Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JjV . fréttir „Ég mun sækja rétt minn gagnvart sveitarstjórn" - segir Matthías Eiðsson hrossabóndi sem vann eignarréttarmál sitt gegn EyjaQarðarsveit fyrir Hæstarétti DV, Akureyri: Hæstiréttnr hefur kveöiö upp þann dóm að Matthías Eiðsson og Hermina Valgarðsdóttir séu löglegir eigendur jarðarinnar Möðrufells í Eyjafjaröarsveit sem þau keyptu í júlí sl. Sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar ógilti þann kaupsamning, krafðist forkaupsréttar af jörðinni og yfirtók hana. Matthías hefur hins vegar unnið mál sem hann höfðaði vegna afskipta sveitar- stjórnarinnar, bæði í héraðsdómi og í Hæstarétti, og telst því lögformleg- ur eigandi Möðrufells. „Mér er búið að líða mjög iOa út af þessu máli, þótt undir niðri þætt- ist ég þess fuUviss að því myndi ljúka svona fyrir Hæstarétti. Mér hefur líka sjaldnar liðið betur en þegar dómur Hæstaréttar lá fyrir,“ segir Matthías. Hann segir að af- skipti sveitarstjórnar Eyjafjarðar- sveitar hafi skaðað sig mjög, og þá einnig fjárhagslega. Hann átti sam- kvæmt samningi aö fá jörðina af- henta í ágúst en fékk hana ekki fyrr en í nóvember vegna afskipta sveit- Matthías Eiðsson í hesthúsinu að Möðrufelli. Hæstiréttur hefur nú staðfest eignarrétt hans á jörðinni og Matthías ætlar að sækja rétt sinn gagnvart sveitarstjórn. DV-mynd, gk. arstjórnar af málinu. „Þegar ég keypti búið var ég bú- inn að semja við annan aðila um kaup á mjólkurkvóta sem fylgdi jörðinni en sá kvóti lækkaði i verði um 2 miUjónir meðan á þrefinu stóð og sveitarstjórnin tók yfir jörðina. Ég gat síðar selt kvótann með þeim fyrirvara að við teldum sveitar- stjómina bótaskylda vegna þess að hún hafi gengið inn í löglegan kaup- samning. Ég tel mig einnig hafa átt aUa afkomu af búinu á þeim tíma sem sveitarstjórn tafði málið vegna þess að ég átti jörðina. Það tjón met ég á eina og hálfa miUjón. Ég mun aö sjáifsögðu sækja minn rétt gagnvart sveitarstjóminni en ég ætla ekki að ræða neitt við þá sjáifur. Þessir menn í sveitarstjóm- inni töluðu aldrei neitt við mig, þeir létu lögmann sinn alfarið um þau samskipti og ég mun svara þeim á nákvæmlega sama hátt, ég mun ekki tala við þá, heldur lögmaður minn, og vUji þeir semja við mig þá skulu þeir gera það í gegnum lög- mann minn. Ég hef ekkert við þá að tala,“ segir Matthias. -gk Samstarf milli IU og íslenska far- símafélagsins r ÍÚ keypti 35 prósenta hlut í félaginu íslenska útvarpsfélagið hefur keypt 35 prósent hlut í íslenska far- símafélaginu. Þetta var kunngjört á blaðamannafundi í gær. íslenska farsímafélagið hefur fengið leyfi tU að reka GSM-sím- kerfi á íslandi. Félagið var stofnað af bandarísku fyrirtækjunum Varðskipiö verði smíðaö innan- lands DV, Akureyri: Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í skipaþjónustu hafa hafið baráttu fyr- ir þvi að smíði varðskips sem fyrir- huguð er fyrir Landhelgisgæsluna fari fram innanlands en ekki verði farið með smíði skipsins í alþjóðlegt útboð. Rökin eru fyrst og fremst þau að aUs staðar i nágrannalöndunum er Ut- ið á smíði slíkra skipa sem hemaöar- leyndarmál og heimaaðUum gefinn forgangur að slíkum smíðum. í bréfi SUppstöðvarinnar á Akur- eyri tU bæjaryfirvalda segir að verði skipið smíðað hér á landi séu allar líkur á að hlutur Slippstöðvarinnar í smiðinni yrði umtalsverður þar sem fyrirtækið sé stærsta innlenda fyrirtækið 1 skipaþjónustu. Slipþ- stöðin leitaði liðsinnis bæjaryfir- valda og hefur bæjarráð Akureyrar þegar samþykkt eftirfarandi: „Bæjarráð Akureyrar tekur heUs- hugar undir sjónarmið það sem fram kemur i bréfinu og skorar á ríkis- stjórnina að sjá til þess að smiði varð- skips verði verkefni íslenskra skipa- smíðastöðva. Sérstaklega skal bent á að hér gæti verið um að ræða gríðar- legt hagsmunamál fyrir Slippstöðina og Akúreyrarbæ sem eins og fleiri byggðir út um landið á í vök að verj- ast þegar horft er til mikíUar fiárfest- ingar á suðvesturhomi landsins og vaxandi fólksflutninga þangað." -gk Westem Wireless, sem á 47,3 pró- sent eignarhlut, og The Walter Group sem á 17,4 prósent. „Samstarf íslenska farsímafélags- ins við ÍÚ er í samræmi við þá yfir- lýsingu okkar strax í upphafi að fyr- irtækiö væri að leita aö góðum, lif- andi samherja á Islandi. Okkur list vel á samstarfið við félagiö og telj- um að það gefi starfsemi okkar nýja vídd og auki á samvirkni til góðs fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Brad Horwitz hjá Westem Wireless. íslenska farsímafélagið mun fara i loftiö á fyrri hluta þessa árs, aö sögn Jóns Ólafssonar, stjómarfor- manns íslenska útvarpsfélagsins. Jón sagði að lögð væri áhersla á góöa og fiölþætta þjónustu á sam- keppnishæfu verði. -RR Jón Ólafsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins, ræðir málin við Brad Horwitz hjá Western Wireless, sem á stærstan hlut í íslenska farsímafélaginu. ÍÚ gekk í gær til samtarfs við íslenska farsímafélagið. Hilmar Þór íslensku tónlistarverðlaunin: Kynslóðaskipti Á mánudaginn birtir DV lista yfir það tónlistarfólk sem hlýtur tilnefningar til íslensku tónlistar- verðlaunanna í ár. Einnig verða birtir eftir helgi atkvæðaseðlar fyr- ir lesendur blaðsins sem þeir geta notað til að hafa áhrif á það hverj- ir munu að lokum hljóta sjálf verð- launin. Þó tilnefningar birtist ekki fyrr en á mánudag er nú þegar orðið ljóst að kynslóðaskipti em að eiga sér stað í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Á síðasta ári spruttu fram ógrynnin öll af ungu, geysilega frambærilegu og skap- andi tónlistarfólki sem hingað til hefur ekki verið mjög þekkt í „bransanum". Kynslóðaskiptin eru mjög greinileg á tilnefningunum til ís- lensku tónlistarverðlaunanna en þar era hinir eldri og ráðsettari tónlistarmenn í miklum minni- Botnleöja var sigursæl á síðasta ári og nú fylgja fleiri ungir tónlistarmenn í kjölfarið. hluta. Því er ljóst að „hið íslenska tónlistarvor" mun verða mjög sýnilegt á verðlaunaafhendingu is- lensku tónlistarverðlaunanna sem fram mun fara þann 5. mars næst- komandi. -KJA Almáttugur Sjómannadeilan tók á sig ýmsar skemmtilegar myndir. Frægasta tilvikið mun þó vera tímamóta- samningur sem útgerð bátsins Gunnbjöms ÍS frá Bolungarvík gerði við sjómannafélögin á svæðinu og leysti þannig skipið und- an verkfalli. Jón Guðbjartsson, út- geröarmaður báts- ins, er þekktur kraftaverkamað- ur í héraði og barði samn- inginn í gegn af festu. Þessi samn- ingur er merkilegur í þeim skiln- ingi að hann er lögum guðs og manna æðri þar sem tekið er fram | að hvað sem Alþingi geri í málum sjómanna þá standi samningurinn ; framar. Útgerðarmaðurinn gengur nú undir nafninu Jón almáttugur ; vestra... Framsóknarbensín Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, er mikll og meðvitaður sjálfstæðismaður og hefur gætt þess í öllu dagfari sínu að það sem hann gerir í lífinu gagn- ist seint pólitísk- um andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins. Eitt sinn urðu Gísli og HaRdór Blön- dal samferða af landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í Laugardals- höllinni út á Hótel Loftleiðir og ók Halldór bíl sínum. „Ég þarf að taka bensín," sagði Halldór á leiðinni og beygði inn á bensínstöð Esso. „Ertu svona bensínlítill, Halldór minn?“ spurði Gísli þá ... Gandri á Bylgjuna í umsögn um þann fyrsta af þremur prýöilegum þáttum Hall- dói-s Guðmundssonar um skáldið frá Gljúfrasteini gat Stefán Jón Hafstein þess í Degi að aðeins þrír við- mælendur Halldórs hefðu aukiö við skilning á skáldinu. Það vom þeir Thor ViUfiálmsson, Pétur Gunnars- son og Steinunn Sigurðardóttir. Hina vóg ritstjórinn og fann mjög léttvæga. Svo vill til aö einn þeirra sem ekki fann náð fyrir skyggnum augum ritstjóra Dags er einmitt Guðmundur Andri Thors- son, sem til þessa hefur verið helsti skrautpenni hans á síðum Dags. Varla verður það þó lengi úr þessu. Guðmundur Andri er nefnilega kominn með fasta pistla hjá Skúla Helgasyni á Þjóðbraut Bylgunnar, og var einmitt með þann fyrsta dag- inn eftir umsögn Stefáns Jóns... Kristjáni tefltfram Sjálfstæðismenn á Akureyri hyggja á stóra hluti í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir tefla fram í fyrsta sæti lista síns Kristjáni Þór Júlí- ussyni, fyrrum bæjarstjóra ísa- fiarðarbæjar. Kristján Þór hef- ur, allar götur síðan meirihlut- inn á ísafirði sprakk með lát- |i um, þrætt fyrir að verið |j væri að plotta hann inn í bæjar- 1 stjóm Akureyrar eins og nú er | komið á daginn. Samkvæmt heim- | ildum DV var búið að ákveða þetta I í innsta hring á síðasta ári. Krist- i: ján Þór var tekinn til við að undir- | búa brottför sína frá ísafiröi þegar upp úr sauð. Þannig tengdust p starfslok hans ekki deilunum um i Norðurtangann en gáfu honum tfi- : efni til að pakka saman ... Umsjón:Reynir Traustason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.