Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JjV Einbýlishús Körlu og Pauls í kanadíska bænum St. Catherine var snoturt og garðurinn og annað um- hverfis það lýsti snyrtimennsku. Reyndar var unga parinu svo um- hugað um útlit þess og sitt að sum- um nágrönnunum fannst um of og gáfu þeim nafnið „Barbie og Ken“. En það var með þetta unga fólk eins og suma aðra að útlitið lýsir ekki ætíð hinum innri manni. Fötin sem Paul valdi sér og farðinn sem Karla gætti ætíð svo vel að væri nógur og rétt á borinn voru aðeins ytra borð fólks sem átti eftir að vekja skelfingu í Kanada. Hann heillaði hana Karla Homolka var af fátækum pólskum innflytjendum komin en hún var lagleg, hégómleg svo úr hófi gekk og afar metorðagjöm. En hún var líka dugleg og vann með námi meðan hún var enn í skóla því hún var ákveðin í að eiga fyrir námsgjöldum í háskóla þegar þar að kæmi. Og þangað náði hún. Karla var nítján ára þegar hún kynntist Paul. Þá var hún við há- skólanám. Það var árið 1989. Henni fannst hann glæsilegasti ungi mað- urinn sem hún hafði kynnst og i raun maðurinn sem hana hafði alltaf dreymt um. Hann var mynd- arlegur, hafði lokið háskólaprófi og fengið starf við nafhtogaðasta fyrir- tækið i bænum. Fyrsta árið sem þau voru saman var mjög rómantískt en þegar kom fram á árið 1990 fór Paul að sýna af- brigðilega tilhneigingu á kynlífs- sviðinu. Körlu var í fyrstu ekki sama en eftir nokkum tíma ákvað hún að fara að vilja hans svo hann færi ekki frá henni. Hún fór að hjálpa honum til að ná í ungar stúlkur, vart komnar af fermingar- aidri, og eftir aðeins hálft ár var hún orðin svo forhert að hún setti ekki fyrirsig að uppfylla ægilegustu kröfur Pauls. Systirin Ein þeirra stúlkna sem Paul hafði fengið augastað á var yngri systir Körlu, Tammy, íjórtán ára. Á Þor- láksmessukvöld 1990 ákvað Karla að Tammy Homolka. gefa honum hana í jólagjöf. Meöan foreldrar hennar sátu í stofunni hjá sér lokkaði Karla Tammy niður í kjallara og gaf henni eggjasnafs með deyfilyfi í. Þegar Tammy var orðin meðvit- undarlaus kom Paul niöur í kjallar-' ann og nauögaði henni. Síðan báru þau hana upp í rúm. Næsta morgun fannst Tammy látin og haföi, að þvi er virtist, kafnaö í spýju. Læknirinn lýsti því yflr aö hún hefði kafnaö Réttarhöldin Lík Tammy Homolka, systur Körlu, var nú grafið upp. Réttarlækn- um tókst að sýna fram á að hún hefði verið kæfð en einnig fundust í henni leifar af deyfllyfinu og sæði úr Paul. Paul var ákærður fyrir þrjú morð, tvö mannrán og fjörutíu og þrjá aðra kyn- ferðisglæpi. Réttarhöldin yfir Körlu byrjuðu í júní 1993. Þannig var gengið frá dyrum í réttar- salnum að utan hans heyrð- ist ekkert af þvi sem fram fór innra. Þá bönnuðu kanadísk yfirvöld fjölmiðlum að fjalla um glæpina sem til umfjöll- unar voru. Var það af ótta við að veijandi Pauls gæti borið þvi við að hann fengi ekki réttláta meðferð vegna umræðu úti í þjóðfélaginu en mál hans átti að taka fyrir ári siðar. Auðvitað spurðist samt ýmislegt út af því sem fram fór meðan Karla var fyrir réttinum, þar á meðal það að hún hefði ekki aðeins verið saklaus áhorfandi að þvi sem fram fór heldur ver- ið beinn þátttakandi í pynt- ingum og morðum. Dómarnir Karla var dæmd í tólf ára fangelsi en þaö hafði í for með sér að hún gæti sótt um reynslulausn eftir sex ár, það er á næsta ári. Þá verður hún aöeins tuttugu og níu ára og á því væntanlega mörg ár ólifuð. Þessi dómur átti eftir að vekja mikla reiði í Kanada þegar réttar- höldunum yflr Paul var lokið og loks var hægt að fjalla opinberlega um það sem gerst hafði. Glæpirnir sem Karla hcifði gerst samsek um þóttu ægilegir og fannst mörgum sem það væri lítil refsing fyrir þá að sitja í fangelsi í sex ár. En saksókn- ari hafði gert samkomulag við hana, eins og oft er gert þegar vitni er ef til vill aðeins eitt, ekki með hreint mjöl í pokahorninu og saksókn háð framburði þess. Paul var sekur fundinn um allt það sem hann var ákærður fyrir og var dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á lausn eða náðun. Þar með var lokið einu umtalað- asta sakamáli í Kanada. Karla og Paul á brúðkaupsdaginn. eftir að hafa selt upp í svefni og hún var jarðsett án þess að frekari rann- sókn færi fram. Einbýlishúsið í byrjun árs 1991 fluttu Paul og Karla í einbýlishús í besta hverfi bæjarins, rétt við Ontario-vatnið. Eitt af þvi fyrsta sem Karla tók sér fyrir hendur var að sjá um að hljóð- einangra herbergi I kjallaranum. Er því var lokið kom hún þar fyrir hlekkjum og hvers kyns pyntingar- tólum. í apríl lokkaði Karla Lesley Ma- haffy, fjórtán ára stúlku, með sér heim. Hún gaf henni deyfilyf en dró hana síðan niður í kjallara þar sem Paul nauðgaði henni og misþyrmdi og myrti hana síðan. Skömmu síðar klæddist Karla hvítum brúðarkjól og bjó sig undir kirkjubrúðkaup. Um það leyti sem brúðhjónin voru að ganga úr kirkju var lögreglan að draga lík Lesley Mahaffy upp úr Ontario- vatni. í ársbyrjun 1992 missti Paul vinnuna og fór að vinna fyrir sér með því að smygla svonefndum „snufffilms“ yfir landamærin frá Bandaríkjunum. Um var að ræða klámmyndir sem sýndu raunverulega kynferðisglæpi, oft morð, sem framin voru sérstaklega í þeim tilgangi að gera myndböndin eftirsóttan söluvam- ing fyrir þá sem njóta þess að horfa á slíkt. Ný tekjulind Smyglið færði Paul tekjur en hann vildi ganga lengra og ákvað aö framleiða eigin myndbönd af því tagi sem að ofan er lýst. Karla var meö í ráðum og lokkaöi Kristen French, fimmtán ára, heim til þeirra. í þrettán daga var henni nauögað og hún pyntuð meðan þau hjón Játningin Þegar yfirheyrslan yfir Körlu hafði staðið um hrið og hún hafði játað að það væri maður hennar sem hefði veitt henni áverkana féll hún skyndilega saman og sagðist þurfa að segja frá ýmsu af því sem þau hjón Kristen hefðu gert saman. Rannsóknarlögreglumennimir voru í fyrstu vantrúaðir á að það sem Karla fór nú að lýsa gæti verið rétt. En smám saman varð þeim ljóst að hún gat vart verið að búa til sögu af þessu tagi og þá setti að þeim hroll. Áður en lengra var haldið ákvað rannsóknarlögreglan að kanna feril Pauls Teale, eins og hann hét fullu nafni. Þá kom í Ijós að í raun hét hann Paul Bemardo og lá undir grun um tuttugu og fimm nauðganir í heimabæ sínum, Scarborough. Þar hafði um tíma gengið laus kynferðis- afbrotamaður sem gekk undir nafn- inu „Scarborough-nauðgarinn" og' hann haföi valdiö svo mikilli skelf- ingu meðal kvenna þar að við lá að sumar þeirra gengju af vitinu. Næg- ar sannanir gegn Paul lágu þá ekki fyrir en nú virtist allt útlit fyrir að játning Körlu yrði til þess að hægt yrði að koma lögum yfir manninn sem framið hafði fjöldanauðganirnar. Samningar Karla gerði sér ljóst hvaö henn- French. skriftir og áður en lauk hafði hún sagt sögu sína á níu hundruð síð- um. Sumt af því sem hún lýsti var svo skelfilegt að við lá að hárin risu á rannsóknarlögreglumönn- unum. En var það allt satt eða var hluti af því til kominn vegna vanþroska ungu konunnar og ímyndunarafls? Karla kom ýmsum þannig fyrir sjónir að hún væri sem lítið barn í líkama konu. Þá þótti það sérstakt að hún sýndi aldrei nein merki um samviskubit. Það var sem hún hefði mestar áhyggjur af því hvort hún væri rétt greidd og andlits- farðinn eins og hún vildi hafa hann. En á daginn kom að hún var í öllum meginatriðum að segja satt frá. Eftir aö fyrstu yfirheyrslunum lauk var Karla flutt á geðsjúkrahús til rannsóknar. Samtímis hélt rann- sóknarlögreglan til einbýlishússins með leitarheimild. Pyntingarklefinn reyndist vera þar sem Karla hafði sagt hann vera. Þá fundust einnig myndbönd sem sýndu pyntingar á ungu stúlkunum. gerðu myndbandið. Loks var Krist- en kyrkt og lík hennar grafið úti í skógi þar sem maður á gangi með hundinn sinn fann það hálfum mán- uði síðar. Er hér var komið, og reynd- ar fyrr, voru komin upp vandamál í hjónabandi þeirra Pauls og Körlu. Hann var far- inn að gera þá kröfu til henn- ar að hún klæddist og hegðaði sér eins og stúlkurnar sem þau myrtu. Hún neitaöi en þá barði hann hana. Og í ársbyrj- un 1993 sló hann hana svo fast að annað augaö sprakk úr tóftinni. Hún varð að fara á spítala þar sem tókst að koma því á sinn stað. En ljóst var að hún hafði orðið fyrir barsmíð- um og var lögreglan kölluð til svo ganga mætti úr skugga um hvort maður hennar bæri ábyrgðina. ar gæti beðið fyrir þátttöku í illskuverkunum. Hún bauðst því til að vinna með yfirvöldum gegn því að hún fengi mildari dóm og var á það fallist. Hún settist þá við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.