Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 36
L#TT# i vmnm FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR » Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1998 Heilbrigðisráðherra: Frumvarp um endurgreiðslur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hyggst á næstu dögum j«*Bteggja fyrir ríkisstjómina frumvarp til laga um endurgreiðslur á hlut sjúklinga vegna sérfræðiþjónustu. Ingibjörg sagði að það hefði alltaf verið ljóst að það þyrfti lagabreytingu til að af þessu mætti verða. „Ég mun á næstu dögum leggja frum- varp fram i ríkis- stjórninni og það fer síðan fyrir Alþingi þegar og ef það verð- ur samþykkt í ríkisstjórn. Hér er Ingibjörg Pálmadóttir. um að ræða frumvarp um endur- greiðslur á hluta sjúklings sam- kvæmt samningum Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar "Fíkisins," sagði Ingibjörg í samtali við DV. Heilbrigðisráðherra er hér að fylgja eftir fyrri yfírlýsingum sínum en hún hafði boðað að tryggt yrði að sjúklingar fengju endur- greiddan útlagðan kostnað vegna sérfræðiþjónustu, þrátt fyrir þá óvissu sem deila sérfræðinga og Tryggingastofnunar hefur skapað. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður haíði boðað að hún hygðist leggja fram frumvarp sama efnis nú i byrjun þings, að því tilskildu að ^pfeeilbrigðisráðherra hefði ekki gert það áður. Því er útlit fyrir að heil- brigðisráðherra muni spara Jó- hönnu sporin í þessu efni. -phh Lögreglubíll valt: Tveir slösuðust Lögreglumaður úr Keflavík liggur enn á sjúkrahúsi eftir að lögreglubíll valt á Garðvegi um miðjan dag í gær. Tveir lögreglumenn voru í bílnum. Annar slapp með brákuð rifbein og skrámur í andliti og fékk að fara heim að lokinni skoðun í gær. Hinn viðbeinsbrotnaði. Atburðurinn átti sér stað skömmu eftir að tankbíll og fólksbíll lentu saman á sama stað og var lögreglan kölluð á staðinn. Mikil ^Tiálka var á veginum og er henni kennt um hvernig fór. Ökumenn hinna bílanna sakaði ekki. -sv Örbylgjuofn sprakk: Tveir drengir sluppu ómeiddir Tveir drengir sluppu ómeiddir þegar örbylgjuofn sprakk í íbúð við Hagamel 1 gær. Drengirnir voru að nota ofninn og fóru óvarlega að ráði sínu. For- eldrarnir voru að heiman þegar slysið varð. Mikill reykur kom við sprenginguna og urðu drengimir eðlilega mjög skelkaðir. Þeir sluppu f)ó alveg ómeiddir. -RR BLONDAL 3REGST EKKI FREKAR EN FYRRI DAGINN! Lögreglan gerði húsleit í sumarbústað við Rauðavatn í gær vegna gruns um að þar væri falið þýfi. Lögreglan fann m.a. mótorhjól sem nýlega var stolið. Þá fannst talsvert af öðrum munum sem grunur leikur á að séu stolnir. Tveir menn voru handteknir vegna málsins. DV-mynd S Styrkir til valinna hótela á landsbyggðinni: Olögleg nefnd samgöngu ráðher ra Umboðsmaður Alþingis hefur úr- skurðað að Halldór Blöndal sam- gönguráðherra hafi staðið ólöglega að skipun nefndar sem úthlutaði styrkjum til heilsárshótela á lands- byggðinni. Það var að ákvörðun Al- þingis að 20 milljónum var úthlutað á fjárlögum 1995 til þessa máls. Sömu upphæð var úthlutað á fjár- lögum árið 1996. Ferðamálaráði var ætlað að úthluta þessum fjármun- um til hótelanna. Pétur Snæbjörns- son, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð, kærði þessi mál á sínum tíma til Samkeppnisstofnunar sem sagði þetta ólöglegt. Síðar kærði hann ásamt fleirum sama mál til umboðs- manns Alþingis sem nú hefur fellt þann úrskurð að nefndin sé ólögleg. „Ég hef nú tvo úrskurði upp á það að ekki hafi verið staöið löglega að málum. Samkeppnisstofnun úr- skurðaði að það hefði verið gengið þvert gegn mark- miðum sam- keppnislaga. í framhaldi af því var auglýst árið eftir. Áður var þessum pening- um úthlutað án auglýsingar og málið var ofan í einhverjum leyni- farvegi og enginn pétur Snæbjörns- vissi neitt fyrr en son hótelstjóri. búið var að út- hluta öllum peningunum,“ sagði Pét- ur í samtali við DV í morgun. „Vinnubrögðin breyttust ekkert þrátt fyrir að auglýst væri. Sama nefndin úthlutaði þessu og sömu vinnubrögð voru viðhöfð. Það var þvi ekkert annað að gera en kæra málið áfram," segir hann. Kærendur kvörtuöu til umboðs- manns yfir þrennu; nefndarskipan- inni, vinnubrögðum nefndarinnar og óskað var álits á hæfi einstakra nefndarmanna. „Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að nefndin væri ólögleg og lagði þess vegna ekki mat á af- ganginn. Ólögmæti nefndarinnar stafar af því að Ferðamálaráð átti að úthluta þessum peningum. Al- þingi samþykkti að Ferðamálaráð fengi þessa peninga til úthlutunar. Síðan segir enginn í ráðinu eitt ein- asta orð þegar nefndinni er falið að ganga inn á svið þess. Það er auðvit- að áfellisdómur yfir stjórnkerfi feröaþjónustunnar að Ferðamálaráð skuli vera alveg máttlaust plagg. Þá er það alveg voðalegt mál að menn skuli þurfa að starfa í því um- hverfi," segir Pétur. Ekki náðist í Halldór Blöndal vegna þessa máls í morgun. -rt Veðrið á morgun: Hæg suð- læg átt A morgun verður hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað vestan til og dálítil rigning þar síðdegis. Hiti 0 til 5 stig og bjartviðri og vægt frost austanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. D-listi í Garðabæ: Hætti við prófkjör Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ ákvað i gær- kvöld að hætta við fyrirhugað próf- kjör flokksins. Aðeins sjö höfðu fengist til að taka þátt i þeim slag. Þess í stað var skipuð uppstillingar- nefnd og Árni Emilsson útibús- stjóri, sem hafði verið formaður kjörnefndar, var kjörinn formaður uppstillingamefndar. Sagðist Árni aðspurður hvorki telja þetta merki um ósigur né vera til merkis um félagslega deyfð inn- an flokksins. „Þetta er hins vegar til merkis um að prófkjörsfyrirkomu- lagið hefur gengið sér til húðar. Fólk vildi taka þátt í starfi og koma að vinnu, en vildi ekki verja kröft- um sínum í prófkjör," sagði Árni. Benedikt Sveinsson, sem lengi hefur verið fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki lengur kost á sér, tók í sama streng. „Hér hafa ekki verið haldin prófkjör í tuttugu ár og samt höfum við alltaf unniö með uppstillingu frekar en prófkjöri. Prófkjör hentar ekki í svona litlu sveitarfélagi þar sem nánast allir þekkja alla,“ sagði Benedikt. Aðspurður hver munur- inn væri á Garðabæ og Seltjamar- nesi, þar sem nýverið var haldið líf- legt prófkjör, sagði Benedikt að sveitarfélög væm mismunandi. -phh Hrafn leitar að tömdum hrafni Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri er að auglýsa og leita að tömdum hrafni í kvikmyndina Myrkrahöfðingjann. Myndin bygg- ist sem kunnugt er á Píslarsögu Jóns Magnússonar. Hrafn leikstýrir myndinni. „Okkur vantar ekki nema einn taminn hrafn. Við erum með einn gervihrafh og síðan auðvitað Hrafn leikstjóra," segir Kristinn Arason tökustaðastjóri á myndinni í léttu spjalli við DV. „Tökur era hafnar á myndinni og era í fullum gangi,“ segir Kristinn. -RR Ungmenni játuðu stórt innbrot Fimm ungmenni úr Grafarvogi vora handtekin í gær vegna grans um innbrot í verslunina Engjaver í Grafarvogi fyrir um tveimur vikum. Ungmennin játuðu innbrotið við yfirheyrslur í gærkvöld. Þau stálu vamingi að verðmæti hátt í milljón krónur úr versluninni. Þýfiö er að mestu leyti komið fram. -RR 0;hI jLlfij jjMWnii ■Þýskt ebalmerki Bílheimar ehf. enifí OPCL ■■■ Xgg/ Sœvarhöföa 2a Sími:S25 9000 i 4 i i i i i i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.