Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 tjielgarviðtalið & Gestur Hrólfsson kom til liðs við Þóri á ráðstefnunni í Ósló. gja ára dvöl: tarbæli DV-myndir Gísli Kristjánsson urpolli. Það er saltara en áður, í það hafa borist ókjör af áburði og skor- dýraeitri og svo fýkur þessi eitur- blanda um borgir og bæi og smýgur inn í hús fólks og eitrar matinn. „Heimamenn segja að sjúkdómar séu algengari i Kasakstan en í öðr- um löndum vegna þess að Kínverj- ar hafa sprengt margar kjama- sprengjur á síðustu áriun. Sannleik- urinn er auðvitað sá að óþrif og eit- urefni hafa áhrif á heilsu fólks,“ segir Þórir. Lífslíkur fólks hafa fallið um 5 ár - úr 69 árum í 64 - frá því Sovétríkin leystust upp fyrir sjö árum. Vannær- ing og sjúkdómar valda þessu. „Við sluppum við öll veikindi enda vorum við kannski vernduð fyrir öllu slíku. Heilsufarið i landinu er hins vegar mjög bágborið og fer versnandi," segir Þórir. Börnin stækka ekki Og það era börnin sem verða að þola mest vegna fátæktarinnar. Börnin stækka ekki og 10 og jji ára gömul börn eru að jafnaði 20 sentí- metrum lægri en þau ættu að vera. Úr grasi er að vaxa kynslóð sem ekki nær hæð foreldra sinna vegna langvarandi vannæringar. „Kasakar hafa til þessa lifað mest á kjöti en nú lifa þeir á tei og brauði. Þeir hafa ekki efni á öðru og 90% teknanna fara í mat. Það er merki um fátækt á mörkum hungurs," seg- ir Þórir. Þórir hefur undanfarin tvö ár séð um að kynna heiminum ástandið í gömlu Sovétlýðveldunum flmm í Mið-Asíu. Þessi lýðveldi eru nú öll sjálfstæð og að mestum hluta ís- lömsk. Þama starfa félög Rauða hálfmánans, systurfélög Rauða krossins, og Þórir hefur aðstoðað við að kynna starfsemi félaganna á heimavelli og að koma upplýsing- um til og frá höfuðstöðvunum í Genf. Rústir Sovétríkjanna Áður mynduðu þessi lýðveldi eins og eina heild í Sovétríkjunum en nú er það skipulag allt hrunið til grunna og verður að byggjast upp að nýju, bæði atvinnulífið og starfsemi hjálp- arstofnana. Enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum hruns Sovétríkj- anna og í Mið-Asíulýðveldun- um Kasakstan, Kirgistan, Ús- bekistan, Turkmenistan og Tadsjekistan verður ástandið bara verra og verra. Nöfn ríkjanna hljóma framandlega og þau eru í raun og veru gleymd á hjara ver- aldar. Það hefúr verið hlutverk Þóris að finna þeim stað heimskortinu. Þegar við hittum Þóri er hann á ráðstefnu í Ósló og segist vera að betla peninga til meira hjálparstarfs í lýð- veldunum fimm. íslendingar hafa verið örlátir og halda áfram að gefa en nú á að láta reyna á gjafmildi Norðmanna. Söknuður þrátt fyrir allt Og svo snýr Þórir sér að nýj- um störfum á nýjum vettvangi. - Er söknuður þrátt fyrir hörm- ungarnar, fátækt og pestir, spyrj um við? „Auðvitað saknar maður vina og kunningja," svarar Þórir eftir stutta umhugsun. „Það er líka svo að þegar starf er hafið vill maður sjá það dafna. Við hjón vorum engu að síður sammála um að nú væri kominn tími til að fara, skipta um vettvang. Tvö ár á hverjum stað er nóg.“ Þórir og Adda Steina eru ákveðin og sennilega verður Kuala Lumpur síðasta bæki- stöðin áður en haldið verður heim til íslands. Ekki svo að skilja að útþráin hafi slokknað heldur er það skólaganga strákanna sem ræður. Þriggja ára, þrjú tungumál „Eldri strákurinn er nú orðinn sjö ára og við verðum að ákveða hvar hann verður í skóla. Sá yngri er þriggja ára og hann verður kominn á skólaaldur áður en varir,“ segir Þór- ir um framtíðaráformin. Stefnan hef- ur þegar verið tekin á ísland. Á skólagöngunni veltur hvaða tungumál börnin læra. Núna er það svo að strákamir hafa þrjú mál á valdi sínu, ensku, rússnesku og ís- lensku. Þórir segir að eldri strákur- inn, Unnar Þór, tali best ensku, svo rússnesku og síðast íslensku. Yngri strákurinn, Bjöm, talar best rúss- nesku, ágæta ensku og dálítið í ís- lensku. „Það er staðreynd að bömin taka málið eftir leikfélögum sínum og kennurum en ekki endilega foreldr- unum,“ segir Þórir. „Við tölum alltaf íslensku heima en samt er það svo að strákarnir hafa fyrst lært þau mál sem notuð eru annars í umhverfi þeirra; rússnesku og ensku.“ Rússnesk barnfástra Fjölskyldan hefur haft barnfóstru sem talar rússnesku og þaðan hefur Björn litli rússneskuna skyldan mikið umgengist útlendinga í Almaty og í þeim hópi er enska mest notuð. Núna segir Þórir að viðbúið sé að þeir bræður tapi báðir rússneskunni þegar þeir koma á nýjar slóöir. Þórir brosir þegar hann er spurður hvort honum hafi ekki sjálfum gengið bærilega að læra rússneskuna. „Jú, þakka þér fyrir. Ég get gert mig skilj- anlegan þegar mikið liggur við!“ Adda Steina hefúr unnið sem sjálf- boðaliði hjá félögum Rauða hálfmán- ans og þá oft orðið að bjarga sér á ýmsum tungumálum. Að bjarga sér upp á íslensku Þórir var um skeið fréttamaður hjá Stöð 2 og þar áður bæði ljós- myndari og blaðamaður á DV. Hann saknar ekki íslenskra fjölmiðla en segist hafa fengið þaðan dýrmæta reynslu og þó fyrst og fremst þá aö bjarga sér sjálfur og gera hlutina fyr- ir lítið fé. Það segist hann hafa reynt þegar Rauði krossinn ákvað að gera stutta kynningarmynd um starfið í Mið-Asíu og ætlaði á þriðju milljón íslenskra króna í verkið. Þóri ofbauð kostnaður- inn og gerði myndina fyrir lítið sem ekkert - skrifaði handritið og stóð bak við mynda- vélina Þórir og Adda Steina hafa verið á flakki um heiminn í átta ár eða frá því áður en eldri strákurinn fæddist. Flakkið gerir það að verkum að fólki hættir að ofbjóða hrikalegar aðstæð- ur á nýjum og framandi stöðum. „í rauninni ekki,“ svarar Þórir einfaldlega þegar við viljum í ein-: lægni fá að vita hvort hann hafi aldrei séð eftir að hafa farið til Almaty. „Ástandið var líka mun betra þegar við komum fyrir tveimur árum en það er nú. En ég hugsaði aldrei sem svo: Hvem fjandann er ég að gera hér?“ Kalt morgunkaffi Þórir segir samt að ýmis smáat- riði, sem annars ættu að teljast létt- væg, fari í taugarnar á fólki. Raf- magnsleysið gerir það að verkum að fólk fer að sofa í myrkri og vaknar í myrkri. Og án rafmagns og gass er heldur ekkert morgunkaffi. Það er þreytandi til lengdar. Nú verður haldið á nýjar slóðir og tekist á við ný vandamál. Það sem Þórir veit helst um Kuala Lumpur, næsta dvalarstað, er að þar er um- ferðin einn hnútur - verri en í öðr- um stórborgum. Nýju starfi fylgja líka meiri ferða- lög. Nú verða Norður-Kórea og Kína á starfssviði Þóris og ef marka má fréttir, sérstaklega frá Norður-Kóreu, verður Rauða krossins þörf þar á næstu árum - því miður. Gísli Kristjánsson Þórir Guðmundsson var lengi blaðamaður á Islandi en hefur undanfarin tvö ár verið upplýsingafulltrúi fyrir Rauða krossinn í Al- maty í Kasakstan. Þaðan fer hann næstu daga til Kuala Lumpur til tveggja ára dvalar með fjölskyldu sinni, Birni, Öddu Steinu og Unnari Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.