Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Gu&rún Björg segir heimsóknartímann, sem var um miðjan dag, hafa slitið daginn og raskað mjög ró sængurkvenna og nýfæddra barna. DV-mynd BG Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir yfirljósmóðir: Fjölskyldan í fyrirrúmi Íendalausri jafhréttisumræðu undanfarinna ára virðast ný- bakaðir feður oft hafa setið á hakanum. Nú er svo komið að pabb- amir eru famir að sækja í sig veðr- ið og neita að vera settir til hliðar þegar börnin þeirra líta loksins dagsins ljós. Nýlega náðu feður góðum árangri í jafnréttisbaráttunni þegar þeir fengu rétt til fæðingarorlofs og í sumar var fyrirkomulagi á heimsóknartímum sængurkvenna á Landspítalanum breytt, feðrunum í hag. Ólíkt því sem áður var þegar ný- bakaður pabbinn mátti aðeins um- gangast konu sína og bam í tæpa tvo klukkutíma á dag er sængurkvenna- deildin opin feðmm og systkinum frá kl. 14 til 21. Reyndar geisar nú svokallaður RS-vfrus sem smitast aðaliega með bömum og gerir það að verkum að systkini yngri en 12 ára mega ekki koma í heimsókn á sængurkvennadeildimar. Það er að- eins tímabundið bann. Afar og ömm- ur em líka alltaf velkomin en ekki er lengur tekið við öðrum gestum. Heimsóknartíminn erfiði Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir yfirljósmóðir segir tilganginn með þessu breytta fyrirkomulagi aðal- lega vera að auka aðgengi feðra að bömunum. „Hann var auk þess þreytandi þessi heimsóknartími sem dag hvem setti allt úr skorðum. Klukk- an þrjú vom bömin tekin af mæðr- unum og sett i sérstakt herbergi. Það truflaði til dæmis viðkvæmar brjóstagjafir. Síðan kom allur þessi fjöldi ættingja og vina í heimsókn og mannfiöldinn hér var slíkur að það var eins og 17. júní væri haldinn há- tíðlegur hér á hverjum degi. Álagið var mikið og mæðurnar, sem flestar voru dauðþreyttar eftir fæðingu, fengu til sín hátt í tuttugu manns í heimsókn á einum klukkutíma," segir Guðrún Björg. „Feður em mjög ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag enda fá þeir mun meiri tíma með bömunum sin- um. Við fengum þakkarbréf frá jafn- réttisnefnd karla þar sem látin var í ljós ánægja með þetta skref í átt að jafhrétti og auknum rétti feðra til að umgangast bömin þeirra. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur auk þess beint þeim tilmælum til alira er málið varðar að auka rétt feðra til að umgangast afkvæmin." Gestagangurínn heima Á fyrstu dögum lífsins verja nú bömin mun meiri tíma í faðmi fiöl- skyldunnar en áður og era sjaldnast i umsjá ljósmæðranna. Það hlýtur aö teljast af hinu góða en ekki eru þó allir yfir sig hrifnir af þessum nýju reglum. Þar sem færri mega koma í heimsókn á spítalann hafa nokkrar verðandi mæður lýst yfir áhyggjum sínum af auknum gestagangi þegar heim er komið. Guðrún vill meina að nýju reglumar breyti þar engu um. „Þeir vinir og vandamenn sem kæmu ef það væri leyft létu að öllum líkindum einnig sjá sig á heimilinu nokkrum dögum eða vikum síðar. í heimsóknartimunum fékk fólk að- eins að líta bömin augum i gegnum gler en flestir vilja sjá nýjan ein- stakling betur og sækja foreldrana því heim skömmu síðar.“ „Það sem allir aðstandendur, vinnufélagar og vinir ættu að gera er að dreifa heimsóknunum til bamsins. Eins væri ráðlegt að koma með bakkelsi með sér í stað þess að ætlast til að fá veitingar hjá nýbök- uðum foreldrum sem hafa í mörgu mikilvægara að snúast en kökugerð. Fyrstu vikumar með nýfæddu bami era viðkvæmur og dýrmætur tími sem má ekki sóa,“ segir Guðrún Björg. Systkinin góð og stillt Eintiverjir gætu ímyndað sér að þar sem systkinin mega dvelja meira hjá móðurinni á sængurkvennadeild- inni verði meiri læti og fyrirgangur þar allan daginn. „Alls ekki,“ segir Guðrún Björg. „Feðurnir og systkinin eru ekki allan daginn á deildinni. Meira er um að þau líti inn nokkrum sinnum á dag. Starfsfólk deildarinnar þarf að sjálf- sögöu að taka tillit til fleira fólks og gefa fleiram upplýsingar um hitt og þetta. Það er reyndar að mínu mati bara jákvætt. Staðreyndin er hins vegar sú að yfir sængurkvennadeild- unum er nú miklu meiri ró.“ -ilk Pabbi Síðastliðið sumar var heimsóknartímum á sængurkvennadeildum Landspítalans breytt. Tilgangurinn var að auka að- gengi feðra að börnum sínum og draga um leið úr gestagangi á deildunum. Skiptar skoðanir eru um þessar nýju reglur sem tak- marka mjög heimsóknir en jafna um leið hlutverk föður og móður. Hvernig skyldi þetta breytta fyrirkomulag ganga og hvaðfinnst þeim sem í barneignum standa? Og barn mamma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.