Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 44
Bridgehátíð Flugleiða, Bridgesam- bands íslands og Bridgefélags Reykjavíkur hófst í gærkvöld á Hót- el Loftleiðum með fjölmennri tví- menningskeppni þar sem margar af skærustu stjömum bridgeheimsins taka þátt. Meðal gesta á Bridgehátíð í ár eru Bandaríkjamennimir Roger Bates og Fred Hamilton. Bates vann heims- meistaratitil árið 1994 í Albuquerque ásamt félögum sinum, Deutch, Ros- enberg, Martel, Stanzby og Kasle, og er því einn af handhöfum Rosen- blum-bikarsins. Hamilton er marg- faldur heimsmeistari og var í sveit sem fyrst stöðvaði sigurgöngu ítal- anna frægu, Bláu sveitarinnar. Aðrir góðir gestir eru Norðmenn- irnir Sælesminde, Brogeland, Gröt- heim og Terje Aa sem hrepptu bron- sið í síðustu heimsmeistarakeppni. Síðast en ekki síst koma hjónin Sab- ine og Jens Auken. Sabine er af mörgum talin besti kvenspilari heimsins um þessar mundir. Hún er heimsmeistari kvenna í tvímenn- ingskeppni. Eiginmaður hennar er einn besti spilari Dana og margfald- ur meistari. Á eigin vegum koma síðan Hjördís Eyþórsdóttir og Michael Levine. Hjördísi þarf ekki að kynna; hún er löngu kunn hér sem erlendis fyrir af- burða leikni í spilinu. Einnig má nefna tvo kunna bandaríska bridge- meistara sem koma á eigin vegum. Það eru Kay Schulle og Gerald Sössl- er. Kay er atvinnumaður og vann bronsið í keppni um Venice-bikarinn 1991 í Yokohama og heimsmeistartit- ilinn árið 1993. Sössler er margfaldur sigurvegari á svæðamótum í Banda- ríkjunum. Hann er æðaskurðlæknir. Þau munu spila með Aðalsteini Jörgensen og Sigurði Sverrissyni í Sveit Arnar Arnþórssonar spilar á Bridgehátíö 98. Talið frá vinstri: Ásmundur Pálsson, Örn Arnþórsson, Aöalsteinn Jörgensen, Guölaugur R. Jóhannsson Jakob Kristinsson og Sigurður Sverrisson. sveitakeppni Bridgehátíðar sem hefst á morgun. Auk þess spila flestir af bestu bridgemönnum íslendinga. Hins veg- ar eru fjarri góðu gamni Bjöm Ey- steinsson, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson. Þeir eru að gera garðinn frægan í Yokohama í Japan, spila þar i sterku móti og eru komnir í undanúrslit þegar þetta er skrifað. Þeir spila undanúrslitaleikinn við breska sveit sem skipuð er Hackett- fjöldskyldunni og John Armstrong. En skoðum eitt spil frá Bridgehá- tið fyrir tveimur árum. V/Allir 4 8 »973 ♦ 1087542 4 D92 ♦ ADG7654 » 62 ♦ D 4 G103 4 K1032 » A1084 4 AK3 4 A4 Sagnir tók fljótt af. Vestur opnaði á þremur spöðum og ítalski Evrópu- meistarinn Lanzarotti í suður sagði þrjú grönd sem voru spiluð. Flestir hefðu liklega gert það sama í sporum suðurs, enda samn- ingurinn ágætur ef tíglarnir brotna 2-2. Vestur spilaði út spaðadrottningu og Lanzarotti drap strax á kóng. Hann tók tvo hæstu í tígli en vestur henti spaða í þann seinni. Það þýddi ekki að gefast upp og Lanzarotti spil- aði þriðja tiglinum. Austur drap og spilaði hjartakóng og Lanzarotti lét áttuna að heiman. Nú kom hjarta- drottning og Lanzarotti drap á ás og spilaði hjartatíu. Austur drap með gosa, tók síðast hjartaslaginn o; varð að spila fr. laufkónginum. Þa með fékk Lanzs rotti langþráð innkomu á laui drottningu og fékl níu slagi. Ég hvet all bridgeáhugafólk til að koma á Hól el Loftleiðir um helgina og sjá góðæ og spennandi bridge. skák Skákþing Reykjavíkur: Tvöfaldur sigur Jóns Viktors - varð skákmeistari og hraðskákmeistari Reykjavíkur Fyrir lokaumferðina á Skákþingi Reykjavíkur hafði Jón Viktor Gunn- arsson þegar tryggt sér Reykjavík- urmeistaratitilinn en hann var þó ekki öruggur með sigur á mótinu. Sigurbjöm Bjöms- son sem mætti Jóni í lokaskák- inni átti kost á vinningum en gat hins vegar ekki orðið Reykjavíkur- meistari vegna bú- setu í Hafnarflrði. Svo fór að skák þeirra varð æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í miklu tímahraki. Er upp var staðið hafði Jón Viktor bet- ur og tryggöi sér með því efsta sæt- ið óskipt. Þetta er frábær árangur Jóns yiktors sem skaust upp á stjömu- himinmn í haust með eftirminnileg- um hætti og er þar enn. Fyrst vakti hann verulega athygli á Skákþingi íslands á Akureyri í september en með frammistöðu sinni þar hreppti hann fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Annar áfangi hans var í höfn skömmu síðar á alþjóðamóti Hellis og þriðja og síðasta áfangan- um náði Jón á Guðmundar móti Arasonar í Hafharfirði í desember. Jón Viktor er aðeins 17 ára gamall og líklegt stórmeistaraefni. Hann hefur náð að sigla fram úr efnileg- um félögum sínum sem em á svip- uðu reki. Vonandi leggja þeir ekki árar í bát við þessa sigurgöngu Jóns heldur líta á árangur hans sem hvatningu til líkra hluta. Þessi varð staða efstu manna á mótinu: 1. Jón Viktor Gunnarsson 10 v. af 11 mögulegum. 2.-4. Páll Agnar Þórarinsson, Sig- uröur Daði Sigfús- son og Bergsteinn Einarsson 8,5 v. 5.-7. Bragi Þor- finnsson, Kristján Eðvarðsson og Sig- urbjöm Bjömsson 8 v. 8.-9. Davið Kjartansson og Dan Hansson 7,5 v. 10.-17. Torfi Leósson, Helgi Jónat- ansson, Amar E. Gunnarsson, Sæv- ar Bjamason, Eiríkur Bjömsson, Magnús Magnússon, Ágúst Ingi- mundarson og Sigurjón Sigur- bjömsson 7 v. O.s.frv. Keppendur vora 86 tals- ins. í unglingaflokki sigraði Guðjón Heiðar Valgarðsson með 8 v. af 9 mögulegum. Guðni Stefán Péturs- son fékk jafnmarga vinninga en í aukakeppni um sigurinn hafði Guð- jón Heiðar betur. Dagur Amgríms- son varð þriðji með 6,5 v. Jón Viktor gerði sér lítið fyrir og varð einnig hraðskákmeistari Reykjavíkur - sigraði raunar með miklurn yfirburðum. Á fimmtudags- kvöld hófst síðan aukakeppni þeirra þriggja sem urðu efstir og jafnir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Auk Jóns Viktors eru efstir þeir Sigurður Daði Sigfússon og Berg- steinn Einarsson. Jón Viktor á því möguleika á því að verða skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur til viöbótar viö fyrri vegtyllur. Jón Viktor vildi ekki gera mikið úr taflmennsku sinni á Skákþingi Reykjavíkur. Taldi þó skákir sínar við Bergstein í sjöttu umferð og Sig- urð Daða í næstsíðustu umferð þær bestu sem hann tefldi. Þetta era ein- mitt mótheijar hans í aukakeppn- inni um meistaratitil TR. Jóni tókst að kreista fram vinning í langri skák við Sigurð Daða og skák þeirra Bergsteins var heldur ekki útkljáð í snar- heitum. Berg- steinn, sem er fæddur 1980 og er því ár- inu yngri en Jón, er einnig bráðefnilegur Jón Viktor Gunnars- skákmaður. son safnar nú titl- Hann náði um: Fyrst alþjóöleg- frambærilegri ur meistari, þá skák- stöðu eftir meistari Reykjavíkur byrjunarleik- og hraðskákmeistari ina og stóð Reykjavíkur. Og nú vel að vigi teflir hann til úrslita þegar út í um skákmeistaratitil miðtaflið var TR viö Bergstein komið. Þá Einarsson og Sigurö gerði hann Daöa Sigfússon. sig sekan um ónákvæmni sem Jóni tókst skemmtilega að nýta sér til sigurs. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Bergsteinn Einarsson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RÍ6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rc6 Þessi leikmáti var ekki hátt skrif- aður hér í eina tíð. Hvítur leikur nú best 10. Rxc6 og ef 10. - bxc6 þá 11. e5, eða 10. - Dxc6 11. Dg3. Næsti leikur hvits er of hægfara. 10. Rb3?! Bd7 11. g4 Hc8 12. BxfB Bxf6 13. g5 Be7 14. h4 b5 15. Hh2 b4 16. Rbl a5 17. Rd4 Rxd4 18. Hxd4 Db6 19. Hdl a4 20. f5 a3 21. b3 Dc5 22. Hf2 De5 23. c3 bxc3 24. Bc4 c2 Leikið til þess að hrekja hvíta hrókinn af f-línunni en hér kom vel tO greina 24. - h6!? og hrista vel upp í taflinu. Svartur hefúr prýðilegustu færi. 25. Hxc2 0-0 26. Rc3 Bc6 Og hér virðist 26. - Hc5 ásamt tvö- foldun í c-línunni gefa svörtum gott tafl. 27. Kbl Hfd8 28. He2 exf5?! Sést yfir óþægilegur svarleiku hvíts. 29. Rd5! fxe4 Auðvitað ekki 29. - Bxd5?? 3C exd5 og svarta drottningin er fangii á miðju borði. 30. Dxe4 Dxe4 31. Hxe4 Bxd5?! Þrátt fyrir mislita biskupa verðu svartur nú ekki öfundsverður a stöðunni. Ekkert lá á þessum upp skiptum. Mögulegt var 31. - Kf8! strax og þótt svarta' staðan sc þrengri, má halda henni saman. 32. Hxd5 Kf8 33. b4! Hb8 34. bí Hdc8 35. Kc2 f6 Eftir Hf4 verður svartur knúirn til að leika þennan leik en óþarfi ei að gera það strax. Betri vöm er fólg in í 35. - Hc5 en 36. Hxc5 dxc5 37 Kb3 gefur hvítum vinningsfæri. 36. Kb3 Ha8 37. gxf6 Bxf6 Ef 37. - gxfB á svartur 38. Hg4 yfn höfði sér. En nú fellur peð. 38. Hxd6 Hd8 39. Hxd8 Bxd8 40 Hf4+ Ke7 Betra er 40. - Ke8 - nú verður efi irleikurinn auðveldur. 41. HÍ7+ Kd6 42. h5! Bb6 43 Hxg7 Ha7 44. Hg5 Be3 45. Hd5- Kc7 46. He5 Bd4 47. He7+ Kb8 48 He8+ Kc7 49. Kb4 Kd7 50. He- Bgl 51. He2 Bgl 52. Hel Bf2 53 Hfl Be3 54. Hf3 Bgl 55. Hf6 Be! 56. b6 Ha8 57. Kb5 Bd2 58. Hí7h Kd6 59. Ha7 Hc8 60. Ha4 Hb8 61 Hxa3 Bf4 62. Hd3+ Ke7 63. a4 - Og svartur gafst upp. -JL/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.