Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR íþróttir unglinga Aðalsteinn Ömólfeson mðinn finmkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Fjölnis: Mikil verkefni fram undan - segir nýi framkvæmdastjórinn á tíunda afmælisári félagsins Ungmennafélagið Fjölnir í Graf- arvogi verður 10 ára 14. febrúar næstkomandi. Félagið hefur vaxið mjög á þessum 10 árum og eru nú starfandi 9 deildir innan þess og félagar alls um 5000 talsins. Fjölnir hefur tekið að sér að halda unglingalandsmót UMFÍ 3.-5. júlí í ár og í tilefni af því verður ný sundlaug opnuð og þá í leiðinni sett á laggimar sunddeiid. Vegna hins mikla umfangs hefrn- Fjölnir ráðið Aðalstein Ömólfsson af fjölda umsækjendum, fram- kvæmdastjóra félagsins, en hann hefur starfað mikið að íþrótta- málum og með góðum árangri. DV hafði því samband við Aðalstein til að afla upplýsinga um hið nýja starf hans og þá hverjar yrðu helstu áherslur hans. Aukið samstarf við skólana „Ég geri mér grein fyrir því að það er mikið verkefni að vera framkvæmdastjóri hjá félagi sem hefur um 5000 meðlimi á sínum snærum. Það er mikið að gerast i íþróttamálum í Grafarvogi og mun ég leggja allt kapp á gott samstarf við skólana, Foldaskóla, Hamra- skóla, Engjaskóla og Húsaskóla. Ég hef mikinn hug á að tengja þá betur íþróttastarfmu en hingað til. í því sambandi er vert að velta því fyrir sér hvemig standi á hinu mikla brotthvarfi í kvennaíþróttum, sem engan veginn getur talist eðlilegt en á því þarf að vera breyting. En að sjálfsögðu er stefnan sú að efla allt íþróttastarf í Grafarvogi. Ég geri mér miklar vonir um að samstarfið við skólana og foreldra takist sem allra best þvi það er lykimálið í þessu öllu saman.“ Vegleg afmælishátíð „Mikið verður um dýrðir á 10 ára afmælisdegi Fjölnis en það var . stofnað 11. febrúar 1988. Á afmæl- isdaginn verður vegleg afmælis- hátíð í Fjölnishúsi (Dalhúsum 2) í Grafarvogi. Allar deildir innan fé- lagsins munu sýna frá starfsemi sinni. Einnig verður minja-, verð- launa- og myndasafn sett upp á 2. hæðinni. Einnig verða gamlar myndir sýndar frá iþróttaviðburð- um úr sögu félagsins. í tilefni afmælisins er einnig verið að gera barmmerki. Afmælisbömum félagsins, þ.e. þeim sem eiga afmæli 11. febrúar verður sérstaklega boðið á hátíðina. En svo skemmtilega vill til að ein stúlknanna á einnig 10 ára afmæli 11. febrúar og býr hún í Grafarvogi. Hún verður sérstakt afmælisbam sem mun skera afmælistertuna, sem er mjög stór enda á milli. Þessi afmælishátíð er fyrir alla Grafarvogsbúa og vonumst við til aö sem flestar fjölskyldur geti séð Þann 14. febrúar næstkomandi verður Ungmennafélagið Fjölnir 10 ára. Myndin er af þeim sögulega atburði 1989 þegar Fjölni var úthlutað fþróttasvæðið í Grafarvogi. Séra Guðmundur Þorsteinsson er hér að blessa svæðið. Til vinstri er Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri. DV-mynd Hson sér fært að koma og átt skemmti- legan dag saman. Stjómandi á af- mælishátíðinni verður hinn vinsæli Magnús Scheving." Landsmót UMFÍ er toppurinn „Mjög gott samstarf hefur verið milli fyrirtækja i Grafarvogi og Ungmennafélagsins Fjölnis og verð- ur vonandi svo áfram, því í sumar verður haldið ijölmennasta ungl- ingalandsmót UMFÍ í sögunni í Grafarvogi og stendur það yfir 3.-5. júlí. Búist er við um 2000 þátttak- endum. Mér flnnst einhvem veginn að Grafarvogsbúar hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir umfangi þessa móts. Síðast var landsmótið haldið á Blönduósi og vom kepp- endur um 1600 talsins. Keppt verður í eftirtöldum hefðbundnum íþrótt- um: knattspyrnu, handknattleik, körfubolta, frjálsum íþróttum, glímu, skák, sundi og ýmsum öðrum greinum sem allt of langt yrði upp að telja. Vegna stærðargráðu mótsins er mikilvægt að allir leggist á eitt um að gera þenna merka atburð sem minnisstæðastan. Samvinna við einstaklinga og fyrirtæki í Grafar- vogi og víöar er því afar mikilvæg svo allt geti gengið upp. Einnig kalla ég til aðstoðar sem flesta félagsmeðlimi Fjölnis því framlag þeirra er kannski það mikilvægasta og gæti skipt sköpum." Sameina þarf betur deild- irnar „Eitt af þeim verkum sem ég mun leggja mikla áherslu á er að reyna að sameina betur hinar ýmsu deild- ir innan félagsins til að\styrkja betur allt unglingastarf félagSins og koma skólár og foreldrar þar mjög sterkt inn í iriyndina. Fjölnir er þegar orðið mjög sterkt sameiningartákn yngri sem eldri íþróttaunnenda í hverfinu og í næstu framtíð mun félagið verða stórveldi í íslenskum íþróttum, ef rétt er á spilunum haldið. Það er ekkert sem getur stöðvað það,“ sagði Aðalsteinn Ömólfsson, nýráð- inn framkvæmdastjóri Fjölnis. -Hson Knattspyrna unglinga: Sandarar sterkir í 4. flokki DV, Vesturlandi: Þann 4. janúar síðastliðinn var haldið héraðsmót í innan- hússknattspymu stráka í íþróttamiðstöðinni í Stykkis- hólmi fyrir 2., 3. og 4. flokk stráka og er ljóst að Sandarar era með mjög öflugan 4. flokk. - Úrslit urðu sem hér segir: 4. flokkur: 1. Reynir, Hellissandi. 2. Umf. Grundarfjarðar. 3. Snæfell. 4. Reynir, Hellissandi (B). 3. flokkur: 1. Umf. Grundarfjarðar. 2. Snæfell (A). 3. Snæfell (B). 4. Staðarsveit. 5. Víkingur, Ólafs- vík. 2. flokkur: 1. Víkingur, Ólafsvík. 2. Reyn- ir, HeOissandi. 3. Snæfell. 4. Vík- ingur, Ólafsvík (B). Verðlaun fyrir þetta mót gáfu Verslun Gissurar Tryggvasonar og Skipavík hf. -DVÓ Knattspyrna: Félagaskipti leikmanna Félagaskipti knattspyrnu- manna í yngri flokkunum í janú- ar 1998 urðu sem hér segir. Hans Sævar Sævarsson, '80, úr Þrótti í KR. Haukur Aöalsteinsson, '81, úr Keflavík yfir í Njarðvík. Helgi Einarsson, '80, úr KFR til Selfoss. Ingi Sævar Ingason, '81, úr Val, R. í Leikni, R. Jónas Þór Guðmundsson, '80, úr Breiöabliki í HK. Jónatan Þór Magnússon, '80, úr KA yfir í Hugin. Katrín Heiða Jónsdóttir, '79, úr Leikni, F. í Val. Konráð Guðmundsson, '79, frá Gróttu yfir í KR. Kristján Helgi Jóhannsson, '79, úr Reyni, S. í Akranes. Kristján Þór Þorvaldsson, '83, frá 8róttu yfir í KR. lafur Gíslason, '80, frá Selfossi I Hamar. Bergur Þrastarson, '81, úr Breiða- blikt í HK. Bjarki Hraunfjörð Kristinsson, '82, úr Gróttu í Fram. Björgólfur Takefusa, '80, úr Þrótti, R. í KR. Björgvin Þór Aðalsteinsson, '79, frá Þrótti, R. í Leikni, R. Daníel Ómar Frímannsson, '81, úr Keflavík i Þrótt, R. Davíö Þorsteinsson, '81, úr Breiöa- bliki í HK. Eiður Ágúst Kristjánsson, '82, úr KS í Breiðablik. Elfar Þór Bragason, '81, úr Val 1 Ægi. Eyrún Jana Sigurðardóttir, '81, frá Keflavík í Reyni, S. Guðjón Heiðar Sveinsson, '80, úr Hvöt til Akraness. Guðmundur Þórir Guöjónsson, '80, frá Þrótti til FH. Gunnar Bjöm Helgason, '80, frá Selfossi til FH. Gunnar Borg Jónsson, '79, frá KVA til Hugins. Starfsferill Aöal- steins Örnólfssonar Aðalsteinn Örnólfsson, framkvæmdastjóri Litrófs ehf. síðastliðin 5 ár, á mikið starf fyrir höndum hjá Ung- mennafélaginu Fjölni. DV-mynd JAK Ferill Aðalsteins Örnólfs- sonar í íþróttum og starfi er mjög fjölbreyttur. Hann lék upp alla yngri flokka hjá Þrótti, Rvík og spUaði samtals um 1000 leiki fyrir félagið í hinum ýmsu flokkum. Aðalsteinn er með lærðustu knattspyrnuþjálfurum lands- ins og hefur sótt fjöldann sdlgn af námskeiðum erlendis. Hann er einn sigursælasti unglingaþjálfari landsins í knattspymu, hefur unnið alls 119 bikara í Reykjavikur-, ís- landsmóti og Bikarkeppni. Á Tommamótið hefur hann farið aUs sjö sinnum með lið og náð góðum árangri. Aðalsteinn hefur þjálfað aUs hjá 10 knattspymufélögum á landinu á sínum ferli. Hann er auk þess dómari í handknatt- leik og golfi. Hann hefur einn- ig starfað sem ráðgjafi hjá fjölda liða sem hafa átt við vanda að stríða. Aðalsteinn hefur þjálfað aUa flokka karla og kvenna frá þeim yngstu upp i þá elstu. Hann hefur einnig þjálfað A- landslið og unglingalandslið kvenna í knattspyrnu með góðum árangri. Þrátt fyrir þennan góða ferU hefur Aðalsteinn aldrei verið staðinn að því að ein- blína um of á sigra en ávaUt reynt að beina athygli yngri sem eldri leikmanna meir að skemmtUegum hliðum íþrótt- arinnar svo sem tæknUegum atriðum, og kannski hefur það einmitt stuðlað hvað mest að velgengni hans, fátt er nefni- lega jafn þrúgandi fyrir yngra íþróttafólk og að vera stöðugt undir eftirrekstri um sigur og aftur sigur. Vonandi tekst Fjölnismönn- um að nýta sér vel starfs- krafta Aðalsteins tU heUla fyr- ir Fíölni og hinn fjölmenna hóp unglinga sem búa í hinu skemmtilega borgarhverfi sem Grafarvogurinn er. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.