Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 20
Auðlindagjaldsnefnd allra flokka sameinist - Framsókn og Alþýðubandalag hafa nálgast hvort annað. Davíð og Þorsteinn jákvæðir, segir Halldór Ásgrímsson Samþykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins um auðlindagjald hef- ur vakið athygli manna á meðal. Ekki aðeins vegna þess að hún virð- ist hafa sætt ólíkar fylkingar innan Alþýðubandalagsins heldur og vegna þess að hún hefur fengið já- kvæðar móttökur hjá forystumönn- um Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæði Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, og Halldór Ásgrims- son, formaður Framsóknarflokks- ins, hafa túlkað samþykktina þannig að hún hafi fært stefnu Al- þýðubandalagsins nær stefnu þeirra eigin flokks, sem er út af fyrir sig merkilegt þar sem stefna Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks stendur óbreytt. Auðlindagjald aðeins nafnbreyting? Samþykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins gengur út á að skipuð verði opinber nefnd sem fjalli um auðlindir í þjóðareign, skOgreini auðlindirnar með skýrum hætti og hvemig skuli með þær farið. Nefnd- in skal einnig kanna hvemig staðið skuli að gjaldtöku með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir em. Þaö opnar beint á þann möguleika að gjöld sem nú eru lögð á sjávarútveg- inn, eins og vegna Þróunarsjóðs sjávarútvegsins upp á um 700 millj- ónir króna árlega, skipti einfaldlega um nafn og kallist í framtíðinni „auðlindagjald" og að þar verði við látið sitja. Þá segir í ályktuninni að taka skuli „hóflegt gjald sem varið veröi til að standa undir rannsókn- um og til að stuðla að vemd og sjálf- bærri nýtingu auðlindanna og rétt- látri skiptingu afrakstursins m.a. til að styrkja byggð um landið“. Þessi samþykkta ályktun miðstjómar er nánast samhljóða tillögu Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðu- bandalagsins, sem lögð var fyrir síð- asta landsfund og vísað áfram til miðstjórnarfundar nú. Sláttað yfir misfellur Átakafletimir í þessu máli innan flokksins á síðasta landsfundi lágu aðallega milli tillögu formannsins og tillögu Ragnars Arnalds, Stein- gríms J. Sigfússonar, Svavar Gests- sonar og fleiri þingmanna „gamla flokkskjarnans". Þó þessar tillögur væra nánast samhljóöa gerir tillaga Ragnars ráð fyrir „hóflegu“ gjaldi af nýtingu auðlindanna sem standa á undir „rannsóknum á auðlindunum og stuðla að vemd og sjálfbærri nýt- ingu þeirra“, meðan tillaga Mar- grétar gerði ráö fyrir „sanngjömu“ gjaldi sem skyldi nota til sömu hluta en að auki átti gjaldinu að vera varið til að ná „réttlátri skipt- ingu afrakstursins (af auðlindun- um) m.a. til að styrkja byggð um landið“. Þessi munur hefur verið túlkaður sem svo að hugmyndir Margrétar og stuðningsmanna hennar liggi nálægt hugmyndum Alþýðuflokksins um veiðileyfagjald og gjald af öðr- um auðlindum, en Alþýöuflokk- urinn hefur haldið fram að allt að 16 millj- arða króna mætti inn- heimta með slíku gjaldi. For- ystumenn Al- þýðubandalags- ins gerðu þó eins lítið úr þeim mun, sem er á þessum tveimur hugmynd- um, fyrir miðstjórnarfundinn og mögulegt var, og Steingrímur J. Sig- fússon sagði í samtali við DV að þær ættu ekkert skylt „við brjálæð- islegar hugmyndir Alþýðuflokks" í veiðigjaldsmálum. „Hér em engir miUjarða skattar á dagskrá og ég sem landsbyggðar- og sjávarútvegs- maður sé ekkert vit I slíkri flatri brúttóskattlagningu,“ sagði Stein- grimur. Margrét lagði áherslu á að munur væri á gjaldi og skatti, gjald væri hluti af rekstrarkostnaði sem drægist frá fyrir skatta. Þá túlkaði hún, í samtali við DV, setninguna um gjald til að ná fram réttlátri skiptingu afrakstursins sem tillögu sem miðaöi að því að „styrkja byggð í landinu vegna áfalla í byggðarlög- um, tilorðinna vegna stjórnvaldsað- gerða tengdra nýtingu auðlinda sem byggðarlagið treysti áður á“, og tók sem dæmi Kísligúrverk- smiðjuna í Mý- vatnssveit. Og hún undirstrikaði að sama hvor tillagan yrði ofan í mið- stjóm að þá ætti það ekki að hafa nein áhrif á núver- andi viðræður við Alþýðuflokkinn um samvinnu eða sameiningu. Veiðileyfagjaldi stungið undirstól í reynd er þessi tillaga Alþýðu- bandalagsins um auðlindagjaldið svo opin og teygjanleg að hæglega má túlka hana sem einfalda tillögu um að setja málið í nefnd, tillögu Innlent fréttaljós Páll H. Hannesson Sighvatur Björgvinsson hefur tekið samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalags fagnandi og segir flokkana hafa færst nær hvor öðrum. Halldór Asgrímsson segist hafa rætt við Davíð Oddsson og skilji hann svo að honum iítist vel á tillögu Alþýðubandalags. sem allir geta tekið undir, eins og reyndin sýnir. Öðrum tillögum um sjávarútvegsstefnu Alþýðubanda- lagsins, sem einnig var vísað frá landsfundi til miðstjómarfúndar en snerta í reynd spuminguna um auð- lindagjaldsstefnu flokksins, var hins vegar vísað áfram í lokaða nefnd. Þar liggja tUlögur sem hugs- anlega geta verið meiri ágreinings- efni, svo sem tiUaga þar sem tekið er fram að „hóflegt gjald eða leiga verði innheimt af þeim aðilum sem stunda fiskveiðar". Þessari nefnd, sem í sitja Arnmundur Backman, Signý Jóhannesdóttir, Jakob Möll- er, Aðalsteinn Baldursson og Árni Þór Sigurðsson, er svo ætlað að móta stefnu flokksins í sjávarút- vegsmálum og skila áliti fyrir næsta landsfund. Hvað kemur upp úr þeim suðupotti á því eftir að skýra steftiu Alþýðubandalagsins í þeim auð- lindagjaldsmálum a.m.k. sem snúa að sjávarútvegi betur en framlögð hugmynd um nefndarskipun. Sumir myndu kannski orða þetta sem svo að ágreiningsefnunum hefði verið slegið á frest eða stungið tímabimd- ið undir stól. Framsókn færist nær Það er því freistandi að líta á samþykkt Alþýðubandalagsins sem tilraun til tímabundinnar málamiðl- unar innan flokksins. Hún er einnig nægilega opin til þess að Sighvatur Björgvinsson getur túlkað hana sem stuðning Alþýðubandalagsins við stefnu Alþýðuflokksins. Sama gildir um forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Á síöasta mið- stjómarfundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var 22.-23. nóvember sL, er eindregið lagst gegn hug- myndum um veiðileyfagjald en áformum ríkisstjórnarinnar fagnað um lagasetningu „þar sem eigna- réttur er skilgreindur og kveðið á um heimildir til gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda". Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, áréttaði andstöðu Fram- sóknar gegn veiðileyfagjaldi í sam- tali við DV. „í tillögum Alþýðu- bandalagsins er hófsemd ríkjandi og opinberri nefnd ætlað að skilgreina málið. Ég tel það mjög gott og óvanalegt að stjómarandstöðuflokk- ur vilji skipa opinbera nefnd í mál. Þetta er allt annar tónn en í öfgum Alþýðuflokksins," sagði Halldór. Aðspurður sagði hann að „það mætti segja að Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn hafi nálgast hvort annað í þessu máli“. Hann sagði gott að Alþýðubandalagið vildi stofna til „vitrænnar mnræðu við aðra. Ég hef rætt við Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson og hef skilið þá þannig að það komi til greina að efna til svona starfs“, og vísaði þá til tillögu miðstjómar- fundarins um nefndina, en tók einnig fram að hann hefði tillögu Ragnars Amalds í huga. Aðspurður hvort hann ætti þá ekki von á því að Framsóknarflokkurinn myndi styðja þingsályktunartillögu Al- þýðubandalagsins, sem er sam- hljóða samþykkt miðstjómarfúnd- arins og borin verður upp á næstu dögum á Alþingi, sagði Halldór aö „við höfúm ekki ákveðið það í sjálfú sér. Við sjáum til“. Það er því hreint ekki útilokað aö þessi þingsályktunartillaga Alþýðu- bandalagsins fái stuðning Alþýðu- flokks, Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofmn í auðlindagjaldsmálum og gæti því gripið þessa „nefndartil- lögu“ feginshendi. Það dregur úr þeirri spennu sem málið hefur vald- ið innan flokksins. þú kaupir 4 disk«i efþúkaup<r3 díska efþúkaup»r2 dfcka Við flytjum tónlistardeildina úr Brautarholti og færum hana á Lat i/V.- U L.>-Ll'L.L 1— v-^ - w '^efþúkaunirS cfeka «5» ef þu kaupir 1 disk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.