Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Síða 12
12 Oðtal LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 DV Kona Valgeirs Víðissonar, sem hvarf með dularfullum hætti fyrir fjórum árum, er ráðþrota: segir Unnur Millý en 10 ára sonur þeirra Valgeirs er á hrakhólum í heilbrigðiskerfinu eftir að hafa verið misþyrmt „Auövitaö er ég ekki sátt og tel að kerfiö hafi brugöist okkur. “ Þetta segir Unnur Millý Georgsdóttir, kona Val- geirs Víöissonar sem hvarf sporlaust í Reykjavík fyrir fjórum árum, aö því er virö- ist meö dularfullum hœtti. Hún er engan veginn sátt viö þátt lögreglunnar viö rann- sókn hvarfsins og telur aö mikilvœgum sönnunargögn- um og vitnisburði hafi veriö stungiö undir stól. í lok mánaöarins, 30. apríl, veröur Valgeir formlega lýstur lát- inn fyrir dómþingi í Héraðs- dómi Reykjavíkur, komi ekk- ert út úr fyrirkalli sem dóm- urinn hefur auglýst en þenn- an dag er hverjum þeim stefnt fyrir dóm sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstaö eöa afdrif Val- geirs. Það er ekki bara að Unnur sé ósátt við kerfið vegna lögreglurann- sóknar á hvarfi manns hennar held- ur ekki síst vegna meðhöndlunar heilbrigðiskerfisins á 10 ára syni þeirra Valgeirs. Hann hefur verið á hrakhólum eftir að honum var mis- þyrmt sl. haust í Bústaðahverfmu. Þar var hann af nokkrum unglings- piltum þvingaður til að taka inn töflur, sniffa og kyngja gasi, auk þess sem hann var laminn, gyrt nið- ur um hann og sígarettu troðið upp í endaþarm hans. Flutti hún hann meðvitundarlausan á spítala. Eftir þessa hræðilegu upplifun segir Unnur að sonur hennar hafi fengið flogaköst, eilífar martraðir og vakni oft upp kófsveittur um næt- ur. Heiftarleg flogaköst Frá því skömmu eftir hvarf Val- geirs var sonur þeirra greindur sem ofvirkur, þá 6 ára gamall, og sam- kvæmt læknisráði var honum kom- ið fyrir á bama- og unglingageð- deildinni við Dalbraut eftir atburð- inn í haust. Þar var hann í fjóra mánuði eða þar til í febrúar á þessu ári að hann fékk ekki lengur þar inni. Hafði dvölin þó verið fram- lengd vegna heiftarlegra floga- og hræðslukasta sem hann fékk. Eftir það var hann hjá Unni í u.þ.b. mánuð og segir hún hann hafa verið kominn að sturlunar- mörkum. Erfitt hafi verið að hafa hann heima þar sem vegna mis- þyrmingarinnar í haust hefði verið mælst til að hann færi ekki út fyrir hússins dyr vegna „hættulegra stráka sem ganga lausir í hverfinu". Unnur segist iðulega horfa á gerend- urna í málinu út um gluggann hjá sér og eina sem henni sé sagt er að selja íbúðina sína og flytja úr hverf- inu. „Aðalgerandinn hefur lagt son minn í einelti og það endaði með því að ég lét hirða hann í vor. Hann tók það ekki til sin heldur bara horfði brosandi á mig. Lögreglan hefur sagt mér að ekkert sé hægt að gera, hann fari bara á Litla-Hraun þegar hann verði 18 ára. Mér skilst mann eða stuðn- ingsfjölskyldu en alltaf fengið þau svör hjá Félags- málastofnun að það væri ekki hægt, kvótinn væri fullur. Það var ekki fyrr en hann fékk inni á Ásvallagötu að hann fékk tilsjón- armann," segir Unnur Millý en hún á að auki tvær dætur, 18 og 4 ára. Minningar- athöfn eða jarðarför? Hún segir Val- geir hafa gengið elstu dóttur sinni í föðurstað og ávallt reynst hehni Þetta er ein síðasta myndin sem tekin var af Valgeiri Víðissyni áður en hann hvarf sporlaust 19. júní 1994. Hér er hann ásamt syni þeirra Unnar Millýjar þegar dóttir hennar var fermd í apríl sama ár. Síðustu samskipti feðganna voru þegar Valgeir ók syni sínum norður í land til sumardvalar í sveit, tveimur vikum fyrir hvarfið. góður. Þau Valgéir kynntust fyrst árið 1983 og hún segir samband þeirra lengst af hafa gengið vel. Snurður hafi hlaupið á þráðinn öðru hvoru en þau ætíð verið góð- ir vinir. Valgeir hafi verið traustur vinur vina sinna og ákaflega barn- góður. „Ég heyrði síðast i honum tveimur dögum áður en hann hvarf og ég fann að það var ekki al- veg allt í lagi,“ segir Unnur en vill ekki ræða hans hvarf frekar. Hún geti haft skaða af en margt undar- legt hafi gerst í kjölfar hvarfsins og hvernig staðið var að rannsókn þess. Eins og kom fram i fréttum á sín- um tíma var talið að hvarf Valgeirs hafi tengst fikniefnaheiminum. Val- geir var það sem Unnur kallar send- ill „og ekkert annað“. Hún vonast til að fyrirkallið í Héraðsdómi Reykjavíkru- 30. apríl geti dregið fram einhverjar upplýs- ingar um afdrif Valgeirs. Hún segir að minningarathöfn hafi verið fyrir- huguð í sumar en það geti allt eins orðið jarðarfór. -bjb að á stuttum tíma hafi hann fengið á sig 8 kærur vegna alvarlegra lík- amsárása," segir Unnur. Vafasamt námsefni Um miðjan mars sl. fékk hún pláss fyrir son sinn á unglingaheim- ilinu við Ásvallagötu. Þar er hann ásamt nokkrum krökkum sem eru nokkuð eldri en hann, 14-16 ára. Hann fær að koma heim aðra hverja helgi en frá því í haust hefur hann gengið í Dalbrautarskóla. Unnur segist ekki vera alls kostar sátt við skólann, einkum vegna námsefnis sem sonur hennar og tveir félagar hans gerðu um forvarnir í vímu- efnamálum. Þeir hafi gert mynd- band þar sem þeir léku fikniefna- neytendur á heldur vafasaman hátt. Þóttust vera í vímu eftir að hafa reykt hass og sniffað. Unni finnst þetta vera fyrir neðan allar hellur, þarna sé verið að ýta syni hennar fram af brúninni. Engin svör berast Unnur og lögfræðingur hennar hafa kynnt vandann í heilbrigðis- ráðuneytinu og hjá borgaryfirvöld- um en engin svör hafa borist. Unn- ur segist vera ráðþrota. í raun sé búið að leggja líf þeirra mæðgina í rúst þegar Valgeirsmál er með- talið. „Það vilja allir allt fyrir okkur gera en ég er ekki sátt við þau úr- ræði sem honum standa til boða. Hann hefur ýmist verið vistaður með hvítvoðungum eða hörðnuð- um unglingum. Ég hef viljað aö hann fái inni á Kleifarvegsheimil- inu. Það er eina heimilið með sér- hæfðu fagfólki þar sem markviss tilfinningavinna fer fram með börnin. Á slíkri meðferð þarf sonur minn að halda, ég hef orð okkar læknis fyrir því. Til að fá þar inni þurfa börnin að vera í sérdeild Laugarnesskóla. Sú deild er full auk þess sem mér skilst að loka eigi heimilinu í vor vegna fjár- skorts. Maður á varla til orð. Það ætti að reisa fleiri slík heimili frek- ar en að loka þeim. Nóg er húsnæð- ið alls staðar og fólk með réttu menntunina. Nei, heilbrigðiskerfið sker frekar niður og sendir börnin út í sveit. Þar hefur alls konar heimilum verið komið upp víða um land. Þar vilja allir krökkunum vel en þetta eru bara ekki réttu úrræð- in,“ segir Unnur en ákveðið hefur verið að sonur hennar fari í sumar að Geldingalæk í Árnessýslu. Þau mæðginin fóru þangað í gær til að kynna sér aðstæður og segir Unnur son sinn hafa sagt: „Mamma, hér vil ég ekki vera.“ Fordómar og einelti Eins og áður sagði var sonur Unnar greindur ofvirkur skömmu eftir hvarf Valgeirs. Unnur segir niðurstöður greiningarinnar hafa m.a. verið þær að henni skyldi ekki vera hjálpað á neinn hátt. „Það átti að fylgjast með mér úr fjarlægð og sjá hvernig tækist til. Ef hann yrði van- sæll þá ætti að endurskoða mig sem uppalanda. Málið var að hann var nýbúinn að missa pabba sinn og var mjög langt niðri. Hann fékk enga sálfræðihjálp og varð fyr- ir fordómum og einelti í skóla vegna þess að pabbi hans var týndur. Ég hef á þess- um tíma far- ið fram á tilsjón- ar- ■ i' ’ Unnur Miliý ásamt syni þeirra Valgeirs. Hann var 6 ára þegar faðir hans hvarf. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.