Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Afmæli_______________ Arthur Morthens Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavikurborgar, Hringbraut 114, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Arthur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Barónsstíginn og Gnoðarvoginn. Hann lauk kennara- prófi 1973 og lauk kandídatsprófi í sérkennslufræðum í Osló 1987. Arthur var kennari í Keflavík 1973-78 og við Árbæjarskólann 1978-87, var deildarstjóri og sér- kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1987-96 og er forstöðu- maður þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavikurborgar frá 1996. Arthur var varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans 1994-96, var for- maður stjórnar SVR 1994-96, sat í stjórn samninganefndar Kennara- sambands Islands 1988-95, var einn af stofnendum Barnaheilla og for- maður þeirra 1991-96 og hefur gegnt margvislegum trúnaðarstörfum fyr- ir Alþýðubandalagið, ma. setið í framkvæmdastjóm þess 1991-97. Fjölskylda Arthur er í sambúð með Steinunni Stefáns- dóttur, f. 26.5. 1962, deildarstjóra á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur- borgar. Hún er dóttir Stefáns Karlssonar og Helgu Ólafsdóttur. Sonur Arthurs og fyrrv. eiginkonu hans, Sigríðar Elínar Ólafs- dóttur kennara, er Ólaf- ur Arnar Arthursson, f. 27.2. 1974, háskólanemi. Systkini Arthurs, samfeðra, eru Hjördís Emma, f. 26.10. 1936, húsmóðir í Reykjavík; Ágúst Rósmann, f. 5.1. 1943, verslunarmaður og málari á Selfossi; Ævar Hólm Guðbrandsson, f. 28.9. 1946, myndmenntakennari við Fellaskóla í Reykjavík. Albræður Arthurs eru Sveinn Allan, f. 10.6. 1951, forstöðumaöur Svæðistjómar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra; Þorlákur Hilm- ar (Tolli) f. 3.10. 1953, myndlistar- maður að Álafossi í Mosfellsbæ; Ás- björn (Bubbi) f. 6.6. 1956, tónlistarmaður, búsettur á Seltjamar- nesi. Fósturbróðir Arthurs er Bergþór, f. 22.8. 1959, hljómlistarmað- ur og bílaviðgerðar- maður, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Arthurs: Guðbrandur Kristinn Morthens, f. 18.10. 1917, listmálari í Fjallakofanum við Meðalfellsvatn, og Grethe Skotte Morthens, f. 18.3. 1928 á Lálandi í Danmörku, d. 30.1. 1982, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Kristins var Haukur Morthens söngvari. Krist- inn var sonur Edvard Wiig Morthens, frá Nærð í Noregi. Ed- vard var sonur Morten Hofstad Viig og Emilie Lovise Sofie Jakob- sen, af norskum ættum. Móðir Kristins var Rósa, systir Elínar, ömmu Sverris Haraldsson- ar, listamanns í Selsundi. Rósa var dóttir Guðbrands, b. í Ölvisholti og síðar á Tjörvastöðum í Landsveit, bróður Sæmundar á Lækjarbotnum, afa Sigríðar sagnfræðings og Guð- rúnar hæstaréttardómara Erlends- dætra. Systir Guðbrands var Katrín, amma Signýjar Sæmunds- dóttur óperusöngkonu. Önnur syst- ir Guðbrands var Guðrún, móðir Guðlaugs í Tryggvaskála, afa Guð- laugs Tryggva Karlssonar hagfræð- ings. Guðbrandur var sonur Sæ- mundar, ættföður Lækjarbotnaætt- arinnar Guðbrandssonar, bróður Guðbrands, langafa Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Móðir Guðbrands í Ölvisholti var Katrín, ljósmóðir Brynjólfsdóttir, b. á Þing- skálum Jónssonar, og Sigríðar Bárðardóttur, b. í Krótúni Sigvalda- sonar. Móðir Rósu var Margrét Hin- riksdóttir, b. í Ölvisholti Vigfússon- ar. Arthur Morthens. Karólína Þorsteinsdóttir Karólína Þorsteins- dóttir, Bröttuhlið 8, Seyðisfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Karólína er fædd að Hoffstöðum í Helga- fellssveit. Fyrstu árin átti hún heima á Reykhólum við Breiðaijörð og í Berufirði en siðar flutti fjölskyldan að Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu. Karólína gekk í bamaskóla, stundaði undirbúnings- nám undir Kvennaskólann í eitt ár hjá sr. Árelíusi Níelssyni sem þá var prestur á Eyrarbakka. Hún fór svo í Kvennaskólann og lauk námi þaðan. Eftir skóla vann hún í Reykjavík í verslun L.H. Múller og í Laugavegsapóteki. Fyrstu tvö árin eftir að Karólína gifti sig bjuggu þau hjónin í Reykjavík þar sem maður hennar stundaði nám viö Iðnskólann en að því loknu fluttu þau á Seyðisfjörð þar sem þau hafa búið síðan. Karólina hefur verið mjög virk í félagslífi á Seyðisfirði. Var m.a. í mörg ár formaður Kvenfélags- ins Kvik. Hún hefur einnig tekið þátt í þjóðfélagsumræðu og skrifað margar greinar í blöð þar sem hún hefur m.a. haldið á lofti málefnum landsbyggð- arinnar. Hún rak veislunina Bjölfsbæ í mörg ár eða til ársins 1996. Hún er einnig fréttaritari RÚV á Seyðisfirði. Fjölskylda Karólína giftist 1949 Garðari Eymundssyni, f. 29.7.1926 trésmíða- meistara. Hann er sonur Eymundar Ingvarssonar, verkamanns á Seyðisfirði en ættaður úr Grímsey, og k.h., Sigurborgar Gunnarsdóttur húsmóður. Böm Karólinu og Garðars eru Ómar, f. 17.9. 1949, ritstjóri Vestmannaeyjum, kvæntur Þor- steinu Grétarsdóttur hárgreiðslu- meistara og þau eiga fjögur böm, Grétar, Berglindi, Karólínu og Vigdísi Lára en Grétar á soninn Sindra Þór; Sævar, f. 6.2. 1951, starfar við trésmíðar á Seyðisfirði, en kona hans er Lára Vilhjálmsdóttir verslunarmaður og á Sævar tvö böm, Silvíu Lára og Karólínu Rut en Lára á fjögur börn, Lindu, Hildi, Agnar og Ester Rut, og Silvía Lára á soninn Reyni; Gréta, f. 31.10. 1962, bókhaldari á Seyðisfirði en hennar maður er Þórður Jakobsson trésmiður og eru börn þeirra Garðar Bakmann, Jökull Snær og Kjartan; Júlíana Björk, f. 21.6. 1965, starfsmaður hjá Hans Petersen í Reykjavík en sam- býlismaóur hennar er Jónas Jónasson sem starfar við bíla- viðgerðir en dóttir Júlíönu er Sesselía Hlín. Albróðir Karólínu er Brynjólfur Þorsteinsson, f. 27.8. 1920, fyrrv. bóndi í Hreiðurborg. Hálfsystir Karólínu, samfeðra, er Þórunn Þorsteinsdóttir húsmóðir. Foreldrar Karólínu voru Þor- steinn Brynjólfsson f. 8.6. 1887, d. 16.4. 1961 bóndi í Hreiðurborg, og k.h., Júlíana Jóhanna Sigur- geirsdóttir f. 8.9. 1890 d. 29.11. 1979, húsfreyja. Ætt Þorsteinn var sonur Brynjólfs, b. á Broddanesi í Kollafirði Jónssonar, b. á Skriðnesenni Jónssonar, b. á Skriðnesenni Andréssonar, b. á Skriðnesenni Sigmundssonar, ætt- fóður Ennisættarinnar. Móðir Þor- steins var Ragnheiður, systir Björns, prófasts á Miklabæ, afa prestanna Björns Jónssonar, Jóns Bjarmans, Stefáns Lárussonar og Ragnars Fjalars Lárussonar, fóður Þórsteins prests. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Broddanesi, Magnússonar og Guð- bjargar Björnsdóttur. Júlíana Jóhanna var dóttir Stur- laugs, b. í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd Tómassonar, b. á Vaðli á Barðaströnd Jónssonar. Móðir Stur- laugs var Jóhanna Jóhannsdóttir, prests í Garpsdal Bergsteinssonar. Móðir Júlíönu var Herdís Kristín Jónsdóttir Vestmanns, smiðs í Skriðukoti í Haukadal Jónssonar, b. á Bakka á Langadalsströnd Jóns- sonar. Móðir Herdísar var Ástríður Einarsdóttir, b. í Skriðukoti Jóns- sonar og Ingibjargar Helgadóttur. Karólína tekur á móti gestum laugardaginn 7.2. í húsakynnum Austfars á Seyðisfirði. Fyrr gefst ekki tækifæri vegna þorrablóta á staðnum. Karólfna Þorsteinsdótttir. Björn Z. Ásgrímsson Björn Z. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri Kerfis hf., Huldulandi 46, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Björn fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann lauk raun- greinaprófi frá Tækniskóla ís- lands 1979 og prófi í iðnaðarverk- fræði frá Tekniska Högskolan í Lindköping í Svíþjóð. Björn var rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun íslands 1984-86, markaðs- og innkaupastjóri hjá Umbúðamiðstöðinni hf. 1986-96 og hefur verið framkvæmdastjóri Kerfis hf. frá 1997. Björn var fulltrúi starfsmanna í stjóm Iðntæknistofnunar 1985, sat í nefnd um mótun náms í iðn- irfræði og iðn- íknifræði við skóla íslands 1, í stjórn Hag- 'afélags íslands 5 og situr í nefnd Bú- irkju frá 1994. Fjölskylda Eiginkona Bjöms er Jónína Sóley Ólafsdóttir, f. 9.12. 1960, hjúkrunarfræð- ingur. Hún er dóttir Ólafs Jóhannssonar, lögregluþjóns á Siglu- firði, og Önnu Björnsdóttur hús- móður. Börn Björns og Sóleyjar eru Ás- BjörnZ. Ásgrímsson. rik Már, f. Reykjavík. Foreldrar grímur G. Björnsson, f. 14.7. 1983; Anna Lind Björnsdóttir, f. 25.8.1987; Sunna Lind Bjömsdóttir, f. 18.10. 1989. Alsystkini Björn eru Eiríksína Kristbjörg, f. 1.6. 1960, kennari í Hafnarfirði; Stefán, f. 9.9. 1961, verkfræð- ingur á Egilsstöðum. Hálfbróðir Björns, samfeðra, er Sigurð- ur, f. 3.12. 1951, raf- virki hjá Landhelgis- gæslunni. Hálfbróðir Bjöms, sammæðra, er Frið- 31.7. 1955, vélstjóri í Björns: Ásgrímur Guðmundur Björnsson, vélstjóri á Siglufirði, og Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Bjöms voru Björn Z. Sigurðsson í Vík í Héðinsfirði, og Eiríksína Kristbjörg Ásgrimsdóttir frá Hólakoti í Fljótum. Móðurforeldrar Bjöms vora Frið- rik Ingvar Stefánsson, b. í Nesi í Fljótum, f. að Steinavöllum í Haga- neshreppi í Fljótum, og Margrét Eggertsdóttir húsmóðir. Bjöm heldur upp á afmælið í Vík- ingsheimilinu, laugardagskvöldið 31.1. Tll hamingju með afmælið 27. janúar 90 ára Guðbjartur Betúelsson, Urðarhæð 6, Garðabæ. 80 ára Auður Guðmundsdóttir, Heiðarvegi 59, Vestmannaeyjum. 75 ára Jóhanna Valsteinsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 70 ára Arndís Þorvaldsdóttir, Árbraut 1, Blönduósi. 60 ára Bragi Skúlason, húsasmíða- meistari, Hólmagrand 22, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Ingunn Sigin-ðardóttir sérkennari. Þau taka á móti gestum í Tjarnarbæ, laugard. 31.1. kl. 21.00-23.30. Anna M. Jónsdóttir, Sólvallagötu 9, Keflavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Búlandi 15, Reykjavík. Ægir Ólason, Tjamarbóli 15, Seltjamarnesi. 50 ára Arnþrúður Jónasdóttir, Lónabraut 24, Vopnafirði. Ásbjörn Eydal Ólafsson, Leirubakka 6, Reykjavík. Bima Ósk Árnadóttir, Heiðarhjalla 12, Kópavogi. Gísli Haraldsson, Æsufelli 4, Reykjavík. Gunnar Ástvaldsson, Hvammi II, Áshreppi. Rannveig Þórðardóttir, Öldugerði 9, Hvolsvelli. 40 ára Edda Olgeirsdóttir, Framnesvegi 62, Reykjavík. Einar Valur Einarsson, írabakka 26, Reykjavík. Grétar Bjöm Sigurðsson, Fagrahjalla 1, Kópavogi. Hans-Konrad Kristjánsson, Borgarholtsbraut 1, Kópavogi. Helgi Edward Jónsson, Hringbraut 40, Hafnarfirði. Hjördís Gunnarsdóttir, Þinghólsbraut 82, Kópavogi. Hrönn Sigurðardóttir, Breiðvangi 4, Hafnarfirði. Jóhanna Rún Leifsdóttir, Safamýri 37, Reykjavík. Jón Atli Ólafsson, Fossagötu 9, Reykjavík. Kristín Eyjólfsdóttir, Valbraut 8, Garði. Sigurður Helgi Hreinsson, Hálsi, Dalvík. / IJrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.