Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1998 tenning 11 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ljóðabækurnar Peter Laugesen. A föstudaginn verða greidd atkvæði um bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs á fundi dóm- nefndar í Stokkhólmi. Að þessu sinni eru dómnefnd- armenn þrettán og til- nefndar bækur jafnmarg- ar, meðþví Færeyingar, Grænlendingar og Samar hafa lagt fram verk. Að jafnaði eru einungis tíu í dómnefndinni og jafnmörg verk til umfjöllunar, tvö frá hverju landi: Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. ís- lensku verkin í ár eru skáldsagan Þorvaldur víð- förli eftir Árna Bergmann og ljóðabókin Vötn þín og vængur eftir Matthías Jo- hannessen. Önnur verk sem til álita koma skiptast þannig: sex ljóðabækur, þrjár skáldsögur, eitt smásagnasafn og syrpa með ljóðum, ræöum og ritgerðum. í fyrri grein verður fjallað stuttlega um ljóðabækurnar. Bundið mál Pjaltetider eftir danska skáldið Peter Laugesen er 43ja ljóðabók hans. Hann kemur víða við í ljóð- um sínum, rifjar upp bernskuminningar sveita- drengs og erfiða skólagöngu, fjallar með sam- blandi af spaugi og djúpri alvöru um aðstæður nútímamannsins, leit hans að fótfestu og tilgangi. Ljóðin eru einföld og myndrik, lýrísk og pólitiskt meðvituð, gefa atvikum hvunndagsins raunhæft form og birta lífssýn sem er í senn raunsæ, ókval- ráð og hóflega bjartsýn. Tua Forsström er eitt helsta ljóðskáld sænskumælandi Finna. Áttunda ljóðabók henn- ar, Efter att ha tilbringat en natt bland hástar, er að hluta til sérkennilegt bréfasamtal við rúss- neska kvikmyndahöfundinn og sálufélagann Andreí Tarkovskí, en hún beinir líka orðum til Sextusar Propertiusar, Hómers og Werners Aspenströms. Tónninn er léttur og einatt grá- glettinn, en viðfangsefnin eru ástin, sorgin, ör- birgðin og uppgjöfin. í ljóðunum eru miklar andstæður, ljóslifandi svipmyndir og huglægar athugasemdir, einfaldleiki og flókin mynstur, hversdagleiki og djúp andakt. Megineinkenni bókarinnar eru tilfmningahiti, lífsjátning og ljóðræn upplifun veruleikans. Færeyska framlagið er sjötta Ijóðabók Carls Tua Forsström. Risten Sokki. Bókmenntir Sigurður A. Magnússon Jóhans Jensens, Tímar og rek, í danskri þýð- ingu Eriks Skyum- Nielsens undir heitinu Vraggods af tid. í bókinni eru 26 ljóð, helming- ur þeirra í ströngu sonnettuformi. Bókin er ákaflega þétt 1 sér og við fyrstu sín óárennileg, samin á sérkennilegu og gagnorðu máli í nokk- urskonar símskeytastíl. Viðfangsefnið er alda- skilin, nýtt upphaf sem á rætur í fortíðinni og er i raun framhald þess sem var. Skáldið vitnar jafnt í norrænar sem kristnar vésagnir og teng- ir þær tækni og vísindum samtímcms. Umgerð og viðmið ljóðanna er málverk eftir færeyska málarann S.J. Mikines, „Líkskari 1951“. Framlag Norðmanna er ljóðabókin Anchorage eftir Bjorn Aamodt, sem einnig var tilnefndur árið 1994. Þessi bók er mun „opnari“ en sú fyrri, þó hún sé langtífrá öll þarsem hún er séð. Aamodt er sjómaður og rifjar upp árin á sjónum með því að yrkja um 43 staði sem hann hefur gist, frá Rost til Treasure Island, frá Nyhavn til Singapore. Bókin er ákaflega fjölbreytileg, leik- andi létt og full af óvæntum athugasemdum og hugsanatengslum, stíllinn knappur og kjarnyrt- ur. Andstæðurnar eru sláandi, ferskt sjávarloft og þræsinn ódaunn káetunnar, vítt úthafið und- ir stjörnubjörtum himni og prísund trillubáts- ins. Aamodt hefur til að bera jarðbundna einurð sjomannsms og er ósmeykur við að nota óheflað tungutak ef því er að skipta. Samar leggja fram tví- tyngda ljóðabók, Bonán bonán soga suonaid - Jeg tvinner tvinner slektas sener, eftir Rust- en Sokki, sem sjálf hefur þýtt frumraun sína á norsku. Ljóðin eru sam- in á ákaflega einföldu máli og virðast við fyrstu sýn næsta beina- ber, en bakvið einfald- leikann skynjar maður sterkar tilfinningar. Ljóðin fjalla bæði um ást og djúpa sorg: ástina á kynslóðum Sama í for- tíð, nútíð og framtíð, ást- ina á körgu umhverfi Samalands sem bæði verndar og nærir, og um náið samband manns og náttúru. Sorgin tengist atburðum á síðustu öld þegar Samar í Kauto- keino gerðu uppreisn gegn norskum valdsmönn- um sem leiddi til manndrápa. Langafi skáldkon- unnar, Aslak Jacobsen Hætta, var annar leiðtog- anna sem llflátnir voru í Alta árið 1854. Hann var þrítugur og lét eftir sig konu og tvo syni, eins og fjögra ára. Sænska framlagið er ljóðabálkurinn Fágeljagama eftir Lennart Sjögren, sem er eitt helsta ljóðskáld Svía og líka kunnur listmálari og fjárbóndi á Öland. Bálkurinn fjallar um drukknun þriggja veiðimanna sem skáldið heyrði um í æsku og gat ekki gleymt. Ljóðin eru víxlsöngur milli þeirra sem drukknuðu og hinna sem eftir stóðu á vatnsbakkanum. í með- förum skáldsins verður slysið örlagadrama, til- vistarlegur harmleikur sem hefur miklu víðtækari skirskotun en hið hörmu- lega atvik. Ferðin inní dauðann verður æviferð og víxlsöngur milli lifsins sem stefnir í dauðann og lifsins sem verður að halda áfram með myrkan harminn í farteskinu. Ljóðabálkurinn er einkennilega nærgöng- ull, einskonar vésögn um hlutfallið milli lífs og dauða. Skáldsögurnar bíða morguns. Schola cantorum Tónleikamir í Hallgrímskirkju á sunnudaginn voru af þeirri gerðinni þar sem bannað er að klappa, enda tónlistin eingöngu trúarleg og vænt- anlega til þess að koma áheyrendum í tilbeiðsluskap. Á efhisskránni voru mótettur eftir ýmis tónskáld, og einnig sálmar sem sungnir voru í „gregorssöngvastíT. Flytjendur voru kammersönghópur Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, og var stjómandi Hörður Áskelsson. Schola cantoram er ágætur kór og stóð sig prýðilega á tónleikunum. Á efnisskránni vora mótettur frá ýms- um tímabilum; hinar eldri eftir Bach (Komm, Jesu, komm, BWV 229), og 5 radda mótetta úr „Israelsbrunnlein" eftir Johann Hermann Schein, sem lést árið 1630. Flutningur Schola cantorum í síðarnefnda verkinu var einstaklega fallegur; söngurinn hreinn og áhrifamikill. Samt er tón- leikahald i Hallgrímskirkju geysi- lega vandasamt, því bergmálið er svo mikið og getur auöveldlega kaf- fært hina fegurstu tóna. í verkinu eftir Bach var töluvert um breyting- ar í raddstyrk, og þegar kórinn söng sterkt átti bergmálið það til að kæfa veikari kaflana sem komu strax á eftir. Tónlistin naut sín því ekki sem skyldi - maður heyrði eiginlega bara helminginn af henni skýrt. Þetta hefði verið hægt að koma í veg fyrir með því að hafa veikari hlutana að- eins sterkari. Tónlist Jónas Sen Gef oss í dag vorn daglega harm Konu þekkti ég sem krafðist þess að móðir hennar kæmi í heimsókn. Ég get komið eftir hálfsex, sagði móðirin, þá er þátturinn minn bú- inn. Hvaða þáttur? spurði dóttirin og undirbjó höfnunarkennd. Leiðarljós, svaraði gamla kon- an. Ef þú þarft endilega að horfa á eitthvert rasl í sjónvarpinu, þá hlýtur það að sjást i mínu sjónvarpi líka, æpti dóttirin, neyddi aldraða móður sína upp í jeppann og hafði hana á brott með sér. En! Dóttirin var nýflutt í loft- netslaust hús og engin mynd skil- aði sér á skjá- inn og gamla konan hrifs- aði sína prjóna og tók strætó heim á vit tækni og menningar, sama sem, Leið- arljóss. Og sápan freyðir.... Hún tók ómerki- lega sápu fram yfir mig! kveinaði dóttirin og kvaldi sig með því mánuðum saman. Auðvitað gerði hún það. í Leiðarljósi fer harmurinn fram eftir handriti. Annað en í venjulegum fjölskyldum. Venjulegar fjölskyldur eru hysknar með harmleiki sína, þeir hellast yfir fyrirvara- og takmarkalaust. Allt annað að skrúfa frá skelfingunum korter í fimm og vita að þær taka enda hálfsex. Það ræður maður við. Fólkið í Leiðarljósi er líka svo þægilegt. Oft- ast velja framleiðendur sápuþáttaleikarana sam- kvæmt tískuútliti dagsins og panta tíu einrækt- aða af hvora kyni. Sjö hundrað þáttum síðar era ötulustu áhorfendur enn að rugla þeim saman. í Leiðarljósi hafa leikaramir mis- munandi áferð og eru auðþekktir, sem er enn heppilegra fyrir þaö að þeir eiga til að skipta um nafn í íslenska textanum. Einstaklingshyggjan end- ar þó þar sem eyrna- lokkar kvennanna byrja, þær fá allar sendingu frá sömu blikksmiðjunni í hverjum þætti. Á maður að trúa því, eins og þær era lítið elskar hver að annarri, að þær séu svona samstilltar í vali á eyma- skrauti? Fatadeildin reynir að bæta fyrir yfirsjónir skartgripadeildarinnar. Tæfan berar lostafullt holdið í slæðufatnaði við öll tækifæri og er þetta ágætt hold, hvergi sjást skil eða skurðarfór þar sem lífrænt hefur verið stífað af með ólífrænu. Hin tæfan var ætíð hulin sök- um aldurs (hún dó kvalafullum dauðdaga í hinni vikunni). Yngri sakleysingjamir eru auð- kenndir með ferskum ungmennafatnaði, á með- an sú roskna fær moldvörpubúning í brúnu. Ljóti kallinn er í dýrastu jakkafötunum og verða svo fötin snjáðari i réttu hlutfalli við göf- ugt innræti karlhetjanna. Svo er gætt að góðum smekk, að eiturlyfjaneytandinn er aðeins örlítið Fjölmiðlar Auður Haralds utan við sig og tárast þegar hún er ávítuð. Há- mark smekkvísinnar er þó krabbameinssjúk- lingurinn, sem hefur verið við dauðans dyr síð- an löngu fyrir jól, en haldið hraustlegu útliti sínu. Þotusettiö í Leiðarljósi ferðast með sérkenni- legum flugvélum. Það era pappaveggir á þeim sem þola 600 km hraða í 10 þús. feta hæð án þess svo mikið sem að blakta. Stundum og stundum ekki heyrist hreyflahljóð, en flugvélinni fipast aldrei flugið á vit nýrra ævintýra og kunnug- legra harma. Þrjár mótettur frá þessari öld voru fluttar á tónleikunum: Jesus und Nikodemus eftir Ernst Pepping, Tignið Drottin eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson og Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ernst Pepping lést fyrir tæpum tuttugu árum, en samt er tónlist hans ekki beint nútímaleg, enda leitaði hann fanga í tónmáli 16. og 17 aldar. Schola cantorum flutti mótettuna prýði- lega, en ég verð að segja að þetta er ekki skemmtileg- asta tónlist sem ég hef heyrt. Pepping beitti aðferð þar sem textinn réð ferli tónlistarinnar; þetta er í sjálfu sér góð og gild leið en tón- skáldið virðist hafa gengið dálítið langt með hana. Verk hans virkaði nokk- uð sundurlaust og tilgerðarlegt, og stundum var eins og hann vissi ekki al- mennilega í hvaða stíl hann ætlaði að semja. Tignið Drottin - andstef og mótetta eftir Jón Hlöðver Áskelsson, er að mörgu leyti vel samið verk. Rétt eins og Pepping lætur hann textann ráða ferðinni og grannhugmyndin er einfalt stefbrot sem maður heyrir aftur og aftrn- í ýmsum myndum. Persónulega fannst mér þetta stef ómerkilegt, sem gerði að verkum að tónlistin virkaði aldrei mjög spennandi. Ef grannhugmyndin er litlaus verður tónverkið aldrei áhrifaríkt, sama hversu úrvinnslan er góð. Öðru máli gegndi um mótettuna eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hún ber þess merki að andinn hefur kom- ið yfir Hjálmar. Hún er hæg og seið- andi, einföld að gerð en segir allt sem segja þarf. Þetta er falleg tónlist sem maður myndi vilja heyra aftur. Kórinn flutti hana líka mjög vel, sem og annað á tónleikunum. Höröur Ás- kelsson er dugmikill tónlistarmaður og kórstjóri, og er það fyrst og fremst honum að þakka hvað tónlist- arlífið í Hallgrímskirkju er blómlegt og tónlistarflutningur venjulega í fremstu röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.