Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 27 Fréttir íslensk sendinefnd á ferð 1 Maine-ríki í Bandaríkjunum: Miklir möguleikar á við- skiptum fyrir Húsvíkinga DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður með ferð- ina og tel að hún muni skila okkur verulegum árangri þegar litið er til framtíðar," segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, en hann var í íslenskri sendinefnd sem er ný- komin til landsins eftir ferð um Maine-ríki í Bandaríkjunum. Auk Einars voru í sendinefndinni forseti bæjarstjórnar Húsavíkur, fulltrúar frá Fiskiðjuscimlagi Húsavíkur og Aldins hf., Finnur Ingólfsson iðnað- ar- og viðskiptaráðherra og fulltrú- ar ráðuneyta hans. Einar Njálsson segir að Maine- riki hafi orðið fyrir valinu, ekki síst vegna þess að þaðan kemur trjávið- ur sá sem þurrkaður er í verk- smiðju Aldins á Húsavík og voru haldnir fundir með verslunar- og viðskiptaráði ríkisins. Einar segir ljóst að sú ódýra orka sem Húsvík- ingar hafa yfir að ráða til þurrkun- ar á harðvið sé mjög áhugaverð fyr- ir bandarísku aðilana og gegnum ís- land opnist greið leið að Evrópu- markaði fyrir harðviðinn. Ýmsir möguleikar á frekara samstarfi hafi verið ræddir í þvi sambandi, s.s. frekari fullvinnsla á viðnum hjá Aldin. Einar segir einnig ljóst að mögu- leikar séu tvímælalsust fyrir hendi á samstarfi í fiskiðnaði en þau mál þurfi að vinna betur. Hann telur eðlilegt að það næsta sem gerist í þessum málum sé að til Húsavíkur komi sendinefnd frá Maine-ríki svo* bandarísku aðilamir geti kynnt sér af eigin raun hvað Húsavík hafi upp á að bjóða fyrir þá. -gk Félagsstofnun stúdenta: Styrkir fatlaða nemendur í Hl Félagsstofnun stúdenta færði Há- skóla íslands 700 þúsund króna styrk til tækjakaupa fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sér- þarfir. Styrknum var varið til kaupa á tölvubúnaði og forritum sem svara þörfum þessara nem- enda, og einnig var keypt sjúkra- rúm fyrir nemendur sem eiga við langvarandi veikindi eða fótlun að etja og þurfa því að geta hvílst á skólatíma eða í prófi. Alls era 104 fatlaðir nemendur við nám í Há- skólanum. Flestir þeirra eru með dyslexíu, eða alls 38 nemendur. Birkir R. Gunnarsson hóf nám við tölvunarfræði í haust og er fyrsti blindi nemandinn sem er skráður í raunvísindadeild. Hann segir að mikill akkur sé í tækjabún- aði fyrir nemendur með sérþarfir. Birkir segir lífsnauðsynlegt að hafa séraöstöðu í námi sem þessu. Hann segir mun erfiðara fyrir fatlaða nemendur að hefja nám í Háskólan- um en í framhaldsskóla þar sem bekkjarkerfíð er við lýði, og hver kennari þarf aðeins að sinna 20 nemendum í stað 200. Samskipti við nemendur og kennara verði því mun ópersónulegri í Háskólanum. -Sól. Stjórnarmenn Félagsstofnunar stúdenta færðu Háskólanum tækjabúnað fyrir fatlaöa nemendur aö gjöf í tilefni af því að 30 ár eru liöin frá því stofnunin var sett á iaggirnar. DV-mynd Brynjar Gautt^ Toyota Carina E, árg. 1993, grár, ek. 93 þús. km. Verö 1.230 þús. Land Rover Defender, árg. 1997, vínrauður, ek. 10 þús. km. Verö 2.590 þús. Peugeot 405 stw., árg. 1995, hvítur, ek. 50 þús. km. Verö 1.290 þús. Dodge Sratus, árg. 1995, vínrauður, ek. 69 þús. km. Verö 1.790 þús. Plymouth Breeze, árg. 1997, grár, ek. 29 þús. km. Verö 1.990 þús. Peugeot 405 SRi, árg. 1995, vínrauður, ek. 59 þús. km. Verö 1.350 þús. Chrusler Neon, arg. 1996, dökkgrænn, ek. 46 þús. km. Verö 1.390 þús. Jeep Cherokee Laredo, árg. 1991, dökkgrænn, ek. 81 þús. km. Verö 1.590 þús. Dodge Grand Caravan, árg. 1996, drappl., ek. 34 þús. km. Verö 2.790 þús. Plymouth Caravan Rally, árg. 1996, vínrauður, ek. 69 þús. km. Verö 2.490 þús. Jeep Wrangler Rene, árg. 1992, svartur, ek. 70 þús. km. Verö 1.690 þús. Grand Cherokee Laredo, árg. 1996, dökkgrænn, ek. 49 þús. km. Verö 3.390 þús. Nissan Patrol dísil, árg. 1993, rauður, ek. 123 þús. km. Verö 2.390 þús. Dodge Dakota LE, árg, 1992, grár/blár, ek. 50 þús. km. Verö 1.250 þús. Chrysler Grand Caravan, árg., 1995, hvítur, ek. 49 þús. km. Verö 2.490 þús. Suzuki Sidekick, árg. 1993, svartur, ek. 50 þús. km. Verö 1.290 þús. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 13-17 * t*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.