Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JLj"V ★ 16 ★ 'tfr vlðtal Robin Williams, aðalleikarinn í Flubber, lætur ímyndunaraflið skoppa út um allt í einkaviðtali við helgarblað DV: Flubber er ný œvintýramynd frá Disney þar sem Robin Williams leikur snjallan prófessor og upp- finningamann sem er gjörsamlega úti á þekju og utan vió sig. Myndin er frumsýnd hér á landi um helgina í Sam-bíóunum, á sama tíma og í helstu bíóhúsum Evrópu. Williams var í banastuði þegar hann hitti útsendara Helgarblaös DV í einkaviö- tali í London á dögunum. Robin Williams er frægur fyrir glens og grín. Hann sló fyrst í gegn í Good Morning Vietnam og var síðan útnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í Dead Poets Society. Hann sýndi síðar að hann væri ekki bara brandarakall, t.d. í mynd Terrys Gilliams, The Fisher King, og Awakenings, þar sem hann lék á móti Robert De Niro, en spaugið er greinilega hans sterka hlið og á undanförnum árum höfum við að- allega séð hann í myndum, ætluð- um yngri áhorfendum: Hook, Toys, Mrs. Doubtfire, sem sló eft- irminnilega í gegn, og svo ljáði hann andanum í lampanum rödd sína í teiknimyndinni Aladdin. Endurgerð mynd hjá Disney frá 1961 Flubber er endurgerð á The Absent Minded Professor sem Dis- neyfyrirtækið framleiddi 1961. Það var dæmigerð Disneymynd með léttu gríni og göldrum en nú hefur tækninni fleygt fram og Dis- ney hefur ákveðið að kynna hinn skemmtilega gleymna prófessor fyrir nýrri kynslóð. í dag er mögu- legt að gera ótrúlega hluti með nýrri tölvutækni og kvikmynda- brellum. Brainard prófessor, sem Robin Williams leikur, er svo utan við sig að hann hefur tvisvar gleymt að mæta í sitt eigið brúðkaup, en hann er líka að vinna að merkileg- um hlut með Weebó, aðstoðarvél- menninu fljúgandi. í sameiningu tekst þeim að búa til „flöbber", grænt, hlaupkennt efni sem er svo hlaöið orku að það er hættulegt að anda á það. Minnsta hreyfing kemur þessum efnismassa af stað og með smá-flöbber undir skósól- unum getur maður stokkið tugi metra, boltar geta skoppað til tunglsins og bílar geta flogið - möguleikarnir eru endalausir. Vondir menn komast á snoðir um upfinninguna og hefst nú spenn- andi eltingaleikur sem gengur út á að ná flöbberinu úr höndum ill- mennanna og vinna aftur ást hinnar vonsviknu kærustu. Slakar aldrei á Robin Williams slakar aldrei á. Ef þú, lesandi góður, hefur haldið, eins og ég, að hann færi yfirleitt eftir vel æfðu og vandlega úthug- suðu handriti og væri síðan af- slappaður venjulegur einstakling- ur þegar kvikmyndavélinni er ekki beint aö honum, þá get ég upplýst að svo er ekki. ímyndið ykkur hann eins og hann kemur fyrir á kvikmyndatjaldinu, eða sjónvarpsskjánum í sínum hröðu brandararokum, eins og t.d. í Good Moming Vietnam, þar sem hann baðar út öllum öngum, gefur frá sér skrýtin hljóð og talar í mörgum mismunandi teikni- myndaröddum í einhvers konar nútímaeftirhermu- og revíustíl. Það, iesandi kær, er dempuð út- gáfa af þessum ofvirka náunga. Hann hefur einhvern veginn náð að tengja munninn á sér beint við sitt spræka ímyndunarafl. Þar er engin bremsa, dellan vellur upp úr honum, brandararnir koma á færibandi og maður nær ekki nema broti af öllum tengingunum og til- vitnunum sem hann þeytir í áttina til manns á ljóshraða, hvað þá að hægt sé að snara slíku auðveldlega yfir á íslensku. Þá er bara að vinda sér i spumingarnar: Beygðu þig, leikaradjöfull! - Eru einhver atriöi í Flubber hreinn spuni? „Já, það eru nokkur samtöl við vélmennið sem komu bara upp úr mér. Flest þeirra voru síðar klippt út en eitthvað fékk að halda sér. Mest er kannski af spunaatriðum þegar ég, eða prófessorinn, er að uppgötva þetta nýja efni, „flöbber", þá kom alls konar þvæla upp úr mér. Sumt var kannski ekki við hæfi bama, eins og t.d.: „íþrótta- menn um allan heim munu nudda þessu á boltana (balls) sína.“ Ég reyndi að gera aðeins meira úr því at- riði, meira en bara að beygja sig undan fljúgandi „flöbberi", því ég þurfti að beygja mig tíu milljón sinnum fyrir ímynduðum fljúgandi flöbberi“, nei, áöur en þú spyrð, það var ekki þannig að þeir væru að skjóta þessu á mig i raunveruleikanum ... beygðu þig, leikaradjöfull, bang, búmm, bang.“ Spennir greipar og krýpur á kná - í því atriöi sjáum við þig halda mörgum ,Jlöbber-boltum“ á lofti í einu, hefuröu lœrt aö Joggla"? Þegar Robin svarar þessari spumingu lætur hann eins og hann gráti af gleði og þakklæti í minn garð, spennir greipar og krýpur á kné, sprettur síðan upp og heldur áfram: „Já, þakka þér fyrir að spyrja mig að þessu, takk, takk, takk, ég kann virkilega að joggla, ég er nokkuö góður í að halda þremur boltum á lofti í einu, já, þriggja bolta flug, það get ég nokk- uð vel, eiginlega get ég haldið fimm boltum á lofti ef mínir tveir litlu lífrænu boltar eru taldir með. Það stóð til á tímabili að ég léki götuleikara og trúð í einhverri mynd sem varð síðan aldrei gerö og þá lærði ég að joggla bæði bolt- um og kylfum.“ Farðu í megrun - Nú flýguröu töluvert mikiö í þessari mynd, hvernig var þaö gert? „Það var notað nýtt kerfi sem er kallað nítrógen-spil, ég veit svo sem ekki hvemig það virkar tæknilega þetta er svipað og gamla tal- íukerfið sem var notað í Hook, þá fór maður í sér- stakar brækur, mjög, mjög, mjööög þröngar, svokallaðar sópr- anbuxur (háir tónar og söngur) með tveim lykkjum á mjöðmun- um og svo voru átta sviðsmenn sem hífðu mann á loft og æptu all- ir í kór: „Farðu í megrun, feita svín.“ Núna hefúr tæknin tekið við og þeir geta þeytt manni upp í þrjátíu metra hæð og látið mann hrapa aftur niður og stoppað mann tvo sentimetra fyrir ofan gólfið, eða undir því, eftir því hvernig liggur á þeim. Spilið rennur eftir bitum í loftinu þannig að maður getur flogið út um allt. Þetta er mjög öflug græja, þetta var ógeðslega gaman, eins og besta tækið i tívolí. Ég var pínulít- ið hræddur í fyrsta fluginu en svo var þetta bara æðis- legt fjör, ég vil ekki A ráttri hillu sa m hugsa um það hvað gæti gerst ef eitthvað færi úrskeiðis ... fjoing, sprong og splass ... og einhver seg- ir: Úps, þar fór hann, hver man símann hjá Eddy Murphy?!“ Sama saklausa sagan - Er mikill munur á þessari mynd og gömlu útgáfunni? „Það er mjög margt sameigin- legt, eins og t.d. ástarsagan, hún er sú sama, en núna er hægt að gera svo margt með nýrri tækni. í gömlu myndinni var flöbberið bara svartur blettur, skoppandi á tjaldinu, núna hefur það meiri persónuleika og hægt að leika sér miklu meira með það. í gömlu út- gáfunni hafði prófessorinn þjón- ustustúlku og hund en núna er hann með fljúgandi vélmenni. Bíllinn er líka nýrra módel, í gömlu myndinni var hann T-Ford frá 1912 en núna var notað ’62- módel af Thunderbird. Að öðru leyti er þetta sama saklausa sagan með ótrúlega gamaldags gildi.“ - Áttiröu auövelt meö aö til- einka þér prófessorshlutverkiö? „Já, ég held það. Þetta er mað- ur sem er svona utan við sig af því að hann er svo saklaus og getur einbeitt sér svo gjörsam- lega að einhverjum einum hlut eða verkefni að hann gleymir öllu öðru. Hálfbróð- ir minn, Lawrence, er eðl- isfræðingur og kennir í Memphis, hann er doktor í ljóseindafræði og er ná- kvæmlega svona, hann get- ur gjörsamlega einbeitt sér að einhverjum fræðúm og ekki áttað sig á því að hann er buxnalaus. Ég á eiginlega bara einn bróöur sem var skipt í tvennt, það var hræði- legt ... en nú á ég tvo frábæra hálfbræður." - Er eölisfrœói sviö sem þú heföir getaö hugsaö þér aö fara út í ef þú heföir ekki orðiö leikari? „Nei, ég byrjaði að stúdera stjóm- málafræði en eftir fyrsta árið datt ég inn á spunanámskeið hjá leiklist- ardeildinni og eftir það ... fjúmm, það varð ekki aftur snúið, það var svo gaman hjá mér að pabbi minn áttaði sig á því aö hann vildi ekki borga of fjár fyrir fallista í stjóm- málafræði og ég fór í leiklistarskóla (Julliards) og fór síðan að vinna í tilraunaleikhúsi í San Francisco og fór síðan að skemmta á sviði með „uppi- standi“. Ef Robin Williams í hlutverki sínu í Flubber sem prófessorinn sein- heppni og utan gátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.