Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Neytendur Bragögæöingar DV prófa súrmeti: Enginn afgerandi bestur Úlfar, Dröfn og Sigmar eru íbyggin á svip þar sem þau bragða á súrmeti. Þorramatur 'j- 'i' * ' Dröfn Ulfar Sigmar Samt. | Samkaup ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ 12 | Kjarnafæði ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ 12 [ KEA ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆ 9 Múlakaffi ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆ 9 1 | Bónus ☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆ 8 [ Nóatún ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆ 8 ágætir. Sigmar var þokkalegur ánægður með súrmetið í heild og sagði það hið sæmilegasta. KEA-bakkinn fær þrjú stig Matgæðingarnir voru sammála um gæði KEA-bakkans sem þau kváðu „i lagi“ eða sem samsvarar þremur stigum. Sigmar hrósaði út- liti matarins og sagði magálinn góð- an og súrmatinn helst til of lítið súr- an fyrir sinn smekk. „Bringukoll- arnir voru bestir en hrútspungarnir frekar óspennandi," sagði Sigmar eftir að hafa gætt sér á þessum þorramat. í lokin sagði hann mat- inn greinilega „fjöldaframleiddan en þó alls ekki vondan". Dröfn hrósaöi bakkanum í heild og tiltók að sviðasultan væri vel súr. Súrmeti frá Múlakaffi Múlakafíi hefur um áratugaskeið verið vinsælt þegar kemur að þorra- mat. Það er hægt að borða matinn á staðnum en einnig má taka hann heim, ef menn kjósa svo. Frá Múla- kaffi var prófaður súrmatur ein- göngu. Bragðgæðingarnir voru sam- mála og gáfu þessum súrmat þrjú stig hver. Úlfar sagði reyndar súr- metið ekki alveg vera að sínum smekk og Sigmari fannst súrmetið afar misjafnt að gæðum og sagðist fá á tilfinninguna að það kæmi víða að. „Lundabagginn er góður en sviðasultan nánast ósúr og einnig blóðmörinn," sagði Dröfn um þenn- an mat. Hún hrósaði hrútspungun- um en sagði bringukollana með sér- kennilegu bragði. Fjögur stig hjá öllum Samkaupsbakkinn sem kemur frá Kjötseli í Njarðvík fékk tjögur stig hjá öllum bragðgæðingum. Um Samkaupsbakkann sagði Úlfar: „Skemmtilega súrt það sem á að vera sýrt. Matarmikill og væntan- lega budduvænn bakki." Dröfn var einnig ánægð með Samkaupsbakk- ann en þó fundust henni bringukoll- arnir „alveg ósúrir“. Þá fannst henni svínasultan „vel súr en alveg í rnauki." Lokaorð Drafnar voru að það væri kostur við þennan bakka hversu fjölbreyttur hann væri. Sigmar hrósaði útliti matarins sem hann sagði „hæfilega súrt“. „Sviðasultan og lifrarpylsan voru ljómandi og raunar má segja það sama um lundabaggann," sagði Sig- mar um súrmat Suðumesjamanna. Annar fjögra stiga bakki Kjamafæðisbakkinn fékk jafn- mörg stig og Samkaupsbakkinn sem getið var hér á undan, eöa fjögur stig hjá hverjum og einum bragðgæðinganna. „Girnilegur mat- ur og mjög álitlegur,“ sagði Úlfar um bakkann um leið og hann gaf honum fjögur stig. „Þetta mætti vera súrara. Magállinn var góður,“ sagði Sigmar og bætti við að í heild væri súrmaturinn hinn ágætasti. Dröfn sagði í ummælum sínum að sér fyndist súrmaturinn á þessum bakka einna bestur. Að lokum Þrátt fyrir að stjömugjöfm sé að- eins mismunandi mátti heyra á bragðgæðingunum að þeim fyndist súrmaturinn almennt mjög svipað- ur og ekki eins mikill munur og þau áttu von á. Þau voru einnig sam- mála að súrmaturinn væri ekki alltaf nógu súr fyrir þeirra smekk. -aþ Þorramatur: Salan hefur fariö vel af staö Salan á þorramat fer vel af stað og þeir kaupmenn sem neytendasíðan hafði samband við voru ánægðir með söluna það sem af er og ekki litur út fyrir að salan nú verði minni en í fyrra. Margir þjófstörtuðu því þorra- maturinn var viðast kominn i búðir um það bil viku fyrir bóndadag. En hvað eru menn helst að kaupa? Samkvæmt upplýsingum neytenda- síðunnar halda þorrabakkarnir vinsældum sínum þótt sumir kaupmenn telji þá á undanhaldi og benda á auknar vinsældir lausa- sölunnar. Hvað varðar verð á þorramat á milli verslana þá er munurinn ekkert sláandi. Þorrabakkarnir eru ýmist seldir sem málsverður fyrir einn eða tvo. Algengt verð á bakka fyrir einn eru tæpar 800 krónur og um rúmar 1400 krónur á bakka fyrir tvo. Það er algengast að bakki fyrir einn sé um 500 g. Bónusbakkinn, sem inniheldur eingöngu súrmeti, er sýnu ódýrastur og kostar kdóið aðeins 729 krónur. SS selur sitt súrmeti í fótum og kostar kílóið litlu minna en tíðkast um bakkana eða rétt tæpar tólf hundruð krónur. Þegar keyptir eru þorrabakkar ætti fólk ekki einungis að bera saman verð heldur einnig innihald en afar misjafnt er hversu fjölbreyttir bakkarnir eru. DV-mynd GVA Menn eru famir að blóta þorra og flestar matvöruverslanir bjóða nú upp á þorramat. Þorrabakkar hafa verið vinsælir undanfarin ár og þykir hentugt að grípa til þeirra, ekki síst ef menn ætla að snæða þorramat í hádeginu. Kaupmenn eru þó sammála um að bakkamir séu frekar á undanhaldi en lausa- sala á þorramat fari vaxandi. í tilefni þorrans var bragðgæðing- um DV boðið að bragða á þorramat frá sex framleiðendum víðs vegar af landinu. Bragðgæðingamir eru sem fyrr; Dröfn Farestveit, Sigmar B. Hauksson og Úlfar Eysteinsson. Keyptir voru þorrabakkar frá Kjötseli í Njarðvík en þeir eru seld- ir í verslunum Samkaupa, KEA en þeir fást meðal annars í Hagkaupi og svo auðvitað verslunum KEA fyrir norðan, Bónusbakkinn er frá Bautabúrinu á Akureyri, þorra- bakki frá Kjamafæði á Akureyri en þeir fást meðal annars í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Þá var tekin til prófunar súrmetisfata frá SS en slíkt fyrirkomulag heíúr gefist vel í verslunum Nóatúns. Frá Múlakaöi barst súrmatur en veitingahúsið hefur í áratugi verið leiðandi veit- ingastaður þegar kemur að þorra- mat. Bakkarnir eru eðli samkvæmt misjafnir að gerð og misjafnt hvaða matvæli eru á hverjum þeirra. Mat- gæðingarnir lögðu fyrst og fremst mat á súrmeti bakkanna með tilliti til útlits, lyktar og síðast en ekki síst bragðgæða. Bragðstuðullinn er sem fyrr á bil- inu 1 til 5 (l=mjög vont, 2=vont, 3= í lagi, 4=gott og 5=mjög gott) Eins og í fyrri bragðprófunum höfðu þremenningarnir enga hug- mynd um uppruna né verð bakk- anna á meðan prófunin fór fram. Bónusbakkinn Bónusbakkinn er smærri en al- mennt gerist um þorrabakka og á honum er einungis að finna súr- meti. Sigmar og Úlfar voru sam- dóma í áliti sínu um þennan bakka og gáfu honum báðir þrjú stig. Dröfn var harðari í sínum dómi en hún gaf bakkanum aðeins tvö stig. „Súrmaturinn var ágætur og alveg hæfilega súr en svínasultan var feit og ólystug,“ sagði Sigmar en bætti við að í heild væri maturinn hinn sæmilegasti en lítt afgerandi. Úlfari fannst bakkinn matarmikill og „það sem súrt er, er gott,“ voru orð hans. Dröfn var ánægð með lundabagg- ann sem hún sagði „nokkuð góðan" og svínasultuna kvað hún „góða“. „Sviðasultan er reglulega vond og slátrið aöeins súrt í ysta kanti,“ sagði Dröfn meðal annars um þenn- an þorramat. Súrmeti frá Nóatúni Nóatún selur þorramat frá Slátur- félagi Suðurlands og hefur þann hátt á að setja súrmetið i handhæg- ar fótur í stað þess að selja það á þartilgerðum bökkum. Dröfn og Sigmar gáfu SS-súrmet- inu þrjú stig en Úlfar aðeins tvö. „Mjög lítið súrt,“ sagði Úlfar um súrmetið og Dröfn tók undir að lundabagginn væri í það minnsta al- veg ósúr. Hún kvað lifrarpylsuna mun betri en blóðmörinn. Hins veg- ar þóttu henni hrútspungarnir Óhreinsuö svið bönnuð Lambasvið hafa jafnan verið vinsæl á borðum landsmanna, ekki síst á þorra þegar hefð- bundinn íslenskur matur er hvað vinsælastur.Neytendasíð- unni hafa borist nokkrar fyrir- spumir um bragðleysi sviða sem nú eru seld í verslunum. Samkvæmt upplýsingum DV hefur i raun lítið breyst við sjálfa verkun sviðanna. Þau eru reyndar hreinsuð með sjálfvirk- um burstum á mörgum stöðum en voru handhreinsuð á árum áður. „Það eru um tvö ár síðan sett var reglugerð sem bannar sölu óhreinsaðra sviða. Ástæðan er einfold; þetta er gert til að fyrir- byggja krossmengun. Á meðan sala óhreinsaðra sviða var leyfi- lega þá vai- alltaf hætta á að salmonella bærist i áhöld og þannig í önnur matvæli. Með banninu er tryggt að slíkt gerist ekki,“ sagði Sigurður Örn Hans- son aðstoðaryfirdýralæknir í samtali við DV. Þeir kjötverkendur sem DV hafði samband við sögðust vissulega hafa heyrt kvartanir frá fólki. Það var hins vegar álit þeirra að vel Þorramatur í pósti Fyrir þá sem vilja gleðja vini og vandamenn í útlöndum er víst best að gera það með öðrum hætti en að senda þorramat í pósti. Það er nefnilega bannað að senda slíkan mat til allra landa innan Evrópusam- bandsins og strangar reglur gilda einnig bæði í Bretlandi og í Noregi. Það er helst að Bandaríkin standi mönnum opin að þessu leyti en fólk veröur að gæta þess að fullgilt heilbrigðisvottorð fylgi með sendingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.