Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 50
s, myndbönd LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JL? V að leikstýra Speed’ og tókst með sinni fyrstu mynd að komast í röð fremstu hasarmyndaleikstjóra Hollywood. Hann fylgdi henni eft- ir með tæknibrelluþrekvirkinu Twister, sem halaði inn meira en 460 milljónir dollara á heimsvísu. Speed 2: Cruise Control er þriðja mynd- in hans. PJ Speed 2: Cruise Control Árið 1994 leit dagsins ljós hasarmynd með tveimur tiltölulega lítið þekktum leikurum í aðalhlutverkum og leikstjóra sem var að leik- stýra sinni fyrstu mynd. Myndin hét Speed og öllum að óvörum sló hún hressilega í gegn, tryggði leikstjóranum Jan De Bont frægð og frama og gerði stórstjörnur úr aðalleikurun- um Sandra Bullock og Keanu Reeves. Sandra Bullock endurtekur hlutverk sitt í Speed 2: Cruise Control, en í stað Keanu Reeves kemur Jason Patrick. Afslappaður unnusti Skemmtiferöaskipiö krafti inn á aöalgötu Speed 2: Cruise Control hefst þar sem Annie Porter (Sandra Bullock) er að taka öku- prófið aftur, en eins og áhorfendur fyrri mynd- arinnar muna hafði hún misst ökuskírteinið vegna hraðaksturs. Ekki virðist hún hafa lært mikið af þeirri reynslu og á meðan hún þeysir um stræti Los Angeles segir hún skelf- ingu lostnum prófdóm- -aranum frá nýja kærast- anum sínum, Alex (Ja- son Patrick). Hún segist nú hafa fundið heppilegan félaga, því öfugt við fyrrverandi kærasta hennar sé Alex rólegur og afslappaður, sem sé einmitt það sem hún þarfnast. Á sömu stundu þeysir nefndur Alex á ofsahraða á mótorhjóli. Hann er í raun í úr- valssveit lögreglunnar og er að veita glæpa- mönnum eftirför, sem endar með því að glæpamennimi'r og mótorhjólið liggja í valn- um, en þar sem hann stendur upp og dustar af sér mölina kemur Annie að slysstaðnum. Hann útskýrir fyrir henni að hann hafi logið til um starf sitt af ótta við að missa hana. Til að bæta fyrir óheiðarleikann býður hann henni í skemmtisiglingu á lúxussnekkju í Karíbahafinu. Þar tekur ekki betra við, því að tölvusnillingurinn John Geiger (Willem Da- foe) nær valdi á skipinu og hyggst tortíma því með öllum farþegum innanborðs. Og þá kem- ur að góðum notum reynsla þeirra skötu- hjúanna í háspennuhasar. Stjörnurnar Sandra Bullock komst í hóp stórstjama með leik sínum í Speed og hefur fylgt þeirri mynd vel eftir með hlutverkum í While You Were Sleeping, The Net, A Time to Kill og Love and War. Þá eigum við eftir að sjá hana í Hope Floats og heyra í henni 1 Disney-teikni- myndinni The Prince of Egypt. Meðal eldri mynda hennar eru Demolition Man, Wrestling Emest Hemingway, The Vanis- hing og The Thing Called Love. Jason Patrick kom fyrst fram á sjónarsviðið í blóðsugumyndinni The Lost Boys og lék því næst í stríðsmyndinni The Be- ast. Fyrir frammistöðu sína í After Dark My Sweet og Rush hlaut hann mikið lof gagnrýnenda. Næstu myndir hans voru Geronimo: An American Legend og The Joumey of siglir af fullum August King, en næst á bæjarins. undan Speed 2 lék hann í stórmyndinni Sleepers. Willem Dafoe, sem sást siðast í The English Patient, hóf feril sinn árið 1982 í The Loveless. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Platoon og hefur unnið með mörg- um af virtustu leikstjórum samtímans, þ.á.m. með Martin Scorsese í The Last Temptation of Christ, Alan Parker í Mississippi Burning, Oli- ver Stone í Platoon og Born on the Fourth of July og David Lynch í Wild at Heart. Meðal annarra mynda hans era The Hunger, Clear and Present Danger, Tom and Viv og Triumph of the Spirit. Hollendingurinn fljúgandi Hollendingurinn Jan De Bont var einn af eftirsóttustu kvikmyndatökumönnum í Hollywood áður en hann sneri sér að leik- stjóm. Áður en hann kom til Hollywood var hann I nánu sam- starfi með Paul Ver- hoeven og stjómaði fyrir hann kvik- myndatöku í myndunum Strictly Business, Turk ish Delight, Keetje Tippel og The Fourth Man. Þeir héldu síðan samstarfinu áfram vestanhafs í myndun- um Flesh and Blood og Basic Instinct. Jan De Bont varð fljótt mjög eftirsótt- ur og stjómaði kvik- myndatöku í fjölmörg- um myndum, þ.á.m. Die Hard og Lethal Weapon 3, áður en honum bauðst Sandra Bullock leikur Annie Porter öðru sinni. # UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Ásdís Halla Bragadóttir: Secret and „Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann hjá mér er Secret and Lies. Mér fannst hún æðisleg. Stundin sem fór í að horfa á hana er sú notalegasta fyrir framan sjónvarp sem ég hef átt á undan- fórnum mánuðum. Maðurinn minn horfði á hana með mér og honum þótti hún líka góð. Kannski var hann samt ekki al- veg eins heillaður og ég en það er ekki að marka af því að ég hef tilhneigingu til að verða mjög hrærð og tilfinninga- næm yfir myndum. Ég verð að játa að ég horfi töluvert mikið á mynd- bönd núorðið. Síðan ég eign- aðist barn hef ég nefnilega , misst af flest- um mynd- um í bíó sem mig langar til að sjá og sé þær ekki fyrr en þær era komnar á myndbönd. Þegar ég var lítil stóð söngmyndin Grease lengi upp úr. Ég sá hana fyrst þegar ég var tíu ára og hún var fyrsta myndin sem bókstaflega tók mig alveg með sér. Mér fannst hún rosaleg. Mig dreymdi alltaf um að klæða mig eins og krakk- arnir í myndinni og syngja lögin en var eitthvað lít- il í mér og hafði aldrei kjark til þess.“ -ilk Papertrail Papertrail er spennumynd um rann- sóknarlögreglumanninn Enola sem hefur í tíu ár verið á slóð morðingja sem þekkt- ur er undir nafninu Einn. Rannsókn þessi hefur haft þau áhrif á Enola að hann getur varla á sér heilum tekið fyrr en hann hefur haft upp á morð- ingjanum. Tilefn- in til að nálgast hann hafa verið fá þar sem Einn er mjög snjall og hingaö til hefur hann ekki gert nein mistök og aldrei skiliö eftir sig nein spor. Það eina sem bendir til að þaö sé einn og sami maðpurinn sem ber ábyrgð á mörgum morðum er að hann skilur ávallt eftir miða á fórnarlömbum sínum sem hann setur í munn þeirra. Eitt eiga fórnarlömbin sameiginlegt, þau eru öll að einhverju leyti tengd sálfræðingnum Elizabeth Robertson. Af mikilli þrjósku heldur Enola áfram leit sinni að morð- ingjanum. Að lokum telur hann sig hafa komist að því að lokatakmark morðingj- ans sé að myrða sálfræðinginn. Honum tekst illa að sannfæra Elizabeth um þetta, sérstaklega þar sem hún er farin - að halda að Enola sé morðinginn. Með aðalhlutverkin fara Chris Penn og Michael Madsen. Bergvík gefur Papertrail út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 17. febrúar. Ridicule Ridicule er frönsk kvikmynd sem á undanförnum misserum hefur verið verðlaunuð í bak og fyrir, meðal annars hlaut hún bresku BAFTA-verölaunin sem besta erlenda kvikmyndin og var til- nefnd til óskarsverðlauna. Ridicule þýðir háð og má segja að nafnið passi ágætlega við myndina, sem flallar um þá list að gera lítið úr fólki, sá sem best- ur er i þvi er í náðinni. Ridicule gerist i upphafi frönsku byltingarinnar. Hugsjónamikill aðalsmaðm: held- ur til Versala í því skyni aö biðja um fjárhagsaðstoð. En til að fá áheyrn hjá kóngi nægir ekki að panta viðtal, það þarf að fara aðrar og flóknari leiðir. Þeir verða hreinlega að vekja á sér þá eftir- tekt að hirðin óski nærveru þeirra. Og sú eftirtekt er ekki síst falin i orðheppni einstaklingsins. Sá sem á auðveldast með að svara fyrir sig og gera grín að náung- anum er eftirsóttur, hann þarf bara að passa sig á að móðga ekki kónginn. Með aðalhlutverkin fara Charles Berl- ing, Jean Rochefort og Fanny Ardant. Leikstjóri er Patrice Laconte. Háskölabíó gefur út Ridicule og er hún leyfð cllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 17. febrúar. Prefontaine Sjálfsagt eru það margir sem fylgst hafa með frjálsum íþróttum í gegnum tíð- ina sem muna eftir langhlauparanum Steve Prefontaine, sem sló öll landsmet Bandaríkjanna í lengri vegalengdum og var hápunkturinn á ferli hans þátttaka í Ólympíuleikun- um áriö 1972 þar sem hann var framarlega í þeim greinum sem hann tók þátt i. Það var því mikið reiðarslag þegar Steve Prefontaine lést i bílslysi árið 1974, aðeins 24 ára að aldri. Prefontaine byggir á lífl þessa íþróttakappa og hefur kvikmyndin feng- ið ágæta dóma. Þykir hafa tekist aö gera trúverðuga mynd af lífl íþróttamannsins sem var frá blautu barnsbeini ákveðinn i að verða sá besti i hverju sem hann tæki sér fyrir hendur. Með titilhlutverkið fer Jared Leto. Meðleikarar hans eru R. Lee Emery og Ed O’Neill. Leikstjóri er Steve James. Sam-myndbönd gefa Prefontaine út og er hún leyfð öllum aldurshóp- um. Útgáfudagur 19. er febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.