Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Verkfalli lokið Almenningssamgöngur hafa legið niðri síðustu viku í Hels- inki vegna verkfalls bílstjóra. Til stóð að flugvallarstarfsmenn hæfu samúðarverkfall i byijun vikunnar en á síðustu stundu náðust samningar og samgöngur í borginni eru komnar í samt lag. Hætt við að brosið dofni Taíland er mikið ferða- mannaland eins og allir vita og hefur gjaman verið kynnt sem land „hinna brosandi" í auglýsingum. Nú er brosið góða í hættu eftir að ráðist var á þriðja ferðamanninn á aðeins tveimur vikum i höfuð- borg landsins, Bankok. Einn ferðamannanna er látinn og hin- ir tveir mikið slasaðir. Ef ódæðis- verkunum linnir ekki óttast ferðafrömuðir að mörgum ferð- um verði aflýst. Djasshátíð Djassáhugamenn sem vilja hlýða á góða sveiflu I sumar ættu að skoða hina heimsfrægu hátíð sem haldin verður í Montreux í Sviss. Þetta er í 32. sinn sem há- tíðin er haldin og hefur ævinlega dregið að sér tugi þúsunda djass- geggjara. Hátíðinni, sem haldin verður dagana 2. til 19. júlí í sumar, er spáð gríðarlegri aðsókn og reikna hátíðishaldarar með að minnsta ■ kosti 170 þúsund gestum. Bókan- ir streyma inn og fer hver að verða síöastur að panta sér góða Hundruð hollenskra flugvallar- | starfsmanna mótmæltu nýlega áformum stjórnvalda um að tak- marka flug til Schiphol-flugvall- ar. Samkvæmt nýjum reglum má völlurinn afgreiða fjörutíu þús- und flug árlega og er þetta gert til þess meðal annars að spoma við þeirri gríðarlegu hávaðamengun |l sem hlýst nú þegar af vellinum. Orient Express Frægasta lest allra tíma er án | efa Orient Express-lestin. í 94 ár ferðaðist fina fólkið með lestinni á milli stórborga en síðasta reglu- lega ferðin var farin árið 1977. Þá tók bandarískur áhugamað- ur um járnbrautalestir sig til og I fjármagnaði lagfæringar á lest- inni og hófust ferðir með henni ; aftur árið 1982. Ekkert var til sparað og þykir lestin jafn glæsi- leg og áður. Lestin fer vikulega frá London til Parísar, þaðan til Feneyja, ; Zurich, St. Anton, Innsbruck og Verónu á Ítalíu. Framhaldsferðir : eru til Vínar, Berlínar, Prag, Rómar og Flórens. Hægt er að taka lestina hvar sem er á leið- inni og yfirgefa hana hvar sem | menn kjósa. Hægt er að kaupa miða frá London til Verónu á 40 þúsund krónur og er það lægsta mögu- ; lega fargjald. Fyrir þá sem vilja eyða meiru má einnig fá miðann á rúmar þrjú hundruð þúsund. Frá London til Verónu kostar á bilinu 40 og allt upp í 330 þúsund Grænland: Ævintýraferð á hundasleða I apríl næstkomandi mun jarðeðl- isfræðingurinn Ari Trausti Guð- mundsson leiða hóp íslendinga um vetrarríki Grænlands. Það er ferða- skrifstofan Landnáma sem efnir til ferðarinnar sem mun standa í þrjá sólarhringa. Ferðinni er heitið til Angmassalik á austurströnd Græn- lands þar sem náttúrufegurðin er einstök og menning heimamanna ósnortin af dönskum áhrifum. Markmið ferðarinnar, auk þess að njóta hinnar lífsins í fallegu um- hverfí, er að upplifa vetrardýrðina í ævintýralegri hundasleðaferð sem verður heimamenn munu sjálfir stjórna. Hægt er að velja um hálfs dags og heils dags ferðir á sleðum. Og fyrir þá sem eru ævintýragjam- ir býðst að gista í fjallakofa eina nótt úti í óbyggðum. Þá verður byggðasafn Angmassalik heimsótt og farið í almenna kynnisferð um bæinn. Þá mun vera möguleiki á að leigja göngu- og svigskíði á hótel Angmassalik ásamt snjósleðum. Flugfélög tyna töskum Margir hafa orðið fyrir þeirri óþægilegu reynslu að farangur þeirra skilar sér ekki að loknu flugi. Samkvæmt könnun sem var gerð í Bandaríkjunum á síöasta ári þá töpuðust 224 þúsund töskur í bandarískum flughöfnum i ágúst- mánuði síðastliönum. Tölur um týndar töskur hafa farið hækkandi síðustu ár en þetta þýðir að fimm töskur týndust á hveija þúsund farþega. Flugfélögin bera oftast sökina algerlega en nú hafa mörg félög sent út skilaboð til farþega um að merkja töskur sínar betur. Opib surmudaginn 15. febrúar ki 13,00-16.00 í Abalstrœti 9. Komdu og íáðu bækling! BpíSll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.