Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Mistur í Singapore Ferðamennska í Suðaustur- j Asíu þykli’ í mikilli hættu. Síð- astliðið sumar fækkaði ferða- mönnum um 10%, aðallega vegna misturs af völdum skóg- arelda. Samkvæmt nýjum upp- lýsingum frá veðurfræðingum í Singapore er reiknaö með að mistur leggist yflr landið í maí. Hótel í Singapore hafa boöað allt að 20% lækkun á gistiverði í þeirri von að ferðamenn láti þrátt fyrir allt til leiðast og lieimsæki landið. Skíðavikan á ísafirði telst til stærstu hátíðarhalda í bænum á ári hverju. Skíðavika á Isafirði: Skíði á daginn, menning á kvöldin sem kjósa minni alvöru má nefna punktamót fjölskyldunnar þar sem engu skiptir hvort menn renna sér á snjóþotu eða skíðum, eða bara ganga niður brekkuna. Allir geta verið með og það eru vegleg verð- laun í boði,“ segir Ásthildur. Fjölbreytt næturlíf ísfirðingar ætla svo sannarlega ekki að sitja heima á skíðaviku en öll kvöld vikunnar verður mikið um að vera i bænum. „Unglingamir eru sjáifsagt spenntastir fyrir tónleikun- um sem verða á pálmasunnudag en þá koma þau Emiliana Torrini og Stefán Hilmarsson fram með hljóm- sveit Jóns Ólafssonar. Ágóði af þess- um tónleikum rennur sem fyrr til vímuvarna," segir Ásthildur. Fyrir þá sem vilja fara í leikhús verður um tvær leiksýningar að velja. Leik- félag Flateyrar sýnir hinn vinsæla söngleik Þrek og tár og Litli leikklúbburinn sýnir söngleikinn Allra meina bót ásamt Villa Valla, Baldri og Söngfjelaginu í Neðsta. Þá minnir Ásthildur á fyrirlestur Guðjóns Friðrikssonar um skáldið Einar Benediktsson og tónleika Hrólfs Sæmundssonar baritón- söngvara á Flateyri. „Auk þess verður hið árlega og ómissandi djass- kvöld á Hótel ísa- firði laugardags- kvöldið fyrir páska- dag og sama kvöld verða gömlu dans- arnir á Eyrinni," segir Ásthildur. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkrum atburðum skíðavikunnar en að auki verður til dæm- is dorgveiðikeppni, skíðagönguferðir, ratleikur, kvik- myndasýning, torg- stemning í íþrótta- húsinu og margt margt fleira. „Markmiðið og von okkar er að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Þá má ekki gleyma að heilmargt verður í boði fyrir yngstu kynslóðina enda leggjum við áherslu á að fjöl- skyldan öll geti átt skemmtilega daga,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir. Þaö er líf og fjör í brekkunum á skíöaviku. _ah Djassinn ómissandi Mikil eftirvænting ríkir nú á ísa- firði enda styttist óðum í hina ár- legu skíðayiku í bænum. Skíðavik- an á sér langa hefð og þykir ómiss- andi þáttur í félagslífi ísfirðinga þegar þeir koma undan vetri. Hátíð- arhöldin hefjast á pálmasunnudag og þeim lýkur á annan í páskum. „Skíðavikan er stórviðburður í augum ísfirðinga enda mikið lagt í fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Við líkjum skíðavikunni stundum við sæluviku á Sauðárkróki eða þjóðhátíð í Eyjum. Fyrsta skíðavik- an var haldin hér árið 1935 og hefur verið haldin næstum árlega síðan. Síðustu tíu árin hefur umfang hátíð- arhaldanna vaxið nokkuð," segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir, for- maður skíðaviku. Eins og nafn vikunnar ber með sér er skíðaiðkun eitt af aðalsmerkj- um skíðavikunnar. Keppni af ýmsu tagi er haldin og að sögn Ásthildar ber Garpamótið, svokallaða, jafnan hæst en þar keppa 30 ára og eldri á skíðum. Mikil stemning er meðal keppnismanna en sumir hverjir hafa æft stift frá því í haust fyrir þetta eina mót. „Hér verður einnig haldið snjó- brettamót í fyrsta skipti og ekki má gleyma keppninni í skotfimi á skíö- um en mér vitanlega er slík keppni hvergi haldin nema hér. Fyrir þá Djass í Kaupmanna- höfn Kirsuberjatrán blómstra . A morgun verður hin árlega hátíð kirsuberjatrésins haldin í Washington í Bandaríkjunum. Trén eru í fullum blóma og bár- I ust fregnir í miðri síðustu viku um að bleikur litur blómanna væri orðinn áberandi. Það þyk- ir snemmt en ástæðan kvað vera milt veðurfar í borginni í 1 vetur. f SUFFLÖR SKRIFBORÐ Svart, hamrað lakk á borði. Skúffueining bæsuð í kirsuberjalit. L140 sm, B70 sm, H75 sm. Matthias skrifborðsstóll 5900 kr. Það verður mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn í sumar þegar árleg djasshátíð borgarinnar verður haldin í tuttugasta sinn. Hátíðin fer ffam dagana 3. til 7. júlí næstkomandi. Skrúðgöngur verða í miðborginni alla dagana og alls verða haldnir 450 tón- leikar í tónleikahúsum og görð- um borgarinnar. Hápunktur hátíðarinnar verð- ur „Giant Jazz“ sem fer fram í Hringleikahúsinu í hjarta Kaup- mannahafnar. Þar mun Charles Lloyd- kvartettinn, The Mingus Band og Stórsveit danska ríkis- útvarpsins ásamt Caecilie Norby koma fram ásamt fleirum. Þeir sem vilja kynna sér hátíðina nánar geta farið á slóðina www.cjf.dk á Netinu. Shakespeare í hvíld? Konunglega Shakespeare- leikhúsið efndi nýveriö til kappræðna um hvort Bretar og aðrir væru búnir að fá nóg af leikritum Shakespe- ares. Fyrir nokkrum mán- Íuðum varð til hópur sem vill \ að snillingurinn Shakespeare verði hvíldur í tíu ár. Rök höps- ins eru þau að al- mennir leikhúsgestir séu almennt búnir aö fá upp í Iháls af misjöfnum tilraunum leikstjóra til þess að sýna þeim nýjan Shakespeare. Það sé ein- faldlega búið að gera allt i þeim efhum og því sé ekkert eftir nema að hvíla karlinn í svo sem áratug. Það hefur altént enginn gert áður. Harla ólíklegt er að framsækin hugmynd hópsins nái fi'am að ganga en hún hefur valdið nokkru fjaðrafoki innan breska leikhúsheimsins. Hvít plastlögð spónaplata. L110 sm, B48 sm, H72 sm. M KR. STURE SKRIFBORÐ Ólakkað gegnheilt birki/krossviður, grálakkað stál og tvö hjól. L150 sm, B75 sm, H75 sm. 900» 34.9OO KR. SKRIFBORÐ Antik bæsuð fura. Skápar og skúffur að framan og hillur á bakhhð svo borðið getur verið fristandandi. L152 sm, B72 sm, H72 sm. FRfiBfERRR FERMINGRRGJRFIR STORGOTT VERÐ, HONNUN, URVRL OG NOTRGILDI Allir vita hversu miklu munar að vinna við gott og vel hannað skrif- borð; hvort sem verið er að læra heima, gera skattskýrslu eða skrifa verðlaunaskáldsögu. Skrifborðin í IKEA uppfylla þessi skilyrði og eru auk þess bæði ódýr og vönduð. Það gerir þau einmitt afar hentug til fermingargjafa. OPIÐ RLLR OROR 10:00 - 18:30 VlflKA DAOfl 10:00 - 17:00 LflUOflRDROfl 13:00 - 17:00 SUNNUOAOfl MOPPE SMRKOMMÓÐR M. 6 SKÚFFUM 1.850.. IKEA -fyrir alla muni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.