Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 DV
26 %tg!ingar
ik k
hin hliðin
Guðmundur Stephensen er margfaldur
Islandsmeistari unglinga og fullorðinna í borðtennis:
Stefni í at-
vinnumennsku
- segir Guðmundur Stephensen
„Ég hef spilað á fjórum Grand-
Prix-mótum í Danmörku upp á
síðkastið og hefur gengið vel. Þar
fyrir utan hef ég verið að spila
með borðtennísliðinu í Óðinsvéum
í deildarkeppninni. Þjálfarinn
bauð mér að koma út og spila með
þeim og ég er t.d. að fara utan nú
um helgina til þess að spila við lið-
ið sem er i öðru sæti í deildinni.
Vinnum við það eigiun við góða
möguleika á að spila til úrslita,"
segir Guðmundur Stephensen
borðtenniskappi sem gerði sér lít-
ið fyrir og sigraði á Grand-Prix-
móti í Danmörku um síðustu
helgi.
Þrátt fyrir að Guðmundur sé aö-
eins að ljúka grunnskólanámi nú í
vor hefur hann verið íslands-
meistari unglinga átta siðustu ár
og í flokki fullorðinna síðustu
fjögur ár þrátt fyrir að eiga enn
tvö ár eftir í unglingaflokki. Guð-
mundur á afmæli 29. júní en ung-
lingar eru þeir sem verða átján
ára eftir 1. júlí. Því má segja að
hann sé nokkuð óheppinn að eiga
ekki afmæli tveimur dögum síðar
því þá ætti hann þrjú ár eftir í
unglingaflokki.
Guðmundur segir að þrátt fyrir
mikil ferðalög vegna keppni á er-
lendri grund komi það ekki svo
mjög niður á skólagöngunni í
Laugalækjarskóla.
„Ég verð að standa mig í sam-
ræmdu prófunum í vor og síðan
reikna ég með því að halda áfram
í skóla í haust. Ég gæti vel hugsað
mér að Oytja út til þess að geta
einbeitt mér að borðtennisnum.
Ég horfi þá einna helst til Dan-
merkur. Þar er fint að æfa og Dan-
irnir eru alltaf að bjóöa mér að
koma út og spila,“ segir Guð-
mundur.
Aðspuröur um atvinnumennsku
segir hann að strákar á hans aldri
séu ekki komnir i atvinnu-
mennsku. Fjöldi manna sé þó at-
vinnumenn í greininni og hafi það
gott. Hann segir að vissulega
blundi atvinnumennskan í sér og
gaman væri ef hann gæti orðið at-
vinnumaður í þessari skemmti-
legu íþrótt. Ef hann flytji út og geti
farið að einbeita sér að fullu að
sportinu sé það alls ekki svo
óraunhæft takmark.
Guðmundur segir að hér á landi
mætti vera meiri vinna í kringum
borðtennisinn. Tvö lið, KR og Vik-
ingur, standi upp úr og þar sé
nokkuð öflugt staif. Engu að síður
sé hann eini íslendingurinn sem
sé að keppa eitthvað á erlendri
grund. En er þetta ekki dýrt?
sv
Þratt fyrir að eiga enn tvö ar eftir i unglinga
flokki hefur Guðmundur Stephensen verið ís-
landsmeistari í flokki fullorðinna í fjögur ár.
íslandsmeistaratitlarnir í unglingaflokki eru
orðnir átta talsins.
DV-mynd Hilmar Þór
„Ég ber engan
kostnað af þessum ferð-
um mínum sjálfur. Ég er á
samningi hjá Butterfly og það
hjálpar mér mikið. Síðan borga
Danimir fyrir ferðirnar þegar
ég fer utan í deildarleikina.
Þetta er það dýrt að ég gæti
aldrei staðið í þessu ef ég
væri ekki á samningi," segir
þessi frábæri iþróttamaður
sem er staðráðinn í því að
halda áfram að spila borðtennis
af miklum krafti.
Ivar Örn Sverrisson, einn Mambókónga:
Því miður enginn
„Ég var mikið að leika
þegar ég var yngri, svo mik-
ið reyndar að ég fékk nóg
af leikhúsunum. Nú er
áhuginn að kvikna aftur og
ég hef fullan hug á að reyna að
komast inn í Leiklistarskólann,"
segir ívar Örn Sverrisson, tvítug-
ur Reykvíkingur, sem leikur ann-
að aðalhlutverkið í Mambo
Kings sem sýnt er í
Verslunar-
skólanum
um þess-
ar mund-
ívar
segir
Mam-
bókóng-
ana
mjög
Hér má sjá ívar Örn í hlutverki sínu i Mambo Kings sem Verslunarskól-
inn sýnir þessa dagana. DV-mynd Pjetur
skemmtilega og þar reyni á marga
þætti, leik, söng og dans. Um dans-
inn segir hann: „Ég reyni að gera
það vel sem ég tek mér fyrir hend-
ur en þaö eru þó takmörk fyrir því
sem ég get gert á því sviði." ívar
Örn sýnir á sér hina hliðina að
þessu sinni. -sv
Fullt nafn: ívar Öm Sverrisson.
Fæðingardagur og ár: 7. febrúar
1977.
Maki: Því miður enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemi á fjórða ári í Versló
og vinn stundum á Sóloni ís-
landusi.
Laun: Litil eins og er.
Hefurðu unnið í happdrætti
eða lottói? örugglega einhvern
tíma en þær upphæðir hafa ekki
skipt sköpum i lífi minu.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Vera með vinum mín-
um.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Vaska upp og vera á eftir í
skólanum.
Uppáhaldsmatur: Hunangslegin
bayonneskinka og sykraöar kart-
öflur.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólkin er
alltaf góð.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur i dag? Áfram Vala
Flosad.
Uppáhaldstímarit: Þau timarit
sem ég rekst á og nenni að lesa.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Fyrir utan mömmu,
Þrúður Vihjálmsdóttir er mjög
lagleg.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjórninni? Ég er mjög hlut-
laus, hef lítinn áhuga á pólitík.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Tori Amos eða J.K.
(Jason Kay).
Uppáhaldsleikari: Brad Pitt,
Ingvar Sigurðsson, Hilmir Snær
og Gunnar Eyjólfsson, get ekki
gert upp á milli.
Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg
Kjeld og Juliette Binoche.
Uppáhaldssöngvari: Tori Amos
og J.K. í Jamiraquai.
Uppáhaldsstjómmálamaöur:
Óli grls.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir og Ást er er stundum
fyndið.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fri-
ends og Seinfeld.
maki
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Homið.
Hvaða bók langar þig mest til
að lesa? Leikritið Stund
gaupunnar eftir Per Olov Enquist
og Fótspor á himnum eftir Einar
Má.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? X-ið niður Laugaveg-
inn, FM í partíum og gufan í
þynnkunni.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ei-
ríkur er svalur en Þossi er heit-
ari.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir
þú mest á? Ríkissjónvarpið og
Stöð 2.
U ppáhaldssj ón varpsmaður:
Einar Bollason, þú ert maðurinn
á bak við boltann.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Sólon íslandus.
Uppáhaldsfélag í iþróttum? ÍR.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Ég ætla að
'njóta þess að vera til og hugsa
sem minnst um framtíðina.
Hvað ætlar þú að gera í sumar-
fríinu? Ég ætla að reyna að
vinna mér inn einhvem pening
og fer til Ibiza í útskriftaiferö.