Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 30
38 Slakað á í Bagdad Það er lyginni líkast en bresk ferðaskrifstofa býður nú ferðir til Bagdad. En vill nokkur fara í slíka ferð, ekki slst í ljósi hættunnar á stríðsástandi sem vofir yfir írak þessa dagana? Þegar hafa tólf manns skráð sig í fyrstu ferðina sem er fyrirhug- uð um páskana. Fararstjórinn er Phil nokkur Haines sem segir írak hafa upp á mikið að bjóða handa ferða- mönnum. Hann ferðaöist ný- lega um írak og hreifst svo af landi og þjóð að hann hóf að skipuleggja ferðir þangað. Hann lætur viðvaranir breska utan- ríkisráðuneytisins sem vind xun eyru þjóta og segir Bagdad ekki hættulegri en sum hverfin § í London. Gist í heimahúsi London er ein vinsælasta feröamannaborg Evrópu. Það hefur hins vegar ávallt þótt fremur dýrt að dvelja í borginni og verð á gistingu er hátt. Gisting í heimahúsi er fyrir- bæri sem hefur farið vaxandi síðustu ár og nýverið var stofn- ; að fyrirtæki, London Bed & 5 Breakfast, sem sérhæfir sig í að útvega þægilega en umfram allt ódýra gistingu fyrir ferðamenn. London Bed & Breakfast ein- blinir á miðborgina og býður upp á gistingu á einkaheimilum fyrir um 3000 krónur nóttina. IÞað er talsvert ódýrara en hót- elherbergi á svipuðum slóðum kosta almennt. Þeir sem vilja aíla sér nánari upplýsinga ættu að líta á slóðina http:www.dircon.co.uk/lon- donbb/. Leikið á þjófa Flestir sem dvelja á hótelum telja sig líklega örugga gegn þjófnaði. Enda hefur öryggi hót- ela viða verið hert og tvöfaldar læsingar og gægjugöt til dæmis algeng á herbergishurðum. Þjófnaðir á hótelherbergjum verða þó alltaf staöreynd og hef- ur breska ferðatímaritið Travel Holiday tekið saman nokkur at- riöi sem vert er að huga að þeg- ar dvalið er á hóteli. Að sögn blaðsins eiga flestir hótelþjófnaðir sér stað á fyrstu tveimur hæðum hótelsins. Því er gott ráð að biðja um herbergi á efri hæðum ef það er mögu- *í tegt- Þá ku vera betra að gista í herbergjum sem eru nálægt lyftum og umfram allt á að forð- ast innstu herbergin. Besta staðsetningin er þar sem um- gangur gesta er nokkur. Margir skilja eftir spjald á hurð um að það megi þrífa her- bergið. Slikt býður hættunni heim og óþarfi að nota slíkt spjald því herbergin eru hvort sem er þrifin. Þegar farið er út að kvöldi til ij er æskilegt að skilja sjónvarpið ;i eftir í gangi og setja spjaldið um að ekki megi trufla á hurðina. Þetta ætti að fæla flesta fingra- langa menn frá. LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Fögur fjallasýn í austurrísku Ölpunum. DV-mynd GVA Skíðaferðir: Dólómítafjöllin heilla íslenska skíðamenn - vikuferðir verða sífellt vinsælli Fjölbreytni skiðaferða til hinna ýmsu landa hefur sjaldan verið meiri en í vetur. Skíðaferðir eru í sókn og fleiri sem leggja land undir fót í vetur en fyrri ár. DV kannaði ferðamögu- leika og framboð á skiðaferðum það sem eftir liflr vetrar. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur um árabil verið öflug í skíðaferðum og þar eru flestar ferðir í boði. Áfangastaðimir eru í Austurríki, á Ítalíu, í Frakklandi og Bandaríkjim- um. Auk Úrvals-Útsýnar bjóða Flug- leiðir upp á ferðir tU Austurrikis; til Kitzbúhel og Kirchberg sem eru róm- aðir skíðastaðir. í vetur hafa Flugleið- ir einnig verið með ferðir til Ítalíu og Bandarikjanna. Vikuferðir sækja á Lilja Jónsdóttir hjá Úrvali-Útsýn segir afar ánægjulegt hversu vinsæld- ir skíðaferða hafl aukist. Hún segir að það megi m.a. rekja til snjóleysisins hér á landi og betra árferðis almennt. „Við finnum talsvert fyrir því að fólk hefur meiri auraráð en áður og svo virðist sem margir geti leyft sér að taka stutt vetrarfrí þótt þeir hyggi einnig á sumarfrí í út- löndum. Reyndar hefur orðið gnmdvallarbreyting á skíðaferðunum því nú fara um 75% far- þega okk- ar í viku- ferðir. Áður fyrr var nær undantekn- ingar- laust u m 1 e n g r i ferðir að ræða en vikuferðimar era að- eins ódýrari og það kann að hafa í fór með sér að fleiri skella sér í þessar ferðir. Gott skíðafæri á Ítalíu Úrval-Útsýn hefúr um þriggja ára skeið boðið ferðir til Val Gardena í Dólómítafjöllunum á Ítalíu. Að sögn Lilju er þetta nú vinsælasti skíðastað- ur íslendinga. „Þetta er mjög skemmtilegur staður, ekki síst fyrir Snjódýpt á nokkrum skíðastöðum - allar tölur eru í sentímetrum • Staður Minnst Mest Val d'lsere (Frakklandi) 80 275 Kitzbuehel (Austurríki) 88 88 Kirchberg (Austurríki) 88 88 St. Anton (Austurríki) 245 245 Saalbach/Hinterglemm (Austurríki) 30 80 Aspen (Bandaríkjunum) 100 117 White Mountains (Bandaríkjunum) 75 150 Val Gardena (Ítalíu) 15 120 .SsmSHr. Jf - ’ ’-Vf / þá sök að þama blandast austurrisk og ítölsk áhrif svo skemmtilega sam- an. Það er hægt að borða klassískan austurrískan mat uppi i fjalli og klassískan ítalsk- fn a n *•-' mat að kvöldi. Tíðin er mjög góð i Val Gardena og veðr- ið milt og gott. Það er nægur snjór um þessar mundir og skíðafærið eins og best verður á kosið,“ segir Lilja. Ferðir til Ítalíu eru á svip- uðu verði og til Austurrík- is. ítalska skíðasvæöið hef- ur það hins vegar fram yfir að þar er uppihaldið talsvert ódýrara og stenst Austur- riki illa þann s a m a n - burð. í 1300 metra hæð Þrátt fyrir að Ítalía njóti mikilla vinsælda stendur Austurríki enn fyr- ir sínu enda afburða aðstaða til skíða- iðkunar. í vetur era þrir áfangastaðir í boði; St. Anton am Árlberg, Wagrain og Saalbach-Hinterglemm. St. Anton hefur notið mestra vinsælda af þeim stöðum sem ferðaskrifstofan býður upp á. Svæðið er gríðarstórt og brautimar samanlagt heilir 260 kíló- metrar. Sérstaða St. Anton byggist á því að staðurinn er í 1300 metra hæð en það er í raun trygging fyrir nægum snjó. Þótt St. Anton standi hátt geta djarflr skíðamenn farið mun hærra eða í allt að 2800 metra hæð. „Snjódýptin er mikil eins og venju- lega í St. Anton og ég reikna ekki með öðra en það verði opið fram yfír páska,“ segir LOja. Snjóbretti era sífellt að ryðja sér til rúms og af því tilefni verður efht til snjóbrettaferðar til St. Anton, viku- ferðar fyrir snjóbrettaáhugamenn sér- staklega þann 28. febrúar næstkom- andi. Skipulögðum ferðum til Austur- ríkis lýkur þann 7. mars en auk St. Antons er einnig boðið upp á ferðir til Salzburgarlands; nánar tiltekið til Wagrain og Saalbach Hinterglemm. Þess má geta að eftir 7. mars er hægt að kaupa flug og bíl til Lúx- emborgar þ v í • skíðasvæðin verða opin fram á vorið. Með ríka og fræga fólkinu Einhver eftirsóttasti skiðastaður Bandarikjanna er vafalaust Aspen í Colorado-fylki. Að sögn Lilju hófúst ferðir þangað síðasthðinn vetur og í vetur munu um 50 manns nýta sér þennan kost. Þegar hafa verið famar tvær ferðir og verður sú þriðja og síð- asta þann 21. febrúar. „Það er sagt að flottustu brekkur heims sé að finna I Aspen og það er sjálfsagt nokkuð til í því. Aspen er stórkostlegt svæði og fjölbreytnin gif- urleg. Það er mikill snjór í Aspen þessa dagana og skiðafærið víðast mjög gott,“ segir Lilja. Þess má geta að íslenskir skíða- menn dvelja í bæ sem er aðeins spöl- kom frá þeim stað sem ríka og fræga fólkið heldur sig helst. Ferðir til Aspen era talsvert dýrari en til Evrópu og segir Lilja eina ástæðuna liggja 1 óhagstæðu gengi á dollar. Þá þykja skíðapassamir dýrir í Aspen og hvetur Lilja fólk til að leita til ferðaskrifstofunnar í því sambandi því henni hafi tekist að fá magnafslátt sem muni talsvert um. Það er greinilega mikil gróska í skíðaferðum og íjölbreytnin mikil. Auk ferðanna sem á imdan er getið verður farin ein skíðaferð til Frakkl- ans þann 21. febrúar. Stefnan í þeirri ferð er tekin á Val d’Isere sem þykir afar nútímalegt skíðasvæði. Aðstæð- ur þykja hinar bestu enda æfa marg- DV-mynd GVA jj- af bestu s k í ð a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.