Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Tliy' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Steiner í ráðherraskjóli Fjölmiðlum hefur tekizt með töngum að komast að margvíslegum leyndarmálum um afskipti lögreglu og stjórnvalda af þekktasta fíkniefnasala landsins. Á hverju stigi hafa valdamenn reynt að þyrla upp ryki til að koma í veg fyrir upplýsingar til almennings. Tveir dómsmálaráðherrar hafa flækzt í málið, núver- andi ráðherra og núverandi utanríkisráðherra. Meðal annars hefur komið í ljós, að núverandi dómsmálaráð- herra gaf út viUandi hártoganir um, að hann hafi ekki haft afskipti af leyndarmáli fíkniefnadeildar. Yfirmaður og lögmaður fikniefnadeildar lögreglunn- ar höfðu samband við ráðherrana til að fá þá til að stuðla að óvenjulegri styttingu refsitíma fíkniefnasal- ans á þeim forsendum, að hann mundi í staðinn koma lögreglunni á spor annarrar fíkniefnasölu. Verndarenglarnir fengur góðar viðtökur. Núverandi ráðherra sendi fullnustunefnd málið. Hún lét sam- dægurs undan þrýstingi hans, sneri við fyrri úrskurði og heimilaði reynslulausn fíkniefnasalans að lokinni aðeins hálfri afplánun refsingarinnar. Ekkert kom út úr uppljóstrunum fikniefnasalans, sem greinilega hafði fíkniefnalögregluna að fífli. Eftir stóð leyndarmál, sem málsaðilar vildu ekki kannast við. Margt mannorðið hefur skaddazt á langvinnu und- anhaldi þeirra fyrir spurningum fjölmiðla. Málið sprakk í höndum verndarenglanna, þegar kom í ljós, að ný mál á hendur fíkniefnasalanum höfðu hreinlega týnzt á lögreglustöðunni í Reykjavík! Eftir það var aðeins tímaspursmál, hvenær sannleikurinn yrði togaður upp með töngum fjölmiðla. Efnismesta uppljóstrunin er birting hluta úr skýrslu, sem gerð var um málið á vegum ríkissaksóknara. Núna stendur slagurinn innan Alþingis og utan um að fá opinberaða hina hlutana, sem enn eru taldir vera of mikið leyndarmál fyrir almenning. Furðulegir hlutir koma fram í kaflanum, sem birtur hefur verið. Þar stendur, að fíkniefni hafi verið kæru- leysislega varðveitt hjá lögreglunni, þau hafi jafnvel horfið og hafi sumpart verið notuð til að kaupa upplýs- ingar utan úr bæ um fíkniefnasölu. Með því að birta bara hluta skýrslunnar stóð meðal annars til að halda áfram að hilma yfir aðild ráðherr- anna tveggja. Það tókst ekki, því að lögmaður fikni- efnadeildar játaði í DV í fyrradag, að hann hefði átt þátt í að ganga á fund ráðherra vegna málsins. Á þessu stigi er ekki vitað, hversu víðtæk voru af- skipti hvers málsaðila. Við sjáum þó óvönduð vinnu- brögð lögreglumanna, sem létu fíkniefnasala draga sig á asnaeyrunum. Við sjáum líka afskiptalitla yfirmenn, sem létu undirmenn leika lausum hala. Loks sjáum við ráðherra, sem að lítt athuguðu máli tók vel í málaleitan lögreglumannanna og fékk því samdægurs (!) framgengt, að bragð fíkniefnasalans gengi upp. Ráðherranum varð fótaskortur á geðþóttan- um, sem löngum hefur verið dálæti slíkra. Skýrast sjáum við þó skert mannorð allra þeirra, sem leynt og ljóst reyndu að hindra sannleikann og höguðu svörum sínum á þann hátt, að spyrjendur mundu fá ranga mynd af málsatvikum. Núverandi dómsmálaráðherra fer þar fremstur í flokki. Fleiri maðkar kunna að vera í mysunni. Sumir leynast í óbirtum þáttum skýrslunnar. Og enn er ekki vitað, hvernig og hvers vegna skjölin týndust. Jónas Kristjánsson Eru Bandaríkjamenn aö ná sömu stöðu í alþjóðakerfinu og eftir stríð í krafti efnahagsviöreisnar sinnar og hernaðaryfirburöa? Þegar blaðakóngurinn Henry Luce lýsti því yflr árið 1942 að „ameríska öldin“ væri runnin upp sá hann ekki aðeins fyrir sér ósigur Þjóðverja og Japana í seinni heimsstyrjöld heldur einnig forræði Bandaríkjamanna i alþjóðamálum. Sá álitshnekkir, sem Bandaríkin urðu fyrir vegna Víetnamstríðsins og efnahags- og félagsvandamála á 8. og 9. ,ára- tugnum, vörpuðu skugga á þessa heimsmynd. Og eftir fall Berlín- armúrsins varð sú spuming áleitnari hverjir hefðu í raun borið sigur úr býtum í stríðinu. Sovétmenn höfðu glatað áhrifa- svæði sínu í Austur-Evrópu og hnignun Bandaríkjanna sem heimsveldis var á allra vörum. Þjóðverjar og Japanar voru þær þjóðir sem teknar voru til fyrir- myndar. Nú þegar aldamótin nálgast er komin upp gjörbreytt staða: Bandaríkin hafa tvíeflst, Japan og Þýskaland eiga undir högg að sækja og Rússland er á botninum. í síðustu viku lagði Clinton Bandaríkjaforseti fram hallalaust fjárlagafrumvarp í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Kvennamál Clintons og íraks- málið hafa dregið athygli frá þessum umskiptum. En fullyrða má að Bandaríkjamenn séu manna í öryggismálum Evrópu tryggð. Bandarísk sýnikennsla Dayton-samkomulagið, sem batt enda á stríðið í Bosniu, var skýrt dæmi um vanmátt Evrópu. í fyrstu voru talsmenn Evrópu- sambandsins kokhraustir í mál- hvert af öðru, svo og eftir fjöldamorðin á markaðstorginu í Sarajevo árið 1995, að Banda- ríkjamenn fóru að hafa bein af- skipti af Bosníustríðinu og áttu allan heiðurinn af Dayton-sam- komulaginu sem var undirritað í herstöð í Ohio-fylki,- víðs fjarri Evrópu. Bandarískt forræfli smám saman að ná svipaðri yfir- burðastöðu í alþjóðakerfinu og fyrstu árin eftir stríð. Evrópusamstarfið Við upphaf þessa áratugar var þessi þróun alls ekki fyrirsjáan- leg. Ýmsar efasemdir voru uppi um stöðu Bandaríkjanna sem risa- veldis. Árið 1991 settu Frakkar og Þjóðverjar fram metnaðarfullar tillögur um aukið sjálfstæði Evr- ópu með Maastricht-samkomulag- inu. George Bush gat vissulega hrósað sigri í Persaflóa-stríðinu, auk þess sem hann átti lykilþátt í sameiningu þýsku ríkjanna. En með efnahagskreppunni, sem reið yfir Bandaríkin, beindist hugur Bandaríkjamanna inn á við. Og þeir refsuðu Bush fyrir vanrækslu á heimavígstöövunum með því kjósa Clinton. Frá árinu 1993 hafa Bandaríkjamenn stöðugt styrkt stöðu sína í krafti efnahags-við- reisnar sinnar og hernaðaryfir- burða. Lítum á þróunina í Evr- ópu. Hugmyndir Frakka og Þjóð- verja um að gera Vestur-Evrópu- sambandið að öryggisarmi Evr- ópusambandins í anda Maastricht-samkomulagsins voru reistar á sandi. Bretar sáu til þess, að ekki yrði hróflað við tengingu Vestur-Evrópusambandsins við NATO. Og það sama má segja um sameiginlegan herflokk Þjóðverja og Frakka sem síðar fékk nafnið Evrópuherflokkurinn með þátt- töku annarra Evrópuríkja. Hann var settur undir hatt NATO en ekki Evrópusambandsins. Þar með voru forráð Bandaríkja- + Ár Erlend tíðindi Valur Ingimundarson efnum fyrrverandi Júgóslavíu. Utanríkisráðherra Lúxemborgar lýsti yfir því í sannkallaðri Maastricht-vímu að „stund Evr- ópu“ væri „runnin upp“. Banda- ríkjamenn gátu flrrt sig allri ábyrgð, enda þótt Júgóslavía hefði skipt miklu máli í kalda stríðs stefnu þeirra, og fólu Evr- ópusambandinu að sætta strið- andi fylkingar. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa 1991- 1995: Tvö hundruð þúsund manns létu lífið og þrjár milljónir flúðu heimili sín. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn og Evrópu- sambandið voru ósammála um aðgerðir í Bosníu. Það var ekki fyrr en griðasvæði Sameinuðu þjóðanna i Bosníu tóku að falla Stækkun NATO: til- skipun Stækkun NATO er enn eitt dæmið um áhrif Bandaríkja- manna í Evrópu. Bush tók málið ekki upp vegna þess, að það kynni að styggja Rússa. Clinton reyndi fyrst að feta meðalveginn með tillögu sinni um „samstarf í þágu friðar" en sneri við blaðinu vegna þrýstings heima fyrir, og barðist fyrir því að valdatómarú- mið í Mið-Evrópu yrðu fyllt. En þegar Bandaríkjamönnum hafði tekist að kæfa andstöðu Rússa árið 1996 kom í ljós að lítill stuðningur var við tillögu þeirra um að takmarka aðildina við Tékkland, Ungverjaland og Pól- land í fyrstu atrennu. Aðrir vildu eiga þess kost að bjóða Rúmenum og Slóvenum, eins og Frakkar, eða Eystrasaltsríkjun- um, eins og Norðurlöndin. Þegar á reyndi voru það aðeins Bretar og Norðurlandaþjóðirnar þrjár sem fylgdu Bandaríkjamönnum að málum. Það breytti þó engu um niðurstöðuna sem Banda- ríkjamenn knúðu fram: Pólverj- ar, Tékkar og Ungverjar fengu einir aðgang að NATO. Aðferðir Bandarikjamanna hafa sætt gagnrýni, en vitaskuld geta Evr- ópuþjóðirnar sjálfum sér um kennt. Þær hafa falið Banda- ríkjamönnum ábyrgð á öryggi Evrópu. Nú stefnir allt í að flest Evrópusambandsríkin hafi sam- eiginlegan gjaldmiðil við upphaf 21. aldar - en að minnsta kosti 15 heri! skoðanir annarra____________________py Að eiga stuðning skilinn „Stjómvöld í Washington gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta gjöreyðingarvopn íraka með friðsamlegum hætti. Ef hemaðaraðgerð- ir reynast nauðsynlegar til að tryggja að vopnaeft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna geti lokið því starfi, eiga Bandaríkin skilið að fá stuðning araba- þjóða. Leiðtogar arabaþjóöa ættu að standa samein- aðir, ekki gegn irak eða írösku þjóðinni, heldur gegn glæpum hættulegs harðstjóra landsins.“ Úr forystugrein New York Times 11. febrúar. Greiðslur til barnafólks „Verkamannaflokkurinn hefur lagt fram gagntil- lögu í haðri baráttu sinni gegn beingreiðslum til smábamaforeldra. Tillagan er ekki síöur ruglings- leg þegar litiö er á afleiðingarnar sem hún hefur. Auk þess leiðir tillaga Verkamannaflokksins til meiri útgjalda af hálfu hins opinbera en tillaga rik- isstjómar miðflokkanna. Valkostur Verkamanna- flokksins við beingreiðslustuðninginn gengur út á aö lengja foreldraorlof við fæðingu bams í tvö ár á 80 prósent launum. Kostnaðurinn við tillöguna nemur um flmm milljörðum (norskra) króna." Úr forystugrein Aftenposten 12. febrúar. Svæði hvíta mannsins „Þegar innflytjendur fengu rétt til að taka þátt í sveitarstjórnar- og landsþingskosningunum 1976 notfærðu 60 prósent sér réttinn. Sérfræöingar spáðu því að þáttakan myndi aukast með ámnum. Niðurstaðan varð því miður þveröfug. Sífellt færri innflytjendur taka þátt í almennum kosningunum. í kosningunum 1994 tóku bara 40 prósent þátt. Árið 2000 mun fjórði hver Svíi eiga rætur sínar að rekja til innflytjenda. Á hverju ári fá 20 þúsund innflytjendur sænskan ríkisborgararétt. En flöldinn endurspeglast ekki i pólítísku lýðræði okkar. Flokkarnir eru enn að miklum hluta svæði hvíta mannsins.“ Úr forystugrein Aftonbladet 13. febrúar. I I I I I I i I I t t i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.