Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Jt JL og einbeitingu SHvaleyrarskóla í Hafnarfirði stendur nú yfir tilraunaverk- efni á vegum Skáksambands íslands og Skákskóla íslands þess efnis að átta ára börnum er kennt að tefla einu sinni í viku. Markmið- ið með verkefninu er að gera skák að námsefni í öllum grunnskólum landsins. En til hvers? I námsskrá stendur að skákin þjálfi rökhugsun nemenda og hjálpi þeim einnig í ákvarðanatöku. í skákinni sé stöðugt verið að taka ákvarðanir á takmörkuðum tíma. Þessi þjáifun nýtist nemendum við ákvarðanatöku á ýmsum öðrum sviðum. Skákin hefur einnig góð áhrif á námsgetu. Dæmi eru um að skák hafi verið notuð hjá lesblindum þar sem þeir geta séð að hæfileikar þeirra eru ekki skertir á öðrum sviðum. Reynslan hefur einnig sýnt DV-myndir t.OI. að góðir námsmenn stunda nám sitt betur. Það er S t e i n a r Stephensen, kennari við skólann, sem hefur séð um þessa skák- kennslu í vetur. Hann segir tím- ana hafa farið þannig fram að fyrst sé kenndur manngangurinn og það hafa farið nokkrir tímar í það. Nú er hins vegar svo komið að nemend- ur eru klárir á mannganginum og Steinar Stephensen skákkennari viö skákskýringaboröiö. eru farnir að tefla við hvor annan. Enda leyndi sér ekki á krökkunum að þau einbeittu sér mjög vel við taflmennsk- una. Hann telur líklegt að framhald verði á skáknámi i skólanum. Teflt í frjálsum tímum Steinar segir einnig nokkuð um að krakkar taki skákáhug- ann með sér heim og tefli við foreldra sína. Sum- ’ kenna þeim eitthvað í þessari list. Hann telur þetta líka góða tilbreytingu á náminu. „Þetta eru mjög rólegir og þægilegir tímar. Krakkarnir halda áhuganum allan tím- ann og jafnvel leng- ur,“ segir Steinar. Þessu til staðfesting- ar bendir hann á að krakkarnir séu oft að tefla þegar frjálsir tímar eru í bekknum þeirra. Steinar bætti því við að stórmeistarar í ák hafi komið í heimsókn til nemend- anna og frætt þá u m skákina. T v e i r h a f a heimsótt bekkina í vetur, þeir Helgi Ólafs- son og Jó- hann Hjartar- son. sögn Steinars virðist áhuginn ekki einskorðast við annað kynið. „Það er mikill áhugi bæði hjá strákum og stelpum,“ segir hann. Það sást líka á bekknum sem blaðamaður heim- sótti því þar voru reyndar aðeins fleiri stelpur heldur en strákar. Áhuginn kemur einnig fram í því að krakkamir eru að stofna skák- klúbb þar sem þeir tefla saman. I lok þessa misseris er svo stefnt að því að halda skákmót meðal nem- enda. Af þessu má sjá að gróskan í íþróttinni er mikil í skólanum og hver veit nema einhver þessara nemenda eigi eftir að ná langt í skáklistinni. -HI Ásta Björk (t.v.) og Katrín Sjöfn eigast viö í skák. Langbestí skák cru jafnvel farnir Sverrir og Aron hug- leiða næsta leik í stöðunni. Eiins og Steinar benti á er áhuginn ekki síðri hjá stelp- ium en strákum á skákinni. Þær Ásta Björk og Katrín Sjöfn voru önnum kafnar við taflmennskuna og máttu varla vera að því að líta upp frá taflborðinu þegar blaðamaður gaf sig á tal við þær. Þær sögðust báðar hafa mjög gaman af að tefla. „Sérstaklega ef hún heldur áfram að tefla,“ sagði Ásta og var greinilega óþolinmóð yflr því hvað Katrín þurfti að hugsa mikið. Þegar hún var spurð hvort það væri ekki eðlilegt að þurfa að hugsa dálítið í skák hristi hún höfuðið. „Maður þarf ekkert að hugsa," sagði hún ákveðin. Þær voru báðar sammála um að það væri skemmtilegra að tefla í skólanum heldur en að liggja yfir bókunum þó að þær væru ekki vissar um hvað væri svona skemmtilegt við þetta. Ásta segist stundum tefla heima við foreldra sína. Þó að hún kenni þeim kannski ekki mikið er hún orðin nógu góð í skákinni til að vinna þau stundum. Taflmót heima Þeir Sverrir og Aron voru einnig mjög niðursokknir í leikinn þegar blaðamaður truflaði þá. Aron viður- kenndi það hikandi að þetta væri skemmtilegra en aðrir tímar í skólan- um. Sverrir var hins vegar ekkert að skafa af hlutunum. „Það er langbest í skák,“ sagði hann. Hann segist einnig vera til í að vera í skák tvo tima í viku en ekki einn eins og nú er. Þeir hafa báðir tekið skákáhugann með sér heim. „Við höfum haldið tafl- mót heima þar sem ég tefli við pabba og mömmu,“ segir hann og bæti þvi við að stundum eigi hann til að vinna þau. Sverrir segist vel geta hugað sér að verða stórmeistari þegar hann verði stór. Aron er hins vegar ekki eins viss um að hann ætli sér að ná svo langt í skákinni. Jafnvel þó hann segist vera miklu betri en Sverrir. -HI Hvaleyrarskóli kennir átta ára börnum skák: Mikil gróska er í skákkennslu meðal yngstu kyn- slóðarinnar og virðist þessi íþrótt hugans njóta mikilla vinsælda meðal 7-9 ára krakka. Tilveran leit inn á tvo staði þar sem skák er kennd og kannaði hvaða gagn það getur gert fyrir börnin að læra skák. Þjálfar rökhugsun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.