Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Clinton harðneitar ásökunum um kynferðislegt samband við lærlinginn: Frétt um vitni að at- lotum reyndist röng Bandaríska dagblaöið Dallas Morning News dró í morgun 'til baka frétt sem þaö birti í netútgáfu sinni í gærkvöld um að maður úr lífverði forsetans hefði komið að Clinton og lærlingnum Monicu Lewinsky í ástaratlotum. í yfirlýsingu frá blaðinu segir að heimildarmaður fréttarinnar hafi skýrt frá því að hún væri röng. Á forsíðu netútgáfunnar kom fram að umræddur lífvörður hefði rætt við starfsfólk Kenneths Starrs saksóknara. David Kendall, lögfræðingur Clintons, hafði þegar fordæmt frétt blaðsins í Dallas og sagt hana ranga og illkvittnislega. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom fram á fundi með fréttamönn- um í Hvíta húsinu í gær og vísaði þar alfarið á bug öllum fullyrðing- um um að hann hefði átt í kynferð- islegu sambandi við Monicu Lewin- sky, fyrrum lærling í Hvíta húsinu, Færeyingar íhuga skaða- bótakröfu Landstjórnin í Færeyjum und- irbýr nú hvernig standa eigi að mögulegri skaðabótakröfu vegna bankamálsins. í kjölfar fundar með Edmund Joensen lögmanni hafa allir þingflokkar útnefnt fulltrúa í nefnd sem á að hafa eft- irlit með undirbúningnum að skaðabótakröfu verði slík borin fram. „Það er gífurlega mikil- vægt að við séum samstiga i við- brögðum okkar,“ segir formaöur nefndarinnar. Jeltsín sendir sendiboða til íraks Borís Jeltsín Rússlandsforseti ákvað í gær að senda sérlegan sendiboða til íraks sem reyna á að leysa deiluna milli Sameinuðu þjóðanna og yfirvalda í írak um vopnaeftirlit. Bandarísk yfirvöld vöruðu í gær íraka við og sögðu að fresturinn til að ná diplómat- ískri lausn væri brátt á enda. Sagði talsmaður Hvíta hússins að vandamál Clintons Bandarikja- forseta kæmu ekki i veg fyrir áætlanir um aðgeröir gegn írak. og hvatt hana til að ljúga til um það. Dagblaðið New York Times skýr- ir frá því í dag að Lewinsky hafi hitt Clinton einslega í Hvíta húsinu seint í síðasta mánuði, jafnvel þótt embættismenn stjórnarinnar hefðu fyrirskipað að aðgangur hennar að Hvíta húsinu skyldi takmarkaður. Blaðið segir að fundurinn hafi verið haldinn tveimur vikum eftir að Monica fékk stefnu þar sem henni var gert að bera vitni í kynferðis- áreitnimáli Paulu Jones gegn forset- anum. Blaðið hefur þetta eftir bæði fyrrum starfsmanni Hvita hússins og vini Lewinsky. Fullyrðingarnar um meint kyn- ferðislegt samband forsetans við Lewinsky og tilraunir síðar til að hylma yfir það eru alvarlegasti vandinn sem Clinton hefur þurft að glíma við í Hvíta húsinu. En Clint- on lét engan bilbug á sér finna í gær þegar hann kom fram á fundi með fréttamönnum. „Ég vil segja eitt við bandarísku þjóðina. Ég vil að þið hlustið á mig. Ég segi það enn og aftur, ég átti aldrei í kynferðislegu sambandi við William Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky. þessa konu, Lewinsky," sagði forset- inn og veifaði fmgri til að leggja áherslu á mál sitt. „Ég sagði aldrei neinum að ljúga, ekki í eitt einasta skipti, aldrei. Þessar ásakanir eru rangar og ég þarf að snúa mér að því að vinna fyrir bandarísku þjóðina," sagði for- setinn. Þar átti hann við stefnuræðu sína sem hann flytur í þinginu i nótt að íslenskum tíma. Clinton svaraði ekki spurningum fréttamanna eftir þessa fimmtu yfir- lýsingu sína um málið á sex dögum. Lewinsky hefur sagt í eiðsvarinni skýrslu að hún og Clinton hafi aldrei átt í ástarsambandi. Hún heldur hinu gagnstæða fram á seg- ulbandsupptökum af samtölum hennar og fyrrum samstarfskonu. Þar segist hún hafa átt munnmök við forsetann í Hvíta húsinu og einnig „símamök" seint á kvöldin. Kenneth Starr hefur sent fjölda manns stefnu um að bera vitni í málinu, þar á meðal Vernon Jordan, lögfræðingi og einkavini Clintons, sem sakaður er um að hafa fengið Monicu til að ljúga um samband hennar og forsetans. Hillary forsetafrú er sögð hafa tekið að sér að stjórna varnarað- gerðunum úr Hvíta húsinu. Hún sagði þó ekkert um málið í ferð til New York í gær. Reuter Hillary Clinton forsetafrú hefur tekiö aö sér stjórn varnarbaráttunnar í Hvíta húsinu gegn ásökunum um kynferöis- legt samband forsetans viö lærlinginn Monicu Lewinsky í Hvíta húsinu. Hér hvíslar hún einhverju í eyra bónda síns á fundi meö fréttamönnum í gær þar sem kynlífsmálið bar varla á góma þótt enginn hafi um annað hugsað. Uppsveifla Veikari staða Bandaríkjanna vegna vandamála Clintons Banda- ríkjaforseta olli uppsveiflu á mörkuðum í Asíu í gær. Klámmessa Vegna mikillar aðsóknar hafa aðstandendur klámmessu á Jót- landi ákveðið að veita Kristilega þjóðarflokknum um milljón ís- lenskar krónur í styrk. Flokkur- inn hafði hvatt almenning til að hunsa messuna. Þakkaði páfa Fidel Kastró Kúbuforseti kvaddi í gær Jóhannes Pál páfa og þakkaði hon- um fyrir öll orð sem hann hafði látið falla, einnig þau sem Kastró var ósammála. Fréttaskýrend- ur segja erfitt að segja fyrir um hvers konar áhrif heimsókn páfa muni hafa á Kúbu. Enginn er þó í vafa um að bæði páfi og for- setinn voru ánægðir með heim- sóknina. Hættu friðarviðræðum Flokkur Sambandssinna á N-ír- landi, UDP, dró sig i gærkvöld úr friðarviðræðum. Taldi flokkur- inn, sem tengist hryðjuverkahópi mótmælenda, að til stæði að vísa honum frá viðræðunum. Þess vegna hætti hann þáttöku. Óveður á Spáni Skíðamaður lét lífið er hann féll í gil vegna lélegs skyggnis í snjókomu í Pýreneafjöllunum á Spáni. Tveggja skíðamanna er saknað eftir óveðrið. Kærir Noregsstjórn Norskur námsmaður, sem lyktaði svo illa að honum var bannað að stunda nám við Óslóar- háskóla, hefúr farið með mál sitt fyrir Mannréttindadómstólinn í Strasbourg. Drottningarmóðir skorin Elísabet, drottningarmóðir í Bretlandi, gekkst í gær undir mjaðmaliðsað- gerð sem heppnaðist vel, að því er lækn- ar greindu frá. Drottningar- móðirin, sem er 97 ára, datt á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hún mjaðmarbrotnaði. Brundtland vongóð Gro Harlem Brundtland, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs, er vongóð um að verða í dag fyrir valinu sem nýr yfirmaður Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Hún keppir við fjóra aðra um embættið. Reuter úTsöLUŒmaaj /zm 40% afsláttur Skipholti 1 Sími: 552 9800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.