Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 10
enning \ \ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Ég hélt alltaf að ég myndi fara að gráta þeg- ar fréttin um lát Halldórs Laxness bærist mér til eyma. Þegar hún kom að morgni 9. febrú- ar grét ég ekki. En hægt og hægt fylltist brjóstið af fólkinu hans, Bjarti og Ástu Sólli- lju, Sölku og Sigurlinu, Snæfríði og Áma, Úglu og organistanum að ógleymdu ljósi heimsins Ólafi Kárasyni og heitkonu hans. Yfir þeim öllum hef ég grátið. Og ljóðin úr Kvæðakverinu tóku að óma i höfði mér. Ég fór tregandi niður í bæ, hitti konu á fórnum vegi og sagði: - Nú er skáldið okkar góða dáið, og konan sagði: - Já, það var gott að hann fékk hvíldina. Það var gott að guö tók hann til sín. Lofið þreyttum að sofa, það var sú tilfinn- ing sem gagntók okkur. Og svo þetta djúpa, djúpa þakklæti. Því hver getur gefið þjóð sinni stærri gjöf en Halldór Laxness hefur gef- ið okkur? Gjöf, sem við verðum vonandi menn og konur til að þiggja og ávaxta um langa framtíð. Besta bók aldarinnar Enginn íslendingur hefur skilað af sér drýgra dagsverki á þessari öld. Enginn læri- meistari hefur haft jafn mikil áhrif á jafn marga landa sína og Halldór Laxness. Éng- inn hefur hugsað jafn djúpt og hátt og vítt og af jafn miklu innsæi og þetta mikla sagna- skáld, skáld skálda. Ég bjó í Svíþjóð milli 1986 og 90 og á þeim árum voru Svíar að end- urútgefa nokkur af helstu snilldarverkum hans og hann var kynntur á breiðsíðum stór- blaðanna. Þar sagði einn gagnrýnandinn að Heimsljós væri besta bók sem hefði verið skrifuð í heiminum á tuttugustu öld. Kona sem ekki hefur lesið nema lítið brot af litter- atúr heimsins á kannski ekki með að sam- sinna ummælum af þessu tagi. Ég gerði það samt. Og þó vildi ég heldur gefa þessa ein- kunn höfundaverki hans í heild. Enn hef ég ekki rekist á höfund sem hefur farið fram úr honum að áhrifamætti, höfund sem hefur höfðað til mín með jafn altækum hætti aftur og aftur. Hann er meðal hinna mestu, jafn- oki þeirra bestu sem hafa beitt penna á öld- inni. Hann er skáld fyrir allan heiminn. Og þó var hann einkum ætlaður okkur. Okkur sem hlutum ísland og íslenska tungu í arf. Ábyrgð á snilldinni Og hverjum er svo allt þetta að þakka því enginn vex af sjáifum sér? Guði, sem gaf hon- um gáfumar og þeim Sigríði Halldórsdóttur og Guðjóni Helgasyni á Laugaveginum og í Laxnesi sem fóm svo farsællega með uppeld- isumboð sitt. Það hafa ekki öll séní verið jafn heppin með foreldra og Halldór Laxness. Og ekki skal hlutur ömmunnar Guðýjar Klængs- dóttur vanmetinn í menntun drengsins. En það var hann sjálfur sem ávaxtaði sitt pund, vann verkin og fylgdi þeim eftir með dyggri aðstoð vina og samverkamanna auk magn- aðra kvenna. Halldór Laxness var maður sem tók fulla ábyrgð á snilligáfu sinni. Hann þrammaði um sveitir og álfur, ölvaður af engu nema köllun sinni, leitaði víða fanga og gerði mat úr öllu sem dugði og duga mun í ótal veislur. Við sem höfum notið og njótum lútum höfði í þökk við brpttför hans. Þökk sé honum og þökk sé þeim sem honum unnu. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Halldór á skáldafmælinu 1989 þegar afhjúpuð var brjóstmynd af honum í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Er hún lík þér? spurði Svavar. Skáldið gerði lítið úr því: „Það getur svo margt verið líkt mér!“ Halldór og púltið góða sem hann vann við. Hann handskrifaði venju- lega bækur sínar - og urðu upp- köstin allt að átta, að hans sögn. Halldór ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra í veislu ríkisstjórnarinnar í tilefni áttræðisafmælisins 1982. Hér gefur Halldór Gunnari Eyjólfssyni leikara lifandi lýsingu á því hvernig ber að túlka atburð. Skáldið gerir athugasemd við texta blaðamanns á Vísi. Halldór Laxness samdi nokkur leikrit, hiö fyrsta þeirra var Straumrof, 1934. Ennþá vinsælli meðal almennings hafa leikgerðirnar eftir skáldsögum hans orðið, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Má heita að leikrit hafi verið samin eftir öllum helstu skáldsögum hans. Á myndinni er hann hylltur af Guðlaugi Rósinkrans Þjóðleikhússtjóra og leikurum eftir frumsýningu á Sjálfstæðu fólki 1972. Halldór og Hvutti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.