Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 stuttar fréttir Vísað úr landi Yfirvöld í Malasíu tilkynntu í gær að þau ætluðu að halda áfram að flytja úr landi ólöglega innflytj- endur þrátt fyrir að níu menn hefðu látist í uppreisn í flótta- mannabúðum. Mannréttindasam- tök hafa gagnrýnt aögerðir yfir- valda. Ross í friðarferð Dennis Ross, sérlegur sendi- maður Clintons Bandaríkjafor- seta, ræddi í gær í fjórar klukku- stundir við Net- anyahu, forsæt- isráðherra ísra- els. Ross á að reyna að blásá nýju lífi í friðar- viöræður ísraela og Palestínu- manna. Hann ráðgerði einnig að hitta Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Arafat taldi litlar líkur á að sendifór Ross yrði árangursrík. Dregið úr olíuvinnsiu Norska stjórnin tryggði sér í gær þingmeirihluta fyrir niður- skurði í olíuframleiðslu. Miðað er við að framleiðslan verði minnk- uð um 3 prósent. Fengu að sjá allt Vopnaeftirlitsmenn í írak lýstu í gær yfir ánægju sinni með sam- starfsvilja íraka. Kváðust þeir hafa fengið að sjá aflt sem þeir vildu sjá i höllinni Radwaniyah. Fangaverðir sendir utan Kínverski andófsmaðurinn Wei Jingsheng segir aö margir fanga- verðir í Kina hafi sótt menntun sína til Svíþjóðar. Fangavörðun- um þótti meðferðin á föngum í Svíþjóð of góð, að sögn Weis. Fjöldamorð í Alsír Talið er að skæruliðar múslíma hafi staðið á bak við tvær árásir á óbreytta borgara í Alsír á fimmtu- dagskvöld. Samkvæmt frásögn al- sírskrar fréttastofu létust 57 í árásunum. Prestar barnaníðingar Hneyksli skekur nú ensku kirkjuna í Ástralíu. Áttatíu kærur hafa borist gegn 17 prestum og op- inberum embættismönnum vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börn- um. Nokkrir prestanna hafa flúið land. Umbætur á kerfinu Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, boðaði í gær til fúndar með 15 flokksleiðtog- um í næstu viku. Umræðuefni fundarins verð- ur hvernig megi nútimavæða pólitíska kerfið í kjölfar samninga miðju- og hægri- manna við Þjóð- arfylkinguna um skiptingu valds að loknum kosningum. Reuter Stórabeltisbrúin senn opnuð Ríkisendurskoðun Danmerkur hefur gagnrýnt harðlega fjárhags- áætlun Stórabeltishlutafélagsins sem reisir brúna yfir Stórabelti, mifli Sjá- lands og Fjóns. Brúin verður tekin í notkun eftir tæpa þrjá mánuði. Danska ríkisendurskoðunin telur áætlanir of bjartsýnar og ekki sé nægjanlegt tiflit tekið til þátta sem geta haft áhrif á umferð um brúna. Sljórnendur Stórabeltisfélagsins eru hvattir til þess að endurskoða þessar áætlanir sinar hið snarasta. Skuldir vegna framkvæmdanna eru að nálgast 39 milljarða danskra króna, eða yfir 400 mifljarða isl. króna. Samkvæmt áætluninni á að greiða þessar skuldir niður á 40 árum, en til þess að það takist má vaxtastigið ekki fara yfir 4% og minnst átta þúsund bílar verða að fara um brúna daglega. Það eru helmingi fleiri bílar en fluttir eru með ferjum yfir Stórabelti nú. -SÁ Jeltsín varar Kíríjenko viö: Enginn tími til að hita upp „Vertu velkominn Sergej Vladi- lenovítsj," sagði Borís Jeltsín Rúss- landsforseti er hann vísaði forsætis- ráðherraefni sínu, Sergej Kíríjenko, inn í skrifstofu Tsjemómyrdíns, fyrrverandi forsætisráðherra, í Moskvu í gær. „Hún er þín núna ..." Fyrr um morguninn hafði Jeltsín hótað að rjúfa þing samþykkti neðri deild rússneska þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, ekki Kíríjenko sem nýjan forsætisráð- herra Rússlands. Forseti neðri deildarinnar, Gennadíj Seleznyov, gaf í skyn í gær að Kíríjenko kynni að verða samþykktur í fyrstu atkvæða- greiðslu. Kommúnistar eru taldir hafa lítinn áhuga á þingrofi og nýj- um kosningum. Þingmenn verða að hafa gert upp hug sinn fyrir næsta föstudag. Auðjöfurinn Borís Berezovskí, sem af mörgum er talinn standa á bak við brottrekstur rússnesku stjórnarinnar síðastliðinn mánu- dag, sagöi í gær að reynsluleysi Kíríjenkos í stjórnmálum yrði hon- um fjötur um fót. Berezovskí, sem hefur harðlega vísaö því á bug að hafa stjórnað gerðum Jeltsins, kvaðst telja aö Kíríjenko gæti orðið ágætur leiðtogi með tímanum. Kíríjenkó fæddist árið 1962 í ge- orgíska hafnarbænum Sukhumi sem nú er höfuðborg Abkasíu. Hann lauk verkfræðinámi 1984. Kíríjenko starfaði fyrir ungliða- hreyfingu kommúnista í Nisjinij Novgorod og varð síðar bankastjóri þar. Það var á þessum stað sem hann kynntist Boris Nemtsov er var fyrsti aðstoðarforsætisráðherra í siðustu ríkisstjóm. Þá var Nemtsov rikisstjóri í Novgorod. Árið 1996 varö Kíríjenko forstjóri olíufélagsins Norsi. Ári seinna kafl- aði Nemtsov Kíríjenko til Moskvu og var hann gerður að orkumálaráð- herra. Kíríjenko er kvæntur og á tvö börn. „Sergej Vladflenovítsj hefur greint mér frá áætlunum sínum um umbætur. Þetta em metnaðarfúllar áætlanir og það var það sem við þurftum,“ sagði JeltsLn forseti í gær. En hann varaði Kíríjenko við og sagði engan tíma til að hita upp. Reuter Nelson Mandela, forseti Suður-Afrfku, og Bill Clinton Bandarikjaforseti horfa á milli rimlanna út um gluggann á fangelsisklefanum sem Mandela sat í í 18 ár. Símamynd Reuter. Clinton í klefa Mandela Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, sýndi í gær Bill Clinton Bandaríkjaforseta fangaklefann á Robbeneyju sem hann sat í í 18 ár. „Fyrsta hugsun mín var að þakka guði fyrir að maðurinn sem sat í þessum klefa skyldi geta lifað öfl þessi ár án þess að hjarta hans yrði að steini og án þess að glata draumi sínum um Suður-Afríku,“ sagði Clinton við fréttamenn er hann steig út úr klefanum. Forsetarnir tveir leiddust að klef- anum í álmunni þar sem helstu and- stæðingar stjórnar hvítra voru í haldi. Mandela greindi Clinton frá því að yfirmenn fangelsisins heföu verið miskunnarlausir og grimmir. Þeim hefði hins vegar ekki tekist að brjóta niðm- samviskufangana. Áður en forsetarnir heimsóttu fangelsið hafði Mandela lýst því yfir á fundi með fréttamönnum að hann væri ósáttur við þá stefiiu Bandaríkjanna að halda áfram að einangra Kúbu, Líbýu og íran. Sagði Mandela aö Bandarikin ættu að boða til friðarfundar með óvinum sínum. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis IFimmtungur bandarískra barna fátækur Um fimmtungur bandarískra barna lifði í fátækt árið 1996, að því er kemur fram í könnun | bamavemdarsamtakanna CDF í Bandaríkjunum. Þeim, sem | lifðu í örbirgð, hafði fjölgað úr : 8,5 prósentum frá 1995 til 9 pró- 1 senta árið 1996. Niðurstöður könnunarinnar i sýna einnig að miklar framfar- ; ir hafa orðið á sumum sviðum i barnavemdar. Til dæmis hefur I þungunum táninga fækkað og | ofbeldi meðal unglinga liefur | minnkað. 1 fyrsta sinn í heilan áratug | fækkaði þeim bömum sem létu lífið af völdum skotárása. Færri | voru einnig gripnir vegna í þjófnaðar, ofbeldis, nauðgana | og morða. Fórnarlamb Vesúvíusar með nit Vel varðveitt nit hefur fund- ist í hári konu sem fórst við eld- í gosið í Vesúvíusi árið 79 e. Kr„ J að þvi er tveir ítalskir vísinda- menn hafa greint frá. Fram kom í ritum samtímarithöf- | unda að lús hefði verið plága á | tímum Rómveija. Konan, sem nitin faxmst á, var 25 ára er hún lét lífið og var j hún bamshafandi. Hún fannst í bátaskýli. Askan frá eldfjallinu gerði það að verkum að hár- ; greiðsla konunnar raskaðist ; ekki. Konan var með hár- j greiðslu eins og tíðkaðist meðal | vel stæðra kvenna á þessum tíma. Nitin likist bæði nútímanit \ og gamalli nit sem fundist hef ur í egypskum múmíum. Sat látinn í bílflaki í tvö ár Maður fannst látinn í bflflaki ; rétt sunnan við Bolnás í Sví- j þjóð á fimmtudaginn. Talið er 5 að hann hafi setið í bílflakinu í tvö ár. Bfllinn fannst í aðeins 15 metra fjarlægð frá fjölföm- | um þjóðvegi. I Allt bendir til að maðurinn S sé 25 ára gamall lýðháskóla- í nemi sem var á leið tfl vinkonu | sinnar í Lettlandi. Tilkynnt 1 var um hvarf hans í apríl 1996. Bilflakið fannst þegar bóndi var að grisja í skógi sínum og j hafði gróður vaxið yfir bUinn. | Svo vfrðist sem hinn látni hafi j ekið út af á miklum hraða og of- j an í skurð. Síðan hafi billinn j þeyst upp úr skurðinum og yfir 1 girðingu. Ekkert benti tfl að 1 umferðaróhapp hefði átt sér j stað á þessum stað annað en | stöðvunarskilti sem ekið hafði veriö á. 200 stjórnah andstæðingar teknir af lífi Samtök útlaga frá írak greindu frá því að stjórn Sadd- ■ ams Husseins íraksforseta hefði flutt 200 stjómarandstæð- (inga frá ýmsum fangageymsl- um til fangelsis í Bagdad þar sem taka á þá af lífi. Samkvæmt upplýsingum stjórnarandstöðuflokksins, I íraska kommúnistaflokksins, j hafa samviskufangarnir fyrst j og fremst verið sakaðir um ; íhlutun í uppreisn shíamúslíma í; og Kúrda gegn stjórnvöldum : 1991. Flokkurinn biður um að- 1 gerðir alþjóðlegra mannrétt- | indasamtaka til bjargar föngun- | um. Á þriðjudag tilkynnti ann- | ar hópur stjórnarandstæðinga 1 að 60 shíamúslímar hefðu verið 1 teknir af lífi í Suður-írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.