Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Side 23
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Jéiklist 23 Guðbjöm Sigvaidason solumaður löggiltur bifreiðasaH Ámi Sveinsson sölumaður Á miðvikudag var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Meiri gaura- gangur, í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar. Leikritið er framhald Gauragangs sem frumsýnt var ná- kvæmlega fjórum árum áður en þetta leikrit var frumsýnt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tvö nöfn sjást í sömu leikskránni. Þessi sýn- ing er sú níunda sem þeir félagar setja upp saman, þar af sú sjöunda í Þjóðleikhúsinu. Helgarblaðið náði af því tilefni tali af þeim daginn sem leikritið var fnunsýnt. Þrátt fyrir að þessi stóráfangi væri á næsta leiti virtust þeir félag- ar afslappaðir. Generalprufan sem var kvöldið áður hafði gengið vel, þó svo að Þórhallur teldi að fin- pússa þyrfti vissa hluti áður en leik- ritið yrði lagt fyrir dóm gagn- rýnenda og annarra leikhúsgesta. Ekki ieiðir Þegar þeir eru spurðir hvað þeir hafi sett upp margar sýningar saman telst Þórhalli til að þær séu níu með þeirri sem nú er í gangi. „Þórhallur er miklu talnagleggri heldur en ég,“ seg- ir Ólafur Haukur og virðist þar með samþykkja þessa tölu kollega síns. Af þessum níu sýningum hafa sjö verið settar upp í Þjóðleikhúsinu, ein í Iðnó og ein á Húsavík. Fyrsta sýningin þeirra saman, Milli skinns og hör- unds, var sett upp fyrir 15 árum. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir séu ekki að verða leiðir á hvor öðrum segir Þórhallur að þessi spurning komi alltaf upp. „Það er eins og fólk telji sjálfsagt mál að menn endist ekki nema árið saman,“ segir hann og bend- ir á að það sé algengt í þessum bransa að höfundur og leikstjóri vinni saman. Ólafur Haukur bætir síðan við að þeir séu nú ekki saman allt árið þó að þeir vinni mjög mikið saman meðan á sýningum stendur. Þar að auki líði oft nokkur ár milli sýninga þannig að þeir hafi tíma til að jafna sig hvor á öðrum áður en þeir hefja aftur samvinnu. Nýja leikritið frábrugðið Leikritið Meiri gauragangur er framhald leikritsins Gauragangur og eru bæði þessi verk byggð á sam- nefndum skáldsögum ðlafs Hauks sem komu út fyrir nokkrum árum. Nýja leikritið er þó í ýmsu frábrugðið forvera þess. „Þetta leikrit er líklega enn þá sjálfstæðara heldur en það fyrra. Það er orðið lausara við söguna og er í raun mjög frábrugðið i efnis- tökum. Byggingin er allt öðruvísi, það er knappara og hefur færri persónur. Fyrra leikritið fór dálítið út um víðan völl,“ segir Ólafur Haukur. Þórhallur bætir því við að leikrit- ið beri keim af því að aðalpersón- umar, þeir Ormur og Ranúr, hafi elst. „Það er oft meiri hringekja í kringum mann þegar maður er yngri en nú er rólegra. Þetta leikrit er þéttara en það fyrra og í raun er það mjög frábrugðið sögunni," segir Þórhallur. Hann nefnir sem dæmi að leikritið Gauragangur hafi verið um 50-60 atriði. Þetta leikriti sé hins vegar um 15 atriði. Traustið mikilvægt Ólafur segir það mjög dýrmætt í svona samvinnu að menn treysti hver öðrum. „Þegar menn eru bún- ir að vinna lengi saman fer ekki eins mikill tími i að tala út um hlut- ina. Þá þekkja menn hver annan vel og geta gengið beint til verks.“ Ólafur segir það alltof sjaldgæft hér á landi að fastir kjarnar mynd- ist í leikhúslífinu sem geta unnið saman í friði. „Það eru þó oft dæmi þess að leikstjórar velji alltaf sama leikmyndahönnuð til að vinna með. Oft myndast líka trúnaður milli leikstjóra og leikritahöfunda. Það er líka mjög þekkt í leikhúslífi víða að höfundur treysti aðeins einum leik- stjóra til að standa að frumflutningi verka sinna." Ólafur bætir einnig við að það sé Brandur Gunnarsson sölumaður löggiltur bifreiðasali /ammmtmiesaaiæœKSffiM i Pétur Stefánsson 'A‘ sölumaður löggiltur bifreiðasali I Jon Hialmarsson sölumaður sólumaður löggiltur bifreiðasali Quðni Þór Jónsson sölustióri Knstja nsdottir anaur Sigurður Sigmundsson tengiliður við umboðsmenn föggiltur bifreiðasali Unnur Elva Amardóttir sölumaður Bílaþing Heklu leggur sínnlTíetnað í að hafa starfsfólk sitt vel þjálfað. í dag eru 7 af 9 starfsmönnum okkar löggiltir bifreiðasalar samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja. SVONA EIGA BÍLASALAR AÐ VERA ! BILAÞiN N O T A Ð I R Ólafur Haukur og Þórhallur Sigurðsson hafa sett upp Fimmtán ára sa algengt að aðrir leikstjórar taki við leikritunum og fáist þá við þau á öðrum forsendum. Hann er hins vegar ekki viss um að íslenskt leik- húslíf bjóði upp á að höfundar sjái leikrit sín oft á sviði. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir stefni að því að vinna meira saman glottir Þórhallur og segir: „Það er aldrei að vita. Við klárum þessa sýn- ingu núna og vitum í raun ekkert hvað við gerum næst. Það getur vel verið að við vinnum þá hvor í sínu lagi.“ -HI Ólðfur HáykWfwluónárBóh og N&iha(llff SÍtjUfðsson káfíi ó fninTsýníngafdatiÍnn Af r/jímdifiili oð daema virðáSf jjelr ftáfa gaman af snrrfStörf inu. UV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.