Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JL>"V )éttir Sátt gerð vegna kaupa Gunnvarar á Togi: Afslátturinn sam- svarar 7 lúxusjeppum - halda þó eftir 90 milljónum króna hver Sátt hefur verið gerð vegna kaupa Gunnvarar hf. á ísafirði á hlutabréf- um Togs hf. í Frosta hf. í Súðavík. Fulltrúar Togs hf. og Gunnvarar hf. undirrituðu nýlega samkomulag þessa eðlis. Samkvæmt heimildum DV felur sáttin í sér að Togsmenn slá af kaup- verðinu 35 milljónum króna eða sem samsvarar 7 lúxusjeppum. Deiluaðil- ar gerðu með sér samkomulag að upplýsa ekki fjölmiðla um einstakar upphæðir en Þorsteinn Júlíusson, lögmaður Gunnvarar, sagðist i sam- tali við DV geta upplýst það eitt að sátt hefði verið gerð um málið og það úr sögunni. Salan á Togi var um tíma í upp- námi þar sem Gunnvararmenn töldu sig hafa keypt köttinn i sekknum eft- ir að fram kom að Frosti var ofmet- inn. Eins og DV greindi frá í haust leiddi endurskoðun Deloitte og Touche i ljós að sjávarútvegsfyrir- tækið Frosti hf. í Súðavík væri of- metiö um allt að 66 miiljónir króna. Ofmatið var vegna þess að sektir Auðunn Karlsson. Ingimar Halldorsson. Jóhann Símonarson. Jónatan Ásgeirsson. Barði Ingibjartsson. vegna kvótasvika voru ekki fram- taldar auk þess sem röng lotun tekna og gjalda hafði átt sér stað. Þá var um að ræða ofmat á birgðum félags- ins. Risarnir titra Mál þetta olli á sínum tíma mikl- um titringi meðal endurskoðun- arrisanna Deloitte og Coopers og Lybrand sem annaðist árshlutaupp- gjör Frosta það sem lagt var til grundvallar sölu bréfanna og sam- einingar Frosta undir merkjum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Með þeirri sátt sem nú hefur veriö gerð um eignarhlut Togsmanna er lokið áratugarátakasögu um þetta stærsta fyrirtæki Súðvíkinga. Togsmenn, sem náðu undir sig fyr- irtækinu á sínum tíma i krafti sterkra áhrifa í hreppsnefnd staðar- ins, fara hvorki slyppir né snauðir frá sölu hlutabréfanna þrátt fyrir að þurfa að slá af söluverðinu. Fimmenningarnir í Togi, þeir Auðunn Karlsson, fyrrum oddviti hreppsnefndar, Ingimar Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frosta, Jóhann Simonarson, fyrrver- andi skipstjóri á Bessa ÍS, Jónatan Ásgeirsson, skipstjóri á Andey, og Barði Ingibjartsson, núverandi skip- stjóri á Bessa, þurfa að sjá á eftir 7 milljónum króna hver vegna ofmats- ins. Þeir halda þó eftir þokkalegum lífeyri eða sem nemur rúmum 90 milljón krónum hver og þar með er úti ævintýrið um Tog hf. -rt Fallegur vetrardagur viö Skutulsfjörö. Bátarnir hvíla sig í fjöruboröinu og búa sig undir fund viö sjó, fisk og mann. DV-mynd BG Atkvæðagreiðslu um sjávarútvegssýningu lokið: Nexus fær sýninguna - samningurinn við Sýningar ehf. stendur, segir borgarstjóri Niðurstöður atkvæðagreiðslu fyr- arútvegssýningu lauk með afgerandi irtæHja sem vildu að aðeins ein sjáv- niðurstöðu, ríflega 61% fyrirtækj- Hólmaborgin landaöi f gærmorgun fyrstu loönunni sem veiöist eftir aö sjómannaverkfallinu lauk. Skipiö landaöi um 800 tonnum á Eskifiröi. DV-mynd Helgi Garðarsson anna völdu Nexus Media Ltd. Sýn- ingar ehf. hafa sent frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kemur að fyrir- tækið hafa hætt við sjávarútvegssýn- ingu á sama tíma. Samningur Sýn- inga ehf hljóðaði upp á tæpar 24 milljónir króna fyrir leigu á Laugar- dalshöO og hefur helmingur upphæð- ar þegar verið greiddur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við DV að samningur borg- arinnar við Sýningar ehf. stæöi óbreyttur og þessi atburðarás hefði ekki áhrif á hann. „Sá samningur stendur, hann er gerður og gildur samningur. Það voru sýnendur sem völdu sér samstarfsaðila og þeir voru réttu aöilarnir til þess,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Sveinn Hannesson er fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem á 20% hlut í Sýningum ehf. Hann sagðist ekki geta tjáö sig um hvert framhaldið yrði. Það væri ljóst aö samningurinn við borgina stæði enn, enda hefðu þeir ekki farið fram á breytingar á honum að svo komnu máli. Aöspurður um hvort þessi at- burðarás breytti áhuga þeirra fyrir- tækja sem hugðust gerast hluthafar í Sýningum ehf., sagði Sveinn ljóst að Fishing News, sem hafði áhuga á aUt að 20% hlut, tengdist fyrst og fremst sjávarútvegi. Það væri því líklegt að þetta breytti áhuga þeirra á þátttöku. Hann sagði að Sýningar ehf. myndu skoða möguleikana á að halda aðra sýningu í LaugardalshöU dagana sem sjávarútvegssýningin átti að standa. Það væri hins vegar of fljótt að segja tU um það. „Okkur þykir þetta leitt en viö leggjumst ekki í vol- æði. Ég reikna með að Sýningar ehf. haldi áfram með þau áform sem fyr- irhuguð hafa verið í framtíðinni,“ sagði Sveinn Hannesson. -phh stuttar fréttir Endurgreiða Cargolux Ríkisstjórnin hefur samþykkt að endurgreiða Cargolux eldsneytis- gjald sem inn- heimt hefur verið af Amer- ikuflugi félags- ins frá því í október 1994 til ársloka 1997. | Endurgreiðslan nemur samtals I rúmum 9,7 miUjónum króna. Sam- göngu- og fjármálaráöuneyti viöur- kenna að gjaldið hafi verið inn- heimt fyrir mistök. Vantar vitni Lögreglan i Kópavogi óskar eftir að hugsanleg vitni að árekstri blás VW Golf og rauðs Nissan Pathfínd- er-jeppa, sem varð á mótum Ný- býlavegar og Skemmuvegar 22. janúar sL, gefi sig fram við rann- sóknadeUd Kópavogslögreglunnar. Garðarbæjarlisti Félag um sameiginlegan fram- boðslista Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks og óflokksbundins jafn- aðar- og félagshyggjufólks í Garða- bæ verður stofnað í dag i Stjörnu- heimilinu. Markmið félagsins á að vera að standa að framboöi tU bæj- arstjórnar og breyta áherslum í stjórn bæjarins. Sameining í Samherja Tvö dótturfélög Samherja á ís- landi, Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík og Friðþjófur hf. á Eski- firði, hafa verið sameinuð móður- félaginu frá og með síðustu ára- mótum. ÖU starfsemi Samherja á íslandi er nú undir einni stjóm. Flosi efstur Flosi Eiríksson, húsasmiður og háskólanemi, leiðir KópavogsUst- ann, lista A- í Qokkanna og| KvennaUstans. Valþór Hlöðversson, sem verið hefur I í bæjarstjóm þrjú kjörtíma- bU, er ekki á | Ustanum held- ur er hann bæjarstjóraefhi listans. Vistarband Verkfræðingafélag Islands berst gegn ákvæðum í ráðningarsamning- um verkfræðinga um að hætfi þeir störfum megi þeir ekki ráða sig tU starfa á sama samkeppnissviði tU- tekinn tíma, að viðlögöum dagsekt- um. Verkfræðingafélagiö kaUar ákvæði af þessu tagi vistarbönd. Síldarvinnslan hagnast SUdarvinnslan hagnaðist um 332 miUjónir á síðasta ári. Arð- I semi eigin fjár var 17% og eigm- fjárhlutfall óx úr 36% í 46%. Greidd laun um -360 starfsmanna : fyrirtækisins námu 1.020 mUljón- um króna. Hálka alls staðar Hálka er á öUurn leiðum í öUum landshlutum. Flughált er í Húna- vatnssýslum og á Austfjöröum suður með ströndinni að Skafta- felli og varar Vegagerðin sérstak- lega við henni. Búast má við snjó- komu og skafrennmgi á QaU- og heiðavegum, einkum á Norðaust- urlandi. Auölindagjald Margrét Frimannsdóttir og þingQokkur Alþýðubandalagsins lögðu í gær | fram þingsá-1 lyktunartiUögu um hóQegt auð- lindagjald tU að j standa undir rannsóknum og stuðla að vemd og sjálfbærri I nýtingu auðlindanna og rétfiátri skiptingu afrakstursms. Kosið um sameiningu Kjörfundir verða í dag um sam- einingu Álftaneshrepps, Borgar- byggðar, Borgarhrepps og Þverár- hlíðarhrepps. Kosning hefst kl. 12 á hádegi nema í Borgamesi, kl. 10, og lýkur í síðasta lagi kl. 22. Kosið verður í Lyngbrekku, ValfeUi, samkomuhúsinu við Þverárrétt, Þinghamri og grunnskólanum í Borgarnesi. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.