Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Jéiklist 23 Guðbjöm Sigvaidason solumaður löggiltur bifreiðasaH Ámi Sveinsson sölumaður Á miðvikudag var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Meiri gaura- gangur, í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar. Leikritið er framhald Gauragangs sem frumsýnt var ná- kvæmlega fjórum árum áður en þetta leikrit var frumsýnt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tvö nöfn sjást í sömu leikskránni. Þessi sýn- ing er sú níunda sem þeir félagar setja upp saman, þar af sú sjöunda í Þjóðleikhúsinu. Helgarblaðið náði af því tilefni tali af þeim daginn sem leikritið var fnunsýnt. Þrátt fyrir að þessi stóráfangi væri á næsta leiti virtust þeir félag- ar afslappaðir. Generalprufan sem var kvöldið áður hafði gengið vel, þó svo að Þórhallur teldi að fin- pússa þyrfti vissa hluti áður en leik- ritið yrði lagt fyrir dóm gagn- rýnenda og annarra leikhúsgesta. Ekki ieiðir Þegar þeir eru spurðir hvað þeir hafi sett upp margar sýningar saman telst Þórhalli til að þær séu níu með þeirri sem nú er í gangi. „Þórhallur er miklu talnagleggri heldur en ég,“ seg- ir Ólafur Haukur og virðist þar með samþykkja þessa tölu kollega síns. Af þessum níu sýningum hafa sjö verið settar upp í Þjóðleikhúsinu, ein í Iðnó og ein á Húsavík. Fyrsta sýningin þeirra saman, Milli skinns og hör- unds, var sett upp fyrir 15 árum. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir séu ekki að verða leiðir á hvor öðrum segir Þórhallur að þessi spurning komi alltaf upp. „Það er eins og fólk telji sjálfsagt mál að menn endist ekki nema árið saman,“ segir hann og bend- ir á að það sé algengt í þessum bransa að höfundur og leikstjóri vinni saman. Ólafur Haukur bætir síðan við að þeir séu nú ekki saman allt árið þó að þeir vinni mjög mikið saman meðan á sýningum stendur. Þar að auki líði oft nokkur ár milli sýninga þannig að þeir hafi tíma til að jafna sig hvor á öðrum áður en þeir hefja aftur samvinnu. Nýja leikritið frábrugðið Leikritið Meiri gauragangur er framhald leikritsins Gauragangur og eru bæði þessi verk byggð á sam- nefndum skáldsögum ðlafs Hauks sem komu út fyrir nokkrum árum. Nýja leikritið er þó í ýmsu frábrugðið forvera þess. „Þetta leikrit er líklega enn þá sjálfstæðara heldur en það fyrra. Það er orðið lausara við söguna og er í raun mjög frábrugðið i efnis- tökum. Byggingin er allt öðruvísi, það er knappara og hefur færri persónur. Fyrra leikritið fór dálítið út um víðan völl,“ segir Ólafur Haukur. Þórhallur bætir því við að leikrit- ið beri keim af því að aðalpersón- umar, þeir Ormur og Ranúr, hafi elst. „Það er oft meiri hringekja í kringum mann þegar maður er yngri en nú er rólegra. Þetta leikrit er þéttara en það fyrra og í raun er það mjög frábrugðið sögunni," segir Þórhallur. Hann nefnir sem dæmi að leikritið Gauragangur hafi verið um 50-60 atriði. Þetta leikriti sé hins vegar um 15 atriði. Traustið mikilvægt Ólafur segir það mjög dýrmætt í svona samvinnu að menn treysti hver öðrum. „Þegar menn eru bún- ir að vinna lengi saman fer ekki eins mikill tími i að tala út um hlut- ina. Þá þekkja menn hver annan vel og geta gengið beint til verks.“ Ólafur segir það alltof sjaldgæft hér á landi að fastir kjarnar mynd- ist í leikhúslífinu sem geta unnið saman í friði. „Það eru þó oft dæmi þess að leikstjórar velji alltaf sama leikmyndahönnuð til að vinna með. Oft myndast líka trúnaður milli leikstjóra og leikritahöfunda. Það er líka mjög þekkt í leikhúslífi víða að höfundur treysti aðeins einum leik- stjóra til að standa að frumflutningi verka sinna." Ólafur bætir einnig við að það sé Brandur Gunnarsson sölumaður löggiltur bifreiðasali /ammmtmiesaaiæœKSffiM i Pétur Stefánsson 'A‘ sölumaður löggiltur bifreiðasali I Jon Hialmarsson sölumaður sólumaður löggiltur bifreiðasali Quðni Þór Jónsson sölustióri Knstja nsdottir anaur Sigurður Sigmundsson tengiliður við umboðsmenn föggiltur bifreiðasali Unnur Elva Amardóttir sölumaður Bílaþing Heklu leggur sínnlTíetnað í að hafa starfsfólk sitt vel þjálfað. í dag eru 7 af 9 starfsmönnum okkar löggiltir bifreiðasalar samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja. SVONA EIGA BÍLASALAR AÐ VERA ! BILAÞiN N O T A Ð I R Ólafur Haukur og Þórhallur Sigurðsson hafa sett upp Fimmtán ára sa algengt að aðrir leikstjórar taki við leikritunum og fáist þá við þau á öðrum forsendum. Hann er hins vegar ekki viss um að íslenskt leik- húslíf bjóði upp á að höfundar sjái leikrit sín oft á sviði. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir stefni að því að vinna meira saman glottir Þórhallur og segir: „Það er aldrei að vita. Við klárum þessa sýn- ingu núna og vitum í raun ekkert hvað við gerum næst. Það getur vel verið að við vinnum þá hvor í sínu lagi.“ -HI Ólðfur HáykWfwluónárBóh og N&iha(llff SÍtjUfðsson káfíi ó fninTsýníngafdatiÍnn Af r/jímdifiili oð daema virðáSf jjelr ftáfa gaman af snrrfStörf inu. UV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.