Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 8
Ikerínn
LAUGARDAGUR 14. FEBRUAR 1998
Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi:
Kjuklingi velt
upp úr Ritzkexi
- konan segir fiskibollur úr dós vera fyrir ketti
„Þar sem ég vinn nokkuð langan
vinnudag flesta daga vikunnar
kemur það sjaldan í minn hlut að
sjá um matargerðina á heimilinu.
Engu að síður er það orðin regla að
á stórhátíðisdögum annast ég elda-
mennskuna og konan mín fær fri.
Ég er því orðinn nokkuð öruggur
við eldun svínahamborgarhryggjar
og rjúpur elda ég einu sinni á ári.
Auk þess er ég yfirgrillari á heim-
ilinu,“ segir Karl Björnsson, bæjar-
stjóri á Selfossi, sælkeri vikunnar.
Karl segir að þær stundir komi í
hversdagsleikanum að hann fái eld-
unarleyfi og þá oftast þegar aðal-
kokkur heimilisins, Katrín Karls-
dóttir, er ekki heima. Þá hafi hann
stundum fiskibollur úr dós í
tómatsósu fyrir sig og krakkana.
„Slíkar krásir eru ekki heimilar
ef konan er heima þar sem slíkur
matur er af henni talin henta best
fyrir ketti. En hvað um það; hún
kenndi mér að búa til ágæt-
iskjúklingarétt sem reyndar móðir
mín kenndi henni og elda ég hann
stundum öllum á heimilinu til
ánægju og oftast hjálpa börnin mér
við matargerðina og sýna henni
mikinn áhuga.“
Ritz-kjúklingaréttur
1 kjúklingur
Ritzkexpakki
smjör
sterkur ostur
Kjúklingurinn er hlutaður niður.
Ritzkexið sett í poka og mulið vel
með kökukefli. Smjörið brætt í góð-
um potti og kjúklingabitunum velt
vel upp úr því. Síðan er þeim velt
upp úr kexmulningnum. Bitarnir
eru því næst settir í eldfast mót og
mikið af rifnum sterkum osti dreift
yflr.
Þetta er bakað í 50 mín við 200C.
Börnin hjálpa pabbanum venjulega viö matargeröina. Karl Björnsson er
hér ásamt dótturinni Dagmar. DV-mynd Kristján Einarsson
og er borið fram með hrísgrjónum,
sojasósu eða karrýsósu með lauk-
bitum í og fersku salati.
„í matargerð minni er ekki að
finna nákvæmni í mælingum svo
oftast hefur hver réttur sína sér-
stöðu. Krydd nota ég ekki í þennan
rétt en almennt nota ég það þó
nokkuð mikið í mat,“ segir Karl
Bjömsson.
-sv
(imatgæðingur vikunnar
Fyllt paprika
að hætti
Grikkja
4 meðalstórar góðar
paprikur, appelsínu-
gular, gular eða græn-
ar.
1 bolli soðin hrísgrjón
3/j bolli niðurskorinn
kjúklingur.
!4 bolli steinlausar
döðlur.
V2 bolli mulinn fetaost-
ur.
V2 bolli chickpeas
(baunir), sigtaðar.
V2 bolli ristaöar furu-
hnetur (pine nuts), má
sleppa.
Vi bolli púrrulaukur.
2 msk. sítrónusafi.
Skerið hatt ofan af
paprikunum og setjið
til hliðar. Setjið hrís-
grjón, kjúkling, döðl-
ur, fetaost, chickpeas-
baunir, hnetur, púrru
og sítrónusafa i meðal-
stjóra skál. Blandið vel
saman og fyllið hverja
papriku með blönd-
unni. Setjið hattinn á
paprikuna.
Setjið í eldfast mót
og setjið álpappír yfir.
( Bakið við 180° í 45-60
mín., eða allt þar til
fyllingin er orðin heit 1
gegn.
Ef matreiða á þetta í
örbylgjuofni á að gera
allt eins og að framan
greinir nema setja á 2
msk. af vatni á disk,
hylja með filmu og láta
sjóða á fullum krafti í
| 15-20 mínútur.
-sv
Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt á ísafirði:
Kjötsúpa, salat oq sósa
„Mánudaginn 2. febrúar sl. opnaði
ég ísskápinn og kannaði stöðuna. Þar
var nokkuð margt komið á síðasta
snúning og þvi varð að bjarga frá
skemmdum," segir Elísabet Gunnars-
dóttir, arkitekt á ísafirði, sem gefur
hér uppskriftir að kjötsúpu, salati og
sósu með salatinu.
„Ég setti víðan pott á helluna og i
hann fóru tveir lærisendar (sbr. stýr-
isendar) og vatn sem næstum þvi flaut
yfir, einn grænmetisteningur og einn
klarbouillon-teningur, salt & pipar og
fingurlöng engiferrót, skorin í tvennt
eftir endilöngu. Þetta sauð á meðan ég
horfði á hálfa videomynd (Lesið í snjó-
inn).
Þá tók ég fjórar kartöflur (guflauga)
og 4 íslenskar gulrætur og afhýddi,
skar hvort tveggja einu sinni langsum
og tvisvar sinnum þversum og síðan
skar ég stilkinn af spergilkáli á sama
hátt (skemmd blómin fóru í ruslið) og
grænu blöðin af blaðlauk og henti
þessu í pottinn ásamt cous-cous-af-
gangi sem leyndist í poka (ca hálfur
bolli). Þetta sauð síðan með kjötinu á
meðan 2 tómatar voru skornir tvisvar
sinnum langsum og tvisvar sinnum
þversum og rauð paprika i stutta
strimla. Síðan var hálft búnt af stein-
selju saxað rækilega, tómötum og
papriku bætt í pottinn og soðið örlitla
stund, potturinn tekinn af hitanum og
engiferrótin veidd upp úr, steinselj-
unni stráð yfir og súpan borðuð af öll-
um því svo einkennilega vildi til að
börnin borðuðu hana með bestu lyst.
Þá fyrst var hægt að horfa á seinni
hluta video- myndarinnar.
Grænmetissalat
Súpuna hér að ofan hef ég bara eld-
að i þetta eina sinn. Hins vegar er ann-
ar réttur oft matreiddur á mínu heim-
ili og er aðaluppistaðan í honum græn-
metissalat. Þá tekur maður víða skál
og rífur græn salatblöð (þvegin auðvit-
að) á botninn, bætir síðan t.d. hunda-
súrum, kínakáli eða fínt skornu
grænkáli ofan á, þar næst þunnt skorn-
um paprikuhringjum og hálfuih dverg-
tómötum. Svo til allt grænmeti kemur
til greina. Ef fólk er mjög svangt er
stundum bætt við þetta avocado, létt-
steiktum spergilkáls-blómum, gulrót-
um eða rófum (græn ólífuolía til steik-
ingar) og síðan dreift yflr þetta léttrist-
uðum hnetum eða sólkjarnafræjum,
eða bara allbran-strimlum. Fetaostur
er líka góður með ef salatið er mjög
létt.
Sósa með salatinu
Salatsósan er búin til þannig að salt
er leyst upp í örlitlu ediki, smápipar
bætt í og Italian seasoning (blandað
grænt krydd). Síðan bætum við einni
Elísabet Gunnarsdóttir varð að nýta þaö úr ísskápnum sem lá undir skemmdum.
Þaö fór í kjötsúpuna.
DV-mynd Höröur
teskeið af dijon-sinnepi við, nokkrum
skífum af þunnt skornum blaðlauk,
eða jafnvel hvítlauk, dágóðum slatta af
grænni ólífuolíu og sanía magni af app-
elsinusafa (helst nýpressuðum). Þessu
er auðvitað ekki hellt yfir fyrr en við
matbórðið.
Með salatinu er stundum borið fram
nýtt brauð og stundum steikt lifur eða
fiskur - en það er önnur saga.“
Elísabet skorar á Magna Guðmunds-
son netagerðarmeistara að vera næsti
matgæðingur.
-sv
Víetnamskt
kjúklingasalat
Þessi réttur er fyrir sex í for-
rétt en ef nota á hann sem aðal-
máltíð þarf að minnsta kosti eina
bringu í hvern skammt.
Salatið
500 g rifmn eða skorinn soðinn
kjúklingur
500 g fint saxað hvítt, grænt og
rautt kál
150 g gulrætur
6 vorlaukar
3 msk. gróft söxuð mynta
3 msk. gróft söxuð coriander-
lauf
Dressingin
3 msk. lime-safi
3 msk. austurlensk fiskisósa
1 msk. hvítvínsedik
2 pressaðir hvítlauksgeirar
3 msk. grænmetisolía
2 saxaðir chilli
Til skrauts
50 g ristaðar jarðhnetur,
saxaöar
litlir sprotar af myntu og cori-
ander
rækjuflögur (-kex) (má sleppa
en er gott)
Aðferð
Setjið kjúklinginn og kálið í
skál. Skerið gulræturnar í mjóa
strimla eftir endilöngu með græn-
metisafhýðara. Skerið vorlaukinn
í langar ræmur, lika góða græna
hlutann. Setjið laukinn og gulræt-
urnar út í skálina með kjúklingn-
um og kálinu og síðan laufin.
Dressingin er þannig gerð að
fyrst eru fimm fyrstu hráeftiin sett
i stóra skál. Pískið vel saman svo
sykurinn leysist eins mikið upp og
hægt er. Hrærið síðan olíunni
saman við og svo saxaðan chilli.
Látið standa í um 30 mínútur á
meðan bragð hráefnanna er að
blandast saman. Blandið síðan sal-
atinu varlega saman við.
Berið fram á sex diskum eða
skálum, skreyttum með jarðhnet-
um, myntu- og coriandersprotum
og beriö fram með rækjukexinum
(rækjuflögunum) ef þess er óskað.
Aspas vafinn í skinku
1 kg ferskur aspas, 1/3 skorinn
neðan af og hent
12 sneiðar af parmaskinku
(eða annarri góðri skinku)
Extra Virgin ólífúolía
Sósa
1 msk. balsamicedik
4 msk. Extra Virgin ólífúolía
2 saxaðir tómatar, afhýddir,
fræ fjarlægð
salt og pipar
Aðferð
Hitið ofh í 200°C (400°F). Sjóðið
aspasinn i nægu söltu vatni þar til
hann er næstum tilbúinn (stingið í
hann til þess að kanna suðuna),
þarf líklega 2-3 mín. Sigtið og
skolið í köldu vatni og látið síðan
þorna.
Skiptið aspasinum í sex búnt og
vefjið hvert þeirra með tveimur
sneiðum af skinku (sjá mynd). Setj-
ið á olíuborna bökunarplötu, úðið
smáolíu yfir og bakið í um 10 mín-
útur eða þar til skinkan er farin að
brúnast og vérða stökk. Notið bök-
unartimann til þess að búa til sós-
una. Bragðbætið með kryddi.
Berið réttinn fram á sex heitum
diskum og hellið sósunni yfir og í
kring. -sv
■