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu á kosningakvöldinu þar sem tölur voru birtar jafn- harðan og þær bárust. Sýn óskaði eftir því við Reykjavíkur- listann að vera með sams konar útsendingu á prófkjörsdaginn nk. laugardag. Því var hins vegar hafnað formlega af Þórunni Svein- bjamardóttur sem er starfsmað- ur listans í tengslum við próf- kjörið. Ungir frambjóöendur eru illir vegna þessa og telja þetta til marks um gamaldags vinnuhrögð listans. Þeir rekja þetta til ótta sitjandi borgarfulltrúa við að falla í beinni útsendingu ... Kommarnir koma Titringur er nú í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi, Nes- kaupstað, Eskifirði og Reyðar- firði. Talið er líklegt að Alþýðu- bandalagið mirni ná meirihluta í hinu nýja sveitar- félagi þar sem það er eina stjóm- málaaflið sem hefur á að skipa leiðtogum og er skipulagt í sam- ræmi við það. Þeir Guð- mundur Bjarnason bæjarstjóri og Smári Geirsson, forseti bæjar- stjómar, eru báðir óumdeildir leiðtogar flokksins sem ræður 6 af 9 hæjarfulltrúum í Neskaup- stað. Halldór Ásgrímsson er sagður hafa af þessu miklar áhyggjur og raddir heyrast um það á Eskifirði og Reyðarfirði að „kommarnir" muni ráða hinu nýja sveitarfélagi eftir kosning- arnar i vor... Gramir bankamenn í bankaheiminum ríkir mikil óánægja með þá stefnu sem nýi Fjárfestingarbankinn hefur tekið undir stjóm spútniksins Bjama ____Ármannssonar. —\ Bjarni hefur keypt til sín reynda ¥ 1 menn úr öðrum jjjm jjk stofnunum og \ bankastjómend- I 4 » ' Á ur sesia Þaö hafi hleypt upp \ f launakjömnum. Mest gremst mönnum þó að Fjárfesting- arbankinn virðist ætla keppa á sama markaði og hinir bankarnir. Bankamenn segja því að Fjárfest- ingarbankinn hafi engin sérstök verkefni umfram þá og sé í raun- inni óþarfur. Þeir spá því að við fyrsta tækifæri muni hinir bank- arnir kaupa hann upp ... Bjargvættur Blöndals Ruglingurinn um hver borgaði fyrir samgöngunefnd þingsins í frægri ferð hennar til Brussel á dögunum kom sér illa fyrir Hall- dór Blöndal samgönguráðherra. Nefndarmenn létu hins vegar litið á sér bera í umræð- unni. Það var að lokum Kristján Pálsson, einn nefndarmanna, sem kippti ráð- herranum inn úr kuldanum með að segja að öllum nefndarmönn- um hefði mátt vera ljóst að ferð- in væri greidd með svipuðum hætti og sams konar ferð fyrir tveimur árum, þegar Póstur og sími punguðu út fyrir henni. Kristján mun fyrir vikið vera efstur á vinsældalista starfs- manna ráðuneytisins um þessar mundir ... Umsjón: Reynir Traustason Akraneslistinn i burðarliðnum DV, Akranesi: Boðað hefur verið til stofnfundar Akraneslistans á Akranesi 28. janú- ar. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag hafa komið sér saman um að bjóða fram sameiginlegan lista í næstu bæjarstjómarkosningum. Talið er líklegt að kvennalistakonur verði eiimig með á listanum. Alþýðubandalag fékk þrjá menn í síðustu bæjarstjórnarkosningum og myndar meirihluta með sjálfstæðis- mönnum sem einnig fengu þrjá menn kjöma. Alþýðuflokkur fékk einn fulltrúa og er i minnihluta með framsóknarmönnum sem eru með tvo fulltrúa. Mikill hugur er í forráðamönnum Akraneslistans og stefna þeir á að fá hreinan meirihluta í komandi bæj- arstjómarkosningum verði af sam- eiginlegu framboði. -DVÓ Lifeyrir Lífeyrissjóður og Irfeyrissparnaður Ellin sem tryggja þér og þínum fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni. einumsta& h]á_ traustum sjóSi Lífeyristrygging í lífeyrissjóði er hverjum manni nauðsynleg. Hún fryggir fjárhagslegt öryggi í ellinni, örorkulífeyri vegna slysa eða veikinda og fjölskyldulífeyri við frófall. Lífeyrissparnaður er hins vegar frjáls viðbótartrygging. Hann hentar þeim sem vilja aukið fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni. Til dæmis til að hætta störfum áður en ellilífeyrisaldri er náð eða til að hafa ríkuleg Íífeyrisréttindi fyrstu árin eftir að aldursmörkum er náð. meinaði lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík • Sími 510 5000 Fax 510 5010 • Grænt númer 800 6865 Heimasíða: www.lifeyrir.rl.is • Netfang: mottaka@lifeyrir.rl.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.