Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 JL>"V )éttir Sátt gerð vegna kaupa Gunnvarar á Togi: Afslátturinn sam- svarar 7 lúxusjeppum - halda þó eftir 90 milljónum króna hver Sátt hefur verið gerð vegna kaupa Gunnvarar hf. á ísafirði á hlutabréf- um Togs hf. í Frosta hf. í Súðavík. Fulltrúar Togs hf. og Gunnvarar hf. undirrituðu nýlega samkomulag þessa eðlis. Samkvæmt heimildum DV felur sáttin í sér að Togsmenn slá af kaup- verðinu 35 milljónum króna eða sem samsvarar 7 lúxusjeppum. Deiluaðil- ar gerðu með sér samkomulag að upplýsa ekki fjölmiðla um einstakar upphæðir en Þorsteinn Júlíusson, lögmaður Gunnvarar, sagðist i sam- tali við DV geta upplýst það eitt að sátt hefði verið gerð um málið og það úr sögunni. Salan á Togi var um tíma í upp- námi þar sem Gunnvararmenn töldu sig hafa keypt köttinn i sekknum eft- ir að fram kom að Frosti var ofmet- inn. Eins og DV greindi frá í haust leiddi endurskoðun Deloitte og Touche i ljós að sjávarútvegsfyrir- tækið Frosti hf. í Súðavík væri of- metiö um allt að 66 miiljónir króna. Ofmatið var vegna þess að sektir Auðunn Karlsson. Ingimar Halldorsson. Jóhann Símonarson. Jónatan Ásgeirsson. Barði Ingibjartsson. vegna kvótasvika voru ekki fram- taldar auk þess sem röng lotun tekna og gjalda hafði átt sér stað. Þá var um að ræða ofmat á birgðum félags- ins. Risarnir titra Mál þetta olli á sínum tíma mikl- um titringi meðal endurskoðun- arrisanna Deloitte og Coopers og Lybrand sem annaðist árshlutaupp- gjör Frosta það sem lagt var til grundvallar sölu bréfanna og sam- einingar Frosta undir merkjum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Með þeirri sátt sem nú hefur veriö gerð um eignarhlut Togsmanna er lokið áratugarátakasögu um þetta stærsta fyrirtæki Súðvíkinga. Togsmenn, sem náðu undir sig fyr- irtækinu á sínum tíma i krafti sterkra áhrifa í hreppsnefnd staðar- ins, fara hvorki slyppir né snauðir frá sölu hlutabréfanna þrátt fyrir að þurfa að slá af söluverðinu. Fimmenningarnir í Togi, þeir Auðunn Karlsson, fyrrum oddviti hreppsnefndar, Ingimar Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frosta, Jóhann Simonarson, fyrrver- andi skipstjóri á Bessa ÍS, Jónatan Ásgeirsson, skipstjóri á Andey, og Barði Ingibjartsson, núverandi skip- stjóri á Bessa, þurfa að sjá á eftir 7 milljónum króna hver vegna ofmats- ins. Þeir halda þó eftir þokkalegum lífeyri eða sem nemur rúmum 90 milljón krónum hver og þar með er úti ævintýrið um Tog hf. -rt Fallegur vetrardagur viö Skutulsfjörö. Bátarnir hvíla sig í fjöruboröinu og búa sig undir fund viö sjó, fisk og mann. DV-mynd BG Atkvæðagreiðslu um sjávarútvegssýningu lokið: Nexus fær sýninguna - samningurinn við Sýningar ehf. stendur, segir borgarstjóri Niðurstöður atkvæðagreiðslu fyr- arútvegssýningu lauk með afgerandi irtæHja sem vildu að aðeins ein sjáv- niðurstöðu, ríflega 61% fyrirtækj- Hólmaborgin landaöi f gærmorgun fyrstu loönunni sem veiöist eftir aö sjómannaverkfallinu lauk. Skipiö landaöi um 800 tonnum á Eskifiröi. DV-mynd Helgi Garðarsson anna völdu Nexus Media Ltd. Sýn- ingar ehf. hafa sent frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kemur að fyrir- tækið hafa hætt við sjávarútvegssýn- ingu á sama tíma. Samningur Sýn- inga ehf hljóðaði upp á tæpar 24 milljónir króna fyrir leigu á Laugar- dalshöO og hefur helmingur upphæð- ar þegar verið greiddur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við DV að samningur borg- arinnar við Sýningar ehf. stæöi óbreyttur og þessi atburðarás hefði ekki áhrif á hann. „Sá samningur stendur, hann er gerður og gildur samningur. Það voru sýnendur sem völdu sér samstarfsaðila og þeir voru réttu aöilarnir til þess,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Sveinn Hannesson er fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem á 20% hlut í Sýningum ehf. Hann sagðist ekki geta tjáö sig um hvert framhaldið yrði. Það væri ljóst aö samningurinn við borgina stæði enn, enda hefðu þeir ekki farið fram á breytingar á honum að svo komnu máli. Aöspurður um hvort þessi at- burðarás breytti áhuga þeirra fyrir- tækja sem hugðust gerast hluthafar í Sýningum ehf., sagði Sveinn ljóst að Fishing News, sem hafði áhuga á aUt að 20% hlut, tengdist fyrst og fremst sjávarútvegi. Það væri því líklegt að þetta breytti áhuga þeirra á þátttöku. Hann sagði að Sýningar ehf. myndu skoða möguleikana á að halda aðra sýningu í LaugardalshöU dagana sem sjávarútvegssýningin átti að standa. Það væri hins vegar of fljótt að segja tU um það. „Okkur þykir þetta leitt en viö leggjumst ekki í vol- æði. Ég reikna með að Sýningar ehf. haldi áfram með þau áform sem fyr- irhuguð hafa verið í framtíðinni,“ sagði Sveinn Hannesson. -phh stuttar fréttir Endurgreiða Cargolux Ríkisstjórnin hefur samþykkt að endurgreiða Cargolux eldsneytis- gjald sem inn- heimt hefur verið af Amer- ikuflugi félags- ins frá því í október 1994 til ársloka 1997. | Endurgreiðslan nemur samtals I rúmum 9,7 miUjónum króna. Sam- göngu- og fjármálaráöuneyti viöur- kenna að gjaldið hafi verið inn- heimt fyrir mistök. Vantar vitni Lögreglan i Kópavogi óskar eftir að hugsanleg vitni að árekstri blás VW Golf og rauðs Nissan Pathfínd- er-jeppa, sem varð á mótum Ný- býlavegar og Skemmuvegar 22. janúar sL, gefi sig fram við rann- sóknadeUd Kópavogslögreglunnar. Garðarbæjarlisti Félag um sameiginlegan fram- boðslista Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks og óflokksbundins jafn- aðar- og félagshyggjufólks í Garða- bæ verður stofnað í dag i Stjörnu- heimilinu. Markmið félagsins á að vera að standa að framboöi tU bæj- arstjórnar og breyta áherslum í stjórn bæjarins. Sameining í Samherja Tvö dótturfélög Samherja á ís- landi, Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík og Friðþjófur hf. á Eski- firði, hafa verið sameinuð móður- félaginu frá og með síðustu ára- mótum. ÖU starfsemi Samherja á íslandi er nú undir einni stjóm. Flosi efstur Flosi Eiríksson, húsasmiður og háskólanemi, leiðir KópavogsUst- ann, lista A- í Qokkanna og| KvennaUstans. Valþór Hlöðversson, sem verið hefur I í bæjarstjóm þrjú kjörtíma- bU, er ekki á | Ustanum held- ur er hann bæjarstjóraefhi listans. Vistarband Verkfræðingafélag Islands berst gegn ákvæðum í ráðningarsamning- um verkfræðinga um að hætfi þeir störfum megi þeir ekki ráða sig tU starfa á sama samkeppnissviði tU- tekinn tíma, að viðlögöum dagsekt- um. Verkfræðingafélagiö kaUar ákvæði af þessu tagi vistarbönd. Síldarvinnslan hagnast SUdarvinnslan hagnaðist um 332 miUjónir á síðasta ári. Arð- I semi eigin fjár var 17% og eigm- fjárhlutfall óx úr 36% í 46%. Greidd laun um -360 starfsmanna : fyrirtækisins námu 1.020 mUljón- um króna. Hálka alls staðar Hálka er á öUurn leiðum í öUum landshlutum. Flughált er í Húna- vatnssýslum og á Austfjöröum suður með ströndinni að Skafta- felli og varar Vegagerðin sérstak- lega við henni. Búast má við snjó- komu og skafrennmgi á QaU- og heiðavegum, einkum á Norðaust- urlandi. Auölindagjald Margrét Frimannsdóttir og þingQokkur Alþýðubandalagsins lögðu í gær | fram þingsá-1 lyktunartiUögu um hóQegt auð- lindagjald tU að j standa undir rannsóknum og stuðla að vemd og sjálfbærri I nýtingu auðlindanna og rétfiátri skiptingu afrakstursms. Kosið um sameiningu Kjörfundir verða í dag um sam- einingu Álftaneshrepps, Borgar- byggðar, Borgarhrepps og Þverár- hlíðarhrepps. Kosning hefst kl. 12 á hádegi nema í Borgamesi, kl. 10, og lýkur í síðasta lagi kl. 22. Kosið verður í Lyngbrekku, ValfeUi, samkomuhúsinu við Þverárrétt, Þinghamri og grunnskólanum í Borgarnesi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.