Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stjörnuhrap um rennilás Kynlíf er rúmffekt í bandarísku þjóðlífl. Leiðbeininga- rit á því sviði eru jafnan fyrirferðarmikil í efstu sætum metsölulista bóka. Það er til umræðu í tímaritum, sem vilja láta taka sig alvarlega. Næst á eftir ofbeldi skipar það efsta sæti sem aðalefni kvikmynda. Af bókum og tímaritum, kvikmyndum og sjónvarps- þáttum mætti ætla, að Bandaríkjamenn stundi erfiðis- vinnu á þessu sviði. Fólk megi tæpast sjást á almanna- færi án þess að stofna til iðkunar ffjálsra ásta af ýmsu tagi, þar á meðal hvers konar óvenjulegu tagi. Daglegt tal er klúrt í Bandaríkjunum. Menn strá um sig dónaskap í samræðum, rétt eins og íslendingar spak- mælum. Skemmst er að minnast Nixons forseta, sem gat varla komið út úr sér heilli málsgrein, án þess að hún væri krydduð klámfengnum áherzluorðum. Þjóðir, sem hafa samneyti við bandarískt þjóðlíf og bandaríska afþreyingu, verða tæpast klumsa, þótt fréttir berist af því, að forseti Bandaríkjanna þrífi í rennilásinn, þegar færi gefst. Slíkt þykir ekki annað en eðlilegur þátt- ur atferlis, sem þar er á stalli þjóðareinkennis. Svo virðist hins vegar sem Bandaríkjamenn sjálfir verði forviða, ef kona sezt í fang forsetaffambjóðanda. Sá varð umsvifalaust að hverfa frá framboði. Og nú er Clint- on forseti talinn valtur í sessi, af því að honum hafi ekki tekizt að halda leyndu ffamhjáhaldi sínu. Mitterand Frakklandsforseti átti dóttur í meinum, en það komst ekki I hámæli fyrr en að honum látnum og var hún þá orðin uppkomin kona. Slíkt þætti ógn og skelfing í' Bandaríkjunum í samanburði við tiltölulega hversdagslegar uppákomur, sem þar eru í fréttum. Bretar eru eina vestræna þjóðin, sem kemst í hálf- kvisti við Bandaríkin í pólitískum vandræðum í kynlífi. Það var lengi afskrifað, sem eitthvert óeðli, sem menn hefðu lært í kynskiptum einkaskólum brezku yfirstéttar- innar. Slíku er ekki til að dreifa í Bandaríkjunum. Við hljótum að spyrja Bandaríkjamenn, hvort þeir telji ffjálslegt kynlíf vera eitthvað til að skrifa um og sýna, tala um og kæra, en hins vegar megi ekki undir neinum kringumstæðum iðka það. Þverstæðan og tvískinnungur- inn eru greinilega saman í einni lest þar vestra. Þetta sérstæða ástand getur leitt ístöðulitla stjómmála- menn á villigötur meinsæris. Clinton er kjörið fómardýr slíkra vandræða. Hann er maður, sem skiptir sífellt um skoðun, ef hann hefur nokkra, og skoðar sjálfan sig sí- fellt í spegli umhverfisins, einkum skoðanakannana. Fólk með veika sjálfsmynd þarf sífellt að sanna sig fyr- ir umhverfi sínu og fá þaðan staðfestingu, jafnvel á rúm- stokknum, ef ekki vill betur. Veik sjálfsmynd er algeng- ur samnefnari bandarísks ffægðarfólks, hvort sem er í stjómmálum eða skemmtanabransanum. Ekki er eftirsjá að Clinton, ef hann verður felldur á króki meinsæris. Hann er illa hæfur handhafi fram- kvæmdavalds, á erfitt með að ákveða sig og er sífellt að hlera þjóðarsálina. Stjómarathafnir hans hafa rambað út og suður. En hann hélt lengi stjömuskini sínu. Skyndilegt gengishrun hans ætti að vera Bandaríkja- mönnum umhugsunarefni. Af hverju var svona skammt milli vinsælda og útskúfunar? Hvers vegna hefur orðið lítið úr bandarískum forsetum að undanfómu? Er eitt- hvað bogið við sjónarmiðin, sem ráða vali þeirra? Bandaríkjamenn ættu að íhuga, hvers vegna hneyksli em fylgifiskur einnota frægðarfólks, hvort eitthvað sé at- hugavert við sjálfa dýrkendur stjömuskins? Jónas Kristjánsson .Þegar Grafarvogs- og Borgarholtshverfin verða fullbyggö munu búa þar yfir 20 þúsund manns. Grafarvogur í góðum málum A grundvelli laga um reynslusveitar- félög er Reykjavík- urborg að fram- kvæma merkilega stjómsýslutiiraun í Grafarvogi. Borgin vill stuðla að því að efla Grafarvog sem sterka heild þar sem íbúar taka ábyrgan og virkan þátt í uppbyggingu hverfisins. Grafarvogur er yngsta hverfi borg- arinnar og hefur um margt sérstöðu. Þar hefur á fáum árum risið um 14 þúsund manna byggð eða litlu minni en Akureyri. Þegar Grafar- og Borgarholtshverfm verða fullbyggð munu búa þar yfir 20 þúsund manns. Þá hefur hverfið sérstöðu að þvi leyti að 41% íbúa eru 18 ára eða yngri og fjölskyldur eru stærri en í öðrum hverfúm borgarinn- ar. Ellilífeyrisþegar em fáir eða aðeins 2,4% af íbúafjöldan- um. Kjallarinn Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og vara- ma&ur hverfisnefndar Grafarvogs tekin í notkun og jafn- framt inni-kennslusund- laug. Miögaröur fjöl- skylduþjónustan í Grafarvogshverfi Stjómsýslutilraunin felst í því að mynduð er hverf- isnefnd skipuð þremur borgarfiilltrúum og tveimur fulltrúum kjöm- um af íbúasamtökum Grafarvogs. Hverfis- nefndin setti á stofii sl. haust hverfismiöstöð sem ber heitið Miðgarður, fjöl- skylduþjónustan í Grafar- vogshverfi. Markmið hverfismið- stöðvarinnar er að bæta og hagræða þjónustu við íbúa Grafarvogs með „Heildanammi vegna reksturs Miðgarðs og hverfisnefndar fyrir árið 1988 er rúmar 50 m. kr. Rúm- lega helmingur launakostnaðar kemur frá römmum annarra borg- arstofnana en hinn hlutinn er greiddur úr borgarsjóði samkvæmt fjárhagsáætlun.u Þessi bamafjöldi hefur m.a. kraf- ist mjög örrar uppbyggingar, bæði leik- og grunnskóla. Á síðasta ári var tekinn í notkun nýr og fúllbúinn skóli, Engjaskóli, einnig leikskólinn Hulduheimar, auk viðbygginga bæði við leik- og grunnskóla. Haust- ið 1997 hóf Borgarholtsskóli, sem er fiölbrautaskóh, göngu sína. Á næsta ári verður ný glæsileg útisundlaug samræmingu á opinberri þjónustu, auka lýðræði með því aö veita íbú- um, fúlltrúum félagasamtaka og starfsmönnum aukin áhrif á nán- asta umhverfi og fyrirkomulag þjón- ustu Reykjavikurborgar í hverfmu. Þá mun miðstöðin skipuleggja sam- starfsverkefni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavíkurborgar. Veriö er að koma á sérstöku hverfisráði sem verður samráðsvett- vangur allra stofnana hins opinbera og fulltrúa allra félagasamtaka í hverfinu þannig að öll sjónarmið eiga að geta komið fram. Fjölskylduþjónustan Miðgarður tók formlega til starfa í byrjun sept- ember. Þegar er fengin nokkur reynsla af starfseminni og lofar hún góðu. Vel skilgreint átak Á vegum Miðgarðs er hafið verk- efhi sem hefúr fengið nafnið „Graf- arvogur í góðum málum". Þetta er átak til að efla heilbrigði bama og unglinga. Eftirfarandi markmið eru lögð til grundvallar: Fyrirmyndarskólastarf í Grafar- vogi. Að efla jákvætt tómstundastarf. Að vinna gegn allri neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefiia hjá bömum á grunnskólaaldri. Lykilaðilar í uppeldi bama og unglinga skulu skilgreina hlutverk sitt og leiðir í forvömum. Þetta er mikilvægt átak og ein- staklega vel skilgreint. Umsjón með hveiju markmiði hafa fiölmargir að- ilar i hverfinu, t.d. unglingaráð Grafarvogs, vímuvamarfulltrúar skólanna, lögreglan, félagsmiðstöðv- ar og foreldrar. Heildarrammi vegna reksturs Miðgarðs og hverfisnefndar fyrir árið 1998 er rúmar 50 m. kr. Rúm- lega helmingur launakostnaðar kemur frá römmum annarra borgar- stofnana en hinn hlutinn er greidd- ur úr borgarsjóði samkvæmt fiár- hagsáætlun. Hér er að minu mati um merka nýjung að ræða þar sem íbúum gefst kostur á að hafa sem mest áhrif á nánasta umhverfi sitt. Þetta er það næsta sem við höfúm komist íbúalýðræði en það hlýtur að vera eftirsóknarvert. Sigrún Magnúsdóttir Skoðanir annarra Þingmannaferðir „Bezt fer á því, að reglan verði sú, að Alþingi borgi allar ferðir þingmanna, sem á einn eða annan hátt tengjast starfi þeirra. í því tilviki, þegar þing- nefndir fara til útlanda til þess að kynna sér ákveð- in mál, eins og í tilviki samgöngunefhdar Alþingis fyrir nokkrum vikum er sjálfsagt að þingið borgi slíkan ferðakostnað.... Hið sama á við um ferðir sem þingmönnum kann að vera boöið til á vegum einka- fyrirtækja.“ Úr forystugrein Mbl. 25. janúar. Mengun einkabíla? „Nú þykir fint að tala um rafbíla. Mengun af fram- leiðslu raforku er ekki vandamál á islandi. En eru rafbílar mengunarlausir? Þeir þurfa að geyma orku- forða sinn 1 sér. Bíll af meðalstærö þarf upp undir hálft tonn af rafgeymum til þess að komast um 100 km. Er framleiðsla þessara rafgeyma mengunarlaus? Er eyðing þessara rafgeyma, sem yfirleitt endast illa, mengunarlaus? ... Fyrir alla muni, hættum að gefa í skyn að bílar séu mesti loftmengunarvaldurinn. Birtum heldur myndir af skipum með heimsendis- fréttum um gróðurhúsaáhrif.“ Sigurður Hreiðar í Degi 24. janúar. Þvílík kvennasamstaða „Þvílík kvennasamstaða, þvílík kvennabarátta, þvílikar lýöræðishugsjónir. Kvennalistinn hefur gegnum tíöina krafist þess að fá aðgang að öllu þrátt fyrir smæðina, m.a. ferðum til Sameinuðu þjóðanna og hefur þótt fyrirkomulagið mjög óýðræðislegt. Núna snúa þær við blaðinu og ganga frá Heródesi til Pílatusar til að koma í veg fyrir að ég fái peninga til að sinna mínu starfi. Mér finnst þetta nöturleg enda- lok Kvennalistans." Kristín Ástgeirsdóttir í Mbl. 24. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.