Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 I IV
dagur i lífi
Jón Kristjánsson Valsþjálfari lýsir laugardegi til lukku:
skorti ekki
„Þennan laugardag, 7.
síðastliðinn, vaknaði ég
níu. Fékk mér kaffisopa
síðan í vinnu
mína í ACO
þar sem ég
er deildar-
stjóri þjón-
ustudeild-
ar. Þar
þurfti ég
að
febrúar
um kl.
og hélt
fara yfir nokkur mál með
Bjarna framkvæmdastjóra.
Um 10.45 var kominn tími
til að fara í Valsheimilið.
K-! 11 vnnim \7q1c.
voru búnir að elda glæsilegan
pastarétt og með var boðíð upp á
grænmetissalat og brauð. Nokkur
veikindi höfðu verið að hrjá liðið
viknna
Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, og piltarnir hans stóðu uppi sem sigurvegarar eins og frægt er orðið.
Bikarinn er þeirra, a.m.k. meðan dómstólar hafa ekki ákveðið annað. DV-mynd BG
á undan og búið var að biðja þá
sem voru slappir að halda sig
heima og mæta beint í leikinn.
Allir mættu nema Sigfús.
Þama voru saman komnir bæði
leikmenn og stjórn handknatt-
leiksdeildar Vals. Það var gantast
yfir matnum eins og gengur. Gert
var grín að matarvenjum og
matvendni. Guðni formaður
hélt smá ræðu yfir borðum
og ég fór með smá upprifjun
fyrir leikmenn og ábend-
ingar um hvernig menn
gætu notað tímann fram
að leik til að undirbúa
sig sem best.
Sigfús daufur
í aálkinn
Um kl. 12 fóru
menn að tínast
heim. Ég talaði við Sig-
fús í síma og hann var
heldur daufur i dálkinn.
Hann var með háan hita og
ekki bjartsýnn á að hann gæti
spilað. Ég bað hann um að at-
huga stöðuna um kl. þrjú. Ef hit-
inn væri ekki yfir 38,5 mætti
reyna að fá sér vænan skammt af
verkjastillandi lyfjum og reyna.
Eftir að símtalinu lauk boðaði ég
annan leikmann í stað Sigfúsar
því ég átti ekki von á honum í
leikinn. Skömmu eftir að ég kom
heim var hringt í mig og mér
tjáð að hitinn hjá Fúsa væri vel
yfir 39 gráður og hann yrði ekki
með.
Tímann fram að leik notaði ég
til að klára mína vinnu. Ég
þurfti að undirbúa mig sem leik-
maður og einnig þurfti að ákveða
hvernig ég ætlaði að ræða við lið-
ið fyrir leikinn. Fyrir bikarúr-
slitaleik þarf minna að brýna fyr-
ir mönnum að leggja allt undir,
frekar að fara yfir aðstæður og
sýna skynsemi.
Sumir kraftlausir
Kl. 15.30 var ég svo mættur í
Laugardalshöllina og venjubund-
inn undirbúningur fyrir leik
hófst. Leikurinn sjálfur var ekki
sérlega vel leikinn, a.m.k. ekki af
okkar hálfu. Sumir leikmenn voru
kraftlausir og aðrir náðu ekki að
sýna sitt besta. Einnig söknuðum
við Sigfúsar, bæði í vörn og sókn.
Eitt var þó sem ekki skorti og það
var viljinn.
Leikurinn fór í framlengingu
eins og frægt er orðið en við stóð-
um uppi sem sigurvegarar eftir
hana. Ég var stoltur af mínum
mönnum og ánægður með hvernig
þeir ungu strákar sem fengu
ábyrgðarhlutverk stóðu sig.
Síðar um kvöldið mættmn viö
svo enn saman og nú í Valsheim-
ilinu. Saman voru komnir leik-
menn, ásamt eiginkonum, og
stuðningsmenn. Boðið var upp á
glæsilegan mat og drykk. Leik-
menn fóru samkvæmt fyrirmæl-
um um að ganga hægt um gleðinn-
ar dyr þar sem erfiður deildarleik-
ur var fram undan gegn Aftureld-
ingu.
Eftir að heim kom upp úr mið-
nætti sofnaði ég hratt, ánægður
eftir erfiðan dag. Fram undan var
tími þar sem fjölskyldan fengi
vonandi meiri tíma.“
iflmm breytingar
■'éz' >
Finnur þú fimm breytingar? 450
„Nei takk, ég er á bil.“
Vinningshafar fyrir getraun nr. 448 eru:
1. verölaun: 2. verölaun:
Valgeir Ingi Ólafsson Guðrún Valdís Jónsdóttir
Bláhömrum 21 Vesturgötu 105.
112 Reykjavík. 300 Akranesi.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þinu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liönum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón-
varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að
verðmæti kr. 3.490.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagið meö lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 450
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík