Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
15
Stúlkurnar eru líka mjög áhugasamar í skáklistinni. Á boröinu nær okkur eru drengur og stúlka Guöfríður Lilja Grétarsdóttir skákkennari liösinnir þeim Frey og Brynjari í leik þeirra.
aö kljást sín á milli. Ekki veröur hins vegar fullyrt um hvort þeirra hefur yfirhöndina. DV-myndir S
Iþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar kennir 6-10 ára krökkum skák:
Þroskar börnin á margan hátt
Iþrótta- og tómstundaskóli Mos-
fellsbæjar stendur nú fyrir
skákkennslu fyrir 6-10 ára
böm og hafa þessi námskeið mælst
mjög vel fyrir. Það er Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, íslandsmeistari
kvenna í skák, sem sér um kennsl-
una.
Guðfríðm* Lilja segist ekki í nokkr-
um vafa um að skákkennsla hjálpi
hömum á öllum sviðmn. „Þetta þro-
skar bömin á svo margvíslegan hátt.
Þau þurfa að einbeita sér, læra
ákveðnar reglur og fara eftir þeim og
þau þurfa alltaf að vera með hugann
við leikinn.“
Guðfríður Lilja segir að þeim fmn-
ist þetta mjög gaman. Þama keppi
þau við hvert annað og skemmti sér
saman. Það var heldur ekki laust við
að keppnisskapið væri farið að segja
til sín hjá sumum þeirra.
Hún segir einnig mjög greinilegt að
á þessum aldri sé áhuginn alls ekki
bundinn við annað kynið þó að karl-
menn séu vissulega meira áberandi á
fullorðinsárunum. „Það er greinilegt
að stelpumar era alveg jafn áhuga-
samar. Það virðist hins vegar vera að
á unglmgsárunum heltist þær úr lest-
inni. En á þessum aldri em stelpum-
ar jafnvel enn áhugasamari en strák-
amir. Þær hafa meiri þolinmæði og
pæla meira í hvað á að gera.“ Guð-
fríður Lilja telur þess vegna mikil-
vægt að þær séu hvattar áfram. Þeim
finnist gaman að tefla. Og keppnis-
skapið er ekki síður til staðar hjá
þeim en strákunum.
Hún segir að það sé einnig gaman
að hlusta á krakkana rökræða um
hvað sé best að gera. „Þau vinna oft
mikið saman að því að finna réttu
lausnina um leið og þau em að kljást
við þetta,“ segir hún.
Guðfríður Lilja er viss um að það
leynist stórmeistari í þessum hópi.
„Ef krakkarnir leggja nógu mikla
rækt við þennan áhuga og þroska þá
er það ekkert vafamál," segir hún að
lokum. -HI
Omar Freyr, Bjarki, Andri og Arnar. Þeir segjast vera nokkuö jafngóðir i skákinni. Að minnsta kosti vinna þeir oft hver annan,
Megum við fara í hraðskák?
Freyr og Brynjar sátu íhugulir
við skákborðið þegar blaða-
maður skyggndist yfir öxlina
á þeim. Við nánara spjall kom í ljós að
þeir stóðu ekki alveg jafiiir í skáklist-
inni. Brynjar hafði lært áður en hann
byrjaði í tómstundaskólanum.
Brynjar gat ekki gefið upp neina
sérstaka ástæðu fyrir því af hverju
hann byrjaði að læra að tefla. Freyr
segir hins vegar að þó að hann hafi
lært lengur sé ekki þar með sagt að
hann vinni alltaf.
Brynjar vildi lika ekki gera alltof
mikið úr því hversu mikið hann hefði
stundað skáklistina. „Ég hef bara
nokkrum sinnum áður verið í skák,“
segir hann.
Skemmtilegra en skólinn
Már og Elmar sátu nálægt hinum
tveimur. Þegar blaðamaður gaf sig á
tal við þá upplýsti Elmar að hann
hefði líka lært skák áður. Samt sem
áður vinnur Elmar ekki alltaf. Það
virðist því vera að þau fái góða
kennslu þama í Mosfellsbænum fyrst
Stúlkurnar eru ekki síöur áhugasamar en drengirnir.
það dugar mönnum ekki að hafa lært
að tefla áður.
Þeir félagar vom ekki í vafa um að
þetta námskeið væri skemmtilegra
heldur en skólinn. Enda hafa þeir
einnig spilað skák heima og teflt við
foreldra sína. Árangurinn hefur þó
ekki alltaf verið jafn góður. En æfmg-
in skapar meistarann.
Ómar Freyr, sem sat við annað
borð, virtist gífurlega áhugasamur um
skákina. „Pabbi átti svona gamla skák-
kalla," segir hann. Svo langt gekk
áhuginn að hann spurði kennarann
hvort hann gæti farið í hraðskák! Þrátt
fyrir þennan áhuga er nokkurt jafn-
ræði með þeim öllum í skákgetunni.
-HI
Langar þig...
að vita flestallt sem vitað er um lífeftir dauð-
ann og líklegan tilgang lífsins,... ískemmtileg-
um skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardags-
síðdegi í viku?
Og langar þig einnig að vita hvar látnir vinir
þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru
í dag og hvers konar þjóðfélag þar virðist vera?
Og langar þig ef til vill að setjast í mjúkan og
svo sannarlega spennandi skóla innan um glað-
væra og jákvæða nemendur fyrir hófleg skóla-
gjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með
okkur og yfir 700 ánægðum nemendum
Sálarrannsóknarskólans sl. 4 ár.
Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar
um langskemmtilegasta skólann sem í boði
er í bænum í dag. Við svörum í símann alla
daga vikunnar kl. 14-19
Sálarrannsóknarskólinn
-skemmtilegasti skólinn í bœnum-
Vegmúla 2, sími 561—9015 & 588—6050
j
HALPAR ÞER AÐ:
9 Verða hæfari
í starfi
• Öðlast meiri
eldmóð
9 Verða betri í
mannlegum
samskiptum
• Losna við
áhyggjur og
kvíða
• Skerpa minnið
• Veróa betri
ræðumaður
i Setja þér
markmið
DAJLE CAENEGIÉ
ÞJALFl“N
Áhyggjur geta verið heilsu okkar
dýrkeyptar. Á Dale Carnegie®
námskeiðinu lærði ég árangursríkar
aðferðir til að sigrast á áhyggjum
mínum áður en þær sigruðu mig.
það er ekki nóg að segja áhyggjunum
stríó á hendur við veröum að kunna
að nota vopnin rétt. Við lærum það á
námskeiðinu og þá er sigurinn þinn.
Það sem kom mér mest að gagni á Dale
Carnegie® námskeiðinu er eftirfarandi:
* Aukið sjálfstraust.
* Jákvæðari gagnvart
sjálfri mér og öðrum.
* Áhyggjur minnkuðu mikið.
* Ef vandamál koma upp þá
leysi ég þau strax .
Síðast en ekki síst brosi ég meira. Ég mæli
eindregið með Dale Carnegie® námskeiðinu.
Dale Carnegie® opnaði mér dyr að
nýrri lífssýn, gaf mér meiri sjálfsstjórn
og sjálfstraust. Ég lærði að hlusta og
virða viðhorf annarra, bæði heima og
að heiman.
Piero G.Segatta
Ég lærði mjög margt um mannleg samskipti á Dale Carnegie® námskeiðinu sem ég sótti í haust. Hæfni
mín I mannlegum samskiptum jókst mikið á námskeiðstímanum og ég á miklu auðveldara með öll
samskipti í dag. Einnig finnst mér ég hafa lært margt til þess að sigrast á allskyns erfiðleikum f lífinu.
Ég á auðveldara með að setja mér markmið og skipuleggja mig í lífi og starfi. Ég sel meira f starfi mínu sem
sölumaður og kem meiru í verk í starfi mínu sem framleiðslu- og ritstjóri hjá Miðlun ehf.
Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir hvern sem er. Magnús Helgason
KYNNINGARFUNDUR
iMIIDYWlJlJAíGHNINi 2ðL |AINll]lAR HSS®
sogavcgi rm wEitvmm.
STJÓRNUNARSKOLINN cfM. . coó ,A11
KONRÁÐ ADOLPHSSON - EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI JIIVII . JO I " t4! | |